Morgunblaðið - 29.10.1976, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 29.10.1976, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1976 27 gvið öndum íslandi og i Finnlandi eða 14,5% á tfmabilinu 1971—75. Er það um 3% minna en í Danmörku og Noregi. Það vekur athygli að hlutur heildartekna var mjög jafn á árabilinu 1971—75 á íslandi á meðan vaxtatekjur og umboðs- laun hafa vaxið. Stafar það af þvi að heildsalar tóku að reikna sér vexti af lánum til smásöluverzl- ana auk þess sem lánsvextir hækkuðu úr 12 í 17% Þá hefur stöðugur fjármagsnsskortur leitt til þess að umboðssala hefur aukist. Hvað snertir kostnað þá eru laun stærsti kostnaðarliður íslenzkra heildverzlana: hlutur launa af heildarútgjöldum er meiri á íslandi en á hinum Norðurlöndunum, en minnstur f Finnlandi. Ebu laun 40—50% af heildarútgjöldum íslenzkra heild- verzlana. Næst stærsti kostnaðar- liðurinn eru vextir sem eru 10—14% af heildarútgjöldum, og eru vaxtagreiðslur hlutfallslega mun meiri á Islandi en í Finn- landi og Noregi. Samt sem áður eru nettótekjur íslenzkra heild- verzlana að ógreiddum skatti hærri en norskra og finnskra, en danskar tölur sem lagðar voru fram á ráðstefnunni gefa ekki réttan samanburð og tölur skorti frá Svfþjóð. Skortur á langtfmalánum Hvað snertir fjármögnun, þá treystir fslenzk heildverzlun fyrst og fremst á skammtímalán bæði innlend og erlend. Hlutur eigin fjármagns er mun meiri en bæði í Finnlandi og Noregi eða 33—40%, en það er talið mjög viðunandi. Sambærilegar tölur frá Bandarfkjunum og Vestur- Þýzkalandi sem gefa fordæmi á sviði heildverzunar eru 30—50%. Stærsti veikleiki fslenzkra heildverzlna hvað snertir fjár- mögnun er skorturinn á langtíma- lánum, sem bæði er lítill og minnkandi hluti fjármagsnsins. Framhald á bls. 30 endurtekiS miðvikudaginn 3. nóvem- ber, en mikil aðsókn var að nim- skeiðinu, sem haldið var fyrr í þess- um mðnuði. Er námskeiðið ætlað þeim, sem vinna við verðútreikninga að staðaldri en höfuðáherzla er lögð á nýjungar I vélrænum aðferðum við gerð verðútreikninga. Þann 9. nóv- ember verður svo haldinn félags- fundur um tölvunotkun ( rekstri heildverzlana. Munu þrir fulltrúar heildverzlana skýra frá reynslu sinni á þessu sviði. Munu þeir m.a. ræða kostnað af tölvunotkun, notagildi hennar umfram aðra vélanotkun og hvort stefna beri að stofnun tölvu- miðstöðvar. Námskeid um birgðastýringu STJÓRNUNARFÉLAG Íslands heldur námskeið á fimmtudag og föstudag I næstu viku um birgðastýringu. Á námskeiðinu verður fjallað um or- sakir birgðasöfnunar, markmið. mælistærðir, undirstöðureglur I birgðastýringu, birgðir á mismun- andi framleiðslustigum og samsetn- ingu þeirra, nokkur likön I birgða- stýringu, aðgerðarrannsóknir og birgðahald. Leiðbeinandi á nám- skeiðinu verður Halldór Friðgeirsson verkfræðingur. Markmið námskeiðs- ins er að hjálpa mönnum að átta sig á þvi hvort birgðir séu að staðaldri of miklar. en þegar vextir eru háir og erfitt er að útvega lánsfjármagn er mjög mikilvægt að fylgjast vel með birgðum. Námskeiðið stendur frá klukkan 1 5 til 19 ofangreinda daga. Endurhæfing og hindr anir hreyfihamlaðra Tilefni þess að ég skrifa þessar línur, er að ég las í einu dagblað- anna um tillögu til þingsályktun- ar um sundlaug við Grensásdeild Borgarspítala. Flutningsmenn þessarar tillögu hafa dvalist á Endurhæfingardeildinni og það var einmitt það sem vakti athygli mína, því það er nú einu sinni svo að til þess að fá skilning á málum hreyfihamlaðra þarf viðkomandi eða náið skyldmenni að fatlast á einhvern hátt. Maður hlýtur að vera undrandi á þvi að ekki skyldi gert ráð fyrir sundlaug i upphafi við byggingu Endurhæfingar- deildarinnar. En hvernig er það með sund- laugar almennt t.d. í Reykjavik? Hvergi á almennum sundstöðum er gert ráð fyrir því I upphafi að hreyfihamlaðir eigi þar greiðan aðgang að og hverjir þurfa að synda ef það eru ekki hreyfihaml- aðir. Sem betur fer hefur hagur hreyfihamlaðra lagast, en á mörg- um sviðum erum við enn á stein- aldarstigi, bæði varðandi ýmis hagsmunamál og ég tala nú ekki um hugsanagang fólks, ennþá eru ótrúlega margir sem halda okkur vera eins og heilagar kýr, þora tæpast að tala til okkar, halda að við séum best geymd öll á einum stað á einhverri stofnun. Á þingi Bandalags fatlaðra á norðurlönd- um sem haldið var hér í sumar, sagði Oluf Lauth, sem er mikið fatlaður dani, okkur frá skemmti- legu dæmi um viðhorf heilbrigðra til hreyfihamlaðra. Hann sagði svo frá: „Þegar þjóðverjar réðust inn I Danmörku 1940 æddu danir um eins og maurar þegar rótað hefur verið í þúfunni þeirra. En þannig var frænka mín ekki, hún var hin rólegasta og sagði að þetta væri ekkert til að gera veður út af. En þegar henni var sagt að ég væri trúlofaður og ætlaði að fara að gifta mig, þá leið yfir hana.“ Þannig hugsa allt of margir enn- þá, einmitt að við sem erum hreyfihömluð, eigum ekki að láta okkur dreyma um hjónaband né nein samskiþti við gagnstæða kynið. Ef fólk i hjólastólum þarf að dveljast á hótelum, þarf það að hafa með sér næturgagnið því víð- ast hvar á hótelum er ekki gert ráð fyrir að fólk i hjólastólum þurfi að nota salerni, hurðirnar eru nefnilega svo þröngar að sal- erninu að hjólastóll kemst ekki þar inn (hurðir þurfa að vera 80 cm. br.). Ástandið í Þjóðleikhús- inu okkar, sem maður skyldi halda að væri fyrir ALLA er nú þannig að mjög erfitt er fyrir fólk í hjólastólum að komast inn í sjálft húsið og fyrir manneskju i stól er nær ómögulegt að komast þar á salerni. Við íslendingar erum mjög tröppuglaðir og hvað með aðrar hindranir svo sem árans kantsteinana sem eru si hækkandi. Til hvers eru annars þessir háu kantsteinar? Sennilega verður ekki hjá þvi komist að hafa einhverskonar kantsteina og fyrir mörgum árum voru þeir nauðsynlegir vegna óþrifnaðar, en það var þegar hestar voru hér i stað bifreiða. K:ntsteinarnir eru ekki bara hindranir fyrir hreyfi- hamlaða, heldur líka fyrir aldraða og svo þá sem eru með barnavagn. Af hverju eru þrepin höfð svona há í almenningsvögnunum? Hef- ur manneskjan ekki verið allt of önnum kafin við að laga sig eftir umhverfinu í stað þess að laga umhverfið eftir mannkindinni sjálfri? Fyrir hreyfihamlaða er bifreið ekki munaður heldur brýn nauð- syn. Það sem af er árinu 1976 hafa um 370 örurkjar fengið eftir- gefin aðflutningsgjöld vegna bif- reiðakaupa, af þeim hafa rúmlega . 200 fengið frjálst ’val en hinir hafa verið bundnir við að kaupa Austur-Evrópu bifreiðar. Eftir- gjöfin afskrifast á 5 árum. Á Al- þingi 1975—76 lögðu þeir Stefán Jónsson og Helgi F. Seljan fram frumvarp til Iaga um breytingu á lögum um fjarskipti og annað frúmvarp um breytingu á lögum um tollskrá o.fl. vegna fatlaðs fólks. Þessi frumvörp eru ekki enn orðin að lögum, en vonandi halda þeir Stefán og Helgi áfram með þessi mál, þvi talstöð i bifreið Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.