Morgunblaðið - 29.10.1976, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1976
3
Hlutafé Alþýðubankans
aukið um 30 milljónir:
ALÞYÐUBANKINN afskrifaði á sfðasta ári útlán að upphæð 30 milljónir
króna og nú er unnið að þvf að afla trygginga fyrir útlánum að upphæð um
60 til 70 milljónir. Þegar hafa fengizt fyrsta flokks tryggingar fyrir
helmingi þeirrar upphæðar og vonir standa til að fyrir áramót verði
tryggingaöflun lokið. Standa vonir til að bankinn verði ekki fyrir frekara
tölulegu tjóni, en fjárhagsstaða hanser fremur þröng enn. Innlánsaukning
f bankakerfinu frá áramótum er nú um 30% og af henni hefur Alþýðu-
bankinn ekkert fengið. Þó eru ýmis teikn á lofti um að fólk sé að fá á ný
traust á bankanum, þar sem fjármagnsstreymi úr honum hefur stöðvazt.
Þessar upplýsingar komu fram á
blaðamannafundi, sem bankaráð og
bankastjórn Alþýðubankans boðuðu
til í gær. í forsvari fyrir bankanum
var bankastjórinn, Stefán Gunnars-
son, Benedikt Davíðsson, formaður
bankaráðs, Ingi R Helgason, lög-
fræðingur bankans, og Kristján
Ólafsson, skrifstofustjóri Tilefni
fundarins var í raun það að óska
eftir samvinnu við fjölmiðla um
endurreisn bankans og trausts á
hann. Þeir félagar sögðust staðráðn-
ir í því að efla og styrkja bankann á
alla lund og vonuðust eftir því að
þeir fengju frið til þess starfs. Þeir
kvörtuðu talsvert undan neikvæðum
blaðaskrifum um það mál, sem
nefnt hefur verið ..Alþýðubanka-
málið" og þeir töldu að hefði skaðað
bankann og gert það áfall, sem hann
varð fyrir, enn meira en ella hefði
orðið
ans h.f haldinn í Reykjavík, 25
október 1 976, ályktar:
Á liðnum áratug hefur íslenzk
verkalýðshreyfing haslað sér völl á
hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins.
Á öllum tfmum hefur verkalýðs-
hreyfingin orðið að heyja harða bar-
áttu fyrir áhrifum sinum. Fyrst fyrir
Talsmenn Alþýðubankans h.f. á blaðamannafundinum I gær. Frá vinstri:
Benedikt Davfðsson, bankaráðsformaður, Stefán Gunnarsson, banka-
stjóri, Ingi R. Helgason, lögfræðingur bankans, og Kristján Ólafsson,
skrifstofustjóri.
um aukningu hlutafjár, að taka það
nú þegar til jákvæðrar afgreiðslu
Jafnframt skorar fundurinn á öll
verkalýðsfélög og alla félagsmenn
þeirra að beina öllum þeim viðskipt-
um til bankans. sem þessir aðilar
frekast mega Með þvi er ekki aðeins
verið að efla peningastofnun. Með
því er verið að efla verkalýðshreyf-
ingu "
Stefán Gunnarsson bankastjóri
sagði að eitt aðalvandamál bankans
i dag væri að lausafjárstaða hans
væri ekki nógu góð og því væri ekki
unnt að veita þá þjónustu, sem
stjórn bankans kysi að veita Þvi
hefði m a verið ákveðið að bjóða út
þessa aukningu hlutafjár Siðasta
hlutafjárútboð var á árinu 1 974, að
upphæð 30 milljónir króna, og það
er nú að mestu uppgengið. Jákvæð
viðbrögð hefðu borizt frá ýmsum
stórum verkalýðsfélögum, sem
hefðu samþykkt að kaupa nú þegar
hlutabréf Var Verkamannafélagið
Dagsbrún sérstaklega nefnt i þvi
Innlánsaukning bankans
hefur staðið í stað þetta ár
Á sama tíma hefur hún aukist um 30% í bankakerfuiu
Til þess að efla bankann hefur
bankastjórnin ákveðið að bjóða út
30 milljón króna hlutafjáraukningu
Hlutafé bankans er nú 70 milljónir
króna og aðalfundur bankans hefur
þegar heimilað að auka það i 100
milljónir. Nýlega var haldinn hlut-
hafafundur bankans og þar var sam-
þykkt ályktun einróma um að traust
á bankanum verði endurvakið
Fundinn sóttu handhafar 38 þúsund
atkvæða af 55 þúsund um eða um
200 manns. Ályktun fundarins var
svohljóðandi:
„Almennur fundur Alþýðubank-
tilverurétti sinum, siðan fyrir lág
markslaunum, föstum vinnutima,
bættri vinnuaðstöðu. launajafnrétti
kynjanna og svo mætti lengi telja.
Ekkert verulegt skref hefur auðn
azt að stiga í þessari baráttu án
átaka og mikils starfs félagsmann-
anna. Enginn árangur næst án
fórnar og aldrei hefur mátt sofna á
verðinum eða slaka neitt verulega á
klónni til þess að árangurinn ekki
skerðist aftur, eða mistök hlytust af.
Með baráttu sinni hefur verkalýðs-
hreyfingin öðlazt viðurkenningu sem
eitt sterkasta aflið í þjóðfélaginu og
óbugandi, þegar bezt tekst að sam-
stilla kraftana
Stofnun og rekstur Alþýðubank
ans h.f. er einn þátturinn í auknum
áhrifum hreyfingarinnar, við hliðina
á stofnun sjúkrasjóða og Iffeyris-
sjóða hennar.
Hluthöfum Alþýðubankans h.f. er
Ijóst, að meiri kröfur eru réttilega
gerðar til banka, sem verkalýðs-
hreyfingin er aðaleigandi að heldur
en annarra sambærilegra stofnanna.
M.a af þeirri ástæðu urðu þau áföll,
sem bankinn varð fyrir á s.l. vetri,
ekki aðeins fjárhagslegur skaði fyrir
bankann, heldur einnig og ekki
sfður álitshnekkir. sem erfitt er að
vinna upp.
Hluthafar Alþýðubankans h.f.
telja að aðeins með samstilltu átaki
bankans, verkalýðsfélaganna og
hinna einstöku félagsmanna þeirra
verði bankinn reistur til þeirrar virð-
ingar, trausts og stærðar, sem
honum réttilega ber sem banka
islenzkrar alþýðu
Því skorar hluthafafundur þessi á
þau verkalýðsfélög, sem enn hafa
ekki tekið til afgreiðslu bréf bankans
sambandi Þá var og á það bent að
Alþýðusamband íslands stæði nú I
stórframkvæmdum — væri að reisa
sér hús — og það hefði einnig haft
þau áhrif að sum félög hefðu átt í
erfiðleikum með að svara þeirri bón
bankans
Það kom fram á blaðamannafund
inum að á sama tima og innláns-
aukning í bönkum landsins hefði
verið 30%. þar með talin veltiinn-
lán, hefði innlánsaukning i Alþýðu-
bankanum staðið i stað Benedikt
Daviðsson kvað hlut fjölmiðla hafa
Framhald á bls. 39
Allt tilbúið fyrir flutning Jóhönnu.
Jóhanna var kvödd
með viðhöfn að við-
stöddu f jölmenni. . .
Höfn, Hornafirði 28. oktðber,
frá Jens Mikaelssyni:
ÞAÐ var mikið um að vera við
höfnina i morgun, þegar unnið
var að þvi að færa háhyrning-
inn „J6hönnu“ í búrið, sem
hún átti að vera i tii Frakk-
lands. Á áttunda timanum
mættu Frakkarnir á staðinn
ásamt háhyrningstemjaranum.
sem er enskur. Fóru þeir I
froskbúningum að búrinu, sem
Jóhanna hefur dvalizt á siðan
hún var gómuð á hafi úti. Voru
mennirnir með sérstaka nót,
sem þeir höfðu útbúið. Þeir
gáfu sér góðan tima og flönuðu
ekki að neinu. Um 10-leytið
voru þeir búnir að koma há-
hyrnunni fyrir f sérstöku segli,
Jóhanna komin i seglið.
sem hún var höfð f þegar hún
var hifð uppúr sjónum.
2—300 manns horfðu á
athafnirnar. Þar voru nemend-
ur úr barna- og gagnfræðaskól-
anum ásamt kennurum. Höfðu
nemendur gagnfræðaskólans
sjálfir ákveðið að fara niður að
höfn til að fylgjast með, slíkur
var spenningurinn. Krani var
fenginn til að hífa háhyrning-
Hjálpfúsar hendur á hafnarbakkanum og mergð
áhorfenda.
'Búrið sett á vörubflspallinn. Ljósmyndir Þórleifur
Ólafsson og Jens Mikaelsson.
Fékk 300 kg af síld í nesti
Brosað við Ijósmynduruum.
inn upp. Var hann settur i sér-
stakt búr, sem hafði verið sér-
staklega smiðað fyrir flugferð-
ina til Frakklands, 5 metra
langt og hvitmálað. Mjög snyrti-
lega var frá öllu gengið. Um
klukkan 11 var búið að ganga
frá Jóhönnu í búrinu. Það var
klætt innan með svampi, sem
háhyrningurinn lá í. Þegar búið
var að koma háhyrningnum
fyrir i búrinu var hann makað-
ur hvitra feiti, til að verja hann
gegn þornun. Siðan var
Jóhanna klædd í handklæða-
efni og það bleytt með vatni.
Nú var haldið út á flugvöll og
var Jóhanna flutt á vörubíl.
Ferðin tók um 15 minútur en
leiðin er um 10 km. Uti á flug-
velli var kraninn og einnig
vörulyftari úr Kaupfélaginu.
Jóhanna virtist kunna ágætlega
við sig á vörubilspallinum og
enginn órói var merkjanlegur.
Hún var hin rólegasta og allt
gekk eins og i sögu. Frakkarnir
voru hjá henni allan timann og
gættu hennar vel, enda vart sof-
ið fyrir áhyggjum af velferð
hennar síðustu sólarhringana.
Þegar inn á flugvöll var kom-
ið var þar hópur fólks, m.a. frá
Nesjaskóla og tveir fulltrúar
frá sjávarútvegsráðuneytinu,
einn frá utanríkisráðuneytinu,
franski sendiherrann ásamt
öðrum manni úr sendiráðinu,
einnig lögreglustjóri og oddviti.
Jóhanna var kvödd með við-
höfn. Sjálfsagt hafa ekki i ann-
an tíma verið jafnmargir á flug-
vellinum að kveðja nokkurn
gest. Kl. 11.40 var byrjað að
setja búrið inn í vélina með
krananum og lyftaranum. Var
búrinu skáskotið inn i vélina.
Kranann hífði búrið af bilnum
og að hálfu inn i vélina, siðan
lyftari alla leið. Þar tóku vask-
ar hendur við og ýttu búrinu
fram í vélina og gengu frá því á
klossum, sem voru settir undir
það. Að beiðni Frakkanna var
komið með 3 tunnur af vatni og
3 tunnur af ís og keypt voru 300
kg. af nýfrystri síld i nesti
handa Jóhönnu. Þegar búið að
var að koma búrinu fyrir var
strax byrjað að dæla á háhyrn-
ingnn vatni. Um klukkan
12.30 búið að ganga frá öllu,
Jóhanna, temjarinn og Frakk-
inn kvödd oghaldið til Nissa kl.
12.45.
Farþeginn kominn um borð í
flugvél Iseargo.