Morgunblaðið - 29.10.1976, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1976
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI — KFNAHAGSMAL — ATHAFNALÍF.
Bandarísk svartsýni
á efnahagsafturbata
HAGFRÆÐINGAR 22 bandarískra stórfyrirtækja, hafa látið í ljós
svartsýni um að verulegur afturbati í efnahagsmálum heimsins eigi sér
nú stað. Segja þeir að of mörg veikleikamerki séu á efnahag Bandarikj-
anna, Vestur Þýzkalands og Japans til þess að hægt sé að sannfærast
um að verulegt vaxtarskeið sé framundan.
Á fundi, sem þeir héldu i Hot Springs í Virginiu, létu hagfræðingarn-
ir í ljós bjartsýni með miklum fyrirvara á að sá samdráttur, sem varð I
Bandarfkjunum í síðasta mánuði, sé aðeins timabundinn og að efna-
hagslffið nái sér á strik eftir áramót. Rökstuddu þeir þetta með því að
benda á að vestrænu iðnríkin væru í raun ein efnahagsleg heild og að
veikleiki i efnahagsmálum Bandaríkjanna V-Þýzkalands og Japans
sem framleiða meir en helming allrar framleiðslu á Vesturlöndum,
gæti komið i veg fyrir aukinn hagvöxt. Alíta þeir að stjórnir þessara
þriggja landa hafi með stefnum sfnum lagt of mikla áherslu á að vinna
bug á verðbólgu en vanrækt aðgerðir sem hefðu getað flýtt fyrir
efnahagslegum framförum á Vesturlöndum og þvf hafi öðrum vest-
rænum rfkjum, þar á meðal íslandi, verið búinn verulegur skaði, og að
afleiðingin geti orðið almennt efnahagslegt þróttleysi.
Þá benda hagíræðingarnir á að allt of mörg rfki, ekki aðeins í
Vestur-Evrópu, heldur einnig kommúnistaríkin treysti um of á útflutn-
ing sem efnahagslegan hvata. Markaðir eru af of skornum skammti til
að hægt sé að byggja hagvöxt á útflutningi og má í þvf sambandi benda
á aukna innflutningshaftastefnu f löndum eins og Bretlandi. Þá eru
austantjaldslöndin ekki lengur freistandi markaður fyrir vestrænar
útflutningsvörur, þar sem mikill skortur er á gjaldeyri í þessum
löndum.
Það er ekki lengur neitt vafamál að iðnframleiðsla í sjö helztu
iðnrfkjum heims — Bandarfkjunum, Kanada,V-Þýzkalandi, Bretlandi,
Frakklandi, Italíu og Japan, hefur dregist saman. Auk þess er eftir-
spurn neytenda undir meðallagi síðustu fimm ára.
Hagfræðingarnir fordæmdu háa vexti f Evrópu, sem hafa leitt til
samdráttar í fjárfestingu iðnaðar. Þó að vextir séu ekki nema 3.5 til
6.5% f Bandaríkjunum, V-Þýzkalandi og Japan, þá eru þeir aimennt
frá 8%og upp í 15% f Kanada og Evrópu. Segja þeir að niðurskurður á
opinberum útgjöldum og jafnvægi fjárlaga hefði haft betri áhrif en
háir vextir, sem þeir álíta vera erfiða hindrun fyrir efnahagslegar
framfarir.
Afkastageta San-
itas fimmföldud
NÝLEGA voru settar upp
nýjar átöppunarvélar í gos-
drykkjaverksmiöjuna
Sanitas, sem bæta mjög af-
köst verksmiðjunnar. Gefa
nýju vélarnar möguleika á
fimmfalt meiri afköstum
en þær, sem áður voru not-
aðar.
Þessar nýju vélar eða vélasam-
stæða geta tappað á 400 flöskur á
mínútu, en þær gömlu afköstuðu
80—90 flöskum á mínútu. Af-
kastagetan er þó ekki nýtt að
fullu, þannig að um 250 flöskur
fara í gegn á mínutu.
Fjögur hundruð fermetra stál-
grindarhús var byggt yfir nýju
vélasamstæðuna við verksmiðju
fyrirtækisins við Kleppsveg, en
þar sem gömlu vélarnar stóðu
skapast gott lagerrými. Verðmæti
fjárfestinga í vélum og húsi
nemur rúmlega 100 milljónum
króna, en til þeirra fengust er-
lend lán og lán úr Iðnlánasjóði.
Nýju vélarnar geta bætt gæði
gosdrykkjanna, þar sem þær
blanda drykkina áður en þeir
koma í flösku en áður var blandað
beint I flöskuna.
40—50 manns starfa hjá
Sanitas. Tveir þriðju hlutar veltu
fyrirtækisins eru af sölu gos-
drykkja, en þriðjungur af saft og
ávaxtasultum.
Að sögn Gylfa Hinrikssonar,
forstjóra Pappírsvara, skapaðist
grundvöllur fyrir þennan út-
flutning, þegar fyrirtækið fékk
sjálfvirkar vélar f lok maí. Þær
voru teknar f fulla notkun fyrir
rúmum mánuði sfðan en að-
lögunartíma þurfti til að þjálfa
starfsfólk og fullkomna fram-
íslenzkar vör-
ur á Fish Expo
NU STENDUR yfir stærsta
fiskveiðitækjasýning í Banda-
ríkjunum, Fish Expo, en hún
er haldin á hverju ári til skipt-
is í Seatle og Boston. A sýn-
ingunni í ár sýna tvö fslenzk
fyrirtæka vörur. Elliði Norð-
dahl sýnir Elektra-
handfæravinduna og Stál-
vinnslan h.f. síldarflokkunar-
vél. Þetta er í fyrsta sinn, sem
þessir aðilar sýna á þessari
sýningu, en þeir hafa stundað
þó nokkurn útflutning til aust-
urstrandar Kanada.
Afkoman sambærile
það sem er á Norðurl
AFKOMA heildverzlunar á
Islandi er vel sambærileg við af-
komu heildverzlana á öðrum
Norðurlöndum. Kom þetta fram á
ráðstefnu norrænna stórkaup-
manna sem haldin var f Reykja-
vfk f ágúst sfðastliðnum. þar sem
meðal annars var fjallað um hag-
kvæmni og fjármagnsþróun
heildverzlana á Norðurlöndum.
Skýrsla Júlfusar Sæbergs Ólafs-
sonar, framkvæmdastjóra Félags
íslenzkra stórkaupmanna um arð-
semi og fjármagnsþróun íslenzkra
heildverzlana var höfð til saman-
burðar við skandinaviskar
upplýsingar. Kom fram í skýrsl-
unni að hlutfallslega færri starfa
við verzlpn á Islandi en f Dan-
mörku og Svfþjóð. 1966 störfuðu
12.6% alls fslenzks vinnuafls við
verzlun, þar af 4.3% við heild-
verzlun, að undanskildum þeim,
sem verzla með olfu, bfla og
byggingarvörur, en árið 1972 var
hliðstætt hlutfall 4.2% Arið 1965
voru sambærilegar tölur hvað
vinnuafl f verzlun varðar í
Svíþjóð 15.5% og í Danmörku
15% af heildarvinnuafli.
Islenzk heildverzlun skilur sig
mjög frá skandinviskum að þvi
leyti að mikill meiri hluti eða
95% þess varnings sem hún
verzlar með er innfluttur. Þvf eru
umboðslaun stærri hluti heildar-
tekna fslenzkra heildverzlana en
hinna skandinavisku.
Brúttóhagnaður sem hundraðs-
hluti af veltu var svipaður á
Stöðug vöruþróun
hjá Málningu h.f.
— á stærstu rannsóknarstofu í einkaeign
MIKIL vöruþróun hefur átt sér staS hjá fyrirtækinu Málningu h.f. I Kópavogi,
en samkvæmt upplýsingum Ragnars Magnús. framkvæmdastjóra fyrirtækis-
ins, er langmestur hluti framleíðslunnar eftir eigin framleiðsluuppskrift. sem
fundin er á rannsóknarstofu þess. En fyrirtækið kaupir einnig framleiðsluleyfi
erlendis frá. þó að það eigi við um minnihluta vara Málningar.
Ragnar sagði að fyrirtækið hefði lagt áherslu I auglýsingum I ár á aðrar
málingartegundir en plast-málningu. Sérstaklega hefði hraunmálning verið
auglýst í sumar enda hefði orðið mikil söluaukning í henni. Er hraunmálning-
in eigin uppgötvun eða hönnun Málningar h.f.
Þá sagði Ragnar að starfsmenn Málningar hefðu verið að vinna að gerð
nýrrar tegundar af málningu. þar á meðal. svo nefndrar þykkhúðar. sem er
s.k. klórkátsjúk málning Reyndar hefði hún verið áður á markaðnum, en
reynt hefði verið að koma henni I söluhæfara form og koma með fleiri
tegundir af henni. Hefur fyrirtækið nýlega gefið út tæknirit um þessa
málningu. sem er utanhússmálning.
Þá hefur fyrirtækið sett á markað nýja tegund af gólfefni, svo nefnt Deka
gólf, en hér er um að ræða massa I tveim þykktum 2 millimetrar og 5
millimetrar. Er það samsett úr epoxið-bindiefní, sem er með þeim sterkari,
sem þekkjast. og kvartssandi. Er þetta efni aðallega ætlað á gólf, þar sem
mikið mæðir á. Er þetta gert I samvinnu við danskt fyrirtæki.
Ragnar taldi að Málning h.f. ætti stærstu rannsóknarstofu I einkaeign á
Islandi, en við hana starfa þrlr efnaverkfræðingar og tveir aðstoðarmenn.
Samtals starfa 55 til 60 manns hjá fyrirtækinu, sem veltir á þessu ári á 5.
hundrað milljónum króna.
Námskeid og
fundir FÍS
FÉLAG Islenzkra stórkaupmanna
heldur á þriðjudag I næstu viku fé-
lagsfund með verðlagsstjóra. Verður
fundurinn haldinn að Hótel Loftleið-
um klukkan 12.15. Þá verður nám-
skeið félagsins um verðútreikninga
Stærstu fyrir-
tæki í Svíþjóð
SÆNSKA viðskiptatlmaritið Veckans
Affárer hefur birt lista yfir 200
stærstu fyrirtæki Svlþjóðar. Tiu
stærstu fyrirtækin skv. ársveltu
1975 eru 1. Samvinnuhreyfingin,
KF. 2. Volvo 3. ICA (samtök smá-
sölukaupmanna). 4. Johnson-
koncernen. 5. Statsföretag A.B. 6.
Saab Scania. 7. Asea. 8. Telefon AB
LM Ericson. 9. AB Svenska
kullagerfabriken, SKF. 10.
Electrolux.
Plastpokavél Pappirsvara.
Pappírsvörur hef ja út-
flutning á plastpokum
Pappírsvörur h.f. dóttur-
fyrirtæki Kassagerðar
Reykjavíkur áætla að
flytja út plastpoka á næsta
ári til Norðurlanda fyrir
60—80 milljónir króna. Er
hér um að ræða poka í
mjólkurumbúðir, en fyrir-
tækið hefur framleitt þess
háttar poka fyrir inn-
lendan markað í 11 ár.
leiósluna þannig að hún stæðist
allar gæðakröfur.
Það er dótturfyrirtæki
Pappirsvara, Liquid Box of
Scandinavia, sem dreifir
pokunum, en þeir eru eins og 10
lítra pokarnir, sem notaðir hafa
verið undir mjólk á Akureyri og
vlðar um árabil, nema stærri.
Gylfi sagði að 75—80% plast-
pokaframleiðslunnar yrðu flutt
út, fyrst aðallega til Svíþjóðar en
sfðan til hinna Norðurlandanna
einnig, en innlendi markaðurinn
væri vaxandi.
Verðmæti vélanna, sem settar
voru upp til þessarar framleiðslu
er 20 milljónir króna. .
íslenzkar heildverzlanir: