Morgunblaðið - 03.11.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.11.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1976 Menningar- sjóðsstyrkir STJÓRN Menningarsjóðs Islands og Finnlands kom saman til fund- ar 20. október s.l. I Reykjavík til þess að ákveða úthlutun styrkja úr sjóðnum. Umsóknarfrestur var til 30. september s.l. og bárust alls 76 umsóknir, þar af 56 frá Finnlandi og 20 frá Islandi. Ut- hlutað var samtals 52.000 finnsk- um mörkum, og hlutu eftirtaldir umsækjendur styrki sem hér segir: 1. Þorsteinn Magnússon, kennari, 3.000 mörk, vegna náms- ferðartil Finnlands. 2. Listahátíð í Reykjavík, 3.000 mörk, til þess að senda fulltrúa úr stjórn listahátíðar til Finnlands til að efla tengsl við finnskar listahátíðir. 3. Sr. Sigurjón Guðjónsson, 3.000 mörk, til Finnlandsferðar vegna þýðingarstarfa. 4. Bragi Ásgeirsson, listmálari, og Einar Hákonarson, myndlistar- maður, 3.000 mörk hvor, til að vinna að auknum samskiptum íslenskra og finnskra myndlistar- manna. 5. Norræna félagið á Islandi, 10.000 mörk, til að senda 4—5 íslendinga á námskeið f Finnlandi 6. Barbro Skogberg-Þórðarson, formaður Finnlandsvinafélagsins Suomi, 2.000 mörk, til finnlands- ferðar til að efla menningarleg samskipti Islands og Finnlands. 7. Gunilla Hellman, bókavörður við menningarmiðstöðina á Hana- holmen f Helsingfors, og Ann Sandelin, fulltrúi við sömu stofn- un, 4.000 mörk, til tslandsferðar til að kynna sér starfsemi Norr- æna hússins í Reykjavík. Sýning á erlendum bókum og hljómplötum FYRIRTÆKIÐ Erlend tfmarit opnaði á mánudag sýningu í húsa- kynnum Arkitektafélags Islands að Grensásvegi 11. Sýningin er haldin í samvinnu við útgáfu- fyrirtæki í Sovétríkjunum, Ung- verjalandi og Tékkósióvakfu og er tilgangurinn að kynna ýmsa út- gáfu f þessum löndum. Flestir bókatitlarnir á sýning- unni eru frá Sovétríkjunum, eða um 500. Frá Ungverjalandi verða sýndir 168 bókatitlar og um 50 frá Tékkóslóvakíu. Einnig verður úr- val af hljómplötum frá þessum löndum á sýningunni. Sýningin er opin frá 14.00—22.00 fram til 7. nóvember og er aðgangur ókeypis. 8. Markus Leppo, ljósmyndari, 3.000 mörk, til Islandsferðar til að taka myndir af islenskri alþýðu- list og byggingarlist 9. Bragi Loman, prófessor, 3.000 mörk, til að fullgera námsefni fyrir íslenskukennslu við háskólann f Abo (Abo Akademi) 10. Oiva Miettinen, blaðamaður, 3.000 mörk, til Islandsferðar til að safna efni í greinar um Island 11. Kai A. Saanila, lektor, 6.000 Framhald á bls. 11 Eldar 1 Heimaey fékk heið- ursskjal í Leipzig SCHÖNSTE BUCHER AUS ALLER WELT FUR AUSCEZEICHNETE BUCHKUNSTLERISCHE LEISTUNCEN WURDEDEMWERK Arm {fofniA'u, Efiinri Hrimnri/ Afniriina BArnjffagiti, h'rif/jnnf. EINE EHRENDE ANERKENNUNC AUSCESPROCHEN Li'inzm A>75 Mynd af einni sfðu heiðurs- skjalsins. TIL Islands barst fyrir nokkru heiðursskjal sem ein af bókum Almenna bókafélagsins fékk á bókamessunni miklu f Leipzig í Austur-Þýzkalandi á síðasta hausti. Hef er um að ræða bók- ina Eldar í Heimaey eftir Árna Johnsen, en Torfi Jónsson teiknari sá um útiit bókar- innar. M.a. fóru hann og bókar- höfundur í gegnum 50 þús. Ljósmyndir frá eldgosinu til þess að velja þær 250 myndir sem eru með lesmáli bókar- innar og tengdar því. Eldar f Heimaey fékk sérstök heiðursverðlaun á bóka- messunni fyrir framúr- skarandi árangur við gerð bók- ar, en á þessari bókasýningu eru þúsundir bóka fra um 401öndum heims. Milli 20 og 30 þús. gestir sóttu bókamessuna í Leipzig s.l. haust. Mynd þessi var tekin á sýningunni 5. október. Það eru þær Asta og Lára, sem eru f þjóðbúningunum, og Guðrún sýnir hvernig hún prjónar peysu úr fslenzkum lopa. Banvænt samkvæmi um borð í dönsku varðskipi Kaupmannahöfn 28. okt. FIMM grænlenzkar stúlkur á aldrinum 15—18 ára fundust meðvitundarlausar um borð I danska varðskipinu „Hvfta- birninum" eftir að hafa tekið þátt f samkvæmi um borð f skipinu. Ein þearra lézt skömmu eftir að hún hafði verið færð á sjúkrahús. Þessi atburður átti sér stað f Holsteinsborg, annarri stærstu borg Grænlands. Varðskipið var á eftirlitsferð úti fyrir ströndum Grænlands en lá i höfninni í Holsteinsborg um sfðustu helgi. I landlegunni var slegið upp samkvæmi og buðu dönsku sjóliðarnir um 20 græn- lenzkum stúlkum á aldrinum 15—18 ára um borð sér til skemmtunar. Á boðstólum var bjór, en auk þess að njóta drykkjarfangana hefur komið I ljós, að stúlkurnar borðuðu á milli 300 til 500 sjóveikispillur, sem ætlaðar voru áhöfn skips- ins. Fimm þeirra fundust með- vitundarlausar og munu þær hafa orðið fyrir eitrun að völd- um lyfsins. Eins og áður sagði lézt ein þeirra skömmu eftir að þær höfðu verið fluttar á sjúkrahús. Stúlkurnar fundust kl. 4.30 á sunnudagsmorgun, en sam- kvæmið fór fram á laugardags- kvöld. Samkvæmt reglunni, hefðu allir gestirnir átt að hverfa frá borði um miðnætti og átti eftirlit að vera haft með að reglunni væri framfylgt. Ein stúlknanna fannst í bókasafni skipsins, önnur í baðherbergi og þrjár „á einhverjum öðrum stöðum“. Skipherra „Hvíta- bjarnarins" hefur ekki getað gefið neina skýringu á broti reglugerðarinnar og segir enn fremur að eftirlitsmaður fari um allt skipið á klukkutfma- fresti. Bæjarráð Holsteinsborgar hefur sent varnarmálaráðu- neyti Danmerkur harðorða yfir- lýsingu vegna þessa máls, þar sem krafizt er rannsóknar. Yfirmaður dönsku landhelgis- gæzlunnar hefur farið fram á hið sama. Samstarf slökkviliða á Suðurnesjum NU HEFUR verið komið á sam- starfi með siökkviliðum á Suður- nesjum en fundir til undirbún- ings þessu samstarfi hafa verið haldnir allt frá þvf fyrir sfðustu áramót. Fyrsta samæfing slökkvi- liðanna var í nóvember 1975 en þá hafði Brunamálastofnun rfkis- ins hlutazt tii um slfkar samæf- ingar. Var æfingin haldin á Keflavfkurflugveili og forráða- menn sveitarfélaganna á Suður- nesjum höfðu sýnt áhuga á auknu samstarfi siökkviliðanna á svæð- inu. Slökkviliðsstjórar liðanna ákváðu að halda fundi þar sem rætt yrði um formlegt samstarf, þ.e. samning um gagnkvæma að- stoð slökkviliða á Suðurnesjum og var samningurinn gerður hinn 18. júnf 1976. Samningar sem þessir hafa tfðkazt víða erlendis og er t.d. í Bandaríkjunum skylt að sækjast eftir samningi við nær- liggjandi slökkvilið um gagn- kvæma aðstoð. Samningurinn er á þessa leið: Þessi samningur, sem er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi, hefur margs konar gildi. Fyrst og fremst veitir hann geysilega mik- ið öryggi fyrir íbúa Suðurnesja- svæðisins hvað varðar björgun mannslffa og eigna. Hann veitir slökkviliðsmönnunum sjáifum einnig mikið öryggi þar sem þeir nú vita af þeirri baktryggingu sem samningurinn veitir. Samn- ingurinn er gott fordæmi til allra slökkviliða á landinu, sem mögu- lega geta veitt gagnkvæma aðstoð. Hann eykur samheldni og skiln- ing slökkviliðsmanna gagnvart hver öðrum og hvers annars stað- háttum. Siðan samningurinn var gerður hafa verið haldnar margar æfing- ar og segir f fréttatilkynningu frá siökkviliðunum að nú séu tiltækir á hverjum degi um 100 slökkvi- liðsmenn, 14 stórvirkir dælubflar, yfir 60 tonn af vatni á tankbflum og ýmis önnur tæki og áhöld sem nauðsynleg eru til björgunar og slökkvistarfa. Þessi samningur er gerður milli fjögurra sjálfstæðra slökkviliða en er ekki samningur um sameiginlegar brunavarnir bæjar- og sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Eftir sem áður hafa slökkviliðin þvf fyrst og fremst skyldum að gegna hvert á sínu umráðasvæði og þar af leiðir að ekkert þessara liða má i einu eða neinu slaka á kröfum sínum um áframhaldandi uppbyggingu eldvarna og endurnýjun tækja- kosts sem verður að framkvæma f takt við tfmann, segir í tilkynn- ingunni. Sfðan segir: Ymis mál hafa ver- ið til umræðu á fundum slökkvi- liðsstjóranna og hefur þar borið hæst að bæta þarf stórlega fjar- skiptasamband milli þessara að- ila. Eins og allir vita er oft mjög erfitt að ná sfmasambandi á milli staða hér á Suðurnesjum eins og víða annars staðar. Það skal tekið fram að lögreglan í Keflavfk hef- ur annazt vörzlu brunaútkalls- síma fyrir Brunavarnir Suður- nesja og slökkvilið Miðneshrepps nú um nokkurt skeið og vilja við- komandi slökkviliðsstjórar koma hér með á framfæri opnberlega miklu þakklæti til lögreglunnar fyrir gott og ánægjulegt samstarf, sem ætti að geta verið gott for- dæmi fyrir þá aðila úti á landi sem með vafasömum rökum hafa neitað að annast öryggisþjónustu við samborgara sína og þannig skðþað stórkostlegt neyðarástand. F engu skey ti frá Ford Það er ekki á hverjum degi, sem Islendingar fá skeyti fré forseta Bandarfkjanna. I Philadelphia f Ameríku búa nokkrar fslenzkar fjölskyldur, en þó eru tslendingar þar ekki það fjölmennir að þeir sæju sér fært að fara í skrúðgöngu um borgina á degi íslands í Phila- delphíu, sem var 5. október, en það hafa flestar þjóðir gert í tilefni 200 ára afmælis Banda- rfkjanna á þessu árí. Það var þvf að fslenzk kona, Asta Gunnars Lapergala, ritaði Ford forseta bréf, þar sem hún tjáði honum þetta. Forsetinn svaraði um hæl með skeyti til Ástu og allra Islendinga í Ameríku, og birtist það hér. A degi tslands í Philadelphfu hélt hins vegar Ásta, ásamt Láru Clarke og Guðrúnu Miller, sýningu tengda Islandi og Is- lendingum, og vakti hún mikla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.