Morgunblaðið - 30.10.1976, Síða 7

Morgunblaðið - 30.10.1976, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1976 7 Talnaleikir og og talna- skylmingar Tölur eru eðlilegur og óhjákvæmilegur mæli kvarði á stærðir, bæði I fjármálum og á öðrum vettvangi. Talnasaman- burður er þó varhugaverð- ur, ef þess er ekki sam- vizkusamlega gætt. að verið sé að bera saman sambærilega hluti. Stjóm- málamenn hafa I vaxandi mæli fallið I þá freistni að bera saman tölur á röng- um forsendum, til að villa um fyrir hinum almenna borgara. Þá er gjarnan horft fram hjá þeirri stað- reynd, að þorri fólks hefur sem betur fer bæði þekk- ingu og þroska til að sjá I gegnum blekkingarnar, greina rétt frá röngu og lesa sannleikann milli lln- anna. Eftir stendur það eitt, að almenningur tekur talnaleiki stjórnmála- manna með varúð. svo ekki sé meira sagt. Glöggt dæmi um þetta var samanburður Ragnars Arnalds á hækkun milli fjárlagafrumvarpa áranna 1974 og 1977. Hann þagði vendilega yfir þvi að fjárlög ársins 1974, sem hljóðuðu upp á 27 millj- arða, urðu i raun, er rikis- reikningur þess árs lá fyr- ir, 41’/2 milljarður. Það var þvi hin endanlega rauntala rikisútgjalda þess árs. sem marktækur samanburður hlaut að miðast við. Sú tala, 41 Vi milljarður, yfirfærður á verðgildi peninga eins og það verður á árinu 1977 (eða a.m.k. eins og það er í dag). er þvl hin eina rétta viðmiðun við fjárhæð fjár- laga komandi árs. Spurn- ingin um niðurstöðutölur fjárlaga og svör við henni, hljóta að taka mið af þvi, hvort fjárlög hafa hækkað umfram það, sem verð- lags- og kaupgjaldsþróun I landinu segir til um; og ekki síður, hvort rikisút- gjöldin hafa vaxið I hlut- falli af þjóðartekjum eða þjóðarframleiðslu. Þakið á fjárlögunum Núverandi fjármálaráð- herra hreyfði þeirri hug- mynd i eina tlð, hvort ekki væri rétt að setja „þak á fjárlög" miðað við þjóðar- tekjur, þann veg, að þau færu ekki yfir ákveðið hlutfall af þeim. Þetta þýðir annars vegar að rik- isútgjöld væru hverju sinni sniðin eftir raungetu þjóðarinnar i efnalegu til- liti og hins vegar, að rikið tæki aldrei stærri hlut af vinnutekjum borgaranna en svo. að þeir hefðu eftir viðunandi ráðstöfunar- tekjur. Menn geta að sjálf- sögðu deilt um árangur núverandi ríkisstjórnar i efnahagsmálum — og vissulega mætti hann vera meiri. Á sviði rikis- fjármála hefur hann þó verið umtalsverður. sem bezt sést af þvi, að I ár verður hallalaus rikisbú- skapur i fyrsta sinn um árabil, þrátt fyrir viðfeðm lögbundin útgjöld. sem erfitt er að ráða við. Í þessu sambandi má t.d. minna á, að útgjöld rikis- sjóðs i tveimur málaflokk- um: 1) heilbrigðis- og tryggingamálum og 2) niðurgreiðslum á vöru- verði og skyldum útgjöld- um, spanna meira en helming allra rikisút- gjaldanna, skv. framlögðu f já rlagaf rum varpi. Hlutur rikisútgjalda i þjóðartekjum var um 31% árið 1975. Á yfirstand- andi ári er hann talinn verða 29.5% og sam- kvæmt framlögðu fjár- lagafrumvarpi verður hann hinn sami á næsta ári. í umræðum um fjár- lagafrumvarpið sagði fjár- málaráðherra að þetta væri það „ þak" sem hann hefði sett á frumvarpið. Það kæmi svo I Ijós i með- ferð þingsins. hvort þing- menn vildu „lyfta" þessu þaki sem þýddi það, að rikið tæki þeim mun meira til sin af þjóðartekj- unum i einhvers konar skattheimtu af almenn- ingi. Fyrrverandi fjármála ráðherra, Halldór E. Sig- urðsson, sagði að hver út- gjaldaliður ríkissjóðs, út af fyrir sig skoðaður, væri i sjálfu sér góður talinn; a.m.k. vildu flestir þing- menn gjarnan hækka ein- hvern þeirra, sumir marga. En i heild. saman komnir I niðurstöðutölum fjárlaga. væru þeir máske varhugaverðir eða i það minnsta erfiðir viðfangs, enda rikisútgjöldin og skattheimtan i raun tvær hliðar á sama hlutnum. Og þar er komið að kjarna málsins. Óábyrg stjórnar- andstaða heimtar sum sé hvort tveggja, að meira sé lagt til einstakra mála- flokka. sem i sjálfum sér eru góðra gjalda verðir, og að skattheimtan sé lækk- uð. sem á að risa undir útgjöldunum. Allur al- menningur sér að þetta kemur ekki heim og sam- an fremur en sá talnasam- anburður, sem höfðar til þeirra fáu og þeirra einna, er hvorki hafa greind né yfirsýn til að sjá I gegnum látbragðsleikinn. iHeööuc á morgun Guðspjall dagsins: Matt. 22, 1—14: Brúðkaups- klæðin. Guðspjallið á Allra heilagra ntessu, sem er 1. nóv., á morgun, er Matt. 5,1—12. Litur dagsins: Grænn táknar vöxt, einkum hins andlega lffs. DÓMKIRKJAN Messa kl. 11 árd. Séra Oskar J. Þorláksson dómprófastur setur inn í embætti nýkjörinn Dóm- kirkjuprest, séra Hjalta Guðmundsson. Barnasamkoma kr. 10.30 í Vesturbæjar- skólanum við Öldugötu. Séra Þórir Stephensen. NESKIRKJA Barnasamkoma kl. 10.30. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. Guðþjónusta kl. 2 siðd. Séra Kristján Búason dócent predikar. Séra Frank M. Halldórsson. FÍLADELFÍUKIRKJAN Safnaðarguðþjónusta kr. 2 síðd. Almenn guðþjónusta kr. 8 síðd. Einar J. Gíslason. HALLGRÍMSKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Karl Sigurbjörnsson. Fjölskyldu- messa kr. 2 síðd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. LANDSPÍTALINN Messa kl. 10 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. FRlKIRKJAN Reykjavík Barnasamkoma kl. 10.30. Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2 síðd. Séra Þorsteinn Björnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL Sunnudagaskóli kl. 11 árd. í Breiðholtsskóla. Messa kl. 2 sfðd. í Breiðholtsskóla. Séra Lárus Halldórsson. LANGHOLTSPRESTAKALL Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Árelíus Níelsson. FELLA- OG HÓLASOKN Barnasámkoma i Fellaskóla kl. 11 árd. Guðþjónusta í skólanum kl. 2 síðd. Séra Hreinn Hjartarson ASPRESTAKALL Fermingarguðþjónusta kl. 2 siðd. í Laugarneskirkju. Séra Grímur Grímsson. LAUGARNESKIRKJA Messa kl. 11 árd. Ferming. Alt- arisganga. Séra Garðar Svav- arsson. HATEIGSKIRKJA Messa kl. 11 árd. Kveðjuguð- þjónusta. Séra Jón Þorvarðs- son. ELLI OG hjúkrunarheimilið Grund. Messa kl. 10 árd. Séra Lárus Halldórsson prédikar. DÓMKIRKJA KRISTS Konungs Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd.Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. GRENSASKIRKJA Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 siðd. Séra Halldór S. Gröndal. Arbæjarprestakall Barnasamkoma í Árbæjarskóla kl. 10.30 árd. Guðþjónusta i skólanum kl. 2 síðd. Aðalfundur safnaðarins að lok- inni messu. Séra Guðmundur Þorsteinsson. DIGRANESPRESTAKALL Barnasamkoma í safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastig. Guðþjónusta i Kópavogskirkju kl. 11 árd. Séra Þorbergur Kristjánsson. KÁRSNESPRESTAKALL Barnasamkoma í Kársnessskóla klukkan 11 árd. Mefesa i Kópa- vogskirkju kl. 2 síðd. Á aðalsafnaðarfundi eftir messu verður rætt um byggingu safnaðarheimilis. Séra Árni Pálsson. GARÐAKIRKJA Barnasamkoma I skólasalnum kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 síðd. Ferming. Altarisganga. Séra Bragi Friðriksson. MOSFELLSPRESTAKALL Lágafellskirkja Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur HAFNARFJARÐARKIRKJA Barnasamkoma kl. 11 árd. Rúnar Egilsson guðfræðinemi. FRlKIRKJAN Hafnarfirði. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2 siðd. Séra Karl Sigurbjörnsson prestur við Hallgrimskirkju i Reykja- vík prédikar. Nemendur 3 bekkjar kennaradeildar Tónlistarskólans syngja. Eftir guðþjónustuna verður hin ár- lega kaffisala safnaðarins i Góðtemplarahúsinu. Séra Magnús Guðjónsson. GRINDAVÍKURKIRKJA Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. UTSKALAKIRKJA Messa kl. 2 síðd. Séra Erlendur Sigmundsson. EYRARBAKKAKIRKJA Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd. Sóknarprestur. GAULVERJABÆJARKIRKJA Kirkjudagur safnaðarins. Guð- þjónusta kl. 2 siðd. Samkoma I kirkjunni að lokinni guð- þjónustu. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 siðd. (kirkjudagur- inn). Séra Björn Jónsson. Z 325 Electrolux ryksugan hefur ýý 800 watta mótor, ic Snúruvindu, if Rykstillir o.fl. o.fl. kosti Armúla 1A, VERÐ AÐEINS KR. 55.400 - vefnaðarvörud. s. 86-113. heimilistækjadeild s. 81680. Breytt símanúmer Frá og með mánudeginum 1. nóvember verð- ur símanúmer SKRIFSTOFU RÍKISSPÍTALANNA 24160 Gjaldkeri, launadeild og innkaupastjóri verða þó áfram með sima 11765 Skrifstofa ríkisspítalanna EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Kalmar! Skápamarkaður — Hurðamarkaður Nú er tækifærið til þess að eignast skápa í öll horn eða þar sem þörf krefur. Við seljum næstu daga á niðursettu verði eftirfarandi: Stakar furuhurðir fyrir fataskápa, ódýra skápa f geymslur eða f bflskúrinn, fataskápa. Ennfremur — og til afgreiðslu fyrir jól baðskápa og síðast en ekki síst „Kalmar“ eldhús. Komið og sjáið hvað við höfum. Intenor mar innréttingar Grensásvegi 22, Reykjavík. s: 82645.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.