Morgunblaðið - 30.10.1976, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 30.10.1976, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1976 Lánasjóður ísl. námsmanna: Námsmenn óánægð- ir með nýjar út- hlutunarreglur — haustlán tilbúin um 20. nóvember Það var stjórn Lánasjóðs ís- lenzkra námsmanna sem samdi hinar nýju úthlutunarreglur, og er það í samræmi við hin nýju lög. Stjórn sjóðsins er skipuð 6 mönn- um, 3 fulltrúum stjórnvalda og 3 fulltrúum námsmanna. Á fundin- um með fréttamönnum kom fram, að stjórnin hafði að mestu náð samkomulagi um flest atriði reglnanna, að undanskildum 1., 4. og 5 grein en þær hveða á um útreikning framfærslukostnaðar o.s.frv. Fulltrúar ríkisstjórnar- innar I stjórn sjóðsins sögðu um þessar greinar, en þeirra tillögur að þessum greinum urðu ofan á, að við samning greina þessara hefðu hjá þeim ráðið þau sjónar- mið, að lán ættu einungis að vera styrkir til framfærslu, en náms- lán ættu alls ekki að vera einhver fjárfestingarlán námsmönnum til handa. Fulltrúar námsmanna í sjóðnum kváðu greinar 4 og 5 fela í sér beina og ódulda tilraun til að beina framhaldsnámi fólks til ákveðinna landa.einnig væru þær uppspretta vís misréttis þar sem nánast ekkert tillit væri tekið til barna námsmanna, og þá sögðu þeir greinar þessar einnig hegna þeim sem veldu skóla þar sem skólagjöld væru lítil, þar sem reglurnar beinlínis fælu það í sér að ef skólagjöld væru allt að 60 þúsund krónum þá yrðu náms- menn að greiða þau sjálfir. Fram kom á fundinum gagn- rýni á menntamálaráðherra, en námsmenn töldu hann vera fljót- ari að skrifa undir reglur sem stefndu að illum kjörum náms- manna, en reglur, sem fælu í sér einhverjar bætur á hag þeirra. Sögðu námsmenn úthlutunar- reglurnar nýju vera fjandsamleg- ar námsmönnum að mörgu leyti, hvað viðkemur framfærslukostn- aðinum. Kváðu þeir svo fast að orði, að ef fulltrúar ríkisvaldsins litu á þessar nýju reglur sem tæki til jafnaðar og jafnréttis I þjóðfé- laginu, þá væri nú ekki lengur töluð íslenzka á tslandi. Fram kom á fundinum að haust- lán til námsmanna yrðu að likind- um ekki tilbúin til afgreiðslu fyrr en um 20. nóvember n.k. en þá yrðu lánum fyrst úthlutað náms- mönnum erlendis. Stykkishólmur: Tónlistar- skóli settur í 12. sinn Stykkishólmi 26. október. TÓNLISTARSKÓLI Stykkis- hólms hefir nú hafið sitt 12. starfsár og eru nemendur nú um 70. Kennt er á tveim stöðum, f Hljómskálanum og Samkomu- húsinu, en þar hefir verið gengið frá kennslustofu. Víkingur Jóhannsson hefir kennt við skólann frá upphafi og nú og i fyrra hefir Hafsteinn Sigurðsson kennt við skólann ásamt Vikingi. Hafsteinn hefir um mörg ár verið mjög liðtækur í hljómlistarmálum Hólmara og Vikingur er auk þess að kenna við skólann, organisti kirkjunnar hér. Aætlunarbifreiðin sem gengur á milli Reykjavfkur og Snæfells- ness — hefir nú byrjað vetrar- ferðirnar. Verða þrjár ferðir í vet- ur i viku hverri fram og til baka og verður farið frá Reykjavik á þriðjudögum fimmtudögum og laugardögum kl. 10 en frá Stykkishólmi á sunnudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 9.30. Bréf til Morgunblaðsins frá APN: Ógna Sovétríkin íslandi? MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi bréf frá einum rit- stjora APN-fréttastofunnar f Moskvu: Herra ritstjóri Snemma i október birtist í blaði yðar grein, þar sem gagnsemi áframhaldandi þátttöku Islands í NATO er rökstudd með þvf að nauðsynlegt sé að verja landið gegn „sovésku hættunni". En eru nokkrar raunverulegar ástæður til að óttast slíka hættu? Utanríkisstefna Sovétríkjanna gefur ekki ástæðu til þess. Friðar- löngun sovétmanna kemur best fram í tillögu þeirra um að 31. Allsherjarþing SÞ taki á dagskrá sfna „gerð alheimssamkomulags um bann við valdbeitingu f alþjóðlegum samskiptum" sem mikilvægt og knýjandi mál, og einnig í tillögu þeirra um að bundinn verði endir á víg- búnaðarkapphlaupið og afvopnun hafin. Sovétríkin höfðu frum- kvæði að báðum þessum málum f lok september s.I., stuttu áður en áðurnefnd grein birtist í blaði yðar. Allar yfirlýsingar sovéskra leið- toga bera vitni um þá ósk þjóðar- innar að draga úr spennu, koma I veg fyrir styrjöld og hefja almenna afvopnun. 1 viðtali sinu við franska sjónvarpið 5, október s.l. sagði Leonfd Brésnjef, aðal- ritari miðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins: „Sovét- rfkin ógna engum og eru reiðu- búin hvenær sem er að draga úr hernaðarmætti sfnum ef aðrir gera slíkt hið sama". Engu að sfður reyna ýmsir f jöl- miðlar á Vesturlöndum, og þ. á m. blað yðar, að telja lesendum trú um hið gagnstæða. Eitt af trompunum í þessu vestræna spili er kenningin um „hernaðarlega yfirburði" Varsjárbandalags- ríkjanna, og þá fyrst og fremst Sovétríkjanna. Lítum á nokkrar staðreyndir. Sovétrfkin eru eina stórveldið sem auka ekki hernaðarútgjöld sín frá ári til árs. Á s.l. fimm árum féllu þessi útgjöld úr 17,900 milljónum rúblna (1971) í 17.400 milljónir rúblna (1975). Sovét- rfkin ætlast til þess að Vesturlönd dragi einnag úr sfnum hernaðar- útgjöldum, einsog samið hefur verið um. En öllum má þó ljóst vera ð Bandarfkin auka þessi út- gjöld sin stöðugt. Þau eru nú þegar komin upp í 112.000 milljonir dollara og hvað snertir önnur NATO-rfki hafa þau rúm- lega tvöfaldað hernaðarútgjöld sfn á undanförnum fimm árum. Þær staðreyndir og tölur sem hér hefur verið vitnað f benda varla til þess að öryggi tslands og annarra Vesturlanda sé f hættu vegna „ógnunar Sovétfkjanna". Mér þykir vel við hæfi að nefna hér einnig ummæli franska viku- ritsins Le Nouvel Observateur. I desember í fyrra sagði timaritið að ef svara ætti spurningunni um hvort Evrópu stafaði hætta af rússum þyrftu menn að setja sig eitt andartak f spor rússa. Sovét- menn vita sagði Le Nouvel Observateur, að dag og nótt er beint gegn landi þeirra nær 2000 eldflaugum sem bera kjarnavopn og hæfa hvað sem vera skal á löngu færi, 450 sprengjuflugvélar hlaðnar kjarnasprengjum eru reiðubúnar að birtast á sovéskum himni og 1500 slfkar vélar f viðbót eru staðsettar í Evrópu og geta hvenær sem er slegist í hópinn. Tímaritið fullyrti að Sovétrfkin væru beinlinis umkringd her- stöðvum NATO og bandarfkja- hers, bæði flughers og sjóhers. Eftir að hafa birt þessar tölur velti Le Nouvel Observateur þvf fyrir sér hvort rússar væru í raun og veru ógnun Við friðinn f Evrópu. „Séð út frá þessu sjónar- miði þ.e. sjónarmiði hættunnar á gjöreyðingu, virðist þessi spurning næsta fáránleg". Þessi niðurstaða franska tíma- ritsins er fullkomlega rökrétt. Það er þvf miður, að kenningin um „sovésku hættuna“ sem Le Nouvel ' Observateur álftur „fáránlega“ skuli enn vera f notkun á í^esturlöndum, að Islandi meðtoldu. Þessi kenning stuðlar alls ekki að bættum skilningi meðal Evrópuþjóða, heldur er hún þrándur f götu slökunar spennu á alþjóða- vettvangi. Virðingarfyllst, ÉvgénfBarbúkho Aths. ritstj.: Ekkert er sjálf- sagðara en birta þetta áróðurs- plagg eins af ritstjórum APN í Moskvu, enda þótt það sýni (að sjálfsögðu) einungis aðra hlið málsins, þá sovézku. En Morgun- blaðið hvetur hér með íslenzk stjórnvöld til að lækka útgjöld tslendinga til hermála, svo að við verðum ekki eftirbátar Rússa f þeim efnum. Annars ætti APN- Novosti njósnastofnunin í fram- tfðinni að leita til sinna málgagna á Islandi. Ritstj. NVLEGA voru kynntar nýjar út- hlutunarreglur námslána úr Lánasjóði fslenzkra námsmanna. Reglur þessar koma f beinu fram- haldi af nýjum lögum um náms- lán og námsstyrki, sem samþykkt voru á Alþingi f vor. Nýju úthlut- unarreglurnar eru frábrugðnar þeim reglum sem giltu fyrir ári að þvf leyti að nú breytist hlutfall lána og styrkja, og einnig eru ný ákvæði um endurgreiðslur. Varðandi lánshlutfall, þá var námsmönnum áður tryggð ákveð- in prósenta af fjárþörf umfram tekjur, en hin nýja reglugerð seg- ir að lánshlutfall af framfærslu- kostnaði verði ákveðin samkvæmt endurskoðaðri fjárhagsáætlun, fjölda umsókna, bráðabirgðaút- reikningi þeirra og samkvæmt fenginni reynslu um breytingar vegna breyttra forsendna og skv. fjárþörf vegna haustlána. Þá seg- ir einnig í úthlutunarreglunum að samtímis ofangreindu verði einnig tekin ákvörðun um mis- munandi lánahlutfall eftir náms- stigi ef ástæða þykir til. Nokkrar eru þær forsendurnar sem geta breytt tilkynntri ákvörð- un um upphæð námsaðstoðar á aðstoðartímabilinu. Þeirra á með- al er sú forsenda að verði breyt- ing á fjárhag sjóðsins frá upphaf- legum áætlunum, þá verði í sam- ræmi við það breyting á upphæð- um lána. Segir í reglugerðinni að i slíkum tilvikum skuli eitt yfir alla ganga. Ákvæðum um endurgreiðslur hafa verið gerð skil áður, en sú breyting sem helzt hefur á orðið þar frá því sem áður hafði gilt, er, að nú verða lán vaxtalaus, en verðtryggð, og greiðast á 20 árum. Aður hafa lán borið 5% vexti og borguðust á 15 ára tfmabili sem hófst 5 árum eftir námslok, og þá með jöfnum greiðslum. Þau lán voru ekki verðtryggð, og að sögn munu námsmenn nú eiga eftir að greiða til baka talsvert hærra hlutfall af raungildi lána en þeir sem lokið hafa námi hingað til. Stjórnendur Flugleiða gerðu á fundi i gær starfsfólkinu, sem vinna á við flutningana, grein fyrir fyrirkomulagi þeirra og tilhogun á viðkomustöðunum erlendis. Ljósm Mbl RAX Flytja 10 þúsund pílagríma milli Nígeríu og Saudi-Arabíu — 109 íslendingar vinna við flutningana Á MANUDAG, 1. nóvember, hefjast flutningar Loftleiða á pílagrlmum milli Nigeríu og Saudi Arabíu. Samn- ingar um þessa flutninga voru undir- — Verndum börnin Framhald af bls. 12 hjálp voru unnar í samráði við barnala-kni. La>rið þær vand- lega þar til fthðbeiningarnar verða hluti af þekkingu ykkar í fyrstu hjálp. Af því að leíðbein- ingarnar eru unnar fyrir neyð- artilvik eru þær einfaldar og auðveldar að skilja. En eftir að þær eru orðnar tamar, þá gleymið ekki einfald- asta og auðveldasta mótefninu af þeim öllum: NOKKUR GRÖMM AF GÆTNI. Enn betra væri að auka skammtinn í kíló af gætni. Eina aukaverkunin er öryggi. ritaðir f Lagos f Nígeriu f ágústmán- u8i sl. og er gert ráS fyrir a8 lág- markstala þeirra pilagrfma. sem fluttir verSa milli landanna, verði 10 þúsund. Alls vinna 109 manns viS þessa flutninga og er þar um a8 ræSa áhafnir LoftleiSa og afgreíSslu fólk Flugleiða. Í gær var haldinn kynningarfundur fyrir áhafnirnar og annað starfsfólk en meginhluti starfsliðsins. 70 manns, heldur utan á sunnudag. Allir sem þátt taka f flutningunum og dveljast í Nigerfu og Saudi-Arabiu hafa veriB bólusettir gegn ýmsum hitabeltissjúkdómum, svo og gegn „lifrarvirus" sem þar hefur orðiS vart a8 undanförnu. Næstkomandi sunnudag heldur aðalhópurinn, um 70 manns, frá islandi og flýgur til Kano með viBkomu i Luxemborg. Tvær DC-8-63 þotur verða nota8ar við flutningana og verða farnar þrjár ferðir á sólarhring. Milli Kano i Nigeriu og Jeddah i Saudi-Arabiu eru rúmlega 2 þúsund sjómilur og tekur flugíð milli staðanna rúmlega fjórar og hálfa klukkustund. Frá Kano er flogið yfir N'djamena, yfir Súdan og Kartoom, yfir Rauða hafið og til Jeddah. Áhafnir munu hafa sama- stað i Kano. en á báðum stöðum verða afgreiðslumenn félagsins starfandi. Ráðgert er að flutningur þeirra 10 þús. pílagrima til Jeddah. sem samið hefur verið um, taki 16 sólarhringa og koma þá áhafnir og flugvélar til Evrópu. Flutningar pilagrímanna til baka til Nigeriu hefjast svo aftur hinn 5. desember og lýkur seinni hluta desember. Verði hins vegar fleiri en 10 þúsund manns fluttir framlengist dvöl áhafna og af- greiðslufólks syðra um nokkra daga i hvort skipti. Alls munu 109 manns taka þátt i þessum flutningum — áhafnir Loft- leiða og afgreiðslufólk Flugleiða. Yf- irstjómandi flutninganna verður Þór- arinn Jónsson, yfirmaður flugliðs Guðlaugur Helgason, yfirflugfreyja Erla Ágústssdóttir, rekstrarstjóri Baldur Mariusson, stöðvarstjóri i Jeddah Jón Óskarsson og yfirflug- virki Jóhannes Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.