Morgunblaðið - 29.10.1976, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1976
Minning:
Einar Bjarnason
rafvirkjameistari
Ólafur Tryggvason
— Minningarorð
F. 6. september 1904
D. 23. október 1976
Hinn 23. þ.m. lézt að heimili
sínu Einar Bjarnason rafvirkja-
meistari eftir alllöng og ströng
veikindi, 72 ára að aldri. Þar sem
leiðir okkar höfðu legið saman
meira og minna um nærfellt 50
ár, vil ég minnast hans í lok sam-
ferðarinnar með fáum orðum.
Einar var fæddur 6. sept. 1904 á
Þingeyri við Dýrafjörð. Voru
foreldrar hans hjónin Þóra Bergs-
dóttir, ættuó úr Reykjavík og af
Bergsætt úr Árnesþingi, og
Bjarni Guðbrandur Jónsson, járn-
smiður á Þingeyri og kunnur
maður þar á sinni tíð. Var hann
Vestfirðingur að uppruna, en um
ættir hans er mér ókunnugt.
Einar ólst upp á Þingeyri með
foreldrum sínum og systkinum og
mun snemma hafa vanizt smíðum
og öðrum störfum hjá föður sín-
um.
Árið 1926 hleypti hann
heimdraganum og hélt til Reykja-
vfkur. Hóf hann þá nám í raf-
virkjun hjá Bræðrunum Ormsson
og lauk því samkvæmt samningi
árið 1930. Faðir minn gekk úr
þessu fyrirtæki og hóf sjálf-
stæðan rekstur í rafmagnsiðnaði í
ársbyrjun 1931. Réttu ári síðar
hóf Einar að vinna hjá honum og
tók sérstakt sveinspróf i febrúar
1932, og mun hann hafa orðið
fyrstur íslendinga til þess að
öðlast sveinsbréf í rafvirkjun að
afloknu prófi. Áður og eins eitt-
hvað síðar fengu margir rafvirkj-
ar full réttindi, þar eð þeir höfðu
unnið svo lengi við iðnina og á
þann hátt fengið næga starfs-
reynslu. Einar vann sfðan óslitið
hjá föður mínum á annan áratug,
en hafði þá jafnframt um skeió
unnið sjálfstætt við raflagnir,
enda hlotið meistararéttindi 1936
og löggildingu sem rafvirkja-
meistari í Reykjavík árið 1942.
Einar fluttist f hús foreldra
minna vorið 1931 og átti þar
heima nær óslitið til haustsins
1950. Hann kvæntist náfrænku
minni, Vilborgu Sverrisdóttur
Ormssonar á Kaldrananesi í Mýr-
dal, 14. október 1933. Eignuðust
þau einn son, Sverri, sem nú er
sakadómari. Kona hans er Guð-
laug Ólöf Gunnlaugsdóttir, og
eiga þau tvo sonu, Gunnlaug og
Einar Þór. Hefur fjölskyldan búið
saman undanfarin ár í húsi þvi að
Uthlíð 5, sem Einar lét reisa um
1950.
Af framansögðu má ljóst vera,
að ég og fjölskylda mín hafði
mikil kynni af Einari heitnum og
fjölskyldu hans. Auk þess vann ég
sjálfur nokkuð að rafvirkjastörf-
um hjá föður mínum á yngri ár-
um og þá oft með Einari og eins
Gísla Ingibergssyni, sem var lær-
lingur föður míns og lengi sam-
starfsmaður. Hann féll frá fyrir
réttum tveimur árum, löngu fyrir
aldur fram. Vissulega er margs að
minnast frá árunum í kringum
1940, þegar Einar vann við fyrir-
tæki föður míns ásamt öðrum góð-
um mönnum, sem nú eru margir
horfnir af sjónarsviðinu. Eru
minningarnar um þá alla hinar
ánægjulegustu. Einar var ágæt-
lega verki farinn og vandvirkur
og trúr í öllum störfum. Veit ég,
að faðir minn mat hann mikils
fyrir þau.
Ekki verður því neitaó, að
Einar var hlédrægur að eðlisfari,
svo að næstum nálgaðist feimni,
og varð því ekki öllum hent að
komast í náin kynni við hann. En
þeim, sem unnu trúnað hans, var
vís von á liðsinni hans, ef á lá. Á
hinu leitinu gat hann verið þéttur
fyrir og lét þá lítt undan, ef hon-
um fannst á sig hallað. En aó
öllum jafnaði var hann mjög
óáleitinn og óhnýsinn um hag
annarra.
Einar brauzt áfram úr þröngum
kjörum kreppuáranna, sem flesta
þjökuðu á öðrum og þriðja áratug
þessarar aldar, og komst, að ég
ætla, í mjög góðar álnir með spar-
semi og ráðdeild og einstakri
reglusemi og nægjusemi I öllum
greinum. Þá var hann og mikið
snyrtimenni, eins og bæði hann
sjálfur og híbýli hans báru vitni
um. Væri íslenzkt þjóðfélag vissu-
lega vel sett, ef það ætti marga
slfka þegna sem Einar Bjarnason
var. Og nú hefur hann lokið dvöl
sinni á meðal okkar, og þá veit ég,
að ég mæli fyrir munn margra, er
ég þakka honum vináttu liðinna
ára. Um leið sendi ég fjölskyldu
hans f Úthlíð 5 samúðarkveðjur
frá mér og mínum. Minning um
mætan og umhyggjusaman heim-
ilisföður yljar þeim og huggar á
sárri skilnaðarstund.
Jón Aðalsteinn Jónsson.
Mig langar að minnast tengda-
föður mfns Einars Bjarnasonar
nokkrum orðum, þegar hann nú
er kvaddur á 73. aldursári.
Þegar ég rifja upp kynni okkar,
sem hófust fyrir tæpum 10 árum
og aldrei bar skugga á, er mér efst
f huga þakklæti fyrir alla þá um-
hyggju og hugulsemi, sem hann
sýndi mér alla tíð. Ef eitthvað
þurfti að lagfæra eða gera, var
hann boðinn og búinn til þess,
sem með þurfti, og lét ekki bíða
eftir framkvæmdunum. Sá ég þá
bezt, hversu vinnan var ríkur
þáttur í öllum gerðum Einars.
Fannst mér honum aldrei falla
verk úr hendi fyrstu árin, og nú
seinni árin vann hann alla daga
eitthvað eftir því, sem heilsan
leyfði, en þessi ár gekk hann
aldrei fullkomlega heill til
skógar. Ég veit, að ef einhver
verk voru aðkallandi, urðu þau að
sitja f fyrirrúmi, en um frí var
ekki hugsað. Það var ekki sagt, að
gera mætti hlutinn, þegar fríinu
væri lokið, heldur að taka mætti
frí að verkinu loknu. Þetta þýddi
f raun, að hann tók sér nær aldrei
frí. Var það eiginlega fyrst á
þessu ári, sem hann var farinn að
draga verulega úr vinnu sinni,
enda voru starfskraftarnir þá á
þrotum.
Á námsárum Einars voru kjör
iðnnema kröpp og sagði hann
mér, að á þeim árum hefði hann
oft ekki getað borðað nægju sfna
vegna fjárskorts, hvað þá látið
neinn munað eftir sér. íhugaði
hann þá að hætta námi, en með
góðra manna hjálp tókst honum
að ljúka því. Held ég, að þessi ár
og stöðug vinna til þess að hafa
ofan í sig og á, hafi mótað hann
mjög og ráðið vinnusemi hans og
nægjusemi.
Einar var traustur vinur vina
sinna og kunni vel að meta það,
sem vel var við hann gert, en gaf
hlut sinn hvergi, ef honum fannst
hann órétti beittur. Fann ég, að
hann var sár, ef honum hafði
verið sýnd ósanngirni. Hann var
mikið prúðmenni og fáum mönn-
um hefi ég kynnzt orðvarari en
honum, og talaði hann lítið um
það, sem miður fór í fari annarra.
Eg er þakklát fyrir að hafa
fengið að njóta þessara ára f
nábýli við tengdaföður minn, og
ég veit, að litlu afadrengirnir
tveir sakna hans sárt, en þeir
voru mjög hændir að honum.
Varð ég þess áþreifanlega vör, að
það, sem hann hugsaði mest um,
var að búa sem bezt i haginn fyrir
afkomendur sfna, svo að þeir
þyrftu ekki að hafa það eins erfitt
og hann, þegar hann var að
brjótast áfram með tvær hendur
tómar á atvinnuleysis- og
erfiðleikatímum áranna f kring-
um 1930.
Eg veit, að það voru hamingju-
dagar í lífi Einars, þegar eJdri
afadrengurinn fæddist á 65 ára
afmælinu hans og þegar yngri
drengnum var gefið nafn hans.
Vona ég, að þeir megi erfa
sterkustu eiginleikana í fari afa
síns; reglusemi, prúðmennsku,
vinnusemi og nægjusemi.
Ég, Gunnlaugur og Einar Þór
þökkum Einari ánægjuleg ár, sem
þó voru of fá, og biðjum honum
blessunar guðs.
Guðlaug Olöf Gunnlaugsdóttir.
— Afkoman
sambærileg...
Framhald af bls. 27
Ástæðan er fyrst og fremst sú að
stefna stjórnvalda er að hygla
sjávarútvegi og landbúnaði með
auðveldum aðgangi að langtíma-
lánum, sem bera 2% lægri vexti
en lán til iðnaðar og verzlunar.
F. 16. marz 1928
D. 23. október 1976
Mig setti hljóðan þegar mér var
tilkynnt sfmleiðis s.l. laugardag,
að félagi minn og vinur, Ólafur
Tryggvason, væri látinn. Á ýmsu
gat ég átt von, en að Ólafur væri
ekki lengur f tölu lifenda, því átti
ég erfitt með að trúa. Við
kvöddumst klukkan langt gengin
18 á föstudagskvöld, að lokinni
vinnu. Hann var þá kátur og hress
að venju og mig óraði síst fyrir
því þá að það væri skilnaðarstund
okkar í þessu jarðlífi. En vegir
Guðs eru órannsakanlegir og ég
verð víst að sætta mig við það, að
lifandi hittumst við ekki oftar.
Ég kynntist Ólafi fyrst 1960.
Hann var þá ungur maður, liðlega
þrftugur, nýkominn heim eftir
langa dvöl f Bandarfkjunum,
ásamt fjölskyldu sinni. Hann
horfði björtum augum til fram-
tfðarinnar og trúði því að við
íslendingar gætum lifað hér and-
lega frjálsir og efnahagslega sjálf-
stæðir, ef við byggðum upp at-
vinnulíf okkar af raunsæi, á
traustum grunni. Hann var reiðu-
búinn til þess að leggja sitt af
mörkum, er hann gerðist verk-
smiðjustjóri f verksmiðju föður
síns í Lýsi h.f.
Ég átti þvf láni að fagna að
starfa með Ólafi meira og minna
frá árinu 1962 og það var ávallt
ánægjulegt samstarf. Hann var
ávallt glaður og reifur og tilbúinn
að rétta hjálparhönd, hvenær sem
á þurfti að halda og ég minnist
þess ekki, að hann hafi nokkru
sinni neitað um aðstoð, væri
hennar þörf. Þrátt fyrir glaðlegt
yfirbragð var Ólafur frekar dulur
og bar ekki tilfinningar sfnar á
torg eða kvartaði nokkru sinni.
Hann var mjög dagfarsprúður
maður, traustur og heiðarlgur f
öllum viðskiptum. Ekkf minnist
ég þess, að hann hafi nokkru
sinni hallmælt manni á bak. Hann
var góður vinur vina sinna og
starfsfélaga, sem sakna hans nú
sárt.
En sárastur er söknuður konu
hans og barna, sem sakna nú
ástrfks eiginmanns og föður, for-
eldra hans, systra og mága, sem
eiga nú á bak að sjá einkasyni,
bróður og mági. En minningin um
góðan dreng mun lifa í brjóstum
þeirra og hjálpa þeim að yfirstíga
sorgina sem nú hefur yfir þau
dunið.
Ólafur Tryggvason var fæddur f
Reykjavík, 16. marz 1928, sonur
17% gengisfelling f ágúst 1974
og 10% skerðing á álagningu, sem
henni fylgdi, jók tilfinnanlega
upphæð erlendra skulda í
íslenzkum krónum og leiddi til
þess að skammtímalán jukust
verulega frá 1973 til 74. Þá gekk
mjög á eigið fjármagn fslenzkra
heildverzlana á árinu 1974, þegar
verðbólga fór upp í 50% og olli
verri afkomu og meiri þörf fyrar
skammtímalán.
sæmdarhjónanna Guðrúnar
Magnúsdóttur og Tryggva Ólafs-
sonar, forstjóra Lýsis h.f. Hann
ólst upp f foreldrahúsum ásamt
tveimur systrum sfnum, Erlu og
Svönu, þar til hann hleypti
heimadraganum og fór til Banda-
rfkjanna árið 1944. Þar kynntist
hann eftirlifandi konu sinni,
Ruth Braner, og kvæntist henni
árið 1950. Þau hjónin eignuðust
þrjá syni, Eric, Peter og Mark,
auk þess sem Ólafur gekk í föður-
stað syni konu sinnar af fyrra
hjónabandi, Stephen
Ég vil votta öllum ástvinum
Ólafs innilegustu samúð mína og
konu minnar og við vonum að Guð
græði sárin.
Nú, að leiðarlokum vil ég þakka
Ólafi fyrir drengilegt samstarf og
vináttu þann tíma, sem leiðir
okkar lágu saman.
Far þú f friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
H.J.
Laugardaginn 23. október bár-
ust mér þau tíðindi, þar sem ég
var staddur uppf Borgarfirði, að
mágur minn og samstarfsmaður,
Ólafur Tryggvason, hefði látist
fyrr um daginn úr hjartaslagi.
Fréttin kom mér sem öðrum nán-
um mjög á óvart, þar sem ég vissi
ekki til að hann hefði kennt sér
meins, enda var hann glaður og
hress fram að þeirri stund er
skaparinn kallaði hann til sín.
Kynni okkar Ólafs voru orðin
ærið löng. Fyrst kynntumst við
sem ungir menn í skóla. Síðan
nánar er við urðum mágar 1951 og
enn nánar er við urðum sam-
starfsmenn 1960 og allt til dauða
hans.
Ólafur var fæddur í Reykjavík
hinn 16. marz 1928 og var því
aðeins 48 ára er hann lést. Hann
var sonur hjónanna Guðrúnar
Magnúsdóttur og Tryggva Ólafs-
sonar forstjóra Lýsis h.f. Hann
átti til Borgfirðinga að telja í báð-
ar ættir, því föðurforeldrar hans,
Þórunn Þórðardóttir og Ólafur
Kjartansson, bóndi í Litla-Skarði,
voru bæði Borgfirðingar langt
fram í ættir svo og móðurforeldr-
ar hans, Guðrún Guðmundsdóttir
og Magnús Sæmundsson, kaup-
maður í Reykjavík.
Hann ólst upp í föðurhúsum og
gekk sem aðrir ungir menn í skóla
f Reykjavfk til ársins 1944. Þá
fluttist hann með fjölskyldu sinni
til Bandarfkjanna og stundaði þar
nám til ársins 1946. Næstu 4 árin
stundaði hann ýmsa vinnu heima
og þó aðallega heiman. Árið 1950
kvæntist hann eftirlifandi konu
sinni Ruth Braner frá York,
Pennsylvania.
Þau hjónin komu sér upp fal-
legu heimili f York þar sem syn-
irnir Eric Trýggvi og Peter
Frederick fæddust sinn á hvoru
árinu, 1951 og 1952. Árið 1953
fluttust þau hjónin til Reading í
sama ríki og þar fæddist þeim
árið 1957 þriðji sonurinn, Mark
Andrew. Fóstursonur Ólafs var
Stephen fæddur 1947.
Á þessum árum eftir að Ólafur
kvæntist og þar til hann flutti
alkominn heim til íslands árið
1960 starfaði hann við verk-
smiðjustjórn og skrifstofustörf í
York og sfðan f Reading hjá
amerísku fyrirtæki. En er hann
kom til islands 1960 hóf hann
störf við fyrirtæki föður sfns, Lýsi
h.f., og starfaði þar einkum við
verksmiðjustjórn. i öllum störf-
um var Ólafur áhugasamur og'at-
hugull og var vaxandi maður f
starfi og hugsun til dauðadags.
Ólafur var maður hlédrægur og
veit ég að þessar línur birtast í
óþökk hans. Skal ég því vera fá-
orðari en ég hefði óskað, er ég rita
á blað hugrenningar mínar við
þennan stundarskilnað. Við sem
bíðum, söknum góðs drengs. Eig-
inkona, börn, foreldrar og syst-
kini hafa þann styrk f harmi sín-
um, að alltaf verður bjart yfir
minningunum sem þau eiga um
góðan mann.
Eiginmaður minn. t SVAVARMARKÚSSON.
aðstoðarbankastjóri.
er látinn. Kristin Pálmadóttir.
+
Móðir okkar
SIGRÍÐUR EYJÓLFSDÓTTIR,
serrt andaðist 21 þ.m. verður jörðuð frá Fossvogskirkju,.laugardaginn
30 þ.m kl 10 30 árd
F.h hönd systkina minna og annarra vandamanna
Magnús Ingjaldsson.
t
Móðir okkar og tengdamóðir.
VIGDÍS ÁRNADÓTTIR.
Bergstaðastræti 68
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni laugardaginn 30 okt kl. 10 30
Árni Ingólfsson Lárus Ingólfsson
Rósa Ingólfsdóttir Guðm. I. Guðmundsson.
Gyða Ingólfsdóttir Sigurður Ólafsson.
Pátur Pétursson.