Morgunblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1976
Auðunn
vestfirzki
hálft dýrið, og máttu á það líta, að dýrið
mun deyja fyrir þér, þar eð þið þurfið
vistir miklar, og er búið við, að þú hafir
þá ekki gagn af dýrinu, ef það sveltur til
bana fyrir þér.“ Auðuni þótti þessi kost-
ur þungur, en sá þó ekki annan fyrir
liggja líkara, þar sem þá var komið. Urðu
þeir á það sáttir, að hann seldi Áka hálft
dýrið með því skilyrði að þeir skyldu þá
þegar fara á konungs fund, og skyldi
hann virða hvorttveggja: vistir þær, er
Áki fékk honum og dýrið, en Áki bæta
Auðuni svo mikið, sem vert væri, ef
konungi þætti betra hálft dýrið.
Þeir fóru báðir saman, þar til þeir
fundu Svein konung, og stóðu fyrir borð-
inu. Konungur fagnaði vel Áka ármanni
og íhugaði, hver þessi maður mundi vera,
er hann kenndi eigi, og mælti síðan til
Auðunar: „Hver ert þú?“ Hann svarar:
„Ég er íslenzkur maður, herra“, segir
hann, „og kominn utan af Grænlandi og
nú af Noregi, og ætlaði ég aö færa yður
bjarndýr þetta. Keypti ég það á Græn-
landi fyrir alla eigu mína; og nú er þó á
orðið mikið fyrir mér: ég á nú aðeins
hálft dýrið.“ Og hann sagði siðan kon-
ungi, hversu farið hafði með þeim Áka,
ármanni hans. Konungur mælti: „Er það
satt Áki, er hann segir?“ „Satt er það“,
segir Áki. Konungur mælti: „Og þótti þér
það til liggja, þar sem ég hef sett þig
mikinn mann og fengið þér mikió lén, að
tefja það og tálma, að útlendur maður og
mér ókunnur gerðist til að færa mér
gersemi og gaf þar til alla eigu sína, og
vorir hinir mestu óvinur sáu það að ráða,
að iáta hann fara í friði? Hygg að þá,
hversu ósæmilegt þér var slíkt að gera,
og er vonlegt, að margt og mikið skilji
ykkur Harald konung, er hann gaf hon-
um frið. Nú væri það maklegt, aö þú létir
eigi aðeins alla eigu þina, heldur og lífið
með. En ég mun nú eigi láta drepa þig að
sinni. En braut skaltu fara þegar úr
landinu og koma aldrei aftur síðar mér í
augsýn. En þér, Islendingur, kann ég
slíka þökk, sem þú gæfir mér allt dýrið,
og því öllu betur sem vistir þær eru
verðar, er Áki seldi þér, en hann átti að
gefa, og ver hér með mér.“ Auðunn
Ég ætla að
skoða hér jakka
á manninn
minn!
kafunu w r*
GRANI göslari
Þú verður að skipta um vinnustað og hætta í snæraverksmiðj
unni.
<7
Ég heimta að þú greiðir fyrir-
framgreiðsluna f gjaldheimt-
una nógu snemma næst, svo
við þurfum ekki að standa í
þessu á hverju ári.
Spákonan: Þér munuð gift-
ast háum og dökkhærðum
manni.
Stúlkan: Ég er engu nær,
þeir eru allir háir og dökk-
hærðir.
Læknir: Ég get því miður
ekki læknað manninn yðar af
þvf að tala f svefni.
Frúin: En getið þér þá ekki
fengið hann til að tala nokkuð
skýrar?
Innbrotsþjófur: Þú ætlar þó
ekki inn í húsið aftur?
Félagi hans: Jú, ég má til.
Ég gleymdi innbrotsjárninu
mfnu, og það er afmælisgjöf
frá konunni minni. Nafnið
mitt stendur á því.
Kennari: Menn borða kjötið
af dýrunum, en hvað er gert
við beinin?
Tommi litli: Menn skilja
þau eftir á diskinum.
Hún: Endar bókin vel?
Hann: Það veit ég ekki. Það
stendur bara að þau hafi gifzt.
Konan: Þú verður að hugga
þig við það, Vilhjálmur, að við
hittumst aftur.
— Æ, vertu nú ekki að ergja
mig á banasænginni.
Kfnverju lýsir réttarhöldum f
Englandi á þennan veg:
—Einn maður þegir alltaf,.
annar talar allan tfmann, og
tólf menn dæma svo þann sem
þagði.
Fangelsi
óttans
Framhaldssaga aftir
Rosamary Gatanby
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
57
— iteyndu að vera sem næst
mér, sagði Jack. — Jamie á að
vera með Erin. Þegar við komum
að múrnum skal ég hjálpa þér
upp. En þú verður að gæta þfn
þegar upp kemur hinum megin.
Helene mun þá vera viðbúin að
‘ijálpa þér niður.
— Helene? spurði hún þrumu
lostin.
— Já. við erum með kaðalstiga
sem við komum fyrir hinum meg-
in. Heldurðu að þú ráðir ekki við
þetta?
— Areiðanlega.
— Þú verður að 'gæta þess að
missa ekki jafnvægið, þvf að þá
detturðu annað hvort f klettana
eða sjóinn og það er ekkert smá-
ræðis fall.
Hún hallaði sér að öxl hans og
leit út yfir garðinn og Sðan að
dagstofunni og bjóst við að sjá
Reg eða Whelock koma á hverri
stundu.
— Mér var sagt að þú værir
dáinn.
Hann leit sem snöggvast inn f
djúp augu hennar. Hvernig ætli
hún hafi brugðist við þeirri frétt,
hugsaði hann en sagði upphátt:
— Þeir hafa bersýnilega verið
eínum of fljótir með fréttina.
— Jæja, þá erum við búnir,
sagði Erin.
— Við skulum þá koma og sjá.
Linn og Jack fóru á undan og
hin tvökomu á eftir þeim. Þau
gengu meðfram sundlauginni og f
áttina að þrepunum. Skothrfðin
fyrir framan húsið var hætt f bili.
Þau komu að steinþrepunum og
fóru að ganga niður. Og þrátt fyr-
ir allar skipanir var fyrsta mann-
eskjan sem þau sáu þegar niður
kom Helene. Hún hafði falið sig f
skugganum.
Erin hrópaði:
— Þú áttir ...
— Farðu á undan, sagði Jack
við I.inn meðan hann horfðí á
Jamie faðma systursfna.
— Nei, annars, það er bezt að
Helene fari fyrst, hún þekkir leið-
ina ... Helene ... Hann snerist á
hæli þegarskothvellur kvað við.
Erin hafði hleypt af. Jack leit
um öxl og sá engan. — Haltu
áfram sagði hann við Helene. —
Þeir urðu að koma stúlkunum
tveimur yfir múrinn!
En áður en hún náði að hreyfa
sig skall kúla á múrnum rétt við
nefið á þeim. Það kom að ofan.
— Við erum með ykkur f skot-
lfnu! Það var rödd Arts Whelock.
Annað skot frá vinstri. Það kom
úrglugga að ofan.
— Hreyfið ykkur ekki, kallaði
Whelock. — Kastið frá ykkur
byssunum. Annars skjótum við
ykkur niður eins og hunda.
— Hann getur gert það, sagði
Erin og horfði örvæntingarfuliur
á litla hópinn sinn. Hann kastaði
frá sér byssu Dan Bayles.
— Við verðum að bfða færis að
yfirbuga þá.
Jack fylgdi dæmi hans og kast-
aði frá sér byssunni.
Martin Case hafði áhyggjur af
skothvellunum. Þetta leit ekki
nógu vel út.En hann hafði aðeins
fengið fyrirmæli um að valda
truflun. Og ef enginn þeirra
kæmi f kvöld átti hann aðláta
lögregluna vita.
Ilann varð að bfða átekta enn
um hrfð. En hvað f ósköpunum
skvldi vera að gerast innan múr-
anna. Enginn var lengur við hlið-
ið til að fylgjast með þeim. Ber-
sýnilega höfðu þeir nóg að gera
annars staðar. En nú var skothrfð-
in hætt. Hann fýsti að vita hvort
það væri góðs vitieðaekki.
Han
gekkaðdyrunumogkíktigegn-
umlitlulúguna.Tannsáblómagarð
ogþrepsem lágu upp að voldugum
útidyfum. Dyrnar voru opnar en
engan mann að sjá. En þarna
kom ...
Hversu hann varfeginn að sjá
Helene Everest sem kom hröðum
skrefum til hans, klædd f rönd-
ótta baðkápu og með sólhatt á
höfði.
— Martin, sagði hún þegar hún
var komin nær. Hún sá andlit
hans gegnum lúguna.
— Halló, sagði hann.
— Ég ætla bara að segja þér að
bróðir minn er viti sfnu fjær af
bræði. Þetta var ekkert nema grfn
að Jamie sé haldið hér sem fanga.
Erin og ég duttum ofan á það f
grfni. Og rithöfundurinn bróðir
minn er foxillur — sérstaklega
yfir þvf að þessi björgunaraðgerð
var sett á svið. Það var ekki vit-
und sniðugt...
Hann sá að hún var í miklu
uppnámi.
— Svo að allt loftið hefur farið
úr blöðrunni eða hvað?
— Öldungis rétt... Hún reyndi
að brosa en hann sá ekki f augu
hennar vegna þess hve sólgler-
augun þöktu mikinn hluta efra
andlits hennar.
— Fyrirgefðu, sagði hann iðr-
andi röddu. — Þetta var Ifka ein-
um of æsingslegt... Hann gerði
sér upp hlátur.
— Og hvenær fæ ég þá að hitta
Jamie? Nú þegar málið er til
lykta leitt?
— A morgun.
— A morgun?
— Já, það er betra en f dag.