Morgunblaðið - 29.10.1976, Síða 40
FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1976
Ar(í 1.YSIN(iASIMINN ER:
22480
Hótel Vestmannaeyjar:
Bæjarstjórn synj-
ar opnun barsins
„Rekstrargrundvöllur brost-
inn,” segja hótelhaldararnir
Fjármálaráðherra:
Samanburður á k jörum
opinberra starfsmanna
— og annarra stétta
EFTIR miklar umræður í bæjar-
stjórn Vestmannaeyja í gær-
kvöldi var samþykkt með 6
atkvæðum að leyfa ekki almennar
vínveitingar f Hótel Vestmanna-
eyjum. Tveir sátu hjá og einn var
á móti. Hins vegar var samþykkt
að mæla með leyfi fyrir vfnveit-
ingum til bókaðra hótelgesta og
matargesta. Almenni barinn f
hótelinu verður ekki opnaður
aftur.
Morgunblaðið hafði samband
við Birgi Viðar Halldórsson, en
hann ásamt Konráð Halldórssyni
á hótelið og sagði hann að loknum
bæjarstjórnarfundinum: „Ég
bjóst ekki við þessu. Það er ljóst
að rekstrargrundvöllur hótelsins
er brostinn. Við erum ekki búnir
að ákveða neitt i þessu ennþá en
erum mjög óhressir. Þetta nægir
ekki til að reka hótel hér á árs-
grundvelli. Hótelrekstur að
sumarlagi er pottþéttur en þetta
er spurning upp á 5 milljónir
hvort við lokum eða lokum ekki
án víns. Er bæjarsjóður tilbúinn
að styrkja hótelið eða kaupa það?
Við byggðum hótelið upp á orðum
bæjarstjórnarmanna áður en við
keyptum það 1973. Þá var okkur
lofað öllu fögru, sumt hefur verið
staðið við en sumt svikið. Við tök-
um ákvörðun í málinu á næstu 4
vikum, en þetta hefur verið barn-
Ólympíuskákmótið:
r
Island vann
Luxemborg
ISLAND sigraði Luxemborg með
þremur vinningum gegn einum f
4. umferð Ólympfuskákmótsins f
Haifa f Israel í gær. Björn Þor-
steinsson, Magnús Sólmundarson
og Margeir Pétursson unnu sínar
skákir en Björgvin Víglundsson
tapaði. Guðmundur Sigurjónsson
og Helgi Ólafsson hvíldu. Nánari
frásögn af 4. umferðinni er að
finna í miðopnu blaðsins.
ingur um vinveitingaleyfið frá
upphafi og það er mjög slæmt að
bæjarstjórnarfulltrúar láti per-
sónulegar skoðanir ráða úrslitum.
En núna rekum við hótelið með
bullandi tapi."
Fyrir bæjarstjórnarfundinum
lá bréf frá 12 húseigendum i ná-
grenni hótelsins, þar sem þeir
kröfðust þess að bæjarsjóðurinn
keypti af þeim húseignirnar ef
barinn yrði opnaður aftur en
þessir húseigendur ásamt fjölda
annarra íbúa í nágrenninu hafa
kvartað undan ónæði af völdum
drykkjuskapar við hótelið.
Guðrún GK
fékk tvo
háhyrninga
VÉLBÁTURINN Guð-
rún GK fékk í gær tvo
háhyrninga við Hroll-
augseyjar. Var fyrir-
hugað að báturinn
kæmi með háhyrning-
ana til Grindavíkur í
nótt og átti að flytja þá
í Sædýrasafnið í
Hafnarfirði.
Þegar blaðið ræddi
við starfsmann
Sædýrasafnsins seint í
gærkvöldi var unnið af
fullum krafti við að
undirbúa komu há-
hyrninganna i safnið.
Guðrún GK hefur að
undanförnu verið á há-
hyrningaveiðum undir
stjórn Hollendings og
forstöðumanns Sæ-
dýrasafnsins, Jóns Kr.
Gunnarssonar.
FJARMALARAÐHERRA hefur
ákveðið að óska eftar þvf við Hag-
stofu tslands eða annan hlutlaus-
an aðila, að gerður verði saman-
burður á kjörum opinberra
starfsmanna og kjörum annarra
stétta þjóðfélagsins. Frá þessu
skýrði Matthías A. Mathiesen f
fjárlagaræðu sinni á Alþingi í
gær. Kvaðst ráðherrann vona, að
slík könnun mundi auðvelda
samningsgerð um kjör opinberra
starfsmanna.
Matthías Á. Mathiesen sagði, að
það væri ekkert nýtt, að óánægju-
raddir heyrðust meðal opinberra
starfsmanna vegna þess, að þeir
teldu sig búa við verri launakjör
en sambærilegir starfshópar á
hinum almenna vinnumarkaði.
Sagði ráðherrann, að á siðari
hluta siðasta áratugar hefði
komið fram sams konar gagnrýni
og þá hefði orðið að samkomulagi
milli BSRB og fjármálaráðherra
að fram færi skipulegt mat á
störfum opinberra starfsmanna. í
lok ársins 1970 hefðí síðan verið
gerður kjarasamningur við BSRB
sem að verulegu leyti hefði byggt
á þessu starfsmati.
Nú væri slík gagnrýni fram
komin á ný. Könnun á réttmæti
þessarar gagnrýni væri vanda-
samt verk en þrátt fyrir ýmsa
augljósa annmarka kvaðst ráð-
herrann telja rétt, að slík könnun
færi fram og að niðurstöður
hennar lægju fyrir við gerð næstu
kjarasamninga opinberra starfs-
manna.
AP-símamynd.
Jóhanna við komuna til Nizza I gærkvöldi. Hún var við beztu heilsu
þrátt fyrir erfiða flugferð. 1 AP-skeyti er nafnið Jóhanna ekki nefnt
heldur háhyrningurinn kallaður Kim en enga skýringu kunnum við á
þeirri nafngift.
Loðnuveiði hafin á ný:
Góðar torfur
finnast úti af
Straumnesi
GOTT veður er nú komið á loðnu-
miðunum norðvestur af Straum-
nesi eftir 10 daga samfellda
brælu. Aðeins 3 skip voru að veið-
um f fyrrinótt og vitað er um eitt
á leiðinni þangað. Rannsókna-
skipið Bjarni Sæmundsson hefur
leitað loðnu og fann skipið í fyrri-
nótt stórar og góðar torfur.
Andrés Finnbogason hjá
Loðnunefnd veitti Mbl. þær upp-
Iýsingar í gær, að skipin þrjú
hefðu seinnipartinn í fyrrinótt
fengið loðnu um 70 sjómílur n-v
af Straumnesi. Helga II RE fékk
fullfermi eða 350 lestir og fór með
aflann til Bolungarvíkur. Helga
Guðmundsdóttir BA og Hrafn GK
fengu einnig loðnu, þó ekki full-
fermi og biðu skipin myrkurs og
var þá meiningin að fylla þau og
halda síðan til hafnar með aflann.
Gisli Árni RE lagði af stað á miðin
i gærkvöldi.
Aðspurður sagði Andrés Finn-
bogason, að fáir nótabátar væru
búnir að veiða upp í sildarkvóta
sina í Norðursjó og fyrir Suður-
landi og væri það helzta ástæðan
fyrir þvi hve fáir bátar væru nú á
loðnuveiðum.
Jóhanna leit ekki við
öðru en íslenzkri síld
— þegar hún kom til Marinlands í Nizza —
Frá Þorleífi Ólafssyni, blaðamanni Mbl i Nizza; 28 október
HÁHYRNINGURINN „Jóhanna", sem flugvél Iscargo flutti utan undir
stjórn Hallgrlms Jónssonar, flugstjóra, til Nizza I dag er nú komin á sinn
stað I Marinland en það er miðja vegu milli Nizza og Cannes „Jóhanna"
var sett í laugina um kl. 22.30 að íslenzkum tlma og var hún ótrúlega
spræk eftir tæplega 7 stunda flugferð. Martin Padley, yfirdýratemjari
Marinlands, annaðist fyrst og fremst um skepnuna á leiðinni út en það var
mjög vandasamt verk.
Skömmu eftir að „Jóhanna" hafði
verið sett i laugina buðu Frakkarnir
henni makríl, sem er aðalfæða dýr-
anna hér. Leit háhyrningurinn ekki
við honum en þegar honum var
boðin islenzk síld tók hann við henni
með mikilli áfergju. Hingað til Nizza
fylgdi „Jóhönnu" Elias Jónsson,
lögregluþjónn á Höfn, en hann mun
annast hana fyrstu daga hér i safn-
inu
Iscargovélin fór í loftið frá Höfn
skömmu fyrir kl 1 i dag og var
flogið í um 7000 feta hæð lengst af
Var það gert til að halda loftþrýst-
ingnum i vélinni sem næst þvi sem
er við sjávarmál. Ferðin til Nizza
gekk vel og var „Jóhanna" hin ró-
legasta alla leiðina 600 lítrar af
vatni voru i kerinu, sem hún var flutt
í út. Auk þess var 400 kg. af is bætt
út i vatnið i kerinu til að kæla það
Til þess að háhyrningurinn þornaði
ekki á leiðinni var litil rafmagnsdæla
notuð til að dæla vatni úr kerinu upp
í baðsturtu, sem dreifði vatninu yfir
„Jóhönnu". Þessu til viðbótar var
venjuleg handdæla notuð og var
vatni sprautað yfir háhyrninginn I
sifellu Skiptust menn á um að dæla
vatninu enda þreyttust menn fljótt.
Martin Padley sagði í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins, að
„Jóhönnu" hefði greinilega liðið til-
tölulega vel alla leiðina, þvi hún
vældi aldrei og lagði aldrei niður
hornið, sem dýrið dregur nafn sitt
af En leggí háhyrningar niður horn-
ið liður þeim illa
Sem stendur er „Jóhanna" eini
háhyrningurinn i dýragörðum i
Evrópu en alls eru 20 háhyrningar i
dýragörðum I heiminum og lang-
flestir ( Bandarikjunum. Einn há-
hyrningur var hér i Marinland |aar til
í fyrra en þá drapst hann Var meðal
annars talið að vatnið i lauginni
hans hefði verið oft heitt. Nú hefur
Háhyrningurinn Jóhanna hffð upp úr Hornafjarðarhöfn f gær-
morgun. Þar með var hún lögð af stað f ferðalagið til Frakklands.
Sjá bls. 3.
verið bætt úr þessu og er vatn í laug
„Jóhönnu" sótt í 15 metra djúpa
borholu, sem er í sjó 400 metra frá
landi.
„Eg geri mér góðar vonir um að
„Jóhanna" geti eignast afkvæmi
hér, það er að segja ef okkur tekst
að finna handa henni karldýr. Höfr-
ungar hafa oft átt afkvæmi i dýra-
görðum og háhyrningar ættu að
geta það líka enda eru þeir miklu
Framhald á bls. 22