Morgunblaðið - 30.10.1976, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1976
V erndum
börn
gegn
%r\
«
eiturefnum
Hvað gerir þú nú?
Veist þú hvað ber að gera, ef
barn gleypir eiturefni? Sjálf-
sagt ert þú eins og þúsundir
annarra, ruglaður þegar um er
að ræða móteitur og önnur efni,
sem notuð eru í neyðartilvik-
um. Það er heldur ekki undar-
legt, þegar tekið er tillit til hins
ógnvekjandi fjölda tegunda
hættulegra efna, sem börn geta
náð í nú á dögum; lyf svo sem
Magnyl, kvefmixtúrur, sára-
áburður, sótthreinsandi efni,
róandi lyf, vítamín og steinefni
(t.d. járntöflur); hreinsi- og
fægiefni svo sem þvottaefni,
bakteríudrepandi efni, svita-
lyktareyðir, bleikiefni, hreinsi-
efni fyrir niðurföll, húsgagna-
bón, alls kyns meindýraeyðandi
efni, snyrtivörur, terpentína,
málning — listinn er jafn iang-
ur og hann er lífshættulegur.
Sum efnanna eru eitruð, sum
eru tekin i of miklu magni,
sumt er ætandi (eyðandi,
brennandi) annað er oliuefni
— í sumum tilvikum er lífs-
nauðsynlegt að kasta upp, í öðr-
um tilvikum gæti það verið lifs-
hættulegt.
Töifræðin sýnir fram á að
neyðartilvik geta ekki aðeins
gerst, þau gerast. Árið 1972
taldi Öryggismálastofnun
Bandaríkjanna (National
Safety Concil) að 3700 manns
hefðu iátist slysadauða af eitri
þar í landi — talið var að slysa-
listi þessi mundi tvöfaldast á
næstu 10 árum. Samkvæmt nið-
urstöðum miðstöðvar fyrir cft-
irlit með eiturefnum í Banda-
ríkjunum verða börn innan 5
ára aldurs fyrir % allra eitur-
slysa.
Verið róleg og...
Eins og þið vitið er besta mót-
efnið að afstýra slysinu. Geym-
ið þess vegna öll lyf og eitur-
efni þar sem börn ná ekki til í
sinum upphaflegu umbúðum,
greinilega merkt, helst undir
lás og slá. Fleygið gömlum lyfj-
um, látið þau aldrei safnast fyr-
ir.
Þrátt fyrir allar varúðarráð-
stafanir, skulum við gera ráð
fyrir að barn þitt hafi gleypt
eiturefni.
Hvað gerir þú — eða gerir
ekki?
Þótt nauðsynlegt sé að hafa
snör handtök, er mikil hætta á
að þú verðir gripinn skelfingu.
Hvernig getur þú varist henni?
Með þekkingu. Lestu og endur-
lestu það sem hér fer á eftir þar
til það er orðið þér vel tamt.
Hafðu sama háttinn á um leið-
beiningarnar um fyrstu hjálp
við eitrun sem hér fylggja með.
Klipptu leiðbeiningarnar út og
festu þær innan á hurðina á
lyfjaskápnum. Við hliðina á
simanum skaltu að staðaldri
hafa simanúmer Slysadeildar,
læknis eða sjúkrahúss, einnig
símanúmer lögreglu og slökkvi-
stöðvar vegna sjúkraflutnings.
Ef þú kemst að raun um að
barn þitt hefur gleypt hættu-
legt efni, skaltu vera rólegur en
fljótur að framkvæma.
Hríngdu strax í lækni eða
Slysadeild. Gerðu grein fyrir
því sem gerst hefur, og fáðu
fyrirmæli. Ef mögulegt er,
skaltu hefja skyndihjálp meðan
einhver annar nær í hjálp.
Eðli eitursins eða ofskammts-
ins ákvarðar hvaða skyndihjálp
skal nota — þar til næst í
lækni.
Skyndihjálp, eins og allt ann-
að er einfaldlega spurning um
kunnáttu.
Ef barnið er meðvitundar-
laust eða með krampa, þá neyð-
ið ekki niður í það vökva og
látið það ekki kasta upp. Vökvi
eða uppsölur gætu kæft það. Ef
um krampa er að ræða, reynið
þá ekki að halda barninu. Setj-
ið það þess i stað í þá stöðu að
það skaðist ekki við að rekast á
húsgögn eða aðra hluti (höfuð
er sérstaklega viðkvæmt), helst
á barnið að liggja á hliðinni svo
munnvatn eða annað renni ekki
ofan í lungu. Losið um þröng
föt við háls og mitti. Þröngvið
ekki hörðum hlut eða fingri
milli tanna þess.
Hvort sem barnið er meðvit-
undarlaust eða hefur krampa,
haldið á því hita, veitið þvi
hjálp við öndun, ef nauðsyn ber
til, og farið þegar í stað með það
á sjúkrahús. Hafið meðferðis
ílátið undan eiturefninu,
merkimiða þess, það sem eftir
er af innihaldinu eða sýnishorn
af uppsölu, ef fyrir hendi er, til
hjálpar við að greina eitrið.
Uppköst — eða ekki
Komið ekki af stað uppsölu,
ef barnið hefur gleypt eyðandi
efni s.s. vítisóda eða olíuefni
s.s. steinoliu. I fyrra tilvikinu
geta uppköst aukið alvarlega á
bruna í hálsi og munni. Ef kast-
að er upp olíuefnum getur or-
sakast lungnabólga af efna-
fræðilegum toga og gegn henni
duga engin fúkkalyf.
Auk þess sem eiturílátið seg-
ir til um, gefa brunasár kring-
um munn til kynna eyðandi
efni og lykt af andardrætti gef-
ur vísbendingu um oliuefni.
Dæmi um eyðandi efni: Sýrur
(saltpétursýra, ediksýra,
brennisteinssýra, o.fl.). Lútar
(þvottaefni, vítisódi, salmíak,
naglalakkseyðir (aceton) o.fl.).
Dæmi um olíuefni: Steinolia,
bensin o.fl.
Ef barnið er með meðvitund,
fær ekki krampaköst og þarf
ekki hjálp við öndun, er fyrsta
viðfangsefni þitt að þynna hið
hættulega efni án tillits til
hvert það var.
Hvort sem efnið er eyðandi
eða ekki, olíuefni eða of stór
lyfjaskammtur, þynntu þá efn-
ið með því að gefa barninu vatn
eða mjólk (sjá í leiðbeiningum
um fyrstu hjálp um magnið).
Ef barnið hefur gleypt eyð-
andi efni eða oliuefni (og eftir
að þú hefur þynnt það með
mjólk eða vatni) er næsta skref
að koma því á sjúkrahús þegar
í stað, — og taka með þér ílát
eitursins, merkimiða og af-
gangsinnihald til þess að að-
stoða við að greina efnið.
Ef stutt er til næsta
læknis eða slysa-
deildar:
Eyðið ekki tima i að fram-
kalla uppköst sjálf — leggið
alla áherzlu á aað koma barn-
inu undir læknishendur sem
fyrst.
Ef langt er til næsta
læknis eða slysa-
deildar:
Þar sem rétt er að koma af
stað uppköstum er besta aðferð-
in að gefa eina matsk. af
ipecacsaft og að minnsta kosti
einn bolia af vatni. Ef ekki er
kastað upp innan 20 mínútna,
má endurtaka skammtinn —
aðeins einu sinni. Ipecacsaft er
fáanleg hjá lyfsölum og ætti að
vera til á heimilum, sem eru
þannig í sveit sett, að langt er í
læknishjálp. Hægt er að kaupa
lítinn skammt af ipecacsaft án
lyfseðils.
Ipecacsaftin er búin til úr
suður-amerískri plöntu og veld-
ur svo til örugglega uppköstum,
því hún orsakar að heilinn seg-
ir maganum að tæmast.
Ef ipecacsaft er ekki við
höndina, komið þá af stað upp-
köstum með því að stinga skeið-
arskafti eða fingri ofan í kok á
barninu. Til þess að varna því
að uppsala lendi í öndunarpíp-
um og lungum barnsins, er best
að leggja það á grúfu með höf-
uðið lægra en mjaðmir; lítil
börn er best að leggja yfir hnén
í „flengingarstellingu“.
Gefið ekki saltvatn til að
koma af stað uppköstum. Sann-
ast hefur að salt er hættulegt
sem uppsölulyf.
Ef ekki er kastað upp innan
20 minútna af einhverjum
ástæðum, má endurtaka
ipecacinngjöfina — aðeins einu
sinni eins og þegar hefur verið
sagt. Hringdu i næsta iækni eða
sjúkrahús og fáðu frekari fyrir-
mæli. Munið að við komuna til
sjúkrahúss á að hafa meðferðis
eiturílátið, merkimiða og af-
gang eitursins ef fyrir er eða
sýnishorn af uppsölu.
Leiðbeiningarnar um fyrstu
Framhald á bls. 10
Leiðbeiningar um
fyrstu hjálp við
eitrun:
Komið harninu strax und-
ir læknis hendur. Hringið á
slysadeild, sjúkrahús eða í
næsta lækni og gerið grein
fyrir hvað gerst hefur, fáið
frekari fyrirmæli. Ef annar
aðili getur kaliað á hjálp,
byrjið þá strax fyrstu hjálp.
Eiginleikar eitursins
ákvarða hvaða fyrsta hjálp
er veitt — eins og bent er á
hér að neðan — þar til lækn-
ishjálp fæst.
EF BARNIÐ ER MEÐVIT-
UNDARLAUST EÐA MEÐ
KRAMPA:
— Reynið ekki að gefa
barninu vökva og framkallið
ekki uppköst.
— Hefjið öndunarhjálp,
liggi barninu við köfnun.
Haldið því heitu og komið
því á sjúkrahús strax.
— Takið með umbúðir eit-
ursins, merkimiða, afgang
eitursins ( ef einhver er)
eða sýnishorn af uppsölu til
hjálpar við að greina eitrið.
EF BARNIÐ HEFUR TEK-
1» INN ÆTANDI (EYÐ-
ANDI, BRENNANDI)
EFNI, EÐA OLlUEFNI:
— Framkallið ekki upp-
köst.
— Gefið barninu vatn eða
mjólk. Skammtur: 1 til 2
bollar fyrir barn undir 5 ára
aldri — allt að 1 lítri fyrir
börn 5 ára og eldri.
— Komið barninu strax á
slysadeild eða sjúkrahús —
takið með umbúðir eiturs-
ins, merkimiða eða afgang
til hjálpar við að greina eitr-
ið.
EF BARNIÐ HEFUR TEK-
IÐ INN LYF I OF STÓRUM
SKAMMTI EÐA EITUR,
SEM EKKI ER ÆTANDI
(EYÐANDI, BRENNANDI)
EFNI EÐA OLIUEFNI:
— Gefið barninu vatn eða
mjólk. Skammtur: 1 til 2
bollar fyrir börn 5 ára og
yngri — allt að 1 lítri fyrir
börn 5 ára og eldri.
— Komið af stað uppsölu
með því að stinga fingri eða
skeiðarskafti ofan í kok
barnsins. Gefið ekki salt-
vatn.
— Komið barninu strax á
slysadeild eða sjúkrahús,
takið með umbúðir, merki-
miða, afgang eiturs eða sýn-
ishorn af uppsölu.
Ef langt er í næsta lækni
eða sjúkrahús. Gefið 1 mat-
skeið af ipecacsaft, með
a.m.k. 1 bolla af vatni (ef
engih uppköst verða innan
20 mínútna, má endurtaka
skammtinn einu sinni).
Ymsar stærðir snjóhjólbarða fyrirliggjandi
-—Hagstæð verð —
Affelgum
Hjólbarðaþjónustan
Laugavegi 172 — Simi 21245.
ORYGGI
Laugavegi 170—172 — Sfmi 21240
Rætt um breyt-
ingu á skráning-
arkerfi bíla
NlUNDA landsþing Félags
íslenzkra bifreiðaeigenda verður
haldið um helgina á Hótel Sögu
og munu 50 fulltrúar víðs vegar
að af landinu sækja þingið.m.a. •
mun Guðni Karlsson, forstöðu-
maður bifreiðaeftirlits ríkisins,
flytja framsöguerindi um breytt
skráningarkerfi.
í gæzluvarð-
hald fyrir amp-
hetaminsölu
MAÐUR var handtekinn í fyrra-
dag á Keflavíkurflugveili, þar
sem hann var með 28 grömm af
amphetamin-dufti og var að gera
tilraun til þess að selja það. Nærri
lætur að söluverðmæti á svörtum
markaði í Reykjavík á þessu efni
sé um 300 þúsund krónur.
Maðurinn, sem handtekinn var
f fyrradag, var í gær úrskurðaður
í gæzluvarðhald meðan á rann-
sókn málsins stendur.
ASÍMINN ER:
22480
Jflt>rfliinl>Inbib