Morgunblaðið - 29.10.1976, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 29.10.1976, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1976 Vestrœnt lýð- rœði er í húfi HR. DAVÍÐ Z. Rivlin, sendiherra ísraels á Islandi og í Noregi, hefur verið staddur hér á landi að undan- förnu, en hann hefur annars aðsetur í Ósló. Blaðamað- ur Morgunblaðsins hitti hann að máli á dögunum og rabhaði við hann um tsrael, gyðinga og araba. — Friður og öryggi, það er það sem tsrael heyr sína bar- áttu fyrst og fremst fyir. Við erum ekki að berjast fyrir land- svæðum, við erum reiðubúnir til að láta af hendi land ef við í staðinn öðlumst öryggi til að halda áfram að byggja upp sam- félag okkar í ísrael. Að sjálfsögðu getum við ekki látið eftir takmarkalaus land- svæði. Jerúsalem, borgin helga, verður að vera óskipt. Gaza svæðið getum við ekki látið Egyptalandi eftir. Og Golan- hæðirnar verða að vera á okkar valdi að einhverju leyti. Þetta eru þeir landshlutar, sem við getum ekki verið án. En ég endurtek, að burtséð frá þess- um þremur landsvæðum, er ekkert land mikilvægara fyrir gyðinga ísraels en fraður og öryggi. Sem stendur nema varnir 40% af öllum útgjöldum Israels. Við búum við stöðuga ógnun ríkustu rfkja heimsins f dag. Lítum á kort af Miðjarðar- hafsbotni. Egyptaland, Saudi Arabía, Jórdan, Sýrland, Líban- on, lran, Kuwait... Guð gaf Aröbum oliuna, okkur aðeins hrjóstugan landskika án Palestínuarabar í öllum araba- ríkjunum. En þeir eru ekki það sama og PLO (frelsishreyfing Palestínu). Ég bendi sérstak- Iega á þetta, þvf það er ekki öllum ljóst. Og þeir Palestínu- arabar, er búa í flóttamanna- búðunum eru fórnarlömb áróðursins gegn israelsríki. Þeir eru sýningargripir handa Aröbum að benda á svo þeir geti sannað það umheiminum, hversu illa Gyðingum hefur farizt í þeirra garð. En hversu annt er Aröbunum um lff þessa fólks? Ef þeir sýndu sig reiðu- búna til að eyða aðeins 1 % af þeim peningum, sem þeir nota til fjárhættuspils í Las Vegas, sem þeir kaupa hótel fyrir í London, fasteignir í Bandaríkj- unum, kadiljakka, lystisnekkj- ur, ef þeir eyddu aðeins örlitlu broti af þessum stórkostlegu fjárhæðum í það að bæta hag flóttamannanna, þá fyrst væri hægt að trúa því, að þeim sé raunverulega sárt um afkomu þeirra. Og ég endurtek, að Palestínuarabar eru ekki það sama og PLO. PLO hefur það efst á stefnuskrá sinni að út- rýma rfki Israels. En PLO er Davíð Z. Rivlín náttúruauðæfa. Það er ekki undarlegt þótt hin nýju rfki Afríku séu á bandi Arabarfkj- anna, þar er peningavaldið. Fleiri og fleiri sjá sér hag í að lúta þessu valdi. Sameinuðu þjóðirnar samþykkja þess vegna hverja ályktunina á fæt- ur annarri andstæða hagsmun- um Israels. — Gyðingar hafa ekki gert neinn brottrækan úr Israel. Israel er þeirra heimaland, fyrirheitna landið, sem Moses leiddi þá til. Þess vegna er það út f hött að tala um anti- semítisma annars vegar og anti- síonisma hins vegar, eins og svo margir gera, sem segja: ég hef ekkert á móti Gyðingum, aðeins á móti Gyðingum í tsrael. Þetta tvennt er ósundurskiljanlegt, Ísraelsríki er hluti af trúar- brögðum okkar og þar á hver Gyðingur að eiga vísan sama- stað, friðland. Hvert skref, sem stigið er í Israel, er fótspor í sögu okkar og menningu. Það er oft bent á Palestínuaraba og spurt: hvað með þá? Og á flótta- mannabúðirnar í Líbanon. Það búa hundruð þúsunda Palestínuaraba í ísrael. Þeir njóta allra borgara réttinda og bera allar skyldur þeirra utan hvað þeir eru undanþegnir her- skyldu. Við getum ekki ætlazt til þess, að þeir berjist við sinn eigin kynstofn. Það búa aðeins brot úr þeim fjölda Palestínuaraba, sem búa í nágrannalöndum okkar. Eg sagi áðan, að við værum reiðu- búnir til að láta af hendi land- svæði ef við fengjum f staðinn frið og öryggi. Við erum reiðu- búnir, hvenær sem er og hvar sem ér, til að setjast niður við samningaborð, við munum gera það fúslega í Genf. Við ræðum við hvern sem er, nema PLO. Hvernig er hægt að setjast nið- ur til samninga við aðila, sem hefur sett sér útrýmingu þina að fyrsta markmiði? Getum við „samið“ við morðingja okkar? Við getum e.t.v. rætt um, hvernig dauðanum á að vera háttað, henging, hnffsstunga, byssukúla — en um annað ekki. Israel ræðir gjarnan við Palestínuaraba, en ekki PLO- samtökin. Slfkt kemur alls ekki til greina. —En barátta gyðinga fyrir Israelsríki er ekki aðeins þeirra eigin barátta. Israel er eina lýð- ræðisríkið fyrir botni Mið- jarðarhafs. Hvert það ríki, sem heyr stríð á móti Israel, berst á móti vestrænu lýðræði. Vest- rænt lýðræði á rætur sínar að rekja til Grikklands, já, en það- an kemur það frá kristindómn- um, og sú heimspeki, sem ligg- ur að bakí lýðræðinu, og hug- sjónir, hugtök eins og jafnrétti, Framhald á bls. 22 Axel Kristjánsson, forstjóri Rafha (t.h.), og Ingvi Í. Ingason, tæknifræðingur (t.v ), fylgjast með Pétri Einarssyni að störfum. Pétur hefur unnið hjé Rafha I fimmtán ár og kveSst líka ágætlega. • • Orvænti stundum um að fyrirtækið næði fertugsaldri — segir Axel Kristjánsson, forstjóri Rafha H.F. Raftækjaverksmiðjan f Hafn- arfirði, öðru nafni Rafha, á fjörutíu ára afmæli I dag. Rafha var stofn- sett 29. okt. 1936 og er þvi jafn gömul verksmiðjuiðnaði, sem slíkt nafn er gefandi hér á landi. Slfkur iðnaður hófst ekki að neinu ráði fyrr en með virkjun Sogsins og framleiðslu rafmagns I stórum stfl á fslenzkan mælikvarða. í tilefni afmælisins boðaði Axel Kristjánsson, forstjóri Rafha, til blaðamannafundar Axel tók við stjórn verksmiðjunnar 1936 Á tuttugu og fimm ára afmæli Rafha komst Emil Jónsson, fyrrum ráð- herra og stjórnarformaður Rafha frá upphafi, m a svo að orði „Rafmagn til heimilisnota. suðu, hitunar og fjölmargs annars, sem léttir hús- mæðrum störfin, var annar megin- þátturinn, sem hafður var í huga þegar ráðizt var i islenzkar stórvirkj- anir En til þess að nýta rafmagnið á þennan hátt þurfti heimilistæki, eldavélar, ofna, kæliskápa, þvotta- vélar o fl Upp úr þessu ástandi spruttu hugleiðmgar um framleiðslu islenzkra heimilistækja og stofnun Raftækjaverksmiðjunnar 1936 Þörfin fyrir þessa framleiðslu var auðsæ og möguleikarnir á þessu sviði, eins og mörgum öðrum voru skapaðir við virkjun Sogsins. Fyrstu árin voru erfið, menn vantruðaðir á að þetta væri hægt að gera hér með góðum árangri En þetta hefur breytzt Framleiðsla verksmiðjunnar hefur staðizt dóm reynslunnar Tæk- in, sem verksmiðjan hefur framleitt, hafa reynzt samkeppnishæf við er- lenda framleiðslu, enda yfirgnæf- andi meirihlut heimilistækja í not- kun á íslandi framleiddur af Rafha." Eins og Axel Kristjánsson komst að orði, þá eru þessi orð Emils Jónssonar enn í fullu gildi. Rafha hefur nú á fimmta áratug fram- leiðslustarfseminnar góða og dýr- mæta reynslu að baki „Við teljum okkur einnig hafa beztu varahluta- þjónustuna," sagði Axel, „og erum fljótir á staðinn ef eitthvað bilar." í dag eru framleiðsluvörur Rafha eins og í byrjun aðallega eldavélar. Auk þess annast Rafha alls konar sér- smíði, s.s. á stórum eldavélum, steikarpönnum, hitaskápum, af- greiðlsuborðum fyrir mötuneyti o.fl., lömpum og ýmsum tækjum fyrir skip, einnig framleiðir Rafha málmglugga og hurðir eftir óskum kaupenda í bígerð er að hefja fram- leiðslu á vatnshitunarkútum fyrir neyzluvatn, baðvatn o.fl. — fyrir áramót. „Það er misskilningur að flestar af framleiðsluvörum Rafha séu inn- fluttar," sagði Axel „Einungis hell- ur. rofar og aðrir smáhlutir eru keyptir frá sérstökum verksmiðjum erlendis, en slíka hluti kaupa flestar raftækjaverksmiðjur að, hvar sem þær starfa í heiminum." Aðspurður um samkeppni við er- lendar vörur, svaraði Axel því til, að samkeppnin við EFTA væri þungur baggi „Aðild íslands að EFTA hefur gert það að verkum, að flutt eru inn tæki í stíl við þau er Rafha framleiðir og nú í ár greiddur þar af þrjátíu prósent innflutningstollur, sem verð- ur tuttugu prósent á næsta ári og fellur alveg niður 1 jan 1 979 Auk þess eru flutningsgjöld á iðnvöru til íslands hærri en það sem erlendar verksmiðjur þurfa að greiða fyrir sinn flutning, sem er yfirleitt með lestum, en við hins vegar flytjum allt sjóleiðis Innkaup ríkisstofnana og opinberra aðila á vélum og tækjum eru einnig athugaverð, ef skoða á þau í Ijósi þess að byggja eigi upp íslenzkan iðnað og styðja að fram- gangi hans. En hingað eru fluttar um tuttugu tegundir þvottavéla, t d sem hljóta að seljast fyrr eða síðar Svo er það nú lágmarkskrafa," bætti Axel við, „að leitað sé til innlendra framleiðanda, þegar slík innkaup eru gerð, en á því er mikill misbrest- ur og þyrfti að ráða bót á sem fyrst." Ríkið á um þrjátíu prósent í Rafha en hitt eiga ýmsir hluthafar. Hjá fyrirtækinu starfa nú um sjötíu manns. Yfirstjórn verksmiðjunnar er í höndum Axels Kristjánssonar, en stjórn framleiðslu annast Ingvi í Ingason, tæknifræðingur, og verk- stjórar. Tuttugu umboðsmenn fyrir- tækisins starfa víðsvegar um landið, en Rafha rekur eina söludeild við Óðinstorg í Reykjavík. Að fundi loknum voru blaða- mönnum sýnd salarkynni verksmiðj- unnar í Hafnarfirði Þau eru rúmlega sex þúsund fermetrar að gólffleti og skiptast í vélasal, emaleringu, máln- ingardeild, lampadeild, sérsmíða- deild, málmgluggadeild og samsetn- ingardeild „Ég hefi oft örvænt um framtið fyrirtækisins og stundum efazt um að það næði þeim áfanga að verða fertugt", sagði Axel „Oft hefur verið erfitt að halda fólki, þvi slik hreyfing er i atvinnulifinu, að einhver byrjar kannski sem sendill að vori, er orð- inn forstjóri að hausti og fer svo í skóla um veturinn Embættismanna- kerfið er líka að sliga allt, og orðið allt of mikið um sérfræðinga á hvaða sviði sem er, svo dæmi sé tekið Alltaf verður minna um fólk sem fæst til þessara starfa Skattar hafa Framhald á bls. 22 í samsetningardeild verksmiðjunnar eru eldavélarnar tilbúnar til að fara á markaðinn. Þeir Axel og Ingi við nýjustu tegundina, sem var hönnuð af Rafha 1 968. Þessi broshýri strákur heitir Birgir Eirfksson. Hann er sextán ára og hefur unnið hjá Rafha í tvo mánuði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.