Morgunblaðið - 30.10.1976, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 30. OKTÓBER 1976 X5
Erlichman saumar
hanzka í fangelsinu
Safford, Arizona 29. október — Reuter.
JOHN Ehrlichman, sem
áður var einn valdamesti
maður í Hvíta húsinu I
valdatíð Nixons, en sem
siðan var dæmdur fyrir
þátt sinn í Watergate-
málinu, átti í dag sinn
fyrsta dag í fangelsi.
Ehrlichman var einn af
helztu ráðgjöfum Nixons I
innanríkismálum og orð hans
voru lög. Hann fór I fangelsi af
frjálsum vilja þar sem hann
mun afplána 80 mánaða til 8
ára refsingu fyrir afbrot í sam-
bandi við Watergate.
Ehrlichman, sem er 51 árs,
kaus að fara strax I fangelsið i
stað þess að bíða eftir að hæsti-
réttur kvæði upp úrskurð I
áfrýjunarmáli hans.
Yfirmaður Swift Trail-
vinnubúðanna, John Haddin,
sagði við fréttamenn að
Ehrlichman fengi enga aðra
meðferð, hvorki betri né verri,
en aðrir fangar í búðunum.
Vinnudagur hans í Swift Trail
hefst klukkan 6 fyrir hádegi og
mun hann starfa við að sauma
leðurhanzka og buxur eða
vinna við raforkuver. Auk þess
fær hann möguleika á háskóla-
kennslu í spænsku, listum og
viðskiptafræðum, sem háskóli
einn I Austur-Arizona sér um.
N-írland:
Ótti við hefndaraðgerðir
vegna morðsins á Maire Drumm
Flugvélarrán í
Tékkóslóvakíu
Flugmaðurinn leiddur fyrir
rétt í Vestur-Þýzkalandi?
Prag, Mtinchen 29. okt. Reuter.
Belfast, 29. okt. Reuter. Ntb.
TALIÐ er vlst að áætlanir um
hefndaraðgerðir vegna morðsins
á Maire Drumm, eins helzta for-
vígismanns Sinn Fein, I gær-
kvöldi hafi verið ræddar á ieyni-
fundi Irska lýðveldishersins I dag
að þvf er heimildir sem oftast eru
áreiðanlegar töldu.
Jarðskjálfti
í Nýju Gíneu
Uppsölum, 2. okt. Ntb.
MIKILL jarðskjálfti varð I dag á
stórum svæðum I Nýju Guineu að
þvl er segir I frétt frá jarð-
skjáiftastofnuninni I Uppsölum I
Svfþjóð.
Mun jarðskjálftinn hafa orðið
um 7 stig á Richterkvarða og átti
upptök sín í grennd við svæði þar
sem um 500 manns fórust í jarð-
skjáifta í júní. Fréttir um hvort
manntjón hefði orðið nú höfðu
ekki borizt.
Maire Drumm sem var 56 ára
var skotin til bana þar sem hún iá
á sjúkrahúsi I Belfast eftir að
hafa gengið þar undlr augnaupp-
skurð. Taiið er að morðingjarnir
hafi verið öfgasinnaðir mótmæl-
endur og sá ótti fór vaxandi eftir
þv( sem á daginn leið að stórkost-
leg aida hermdar- og hryðjuverka
myndi koma I kjölfar morðsins á
henni.
Maire Drumm sagði af sér sem
varaforseti Sinn Fein fyrir fáein-
um vikum af heilsufarsástæðum.
Hún var þekkt fyrir mjög öfga-
fullar ræður og tók oft svo djúpt i
árinni að ýmsir kölluðu hana
„ömmu hatursins". Þrlr menn
dulbúnir sem læknar og
hjúkrunarfræðingar komu í gær-
kvöldi og spurðu á hvaða stofu
hún væri. Þeim var vísað þangað
og er þeir höfðu gengið úr skugga
um að hún væri sú sem hún sagð-
ist vera, skutu þeir hana til bana
umyrðalaust. Lögregla og her-
menn slógu þegar hring um
sjúkrahúsið, en morðingjarnir
komust undan I skjóli myrkurs.
Lögreglan hefur einnig mikinn
viðbúnað til að vernda háttsetta
stjórnmálaforingja mótmælenda
á Norður-íriandi og segir I frétt-
um að morðið á Maire Drumm
hafi vakið mikla skelfingu meðal
fólks vegna þeirra ægilegu afleið-
inga sm það kann að hafa.
Bretar ráða
London, 29. október. Reuter.
BREZKA blaðið Financial Tim-
es sagði I dag að stefna brezku
stjórnarinnar I fiskveiðilögsögu-
málum væri ekki rétt og að Bret-
ar væru ef til viii á leið inn f nýja
fiskveiðideilu við lslendinga.
Segir blaðið I leiðara að tfminn
sé að renna út. Bent er á að utan-
rfkisráðherrar Efnahagsbanda-
lagsins hittist I Holiandi um helg-
ina og muni þeir helga fund sinn
fiskveiðimálum.
TÉKKNESKRI vél, sem rænt var
I innanlandsflugi þar I gærkvöldi
og flogið til Vestur-Þýzkaiands
var skilað I dag aftur til Prag, að
þvf er taismaður Miinchenfiug-
vallar sagði f dag. Vélin var af
gerðinni Ilyushin 18 og rændi
henni vopnaður ungur maður
skömmu eftir flugtak frá Prag-
flugvelli. Skipaði hann flugstjór-
anum að fljúga til Vestur-
Þýzkalands og var lent f Miinch-
en.
Allir farþegarnir 105 að tölu og
sex manna áhöfn fór á ný um borð
I vélina eftir að lögregla hafði
yfirheyrt það og stefnt var til
Prag á nýjan leik. Tékknesk yfir-
völd kröfðust þess að flugræning-
inn yrði framseldur, en þeirri
kröfu var hafnað að þvf er segir í
Reuterfrétt.
Þá segir í fréttum af máli þessu
að vestur-þýzkur diplómati hafi
„Ef þeir ná ekki samkomulagi
er fundur æðstu manna EBE í lok
nóvember aðeins einum eða tveim
dögum áður en samkomulagið við
tslendinga rennur út, síðasti
möguleikinn," sagði blaðið.
„Það sýnir hvað stefnan er mik-
ið úr böndunum að utanríkisráðu-
neytið f London hefur þegar haft
á orði möguleikann á þvf að gera
tvfhliða samkomulag við Islend-
verið kvaddur í tékkneska utan-
rfkisráðuneytið þegar fregnin
barst um að flugvélin myndi
lenda í Vestur Þýzkalandi.
Diplómatinn, dr. Manfred Giesd-
er, neitaði að skýra nokkuð frá
þvf hvað honum og starfsmönnum
utanrfkisráðuneytisins hefði farið
á milli, en sagði að stjórnir land-
anna myndu hafa beint samband
sin f millum.
Sfðasta flugrán f Tékkóslóvakfu
var f júnf 1972 og var flugmaður-
inn þá *skotinn til bana. Þeirri
flugvél var einnig flogið til
Vestur-Þýzkalands.
Þar sem flugræninginn talar að-
eins tékknesku hófust yfirheyrsl-
ur yfir honum ekki fyrr en í dag,
þar sem útvega þurfti túlka. Enn
er á huldu hvort hann verður
leiddur fyrir rétt í Vestur-
Þýzkalandi, en talið er vist að
hann muni biðja um hæli sem
pólitfskur flóttamaður.
inga, eins og það sé einhver hót-
un“.
Segir blaðið staðreynd málsins
vera þá að Bretar geti ekki fram-
kvæmt 200 mflna stefnu sina einir
frekar en þeir gátu einir ráðið við
Islendinga. Þeir þurfi aðstoð
Efnahagsbandalagsins. „Og til að
vinna stuðning EBE, veðrum við
að fallast á tillögur bandalagsins
og sfðan vinna að því að bæta
þær.“
ekki við íslendinga einir
OKKAR FRAMTÍÐ í REYKJAVÍK
HVERFAFUNDIR BORGARSTJÓRA 1976
Birgir ísleifur Gunnarsson
borgarstjóri flytur ræðu og
svarar fyrirspurnum fundargesta
Laugarneshverfi
og Langholt
Fundarstjórí: Fundarritari
Hulda Valtýsdóttir. húsfrú Garðar Ingvarsson.
hagfræðingur
Laugardagur 30. október
kl. 14.00.
GLÆSIBÆR
/------------------\
UMHVERFIÐ
ÞITT
Á fundunum verður:
1. Sýning á likönum og upp-
dráttum af ýmsum borgar-
hverfum og nýjum byggða-
svæðum.
2. Litskuggamyndir af helztu
framkvæmdum borgarinn-
ar nú og að undanförnu.
3. Skoðanakönnun um borg-
armálefni á hverjum
hverfafundi og veröa nið-
urstöður birtar borgarbú-
um eftir að hverfafundum
lýkur.
V__________________J
Reykvíkingar — tökum þátt í fundum borgarstjóra