Morgunblaðið - 29.10.1976, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÖBER 1976
Sigurður Sigurðsson
listmálari sextugur
Hann fæddist með pensil í
hendi og litaskyn í augum. Fáir
núlifandi málarar skynja íslenzka
náttúru jafn ljóðrænt og túlka
blæbrigði hennar og sjarma á jafn
næma visu og Sigurður Sigurðs-
son listmálari, sem er sextugur i
dag. Hann er ósvikinn og sannur í
myndsköpun, tilfinningarikur,
gáfaður og menntaður I list sinni.
íslenzkt veðurfar og skýjalög er
honum tamt að yrkja í lit og fer
þá á listrænum kostum. Þannig er
hann mikill himins- og jarðarmál-
ari og margra grasa þar á milli.
Umhverfið sér hann bæði með
augum skáldsins og náttúruskoð-
arans. Þá leikur hann sér einnig
að mála ávexti og blóm, mannfólk,
skagfirzk stóðhross og tómar
flöskuf flestum betur. Á siðustu
samsýningu F.Í.M. á Kjarvalsstöð-
um nú í haust, átti hann eina
sönnustu og beztu myndina þar.
Hún var frá Þórisvatni. I sann-
færandi og einlægri þögn sinni
stendur sú mynd áfram fyrir sinu
og gnæfir upp úr þrátt fyrir nýja
og snögga tízkusveipi I listinni.
Það er eins og mörgum ætli aldrei
að skiijast, að sönn list verður
aldrei gamaldags eins og nokkurr-
ar mánaða eldflaug með kjarna-
oddi eða nokkurra vikna gamall
gljátíkurkjóll frá Parísarborg.
Sigurður er mjög gagnrýninn á
eigin verk og annarra. Ég held, að
honum þyki fátt gott nema gömlu
heimsmeistararnir klasslsku, að
ógleymdum ómenguðum
Cézanne. Einnig held ég, að hann
dái ennþá norska stórmálarann
Edvard Munch. Sigurður fer sér
aldrei óðslega I list sinni og nýtir
sér aldrei ódýr stílbrögð né
óvönduð listmeðul. Leikið hand-
bragð hans og hið listræna sjá-
andi auga er £áum gefið hér norð-
ur á hundsrassi menningarinnar.
Ef ég væri fagurkeri og list-
fræðingur myndi ég kalla hann
Ijóðrænt litaskáld og túlkanda
birtu og veðrabrigða. Margar
beztu myndir hans búa yfir hug-
ljúfri stemmningu I strengja-
stilltu litasamspili dempaðri tóna
eins og hjá spænska gítarleikar-
anum André Zegovia. Slíkt lág-
stemmt listrænt litaspil fer oft
ofan garðs og neðan við hliðina á
hástemmdum og háværum lita-
tónum I verkum margra nýtizku-
legri starfsbræðra. Margar beztu
myndir hans minna á sonnettur
eða sónötur Schuberts innan um
gaulandi og beljandi magnara-
músík nútímans, sem allt ætlar að
æra og kæfa. Því hafa menn ekki
veitt honum verðskuldaða athygli
og næga viðurkenningu, sem hon-
um ber, og reynist hverjum lista-
manni holl og heilbrigð uppörvun
til nýrra og meiri átaka. Auk þess
er Sigurði mjög ósýnt um að trana
sér og verkum sínum á framfæri
og metnaður hans er I öfugu hlut-
falli við listræna getu og hæfi-
leika, sem brýtur nokkuð I bága
við marga framgjarna, færa, og
hæfileikamikla frændur hans,
sem komizt hafa langt á mörgum
sviðum. Slík hlédrægni hefir og
einkennt bróður hans Hrólf, og
frænda hans, Jóhannes Geir, sem
báðir eru einstakir úrvalsmálarar
eins og Sigurður. Þeir eru allir
meðal þeirra beztu, sem þjóðin á
aó skipa I dag á sviði landslags og
listræns raunsæis, ef ekki þeir
beztu.
Orðkynngi, óvanalegt listfengi,
glæsimennska samfara snyrti-
mennsku og áhuga og trú á gróð-
urmagn íslenzkrar moldar hefir
einkennt skagfirzk ættmenni Sig-
urðar allt frá forföðurnum, Sig-
urði Guðmundssyni á Heiði I
Gönguskörðum. Hann orti Vara-
bálk, útgefinn á Akureyri tvlveg-
is, 1872 og 1900, heilræðavísur um
bú jkaparháttu og siðapredikanir
um fagurt mannlíf. Tengdasonur
Sigurðar var Stefán Stefánsson
frá Keflavík I Hegranesi og slðar
bóndi á Heiði. Hann dó á níræðis-
aldri á Möðruvöllum I Hörgárdal
hjá Stefáni syni sínum síðar
skólameistara á Akureyri, föður
Huldu skólastýru og Valtýs rit-
stjóra Morgunblaðsins.
Siðvöndunarsemi Varabálks I
ættinni hefir til allrar hamingju
smám saman orðið að víkja fyrir
siðfrjálsari viðhorfum snjallra
listamanna og menntamanna, sem
ættin hefir dælt úr sér síðan, svo
sem ótal málurum, arkitektum,
leikurum, læknum lögfræðingum,
þingmönnum og dokturum á
ýmsum sviðum, mestmegnis nátt-
úruvlsinda. Ættmennin frá Heiði
eru ýmist nefnd: Heiðingjarnir
eða Flora islandica á latnesku vís-
indamáli eftir því stórmerka vís-
indariti Stefáns skólameistara,
afabróður afmælisbarnsins, sem
fjallar um jurtaríki Islands, en
svo er ættin nefnd vegna margvís-
legra mannlegra skrautjurta, sem
hún geymir. 1 minni tíð i Akur-
eyrarskóla var þessi fjölmenni
frændgarður I nemendahóp jafn-
an nefndur: ÆTTIN. Þeir frænd-
ur gátu þá barizt innbyrðis eins
og hundar og kettir, en stóðu allt-
af saman eins og klettur úr haf-
inu út á við. Að eðlisfari eru þeir
„nepótistar", eða standa vörð um
frændgarðinn þó að upp úr sjóði á
stundum, eins og I blóðheitum
ítölum, enda er fas þeirra
margra, útlit og geðlag eftir þvl.
Ein álma ættarinnar eru þeir vlð-
frægu Veðramótsmenn, komnir
af einu dótturinni á Heiði, Þor-
björgu Stefánsdóttur sem eignað-
ist 10 uppkomin börn. Þriðja og
síðasta systkinið I þessari upp-
talningu var séra Sigurður klerk-
ur I Vigur I ísafjarðardjúpi. Hann
var faðir Sigurðar sýslumanns
Skagfirðinga föður Sigurðar list-
málara. Sátu þeir bræður séra
Sigurður og Stefán skólameistari
á Alþingi og sópaði mjög að báð-
um. Séra Sigurður þótti einn
mesti mælskumaður sinnar sam-
tíðar. Hann á eitt sinn að hafa
sagt eitthvað á þessa leið þegar
hann sá hilla undir tóman ráð-
herrastól: „Heldur vildi ég rffa
vindþurrkaða þorskhausa vestur
við Djúp en rlfa kjaft yfir þorsk-
hausunum I stjórnarráðinu."
Listfengið brauzt snemma fram
I ættinni, eins og þessi snilldar-
lega vísa Magnúsar sonar Sigurð-
ar Varabálks á Heiði ber gleggst
vitni um, og hefir brotizt út á
ýmsum sviðum lista I ættinni slð-
an. Hann drukknaði um hálffert-
ugt á Húnaflóa. Vísan hefir birzt I
nokkrum útgáfum, en þannig
held ég, að ég hafi heyrt hana
íslenzkulegasta og hvað réttasta:
Þó ég seinast sökkvi ( mar
sú er eina vörnin:
Ekki kveinar ekkjan þar
eða velna börnin.
Svona skapa bara fæddir lista-
menn að ég hygg, þó að ég beri
lítið sem ekkert skynbragð á
skáldskap.
Til að vera ekki gamaldags I
þessum skrifum mínum þótti mér
viðeigandi að sáldra nokkrum
ættfræðikornum til bragðbætis,
þar sem nýjasta tízkan og múgæð-
ið, sem hefir gripið um sig I
Bandarfkjunum upp á slðkastið,
er einmitt ættfræði, æði sem fer
eins og eldur I sinu, llkt og jó-jóið
og Charleston-dansinn um heims-
byggðina á sínum tlma. En mörg-
um reykvískum höfuðstaðarbúum
hefir hingað til þótt slíkt um-
ræðuefni jaðra við ófyrirgefan-
lega sveitamennsku I samræðum.
Sú er mín reynslan. Þannig er ég
og fleiri nafntogaðir andláts- og
afmælisskrfbentar að komast I
tízku. Kaninn ku ljóma nú orðið
ef hann, eða með aðstoð einhvers
annars, finnur gamian hrossaþjóf
I ætt sinni, sem var hengdur I
hæsta gálgatré frumbyggjaár-
anna, svo ekki sé nú talað um að
geta rakið ættir sínar til þeirra
Mayflowermanna eða Karla-
Magnúsar fornkonungs. Meira
blóð I kúnni og held ég nú ótrauð-
ur áfram þar sem frá var vikið.
Kona Sigurðar sýslumanns og
móðir listmálarans var Stefanía
dóttir séra Arnórs Árnasonar I
Hvammi á Laxárdal I Skagafirði.
Séra Arnór var kjarnakarl til orðs
og æðis sem og um upplit skegg-
prýði og svip, eins og sjálfur
Ödysseifur endurborinn I kaup-
staðarferð á Króknum. Hann var
af Hafnarmönnum á Skaga, einni
álmu hinnar framsæknu hún-
vetnsku Skeggstaðaættar. Hann
hafði einnig munninn fyrir neðan
nefið, svo ekki er að furða þó að
sjálft afmælisbarnið hafi erft
stólpakjaft frá báðum guðsmönn-
unum, öfum sínum. Enda brýzt
snjallyrð flóðmælskan straum-
hart fram I málaranum á góðri
stund með vélbyssuhraða svo að
ógerningur er að kveða hann I
kútinn. Svo er um sýslumanns-
börnin mörg, sem eru þessi: SIG-
URÐUR, listmálari I Kópavogi;
ARNÖR, verðlagseftirlitsmaður á
Sauðárkróki; STEFÁN, lögfræð-
ingur á Akranesi; HRÓLFUR,
listmálari i Kópavogi; ARNI,
prestur á Blönduósi; SNORRI,
skógfræðingur I Reykjavlk;
MARGRÉT, frú og borgarfulltrúi
I Svlþjóð; STEFANÍA, skrifstofu-
mær I Reykjavík og GUÐRtJN,
listamannsfrú og listmálari I Dan-
mörku.
Til marks um hvað Sigurði mál-
ara er létt um málbeinið á stund-
um, minnist ég þess, að eitt sinn
sátum við heima hjá mér I snarpri
orðasennu vegna einhvers hita-
máls, sem efst var á baugi. Hávað-
inn I okkur báðum hefði getað
yfirgnæft alla Concord-hreyfla
heimsins. Ekki hafði ég roð við
kappanum I þeirri orrahríð, en
mér var innilega dillað og
skemmt, jafnframt því sem ég
fylltist aðdáun og hrifni á
mælskusnilldinni þegar stóllinn
undir honum, sem var eitthvað
valtur á fótum og I baki steyptist
skyndilega aftur yfir sig með
sjálfan óratorinn og afmælisbarn-
ið innanborðs. Ekki varð einnar
sekúndu hlé á málflaumi né
minnsta stífla og truflun á mælgi-
flóði Sigurðar I sveifu fallsins aft-
ur á bak á gólfið, þar sem lista-
maðurinn lá með langa skánka
upp I loft. Heldur stóð hann upp
talandi slnu máli, eins og ekkert
hefði I skorizt, flugmælskur og
skemmtilegur án þess að dropi
færi úr glasinu né minnsta smá-
orð félli niður úr framsögn.
Sögumaður er Sigurður með af-
brigðum, og ólíkt listrænni og
skemmtilegri en Björn sekretari
Stephensen ættfaðir hans I gegn
um ömmu hans i Vigur, sem var
fædd á Skipaskaga suður. Minni
Sigurðar er frábært og frásagnar-
háttur lifandi um málfar, sem
hann hefir eflaust numið og erft
frá málhögum skagfirzkum og
húnvetnskum frændum sínum
sem og guðsgáfuna, hermikráku-
hæfileikann, frá Heiðingjunum,
samfara grænni gróðurhendi til
trjáræktar. Hann getur brugðið
sér I allra kvikinda llki þegar sá
gállinn er á honum. Óvænt
uppátæki hans I góðum gleðskap
eru bæði frumleg og fyndin þegar
hann að óvörum bregður sér I
gervi allskyns dýra og manna,
gamalla og genginna kerlinga og
karlfauska norður á Sauðárkróki.
Kaffidúknum bregður hann leift-
ursnöggt sem skuplu um höfuðið
og skýtur upp kryppu I kerlingar-
llki.
Nærtæku teppi er brugðið um
herðar sem skikkju, og þar er
kominn einhver fornaldarkapp-
inn inn I stofuna I fullum her-
klæðum með litaspjaldið sem
skjöld og stærsta pentskúfinn,
blóðidrifinn I rauðum oliulit, svo
að þúsund sverð sýnast blika á
lofti er málarinn skekur lagvopn-
ið I viðureign Grettis við draug-
inn Glám. Hann þarf ekki einu
sinni á nærtækum bilkústi á milli
fóta að halda til að túlka bæði
gæðing og skegg einhvers skag-
firzks merakóngsins og bregða
þar með upp bráðlifandi stemmn-
ingu I norðlenzkri hrossarétt. Svo
létt er honum um leiklistina.
Þannig getur Sigurður undir-
búningslaust brugðið upp drep-
fyndnum og skemmtilegum leik-
þáttum, sem hann semur jafn-
harðan og annast öll hlutverk sem
næst samtlmis. Allar „happen-
ings“ eða uppákomur
„conceptual" — málaranna ungu
fölna hjá þvl skemmtilega leik-
flugi og margir æfðir leikþættir
atvinnuleikara eru eins og hjóm
eitt hjá þessum sprelllifandi til-
burðum Sigurðar. Hið grátbros-
lega og spaugilega er sérgrein
hans líkt og hjá Buster sáluga
Keaton eða Victor Borge, þeim
dansk-ameríska.
Að stúdentsprófi loknu á Akur-
eyri 1937 settist Sigurður I Guð-
fræðideild háskólans. Sennilega
hefir aldrei trúlausari maður inn-
ritazt þar. Alténd lauk hann fflu-
prófi, cand. phil., vorið eftir.
Haustið 1938 sigldi Sigurður til
Hafnar, þar sem hann flaug inn á
konunglegu dönsku Kúnstaka-
demíuna og dvaldi þar til strlðs-
loka 1945. Þá kom hann heim
með fyrstu skipsferð ásamt af-
bragðs eiginkonu, sem hann
kvæntist þar úti, önnú Jónsdótt-
ur frá Hörgsdal á Síðu. Hún er
komin af þeim merka ættföður
séra Páli I Hörgsdal og er af ætt-
um Síðuklerka. Hún er einstök
mannkostamanneskja og hefir
staðið við hlið manns slns I lífinu
eins og Bergþóra með Njáli, þó að
ég voni að aldrei brenni þau til
ösku eins og hjónin á Bergþórs-
hvoli forðum. Sfðar sigldi Sigurð-
ur I námsferð til Frans. Hann
hefir verið einn aðalkennari
Myndlista- og handlðaskólans um
30 ára skeið, lengur en nokkur
annar. Jafnframt hefir hann lagt
stund á list sína, sem honum hefir
aldrei verið neitt hégómamál. Sig-
urður er ekki haldinn krónlskum
sýningarkláða, sem virðist land-
lægur, því sjaldan sýnt einn.
Það er næsta óskiljanlegt, að
Listasafn tslands skuli ekki hafa
efnt til yfirlitssýningar á verkum
hans um þessi tímamót. En flestar
rikisstofnanir kalka og verða
værukærar með árunum eins og
útbrunnin gamalmenni, ef ekki er
skipt um blóð af og til I starfs-
mannahaldi. Það er eins og aðeins
góðu strákunum I náðinni sé veitt
einhver umbun I þeirri stein-
runnu stofnun, sem á að heita I
eigu þjóðarinnar allrar. En það
sjást engin elliglöp á Sigurði mál-
ara ennþá, nema hvað hrafnsvart
hárið er orðið hrímhvltt, sem ger-
ir þennan listamannslega mann
bæði virðulegan og fyrirmannleg-
an.
Lýk ég svo þessum „varabálki"
mlnum með að endurtaka sextuga
drápu I dellumakarfdúr, sem ég
ljóðaði á afmælisbarnið og bullaði
fyrir réttum 10 árum. Vona ég að
sú langloka sé enn I fullu og
óbreyttu gildi, eins og sjálft af-
mælisbarnið:
Sigga ég sá fyrir ótal árum, / en
nú er hann gamall og grár fyrir
hárum. / Var hann á buxum stutt-
um við hné, / varhluta fór ekki af
háði og spé / er þreytti sitt fyrsta
örlagapróf, / og á menntabrautinni
gönguna hóf. / Hann var þá lítill
og væskilslegur, / en varð síðar
fríður og stæðilegur. / Sonnettur
syngur I farfa, / sáir og reytir
arfa / og formaður félagi er I, /
sem fullt er um tromp og séni. / I
menntó I listinni af okkur bar, / I
skreytingum sýndi hann tilþrifin
þar. / Á skólahátíðum skilirí dró /
af Sikiley, Pompey og Kairó / og
kvennabúr kortlagði vel / frá
Kon-stant-í-nó-pel. / I listamanns-
æði þá listakrús fleygði, / sem
lenti á belju I Vaðlaheiði. / í
aðdáun eftir þeim meistara gekk,
/ en penslana aðeins að hreinsa
ég fékk / og sendast og hlaupa I
bæinn / eftir bláu og grænu á
sæinn. / zinnóberrauðu og zink-
hvltu I rúst, / sem meistarinn
sletti á veggi með kúst. / Að
kúnstverki loknu hann kneyfaði
bjór, / sem I kjaftinn og taland-
ann snarlega fór / frá Eggerti
Llmonaði / svamlaði öls I baði. /
„Á hvalbein" fór kappinn að
morgni / og kúrði eins og vofa úti
I horni. / Sllk eru oft listamanris-
laun, / lúsaleg, sannkölluð raun. /
Gáfaður var hann og gerhugull
oft / og geymdur var fuglinn á
háaloft / þvl að sótti á systur
mlna / sllkt var oss raun og pína.
/ Svo skildu leiðir um hrlð, /
sáumst við næst eftir strlð. / Þá
urðum við brátt góðir vinir, / við
kúnstnerar Sigurðssynir. / En
oftlega upp úr sauð / er hvor til
annars bauð. / Og það er ekki
rangt eftir haft, / að hvorugur
barði ’inn á kjaft, / þvl að hún
Anna með öll sln gæði / altént á
vopn bar klæði. / Og þrátt fyrir
Iskur og urg / og okkar gamla
surg, / þá sakna ég Sigga við
drykkju, / en sjaldan á leið legg
nú lykkju / síðan karl flutti I
Kópavoginn, / og úr kunnings-
skap var floginn, / þvl að vart
þekki ég skemmtnari mann / en
þann, sem að listina kann / að
koma fyrir sig orði / er pyttla og
staup voru á borði. / Svo syngjum
við saman eitt lag / fyrir segg,
sem á afmæli I dag, / og skálum I
spíra og kók / fyrir Sigga frá
Sauðárkrók.
örlygur Sigurðsson.