Morgunblaðið - 29.10.1976, Síða 18

Morgunblaðið - 29.10.1976, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1976 FYRRI HLUTI EINS og fram kemur f upphafi athugasemda við fjárlaga- frumvarpið er nú útlit fyrir, að þau meginmarkið, sem rfkisstjómin hafði sett sér f efnahagsmálum. muni að veru- legu leyti nást á þessu ári. Þessi markmið voru: Að draga úr viðskiptahallanum við útlönd, að hægja á hraða verðbólg- unnar og tryggja fulla atvinnu. Stjórn fjármála rfkisins er ásamt stjórn peningamála og hóflegri stefnu f launamálum mikilvægasta tækið til að ná þessum markmiðum. Sá árang- ur, sem náðst hefur. byggist að miklu leyti á þvf, að á árinu 1976 er allt útlit fyrir að takist að eyða þeim mikla halla, sem var á rfkisbúskapnum á árunum 1 974 og 1975 og koma f veg fyrir, að útgjöld rfkisins f hlutfalli við þjóðartekjur héldu áfram að hækka. Sá árangur, sem nú hefur náðst f efnahagsmálum, er þó aðeins áfangi á langri og erfiðri leið. Þótt horfur séu á, að á árinu takist að koma viðskiptahallanum við útlönd niður f 4% af þjóðarframleiðslunni samanborið við tæplega 12% 1975, sem er betri árangur en við var búist fyrr á árinu, er hallinn enn mikill og verður að hverfa á næstu árum. Verðbólgan er enn mun örari en f nágrannalöndum okkar. Á meðan ekki hefur verið sigrast á viðskiptahalla og verð- bólgu, er atvinnuástandið heldur ekki tryggt. Það skiptir þvf meginmáli, að áfram sé stefnt að þeim markmiðum, sem sett hafa verið, og stjórn fjármála og peningamála sé hagað á þann hátt, að markmiðunum verði náð. í þvf Ijósi verður að skoða fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1 977. Við íslendingar eigum ekki einir þjóða f erfiðri glfmu við viðskiptahalla og verðbólgu. Þessi vandamál hafa verið meginviðfangsefni vfðast hvar f heiminum á undanförnum árum, jafnvel í þeim löndum, sem áður höfðu náð mestum stöðugleika og bestum árangri f stjórn efnahagsmála. Um skeið, á árinu 1974 og byrjun árs 1975, leit jafnvel út fyrir að framleiðslusamdrátturinn yrði annað hvort að langri og alvarlegri kreppu eða lyktaði með nýju verðbólguskeiði, sem gæti leitt til nýrrar efnahagskreppu. Sem betur fer hefur ekki tekist svo illa til. Flestum þjóðum heims hefur með erfiðum aðgerðum tekist að rétta við efnahag sinn, auka framleiðslu og atvinnu, en draga jafnframt úr verðbólgu og viðskiptahalla. Nú eru horfur á því, að þjóðarframleiðsla muni yfirleitt fara vaxandi á næstu árum og atvinnuástand batnandi, betra jafnvægi muni nást f viðskiptum landa á milli og verðbólga muni ekki aukast á nýjan leik. í þessum efnum er þó vandrataður hinn gullni meðalvegur og vfðast hvar rfkir veruleg verðbólga, auk þess sem erfið greiðslustaða margra landa er enn mikið áhyggjuefni, og enn eiga mörg lönd við alvarlegt atvinnuleysi að strfða. Þróun efnahagsmála á undanförnum árum hefur leitt f Ijós mikilvægar staðreyndir, sem þeir, er með stjórn efnahags- mála fara, verða að taka tillit til. Þessar staðreyndir skipta okkur íslendinga einnig miklu máli og við hljótum að taka mið af þeim f stjórn okkar eigin mála. í fyrsta lagi virðist ekki unnt að ná helstu markmiðum f efnahagsmálum svo eitthvað vari nema takast megi að ná þeim öllum f senn að verulegu leyti. Það er ekki unnt að tryggja atvinnu til langframa, ef ekki tekst að vinna bug á viðskiptahallanum og verðbólg- unni. Á hinn bóginn stoðar Iftið að halda verðbólgu f skefjum og eyða viðskiptahalla, ef þessum markmiðum verður ekki náð nema með atvinnuleysi. Þess vegna verður að ná þeirri samræmingu f stjórn efnahagsmála og þeirri samstöðu á milli stétta og hagsmunahópa, að komist verði sem næst ollum þeim efnahagslegu markmiðum, sem stefnt er að. í öðru lagi er áframhaldandi vöxtur framleiðslu mikilsvert markmið f efnahagsmálum og svo mun enn verða um langt skeið. Þótt mönnum séu nú Ijósari en áður ýmsir fylgikvillar hagvaxtar, og reynt sé að varast þá, verður margvfslegum þörfum manna og þjóða ekki sinnt nema með tilstyrk aukinnar framleiðslu. Þessar þarfir, sem enn er ekki sinnt sem skyldi, eru til staðar f rfkum mæli, jafnvel f þeim londum, sem lengst eru komin á framfarabraut. Enn meira máli skiptir þó, að úr fátæktinni f heiminum verður ekki dregið nema með meiri framleiðslu, ekki aðeins þar sem fátæktin er við lýði, heldur einnig f velmegunarlöndunum, sem þá gætu f vaxandi mæli miðlað öðrum af auðlegð sinni. Eigi vaxandi framleiðsla hins vegar að vera meginmarkmið f efnahagsmálum eins og verið hefur, verður að halda við lýði réttum skilyrðum til þeirrar aukningar. Þessi skilyrði eru ekki síst heilbrigt atvinnulff, þar sem vinnusemi og framtak fá að njóta sín og eðlileg arðsemi nýtur viðurkenningar. í þriðja lagi verður að gæta hófs f útgjöldum rfkisins og f skattlagningu þegnanna. Ekki er unnt að Ifta svo á, að leiðin til að leysa hvers konar vanda sé að einbeita rfkiskerfinu að þeim og auka útgjöld rfkisins f þvf skyni. Tilraunir f þessa átt víða um heim hafa sennilega átt drjúgan þátt f aukinni verðbólgu undanfarinna ára, án þess að sá árangur hafi náðst, sem menn höfðu vænst. Það verður því að leita hagkvæmari og ódýrari leiða, en sffelldrar eflingar rfkis- valdsins. Það er heldur ekki unnt að Ifta svo á, að stöðugt megi jafna vaxandi ríkisútgjöld með hækkandi sköttum. í sumum tilfellum má telja, að f raun geti háir skattar verið uppspretta verðbólgu auk þess sem þeir kunna að draga úr vilja manna til starfa og framtaks. Þegar svo er komið, eru skattamálin á villigötum. Það er skoðun mfn, að ekki verði hjá þvf komist að taka tillit til þeirra staðreynda, sem ég nú hefi lýst við mótun efnahagsstefnu hér á landi og þá ekki sfst við mótun stefnunnar f fjármálum rfkisins. Það er á þeim grundvelli, sem unnið hefur verið að undirbúningi þessa frumvarps. Hér er þó enn aðeins um áfanga að ræða, og eigi varanlegur árangur að nást er á næstu árum nauðsynlegt að stefna að vfðtækri endurskoðun og umbótum jafnt f útgjöldum sem f sköttum. Það er mikilvægt, að unnið sé að þessu af fullri festu, að leitað sé nýrra og hagkvæmari leiða f þeim málaflokkum, sem ráða mestu um útgjöld ríkisins og stefnt sé að réttlátri og hóflegri skattheimtu. Verulegur bati Á fyrstu ntu mánuSum ársins hefur þegar komið fram verulegur bati á jöfnuði rekstrargjalda og rekstrartekna rtkissjóðs. og eins og ég vtk nánar að hér á eftir standa nú vonir til, að fjárhagur rtkisins réttist verulega við, þannig að grynnt verði á skuldum við Seðlabanksnn. Þetta eru mikil umskipti frá sfðustu tveimur árum. sem hafa verið rfkissjóði ÁFANGI Á LANGRI OG ERFIÐRI LEIÐ - sagði Matthías Á. Mathiesen, f jármála- rádherra, í fjárlagaræðu sinni um þann árangur, sem náðst hefur í efnahagsmálum erfið. Það leikur ekki vafi á þvf, að rfkisfjármálin f ár hafa átt sinn þátt f þvf að miðað hefur verulega f jafnvægisátt f þjóðarbúskapnum. En betur má ef duga skal. Segja má, að eins og nú árar sé traustur fjárhagur rfkisins enn brýnni en verið hefur, þar sem viðskiptaárferði hefur nú snúist okkur f hag á ný. Er þjóðinni nú mikil nauðsyn að nota þessa hagsbót til þess að styrkja stöðu þjóðarbúsins út á við en ekki til þess að auka útgjöldin að sinni. Til þess að ná því marki að rétta stöðu þjóðarbúsins út á við, enn á næsta ári, þannig að viðskiptahalli næsta árs verði hálfu minni en verður á þessu ári eða 2—2V?% f stað 4% af þjóðarfram- leiðslu, verður áfram að treysta stöðu rfkissjóðs. Af þessum þjóðhagslegu ástæðum en jafnframt af þvf að á ýmsum sviðum knýja brýnar útgjalda þarfir fast á og nægir hér að nefna dómsmál, löggæslu og landhelgisgæslu, er f þessu frumvarpi lagt til að 18% vörugjaldinu verði haldið allt næsta ár. Hér kemur einnig til að mæta þarf tekjumissi vegna lækkunar tolla skv. viðskiptasamningum okkar við önnur rfki eins og ég vfk að hér á eftir. Við rfkjandi aðstæður í efnahagsmálum tel ég ekki skilyrði til að lækka hið sérstaka vörugjald og nú rfður á að halda því jafnvægi f rfkisbúskapnum, sem ætla má að náist nú eftir tvö erfið ár. í þessu sambandi tel ég rétt að geta þess, að f mörgum nágrannarfkjum okkar hefur halli á rfkisbúskapnum verið alvarlegt vandamál að undanförnu og greiðsluhalli á fjárlög- um miðað við þjóðarframleiðslu varð jafnvel meiri en hér var á árunum 1974 og 1975. Með þessu er ekki úr því dregið, að aðhald í rfkisfjármálum er nauðsynlegur liður f baráttunni við verðbólgu og viðskiptahalla, en það sýnir glöggt, að hægar er sagt en gert að halda hallalausum fjárlögum, þegar þjóðartekjur minnka. Tekjur rfkissjóðs dragast að stofni saman, þegar kaupgeta þjóðarinnar rýrnar, en rfkisútgjöldin minnka ekki sjálfkrafa að sama skapi og eiga e.t.v. ekki að gera það til fulls. Með þennan bakgrunn f huga er hins vegar þeim mun brýnna, þá betur horfir um þjóðarhag, að treysta stöðu rfkissjóðs og á þeirri meginskoðun er fjárlagafrumvarpið reist. Upplýsingar og eftirlit með ríkisfjármálum Traust stjórn á fjármálum rlkisins byggist m.a. á haldgóð um og tlmabærum upplýsingum um ýmsa þætti rlkisfjár- mála, bæði hjá rlkissjóði sjálfum og einstökum stofnunum og rlkisfyrirtækjum. Sú nýskipan, sem upp var tekin I byrjun þessa árs, með gerð áætlana um greiðsluþarfir rlkisstofnana innan fjárlaga ársins, samtlma bókun og endurskoðun bókhaldsgagna, ásamt vikulegum samanburði við greiðslur úr rlkissjóði, hefur leitt til virkari heildarstjórnar rlkisfjármála. Sú mikla vinna. sem þessu var samfara hjá ríkisbókhald inu I upphafi þessa árs varð þess valdandi. að ekki tókst að Ijúka gerð A-hluta rlkisreiknings fyrir þinglausnir. Liggur rlkisreikningurinn 1975 I heild frammi við fyrstu umræðu fjárlaga. eins og áður hefur verið. Telja verður mjög brýnt að flýta uppgjöri rlkisreiknings þannig að við gerð fjárlaga séu tiltækar upplýsingar um þróun útgjalda hjá öllum stofnunum og rlkisfyrirtækjum. Nú I októbermánuði sendi fjármálaráðuneytið ráðuneytum og stofnunum rlkisins fyrirmæli um. að viðkomandi aðilar gerðu skil á uppgjöri ársins 1976 eins fljótt og unnt er á árinu 1977, þar sem ákveðið hefur verið, að A- og B-hlutar rlkisreiknings ársins 1976 skuli birtir eigi slðar en I iok aprtlmánaðar n.k. Þá hef ég lagt til, að I fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1978 skuli einnig birtar reikningstölur ársins 1976, og fjárlög 1977, þannig að alþingismenn geti séð á einum og sama stað þróun útgjalda hjá hinum einstöku stofnunum og rlkisfyrirtækjum, yfir þriggja ára tlmabil. Við mat á útgjöldum einstakra stofnana og rlkisfyrirtækja við undirbúning fjárlagagerðar var höfð hliðsjón af niður stoðutolum reikningsársins 1975 og þegar heimiluðum út- gjöldum 1976. Vegna þessara upplýsinga má ætla, að útgjaldatölur, sem fram koma I frumvarpinu séu raunhæfar. er.da er það algjör forsenda þess, að hægt sé að nýta fjárlög sem stjórnunartæki, að heimiluð útgjöld hinna einstöku stofnana og rlkisfyrirtækja séu raunhæf og I samræmi við þá starfsemi, sem ákveðin er á hverjum tlma. Fjárveitinganefnd Alþingis mun að sjálfsögðu fá allar þessar upplýsingar til nota fyrir störf sln. Ég hef óskað eftir þvl, að rlkisreikningsnefnd taki til athugunar hugmyndir um. að breyta framsetningu fjárlaga og rlkisreiknings. sérstaklega m.t.t. gildis þessara upplýs inga sem stjómunar- og eftirlitstæki. og jafnframt hvort núverandi skipting útgjalda eftir tegundum komi að tilætluð- um notum. Mun fjárveitinganefnd Alþingis, svo og kjörnum endurskoðendum rlkissjóðs gerð grein fyrir störfum nefndar- innar, þannig að við undirbúning verks þessa sé unnt að taka tillít til óska þessara aðila. Ljóst er, að veigamikill þáttur aukins aðhalds og eftirlits með útgjöldum rlkisins er það eftirlit, sem rlkisendurskoðun annast. Sú nýskipun, sem tekin hefur verið upp varðandi samtlma endurskoðun allra þeirra greiðslugagna. sem greið- ast hjá rlkisféhirði, er mjög mikilvægt skref I átt til meira aðhalds I meðferð fjármuna rlkisins. Hins vegar er Ijóst. að efla þerf til muna þetta eftirlit hjá þeim stofnunum rlkisins, sem sjálfar annast fjárvörslu. f þessu sambandi telur rlkis- endurskoðandi. að efla eigi innri endurskoðun hinna stærri stofnana rikisins, en rlkisendurskoðun annist einkum skipu- lagningu og umsjón þeirrar endurskoðunar. sem fram fer hjá hverri stofnun. Hér er um viðamikið verkefni að ræða, sem þarfnast rækilegs undirbúnings. Ég tel afar nauðsynlegt, að verkefni þessu sé hraðað eins og kostur er. og stefnt sé að þessu marki á næstu tveimur til þremur árum. Ég hefi áður lagt á það áherslu, að ekki má missa sjónar á þvl, að allur kostnaður af starfsemi opinberra aðila er borinn sameiginlega af þegnunum, og þvler það skylda þeirra, sem með stjórn fara á hverjum tlma, að gæta þess að þeim fjármunum sé varið á sem hagkvæmastan hátt. Sérstaklega er þetta atriði þýðingarmikið, þar sem opinber rekstur nýtur ekki sama aðhalds og rekstur einstaklinga og félaga, sem er háður samkeppni innanlands og utan. Eins og ég gat um I fjárlagaræðu minni fyrir árið 1976. taldi ég nauðsynlegt að athugun færi fram á. hvort grund völlur sé fyrir ýmissi atvinnu- og þjónustustarfsemi, sem hið opinbera hefur með höndum og hvort það þjóni betur almannahagsmunum að sú starfsemi skuli vera I höndum einstaklinga eða félaga þeirra. Ekki hefur verið unnt að sinna þessu starfi sem skyldi vegna annarra verkefna sem meiri áhersla hefur verið lögð á I starfsemi ráðuneytisins, en ábendingar hafa verið gerðar um, að meta þyrfti að nýju, hvort nauðsynlegt sé að reka á vegum rlkisins sérstaka skipaútgerð og ferðaskrifstofu, sem ekki sinna öðrum verk- efnum en einkaaðilar á sama sviði. Samhliða þessum athug- unum tel ég raunar nauðsynlegt að gerð verði könnun á starfsemi og rekstri allra rlkisstofnananna. Kannað verði, hver sé tilgangur með starfi hverrar stofnunar og jafnframt verði skoðað. á hvern hátt þeim tilgangi sé náð og hvernig fjármunum. sem löggjafinn ætlar til viðkomandi starfsemi sé varið. Ekki er ástæða til að taka almenna ákvörðun um það I eitt skipti fyrir öll. hver skuli vera hlutdeild rfkisins I atvinnurekstri landsmanna. Ég hef áður gert grein fyrir þvl og lýst þeirri skoðun minni og leyfi mér að Itreka hana hér, að rlkið eigi ekki aðild I neins konar atvinnustarfsemi I landinu I samkeppni við einstaklinga eða félög. sem sinnt geta þeim störfum á fullnægjandi hátt. heldur láta þeim þau verkefni eftir. Ákvarðanir um þessi atriði ætti að taka á grundvelli könnunar þeirrar, sem ég gat um áðan og aðstæður á hverjum tlma. En meginstefnan á að vera skýr. Hér er um yfirgripsmikil verkefni að ræða, sem krefjast samstarfs margra aðila innan rfkiskerfisins. Ljóst er að vinna verðurað verkefni þessu I áföngum og nálgast markið með þvl að taka fyrir á ári hverju ákveðinn fjölda rlkisstofnana. Á næsta ári mun hafist handa við þetta verkefni, og mun ég fela fjárlaga- og hagsýslustofnun ásamt rlkisendurskoðun að hafa umsjón með verkefni þessu. Áformað var. að starfsmannaskrá rlkisins kæmi út um leið og fjárlagafrumvarpið, en af ýmsum ástæðum hefur það dregist nokkuð. Stafar sá dráttur fyrst og fremst af þvl, að skráin er nú unnin á allt annan og nákvæmari hátt en á sfðasta ári og reyndist undirbúningsvinnan mun lengri en búist var við I upphafi. Skráin mun verða afhent þingmönn- um eftir u.þ.b. vikutlma. Skráin er nú tölvuunnin og þess má geta, að meðal nýmæla I skránni er, að öllum stöðum innan rikiskerfisins hefur verið gefið ákveðið númer. Ætti það að auðvelda að mun allt eftirlit með hreyfingum á starfsmannahaldi rlkisins og auk þess gæti skráin komið að notum á ýmsan annan hátt eins og t.d. við ákvarðanatöku I samningamálum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.