Morgunblaðið - 03.11.1976, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1976
JÖTUNN líklega
fluttur frá Kröflu
í mánadarlokin
JARÐBORARNIR tveir
við Kröflu eru nú langt
komnir með þau verkefni,
sem voru á áætlun hjá
þeim á þessu ári. Stóri
borinn, Jötunn, er búinn
með 800 metra af holu 11,
en hún á að verða 2000
metra djúp. Væntanlega
ly'kur Jötunn við holuna
Heildarsöltun-
in nemur nú
75.576 tunnum
SAMKVÆMT söltunarskýrslu
Síldarútvegsnefndar nam
heildarsöltun Suðurlandssíldar á
miðnætti aðfararnótt sunnudags
31 október samtals 75.576
tunnum, en á sama tfma I fyrra
nam heildarsöltunin 49.912 tunn-
um og er því heildarsöltunin
26.464 tunnum meiri en á sama
tíma f fyrra.
um 20 nóvember og verður
hann þá fluttur á brott frá
Kröflu, en óákveðið er
hvert hann fer líklega fer
hann þó aftur að Lauga-
landa i Eyjafirði. Gufubor-
inn Dofri er búinn með
1570 metra af holu 10.
Þegar hann hefur lokið við
holuna mun hann dýpka
holu 5, en síðan verður
hann einnig tekinn niður
og fluttur á brott.
Að sögn Isleifs Jónssonar,
forstjóra Jarðborana ríkisins, sem
er núna við Kröflu, hefur borun
gengið vel að undanförnu. Jafn-
hliða boruninni hafa starfsmenn
Orkustofnunar verið að prófa
holur 6 og 7. Að sögn lsleifs mun
hola 6 gefa 2 megawött. Hola 7 er
sífellt að bæta sig, og sagði tsl-
eifur að sú hola virtist ætla að
gefa bezta raun af holum þeim,
sem boraðar hafa verið, en ekki
er ennþá ljóst hve kraftmikil hún
verður. Þá er hola 8 að lifna við,
en hún verður ekki stór.
Mest hefur verið saltað á Höfn i
Hornafirði, 14031 tunna og er það
allt reknetasíld, þá koma Vest-
mannaeyjar með 12932 tunnur,
þar af eru 11817 tunnur hring-
nótasíld en 1115 tunnur rekneta-
síld, i Reykjavfk hafa veríð salt-
aðar 9126 tunnur, allt hringnóta-
síld, í Keflavík 7085 tunnur og í
Grindavík 6759 tunnur.
INNLENT
Loftleidir hefja
flug til Bahrain
í næsta mánuði
Frá fundi borgarstjóra með Ibúum Nes- og Melahverfis, Vestur- og Miðbæjarhverfis að Hótel Sögu f
fyrrakvöld. Fundargestur ber fram fyrirspurn.
Fimmti hverfafundur
borgarstjóra í kvöld
Fundurinn er fyrir íbúa Háaleitis-,
Smáibúda-, Bústaða- og Fossvogshverfis
BIRGIR ísl. Gunnarsson
borgarstjóri efnir í kvöld
til 5. hverfafundarins fyrir
íbúa Reykjavíkurborgar.
Fundurinn í kvöld verður
fyrir íbúa í Háaleitishverfi,
Smáíbúða-, Bústaða- og
Fossvogshverfi. Verður
hann í Félagsheimili Tafl-
félags Reykjavíkur,
Grensasvegi 44—46 og
hefst klukkan 20.30.
Fundarstjóri verður Jón
Magnússon lögfræðingur
en Dan S.V. Wium lögfræð-
ingur veröur fundarritari.
um í kvöld sýnd líkön og upp-
drættir af ýmsum borgarhverfum
og nýjum byggðasvæðum, lit-
skuggamyndir af helstu fram-
kvæmdum borgarinnar fyrr og nú
og einnig verður skoðanakönnun
meðal fundarmanna um borgar-
málefni og verða niðurstöðurnar
birtar að loknum öllum hverfa-
fundunum.
Sem fyrr segir er þetta 5.
hverfafundur borgarstjóra, en
þeir verða alls 6 að tölu. Sá síðasti
verður fyrir fbúa Breiðholts. Þátt-
taka í fundunum hefur verið
mjög góð og fjölmörgum fyrir-
spurnum hefur verið beint til
borgarstjóra.
Kristneshæli:
Snorri Ólafsson lætur
af starfi yfirlæknis
STJÓRN Flugleiða hefur ákveðið
að 1 næsta mánuði hefji Loft-
leiðir flug til Bahrain f Persaflóa.
Þessi ákvörðun var tekin eftir ft-
arlegar viðræður heimamanna og
umboðsmanna félagsins ( Mið-
Austurlöndum. Flogið verður tii
reynslu f vetur og að þeirra
reynslu fenginni verður sfðan
ákvarðað um frekara flug.
Flugið til Bahrain tengist
Chicago-flugi Loftleiða, þannig að
sama þota flýgur frá Chicago til
Keflavíkur og Luxemborgar og
þaðan til Bahrain þar sem hún
lendir á miðvikudagskvöldi. Á
fimmtudagsmorgni verður sfðan
flogið til baka sömu leið. Flugið
til Bahrain verður undir stjórn
stöðvar félagsins I Luxemborg og
umdæmisskrifstofu félagsins í
Frankfurt. Undirbúningur, sem
hefur staðið í alllangan tíma, hef-
ur hinsvegar verið framkvæmdur
af ýmsum deildum hérlendis og
erlendis.
Ástæðan til þess að Loftleiðir
hefja nú flug til Bahrain er hin
mikla oliuvinnsla sem fram fer á
þessu svæði og efnaiðnaður sem
komið hefur verið á fót í sam-
bandi við hana. Fjölmargir sér-
fræðingar frá Evrópu og Banda-
rfkjunum búa ásamt fjölskyldum
BINGÓ hjá
Hvöt í kvöld
SJÁLFSTÆÐISKVENNA-
FÉLAGIÐ Hvöt heldur aðalfund
sinn 11. nóvember í Sjálfstæðis-
húsinu.
Fyrir stjórnarskiptin verður
efnt til fjáröflunar með bingói og
verður það í kvöld miðvikudag kl.
20.30 á Hótel Borg. Hefur verið
vandað til vinninga, t.d. er þar
vöruúttekt í Hagkaupi fyrir 25
þúsund krónur o.fl.
sínum í Bahrain og nágrenni.
Þetta fólk fer í orlof til heima-
landa sinna, auk þess sem fjöldi
kaupsýslumanna bæði frá Mið-
Austurlöndum og Bandarfkjun-
um eru þar tíðum á ferðinni. Svo
sem getið er um f upphafi lögðu
umboðsmenn Loftleiða, sem starf-
að hafa fyrir félagið á þessu svæði
um fimmtán ára skeið, áherslu á
að hafið yrði flug til þessa heims-
hluta vegna góðra markaðsmögu-
leika. Fyrsta flugið milli Luxem-
borgar og Bahrain er áformað 24.
nóvember næstkomandi.
Eins og á fyrri hverfafundum
mun Birgir Isl. Gunnarsson
borgarstjóri flytja ræðu og síðan
mun hann svara fyrirspurnum
fundargesta. Þá verða á fundin-
TVEIR fslenzkir togarar, Hjör-
leifur frá Reykjavfk og Dagný frá
Akureyri, 2. nóv.
SNORRI Ólafsson yfirlæknir
Kristnesshælis lét formlega af
þvf starfi nú um mánaðamótin.
Hann og Valgerður Björnsdóttir
Siglufirði, seldu afla f Grimsby f
gær og fengu báðir yfir 150 kr.
fyrir hvert kfló en pundið var
ekki skráð nenta á kr. 300,80 kr. f
gær.
Hjörleifur seldi 97 lestir fyrir
49,121 pund eða tæpar 14,8 millj.
króna og var meðalverð pr. kfló
kr. 151.40. Dagný seldi 56 lestir
fyrir 29.951 sterlingspund eða 8.8
millj. kr. og var meðalverð pr.
kfló kr. 156.30. Að auki mun
Dagný hafa verið með milli 50 og
60 tonn af frystum fiski.
I afla Dagnýjar var nokkru
hærra kolahlutfall en hjá Hjör-
leifi, auk þess sem Hjörleifur var
með nokkuð af ufsa og karfa, en
það þykir ekki góður fiskur á
Englandsmarkaði.
Vélbáturinn Hrauney seldi um
20 lestir af fiski í Peterhead í
Skotlandi í gærmorgun, en ekki
hafði borizt söluskeyti síðari
hluta dags f gær.
ögri frá Reykjavík á siðan að
selja í Grimsby í dag.
Grjótjötunsmálið
GAGNAÖFLUN vegna Grjót-
jötunsmálsins er lokið og verður
málið sent rfkissaksóknara f þess-
ari viku, að sögn Erlu Jónsdóttur,
fulltrúa við sakadóm
Reykjavíkur.
kona hans voru að þvf tilefni
kvödd með viðhöfn og virktum f
lok guðsþjónustu, sem sr. Birgir
Snæbjörnsson flutti á 49. afmæl-
isdegi hælisins f gær, en jafnan
hefur verið venja f hælinu að
minnast vfgslu þess 1. nóvember
1927 með hátfðahöldum þann dag
ár hvert.
Brynjar Valdimarsson læknir
kvaddi yfirlæknishjónin með
ræðu f.h. hælisins, starfsfólk og
nágranna og afhenti þeim að gjöf
silfurskjöld með igreyptri hval-
tönn en í hana var skorin mynd af
Kristneshæli. Gripinn gerði
Gunnar Hjaltason gullsmiður í
Reykjavik.
Jórunn Ólafsdóttir frá Sörla-
stöðum talaði f.h. sjúklinga og fé-
lagsins Sjálfsbjargar og færði
Snorra og frú Valgerði að skilnaði
kertastjaka úr silfri og pappirs-
hnif gerðan úr trjásteingervingi
af Glerárdal, en hnífinn hafði
gert hinn kunni steinasafnari
Ágúst Jónsson á Akureyri.
Snorri Ólafsson þakkaði vin-
semd og gjafir með stuttri ræðu
f.h. þeirra hjónanna.
Snorri varð aðstoðarlæknir við
Kristneshælið 1951, var settur yf-
irlæknir 1955 og skipaður i það
embætti í ársbyrjun 1960. Á þess-
um tima hefur byggingum við
hælið fjölgað mjög og hælið sjálft
verið stækkað, auk þess sem mik-
ið hefur verið unnið við fegrun
umhverfisins. Þá hefur Snorri
beitt sér fyrir ýmsum læknis-
fræðilegum nýjungum i embætt-
istið sinni.
Sv.P.
ánýtil sakadóms
Svo sem kunnugt er af fréttum,
hafði sakadómur áður sent rfkis-
saksóknara málið, en hann endur-
sendi sakadóminum málið með
ósk um viðbótarrannsókn og er
henni nú lokið, sem fyrr segir.
Borgarráð felur
Indriða G. að rita
ævisögu K jarvals
BORGARRÁÐ samþykkti á
fundi f gær með 4 samhljóða
atkvæðum, þá tillögu hús-
stjórnar Kjarvalsstaða, að
Indriða G. Þorsteinssyni rithöf-
undi verði falið að rita ævisögu
Jóhannesar S. Kjarvals listmál-
ara. Er stefnt að þvf að öll bind-
in verði koman út á 100. afmæl-
isári Kjarvals eftir 9 ár. Upp-
haflega fluttu borgarfull-
trúarnir Ólafur B. Thors og
Davfð Oddsson tillöguna f hús-
stjórn Kjarvalsstaða. A fundi
borgarráðs f gær greiddi Sigur-
jón Pétursson ekki atkvæði, og
vfsaði til bókunar Elfsabetar
Gunnarsdóttur f hússtjórn
Kjarvalsstaða, um að fela ætti
listfræðingi eða sagnfræðingi
samningu ævisögu Kjarvals.
Morgunblaðið sneri sér i gær-
kvöldi til Indriða G. Þorsteins-
sonar, og spurði hann hvernig
hann hygðist vinna að þessu
verki. Sagði Indriði að þetta
væri svo nýtilkomið, að hann
væri ekki búinn að skipuleggja
vinnuna. Hitt væri ljóst, að
fyrsta verkið yrði að ganga
áfend þess gamla fólks, sem
myndi eftir Kjarval og spyrja
það um listamanninn. I öðru
lagi þyrfti að fara í gegnum
þær eigur, sem listamaðurinn
eftirlét Reykjavíkurborg, og
þyrfti eflaust að raða því efni
upp. „Ég nýt einnig góðs af
þvi,“ sagði Indriði, „að mikið
hefur verið ritað um Kjarval,
m.a. hafa Halldór Laxness,
Matthías Johannessen og Thor
Vilhjálmsson ritað um hann
mjög góðar bækur. Við allt
þetta efni mun ég styðjast við
samningu ævisögu þessa mikia
meistara myndlistarinnar,"
sagði Indriði.
Hjörleifur og Dagný
með 150 kr. meðalverð