Morgunblaðið - 30.10.1976, Page 18

Morgunblaðið - 30.10.1976, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1976 Guðni Hermansen listmálari með eina af myndum sfnum, sem hann málaði eftir gos og kallar SIGUR. Það er Helgarfell f Eyjum sem trónar hæst á Ifkamanum sem stendur á nýrri jörð. Vinstra megin er mynd frá Búrfelli og hægra megin er mynd af bænum og Helgafelli. sýnir á Kjarvalsstöðum kom það fram í spjalli að myndir einstaklingum og söfnum bæði eftir hann hafa verið keyptar af vestan hafs og austan. Nefndaskipanin van- traust á Kjaradóm — segir formaður launamálaráðs BHM GUÐNI Hermansen listmálari frá Vestmannaeyjum opnar f dag kl. 3 málverkasýningu I Kjarvals- stöðum. Guðni sýnir þar 75 mynd- ir sem hann hefur málað á sfð- ustu þremur árum. Myndefni Guðna er sótt til Vestmannaeyja, en Guðni teflir gjarnan saman fantasfu og raunveruleika f myndum sfnum. Þekktar eru myndir Guðna sem hann málaði fyrir eidgosið f Eyjum af eldfjalli á þeim stað sem Eldfellið kom sfðan upp. Guðni hefur haldið margar sýningar á sfðustu 12 ár- um, f gamla Listamannaskálan- um, Vestmannaeyjum, Norræna húsinu, á Suðurlandi og Vestur- landi, samsýningum og f Lista- skálanum f Færeyjum. Sýning Guðna er opin til sunnu- dagskvöldsins 7. nóv. á venjuleg- um sýningartíma Kjarvalsstaða. Á blaðamannafundi með Guðna — 6 í varðhald Framhald af bls. 32 fékk Þórir eftir nokkurra daga málastapp í Hamborg, og varð að kveða upp dómsúrskurð til að fá aðila ytra til að afhenda þau. 1 lögum um meðferð opinberra mála er ákvæði um bætur til þeirra, sem saklausir eru settir í fangelsi. Sagði Þórir að það væri ákvörðunaratriði viðkomandi manna, hvort þeir notfærðu sér þetta ákvæði eða ekki. r — Alafoss Framhald af bls. 2 eingöngu, röndótta eða einlita. Ekki er Morgunblaðinu kunnugt um það, hvort einhver gæðamun- ur er á þessum treflum og þeim, sem Álafoss selur til Sovétríkj- anna fyrir 443 krónur trefilinn. Þá hefur Hilda h.f. átt í erfiðleik- um með að anna eftirspurn á markaði í Bandarfkjunum eða Kanada, en samt mun hafa tekizt að afgreiða þær pantanir, sem borizt hafa. Þá hefur Hilda einnig selt til Þýzkalands og Danmerkur nokkuð af treflum. Jóhann Bjarmi Símonarson, skrifstofustjóri Gefjunar á Akur- eyri, kvað þetta sovézka fyrirtæki vera hið sama og Samband fs- lenzkra samvinnufélaga hefði gert samning við og selt peysur og ullarteppi. Hann kvaðst ekki geta dæmt um þennan samning f ljósi þeirra samninga, sem Sambandið hefði gert, þar sem það hefði ekki selt trefla til Sovétrfkjanna. Þetta fyrirtæki, V/O Raznoexport, er annað af tveimur fyrirtækjum, sem keypt hafa peysur og teppi af Sambandinu, en hitt er sovézka samvinnusambandið, Sojustorg. Hjörtur Eirfksson, framkvæmda- stjóri Gefjunar, er nú erlendis og um helgina heldur hann til Moskvu, þar sem hann mun ræða um frekari viðskipti við viðskipta- aðila Sambandsins í Sovétrfkjun- um. Þess má að lokum geta að það verð, sem Álafoss virðist fá fyrir hvern trefil í Sovétrfkjunum er aðeins um 4 til 5% af því verði, sem Hilda h.f. fær fyrir trefla sína f Bandarfkjunum og Kanada. BANDALAG háskolamanna Iltur á þá yfirlýsingu fjármálaráð- herra um að hann ætli að skipa nefnd til þess að kanna kjör opin- berra starfsmanna sem staðfest- ingu þess, sem BHM hefur haldið fram, að Kjaradómur hafi ekki farið að lögum við ákvörðun launa opinberra starfsmanna. Jón Hannesson, formaður launamála- ráðs BHM, sagði I viðtali við Mbl. I gær að I raun væri hér um vantraust á Kjaradóm að ræða. Ef Kjaradómur hefði farið að lögum, hefði nefndarskipun þessi verið oþörf. Jón Hannesson sagði að það hefði ávallt verið von bandalags- ins að Kjaradómur hlustaði á rök og færi að samningsréttarlögun- — Fara til Hollands Framhald af bls. 2 með tfmanum fáum við aðstöðu til að hýsa slfk dýr hjá okkur. Það er búinn að vera langur aðdragandi að þessum veiðum og við höfum undirbúið þetta vel í samvinnu við hollenzka aðila, sem fjármagna leiðangurinn. Hol- lenzkur Ifffræðingur, dr. Dudok Van Hell, hefur stjórnað leiðangr- inum, en hann er sérfræðingur í hvölum og hefur hann um árabil unnið eingöngu við rannsóknir á þeim. Við fengum leyfi til þess að veiða 4 dýr og höfðum verið á miðunum f hálfan mánuðþegar við fengum þessi tvö dýr.. Guðrún GK var leigð til veið- anna og við komumst loks f gott færi þegar sfldveiðibátur missti niður sfld úr nótinni hjá sér. Há- hyrningavaða fór f síldina og við gátum kastað þorsknótinni á vöð- una. 1 nótinni hjá okkur lentu 20—30 háhyrningar, sumir sluppu út, en að sfðustu völdum við dýrin tvö úr og miðuðum þar við dýr ekki minni en 3tt metri og ekki stærri en 5m. Þetta gekk allt vel og það liðu ekki nema 5 stund- ir frá því að við köstuðum og þar til dýrin voru komin inn á þilfar. Til Grindavfkur tók siglingin sfðan 24 tíma. Þegar dýrin komu f Sædýrasafnið f fyrrinótt voru þau nokkuð dösuð, en þau jöfnuðu sig fljótt og komust f eðlilegan ham, önduðu reglulega og syntu f laug- inni. Allt útlit er fyrir að annað dýrið fari til Hollands en hitt til San Diego f Bandarfkjunum. A laugardagskvöld eða á sunnudag verður byrjað að bjóða dýrunum mat, en við ætfum hins vegar aft- ur á miðin f kvöld til þess að reyna að veiða önnur tvö dýr og fylla kvótann eins og þeir segja." um. En reynslan hefði fært opin- berum starfsmönnum aðra mynd og gert þeim ljóst að í raun væri það pólitísk ákvörðun, hverjar hækkanir þear hlytu. Vissulega væri ljóst að staða ríkisvaldsins væri erfið, þar sem þvf væri mikið í mun að veita ekki slæmt for- dæmi. í sjálfu sér sagði Jón að BHM fagnaði þvf ef nefnd, sem sú, er fjármálaráðherra boðar, yrði til þess að rétta hlut opin- berra starfsmanna. En hann benti á að ráðherra hefði látið það fylgja að tekið yrði tillit til niður- staðna nefndarinnar við gerð næsta kjarasamnings. Nú væri nýlega búið að gera nýjan kjara- samning til 2ja ára og ljóst væri að opinberir starfsmenn væru ekki reiðubúnir að bíða þann tíma. Þeir gætu það ekki. — Bretar Framhald af bls. 1. álitið að Healey muni auka óbeina skatta. Þegar iréttist um hugsanlega lántöku brezku stjórnarinnar í morgun hækkaði pundið á gjald- eyrismörkuðum um 3.5 sent. Var það skráð á 1.6070 dollar f morgun en á fimmtudagskvöld var gengi þess 1.5690, sem er það lægsta frá upphafi. Hækkun pundsns ofli einnig verðhækkun á verðbréfa- markaðnum í London. — Fundur EBE Framhald af bls. 1. skoðunar og leggja mest kapp á að tryggja sjómönnum sfnum veiði- réttindi innan 200 mflna fisk- veiðilögsögu landa eins og tslands og Noregs og enn fremur Kanada og Sovétrfkjanna. Á fundinum á morgun verður reynt að sætta þetta sjónarmið og sjónarmið tra. Hefur Gundelach undirbúið drög að málamiðlunar- samkomulagi. — Njósnir Framhald af bls. 1. hafði það f för með sér, að Rússum var unnt að undir- bjóða Finnana og þannig gert millirfkjaviðskipti illmöguleg. Þð er þó jafnvel enn þá alvar- legra, að Rússum var með þess- ari njósnastarfsemi gert kleift að fylgjast með verðlagsbreyt- ingum f viðskiptum Finna við Bandarfkin, Frakkland og Hol- land. Yfirmaður finnsku tollgæzl- unnar hefur ekki viljað tjá sig um málið við dagblöðin, enda hafa engar fréttir birzt um það fyrr en nú, en blöðin hafa fréttina frá sænska vikublað- inu Vi, sem hafði í undirbún- ingi grein um njósnirnar til birtingar f næstu viku. — Bólusetning Framhald af bls. 14 þeim hætti, að þessar hópar fái notið forgangs, var haldinn fund- ur með heimilislæknum 25. október s.l. A fundinum var ákveðið, að fólk, er tilheyrði hópunum hér að ofan, ætti að hafa samband við heimilislækna sfna og panta bólu- setningu. Nauðsynlegt er að pönt- un eigi sér stað fyrir föstudaginn 5. nóvember n.k. Munu þá heimil- islæknar geta gert sér grein fyrir þörfum þessara hópa og tryggt þeim bólusetningu. Þeir sem ekki eiga kost bólusetningar hjá heim- ilislæknum sfnum verður gefinn kostur á henni í Heilsuverndar- stöðinni á tímabilinu frá 8.—19. nóvember, virka daga, kl. 4.30—6 Sjúkrasamlag tekur ekki þátt i greiðlsu kostnaðar og er verð bólusetningarinnar kr. 1.200.00. Það skal tekið fram, að ráðstaf- anir þessar eru gerðar til að tryggja þeim forgangshópum bólusetningu, er heilbrigðisyfir- völd mæla með. Það skal tekið skýrt fram, að heilbrigðisyfirvöld- um á Norðurlöndum hefur ekki þótt nein ástæða til að mæla með allsherjarbólusetningu gegn svfnainflúensu. Verði birgðir bóluefnis umfram það, sem þörf áðurnefndra hópa segir til um, ætti að hafa I huga, að verkamönnum, sjómönnum og öðrum þeim, er í starfi sfnu geta mætt vosbúð og kulda, er hættara við fylgikvillum inflúensu en öðr- um. Svo sem fram kom í tilkynningu landlæknis er yfirleitt ráðið frá því að bólusefja 18 ára og yngri. Bólusetningin getur verið hættuleg fólki, sem hefur ofnæmi fyrir eggjum. — Engar viðræður Framhald af bls. 3 vegna 1. desember, en þá rennur út fiskveiðisamningur íslendinga og Breta, yrði að flýta samninga- umleitunum við Islendinga. Sam- kvæmt tfmaáætlun embættis- manna EBE verður fyrst rætt við Bandaríkin, en síðan er Island númer tvö á lista. Þá ber að geta þess að þetta mál kom til umræðu á Alþingi í gær. Einar Ágústsson utanrfkisráð- herra sagði þar að hvorki væri ákveðió að ræða við Efnahags- bandalagið né Breta, enda hefði engin ósk frá þessum aðilum um viðræður borizt íslenzkum stjórn- völdum. — Ford Framhald af bls. 1. þessari könnun virtist Carter hafa tryggt sér sigurinn með 273 kjörmönnum. Þetta hefur nú hins vegar breytzt mjög snöggt eins og fyrr segir og vindurinn blæs nú f segl forset- ans. Carter kom f skyndiferð til New York Fréttamenn sem hafa ferðast með Jimmy Carter segja aó spennan f þeim herbúðum hafi aukist næstum áþreifanlega sfðustu daga. Carter var f New York f fyrradag í sfóasta skipti að þvf er sagt haföi verið, en sfðdegis f gær kom hann skyndilega hingað aftur og fór f tveggja tfma ferð um Brooklyn. Fréttamenn spurðu Carter hvort hann teldi að hann myndi tapa kosningunum, ef hann tapaði New York, en hann svaraði þvf stuttaralega: „Nei.“ Enginn vafi er þó talinn að ákvörðunin um aukaferð til New York er til komin vegna þess að skoðanakannanir hafa sýnt að fylgi hans hefur minnkað með degi hverjum. Fréttamenn segja einnig að ljóminn sé að hverfa af sókn Carters. Hugsanlegt sé að um langvinna þreytu sé að ræða, enda hefur álagið verið gífur- legt, en það fari ekki á milli mála að framkvæmdastjórar Carters séu áhyggjufullir. Cart- er var spurður að þvf á Kennedyflugvelli f morgun, er hann fór frá New York og ætlaði í sfðustu yfirreið f Ohio, Texas og Pennsylvaníu, hvort hann teldi sig vera kominn f sömu spor og Thomas Dewey var á móti Harry Truman árið 1948. Carter svaraði þessu neit- andi og sagði að hann hefði aldrei gengið út frá því sem vísu að hann myndi sigra. Hann benti á að í kosningunum 1960 hefðu aðeins nokkur þúsund at- kvæði ráðið því að Kennedy sigraði Nixon og sömuleiðis hefði Nixon sigrað Humprhey með naumindum árið 1968. Hann sagðist vera áhyggjufull- ur yfir þvf hve útlitið væri slæmt með þátttöku í kosning- unum. Aðspurður um hvað hon- um fyndist um fréttir um minnkandi fylgi hans, sagði Carter að hann væri ekki sam- mála þeim. Þær fregnir sem hann fengi frá sfnum mönnum væru á þá leið að fylgi hans færi vaxandi í ýmsum fylkjum sem hann hefði ekki gert sér miklar vonir um að sigra í. Hins vegar sagði hann að demókrat- ar yrðu að fjölmenna á kjör- staði til að tryggja sigur sinn. Ford gunnreifur f ræðum Ford forseti sagði í ræðu f Ohio f gær að ástæðan fyrir þverrandi fylgi Carters væri sú staðreynd að hann hefði allt frá þvf hann var kjörinn forseta- efni demókrata stöðugt verið að gefa út loforð um nýjar kostnaðarsamar áætlanir, jafn- vægi í rikisbúskap, endurskipu- lagningu alrfkisbáknsins og fleira sem kjósendur gerðu sér grein fyrir að hann gæti ekki staðið við. I sömu ræðu sagði forsetinn að hann myndi á næstu fjórum árum beita sér fyrir enn frekari skattalækkun- um og minnka útgjöld ríkisins. Hann sagði að menn yrðu að minnast þess að hann hefði beitt sér fyrir og komið f gegn mestu skattalækkun f sögu Bandaríkjanna. Hann sagði að það væri rétt að atvinnuleysi væri alltof mikið, en fleiri Bandaríkjamenn hefðu fengið vinnu sl. 18 mánuði en nokkru sinni áður og fyrir lægi, að umtalsverður árangur hefði náðst í baráttunni við verðbólg- una. Hún væri nú helmingi minni en fyrir-tveimur árum. Ymsir kynnu að vera óþolin- móðir yfir þvf hve hægt efna- hagslff landsins tæki við sér eftir kreppuna, en hagvöxtur- inn og batinn væri jafn. Þegar á þessar staðreyndir væri litið kæmi í Ijós að það væri ekki mikið sem Carter hefði upp á að bjóða, nema ef menn hefðu áhuga á nýrri verðbólguöldu sem skapast myndi þó svo Cart- er efndi ekki nema 10% af lof- orðum sfnum, ef hann hlyti kosningu. önnur breyting virðist hafa oröið á afstöðu stjórnmála- fréttaritara til kosninganna sfð- ustu tvo daga, þvf að nú eru menn farnir að velta þvf fyrir sér, hvort hin mikla tvfsýna um úrslitin kunni ekki aö veröa til þess að þátttakan f kosningun- um verði meiri en talið hefur verið fram til þessa. Repú- blikanar og demókratar muni fjölmenna til að styðja sina menn en ekki láta helming eða jafnvel minnihluta bandarfsku þjóðarinnar velja næsta for- seta. Gffurleg auglýsingaher- ferð i sjónvarpi sem nú dynur yfir landsmenn beinist að veru- legu leyti að þvf að fá kjósend- ur á kjörstað og hafa báðir frambjóðendur fengið hæfustu menn auglýsingaiðnaðarins til liðs við sig. Verður óneitanlega áthyglisvert að fylgjast með árangrinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.