Morgunblaðið - 29.10.1976, Page 38

Morgunblaðið - 29.10.1976, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1976 Manchester United burstaði Newcastle Okkur varð á f messunni f blaðinu f gær, þegar skýrt var frá leikjum f ensku deildarbikarkeppninni f knattspyrnu og sagt að það hefðu verið leikir f átta liða úrslitum. Hið rétta er að þarna var um sextán liða úrslit að ræða, og f fyrrakvöld fóru þeir f jórir leikir f sem ólokið var. Fengust hrein úrslit f þeim öllum: Manchester United, Millwall, Queens Park Rangers og Aston Villa komust áfram f átta liða úrslitin sem fram munu fara 1. desember n.k. Þá munu leíka saman lið QPR og Arsenal; Manchester United - Everton; Aston Villa - Millwall og sigurveg- ari f leik Birghton - Derby og sigurvegari f leik Swansea og Bolton. Leikirnir f fyrrakvöld buðu upp á mikið af mörkum. Aston Villa sigraði Wrexham 5-1. Mörk Villa f leik þessum skoruðu Brian Little (tvö), Frank Carrodus, Chris Nicholl og Andy Gray, en Graham Whittle skoraði fyrir Wrexham. Manchester United sigraði svo Newcastle 7-2 áOld Trafford. Mörk Manchester United f leik þessum skoruðu: Gordon Hill (þrjú) Stuart Pearson, Stewart Houston, Jim Nicholl og Steve Coppell en mörk Newcastle skoruðu Irving Nattrass og Mick Burns. Millwall sigraði Sheffield Wed 3-0, og f þeim leik skoraði John Seasman tvö mörk og Alan Hart eitt. Loks sigraði svo Queens Park Rangers West Ham á útivelli 2-0 og gerðu þeir Stan Bowles og Dave Clement mörkin. Aberdeen í úrslit Seinni undanúrslitaleikur skozku deildarbikarkeppninnar f knattspyrnu fór fram f fyrrakvöld og áttust þar við lið Aberdeen og Glasgow Rangers, en bæði þessi lið leika f úrvals deildinni. Komu úrslit þessa leiks verulega á óvart, þar sem það var Aberdeen sem sigraði með fimm mörkum gegn einu. Er langt sfðan Glasgow Rangers hefur fengið svo slæman skell gegn skozku liði, og má ljóst vera að þetta gamalkunna stórveldi á nú við erfiðleika að etja, ekki sfður en Glasgow Celtic, en þessi tvö lið hafa verið risarnir f skozku knattspyrnunni f áraraðir. Urslitaleikur skozku deildarbikarkeppninnar fer fram 6. nóv- ember n.k. og leika þar Celtic og Aberdeen. Mun Jóhannes Eðvaldsson væntanlega leika þá með Celtic, en liðið getur ekki notað þá leikmenn sem það hefur keypt á þessu keppnistfmabili f deildarbikarkeppninni. Uverpool í forystu Einn leikur fór fram f ensku 1. deildar keppninni f knatt- spyrnu í fyrrakvöld. Liverpool sigraði þá Leicester á útivelli 1-0 og var það John Toshack sem markið skoraði f fyrri hálfleik. Þar með tók Liverpool forystuna f 1. deildar keppninni og hefur liðið hlotið 16 stig eftir 11 leiki. Middlesbrough er f öðru sæti með 15 stig eftir 11 leiki og Aston Villa hefur 14 stig, einnig eftir 11 leiki. Fjögur lið hafa svo hlotið 13 stig: Everton, Ipswich, Newcastle, Manchester City og Leicester. Henning Jensen skorar fyrir Dani f fyrrakvöld Danir unnu Kýpurbúa DANIR sigruðu Kýpurbúa með fimm mörkum gegn engu í leik liðanna f 1. riðli undankeppni heimsmeistarakeppninnar f knattspyrnu, en leikur þessi fór fram f Kaupmannahöfn f fyrrakvöld. Hafa Danir þar með tekið forystu f riðlinum — eru með 4 stig að loknum tveimurn leikjum, en eiga hins vegar eftir að leika báða leik- ina við Portúgal og _Pólverja sem einnig leika f þessum riðli. Þótt Danir hafi tvfvegis unn- ið stórsigur yfir Kýpurbúum verður það að teljast ólfkiegt að þeir nái að komast f lokakeppn- ina. Pólverjar eiga nú mjög góðu liði á að skipa, og hefur það þegar unnið Portúgali á útivelli. t leiknum f fyrrakvöld hafði danska liðið algjöra yfirburða yfir fremur slakt lið Kýpur. Lágu Kýpurbúarnir f vörn og tókst að halda marki sfnu hreinu allan fyrri hálfleikinn. En f seinni hálfleik fengu þeir á sig markasúpuna. Skoraði Henning Jensen, frægasti knattspyrnumaður Dana, — hefur leikið með Bayern Miinchen og leikur nú með Real Madrid — tvö mörk en hin mörkin þrjú skoruðu Benny Nielsen, Per, Röntved og Jörgen Kristensen. Kýpurbúar áttu aðeins eitt eða tvö tækifæri f leiknum sem voru umtalsverð, en danski markvörðurinn greip þá inn f á réttum tfma. Staðan f 1. riðli eftir leikinn f fyrrakvöld er þessi: Danmörk 2 2 0 0 10—1 4 Pólland 1 1 0 0 2—0 2 Portúgal 1 0 0 1 0—2 0 Kýpur 2 0 0 2 1—10 0 Næsti leikur í þessum riðli verður n.k. sunnudag og leika þá Kýpurbúar við Pólverja f Póllandi. Reykjavíkurmeistarar KR í körfuknattleik 1976. Fremri röð frá vinstri: Kolbeinn Pálsson, Gfsli Gfslason, Eirfkur Jóhannesson og Gunnar Ingimundarson. Aftari röð frá vinstri: Jón Otti Ólafsson liðsstjóri, Birgir Guðbjörnsson, Ásgeir Hallgrfmsson, Bjarni Jóhannesson, Einar Bollason Karsten Kristinsson, Árni Guðmundsson og Sveinn Jónsson Formaður KR. KR Rey Igav íkurmeistarí í körfuknattleik í 5. sinn En þó með fyrirvara vegna áfrýjunar ÍR-inga Amiðvikudagskvöldið voru sfð- ustu leikir Reykjavfkurmótsins f körfuknattleik meistaraflokks leiknir og urðu úrslit þau að KR vann stúdenta og varð þvf Reykja- vfkurmeistari f 5. sinn. KR-ingar unnu alla sfna leiki f mótinu, en næstir urðu Armenningar sem unnu 4 leiki. Leikirnir voru ann- ars fremur slakir, mikið um fljót- færni og alls konar mistök auk þess sem dómgæzla þeirra Hólm- steins Sigurðssonar og Marinós Sveinssonar f leiknum KR—IS var með afbrigðum léleg og setti mark sitt á leikinn. KR—IS 67—53.Eins og tölurn- ar sýna var þetta afar slakur leik- ur, sem einkenndist af tauga- spennu og alls konar slæmum mistökum. Voru stúdentar með allra lélegasta móti og KR-ingar litlu skárri. í fyrri hálfleik höfðu stúdentar raunar oftast frum- kvæðið, en KR-ingar fylgdu fast á eftir og slæmur leikkafli stúdenta í lok hálfleiksins færðu KR-ingum forystuna og í leikhléi var staðan 33—31, KR í vil. I síðari hálfleik gekk svo ekkert hjá stúdentum, sem skoruðu aðeins 22 stig, en það getur varla verra verið. KR- ingar voru heldur skárri og júku forystuna jafnt og þétt og komust mest í 16 stiga mun þegar staðan var 57—41, en lokatölur urðu UMFN ÚR LEIK NjarSvlkingar eru úr leik I Evrópu- bikarkeppni bikarhafa I körfu knatt- leik. Þeir kepptu í fyrrakvöld viS skozka liðiS Boroughmuir Barrs I Skotlandi og töpuðu þeim leik með 66 stigum gegn 87, en fyrri leiknum tapaði UMFN einnig — með einu stigi. Eftir atvikum verður þvl ekki annað sagt en að frammistaða Njarð- vikinganna I keppninni hafi verið allgóð, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að þetta var I fyrsta sinn sem liðið tók þátt I Evrópukeppni. Staðan I hálfleik I leiknum I Skot- landi var 42-41 fyrir skozka liðið. og hafði allur fyrri hálfleikur verið mjög jafn. Var það ekki fyrr en undir lokin sem Njarðvlkíngarnir urðu að gefa eftir.giikið I sundur. 67—53 KR í vil. Um frammistöðu einstakra leikmanna er varla hægt að fjölyrða, en þó áttu þeir Kolbeinn Pálsson og Bjarni Jóhannesson góðan leik og urðu þeir einnig stigahæstir KR-inga, Kolbeinn með 19 stig og Bjarni 18, þá barðist Einar Bollason á fullu allan leikinn og var sterkur i vörninni. Hjá stúdentum var að- eins einn maður með eitthvað kvað að, en það var Bjarni Gunn- ar Sveinsson, sem skoraði 20 stig. Aðrir skoruðu minna en tíu stig. IR—Armann 73—85. Þessi leikur var litlu skárri en sá fyrri, enda skipti hann litlu máli eftir að KR hafði unnið ÍS. ÍR-ingar tóku for- ystu i upphafi, komust í 13—9, en Ármenningar jöfnuðu 13—13 og tóku síðan forustu og héldu henni til leiksloka, en í leikhléi var stað- an orðin 44—29, Ármanni í vil. 1 seinni hálfleik juku Ármenningar svo bilið og varð það mest 20 stig þegar staðan var 68—48. IR- ingum tókst svo að minnka bilið aðeins og urðu lokatölur 85—73. Það voru þeir Jón Sigurðsson og Jimmy Rogers sem urðu stiga- hæstir eins og venjulega hjá Ar- manni, Rogers með 24 og Jón með 17 stig, en Björn Magnússon átti einnig þokkalegan leik. Stiga- hæstir ÍR-inga voru þeir Kolbeinn Kristinsson með 18 og Jón Jörundsson með 12 stig. Að lokum er rétt að geta þess að iR-ingar hafa áfrýjað úrskurði dómstóls KKRR til dómstóls KKl, en KKRR dæmdi eins og kunnugt er KR-ingum sigur í leik liðanna i mótinu vegna þess að talið var að Þorsteinn Hallgrímsson væri ólöglegur með IR vegna þess að hann hafði verið rekinn af leik- velli næsta leik á undan, en IR- ingar töldu að tilkynningin um það hefði borizt of seint. Því eru KR-ingar meistarar ,,með fyrir- vara“. LOKASTAÐAN Félag L U T Skoruð stig STIG KR 5 5 0 248:249 10 Ármann 5 4 1 441:370 8 ts 5 2 3 376:387 4 Valur 5 2 3 400:423 4 IR 5 1 4 298:324 2 Fram 5 1 4 379:435 2 Jón Jörundsson hlaut verðlaun fyrir beztu vftahittni 1 Reykjavfk- urmótinu, en hann tók 12 skot og hitti úr 10, sem er 83,3% nýting, næstir urðu Einar Bollason, sem Rogers - varð stighæstur tók 14 skot og hitti úr 11, en það er 78,6% nýting, Jón Héðinsson IS varð þriðji tók 20 skot og hitti ( 14, sem er 70% nýtíng. Stigahæstu einstaklingar móts- ins urðu þeir Jimmy Rogers Ar- manni með 135 stig 1 fimm leikj- um sem er 27 stig að meðaltali, Þórir Magnússon Val með 115 stig 1 fimm leikjum sem er 23 stig að meðaltali og þriðji varð Helgi Valdemarsson Fram með 110 stig sem er 22 stig að meðaljali. Jón Jör - bezta vftaskyttan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.