Morgunblaðið - 03.11.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1976
23
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Biblfan segir: „Elska skaltu Drottin Guð þinn af öllu
hjarta þfnu.“ Samt notar hún oft orðið „ðttast". Þetta
finnst mér skrýtið.
Orðin „óttast og „ótti“ koma mjög oft fyrir í
Biblíunni í þeirri merkingu, sem þér eigið við í
spurningu yðar, eins og t.d.: „Ótti Drottins er
upphaf þekkingar." Þetta þýðir ekki skelfing, ógn
eða hræðsla, í þeim skilningi, sem við leggjum i
þessi orð. Það merkir virðingu, traust, lotningu,
viðurkenningu á tign og mætti Guðs. Að óttast Guð
er að treysta honum, trúa honum og hlýða honum og
framganga í auðmýkt fyrir augliti hans. Sá, sem
gerir þetta, þarf ekki að óttast neinn mann. Sálma-
skáldið segir: „Guð er ljós mitt og fulltingi, hvern
ætti ég að óttast?“ (Sálm27,l.)
brostnar í gráum leik miskunnar-
lausra örlaga. Svavari entist ekki
aldur til að taka formlega við
þessu starfi, sem hann hófst til af
sjálfum sér og verðleikum sínum
einum saman. 1 þessari ráðstöfun
verður úr því sem komið er að
vera fólgið það traust, virðing og
þakklæti, sem Búnaðarbankinn
færir Svavari á þessari hinztu
stund.
Ég ber ekki kvíðboga fyrir af-
drifum Svavars í nýjum heim-
kynnum. Hann flytur með sér það
veganesti, sem engum hefur
brugðizt og eitt skiptir máli, en
það eru hvorki víxlar né völd,
heldur heilbrigð sál og gott
hjarta.
Ég sendi frú Kristínu og börn-
um þeirra Svavars hugheilar sam-
úðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Stefán Hilmarsson
Við svo stóran missi manns
mfnir þankar vakna.
Lifandi drottinn, lát mig hans
lengi ekki sakna.
Þegar ég fyrst sá þessa vísu, sem
þjóðskáldið sr. Jón Þorláksson á
Bægisá orti um langa-, langa-
langafa minn, sem fórst við Horn-
strandir 1802 liðlega fertugur að
aldri, þá skildi ég ekki, hvað sá
góði klerkur var að fara, hvernig
ver hægt að biðja þess, að sökn-
uður manns eftir góðan dreng
mætti hverfa?
í dag skil ég hann.
Söknuðurinn, sorgin, getur
orðið svo sárbitur, að maður á
ekki annað athvarf en bæn um, að
sá, sem öllu ræður, líkni og græði,
taki burtu söknuðinn, en skilji
eftir minningarnar.
Því minningarnar um traustan
og góðan vin um aldarfjórðungs-
skeið mega ekki hverfa, þótt sorg-
in dofni.
Og hvernig mætti það verða?
Við höfum unnið saman, í mörg
ár arkað saman með æfinga-
töskurnar á Völlinn, svitnað sam-
an við æfingapúlið, keppt á sömu
frjálsíþróttamótunum, nema
þegar hann tók þátt I stórmótum
erlendis, sem ég gat ekki unnið
mér rétt til þátttöku I, glaðst sam-
an yfir góðum árangri, stappað
sfalinu hver í annan, þegar í móti
blés, unnið saman að félags-
málum, spilað saman, skemmt
okkur saman, átt hvor annan að
trúnaðarmanni.
Þótt hann væri aðeins 6 árum
yngri en ég, var ég á árum áður
stoltur af honum sem um son væri
að ræða, þegar hann vann afreks-
verkin hvert öðru glæsilegra á
hlaupabrautinni. Þegar hann var
á keppnisferðum erlendis, sendi
hann mér næturskeyti með ein-
kennilegum talnarunum til þess
að spara gjadeyri í skeytakostnað,
en úr þessum talnarunum las ég
fréttir um ný íslandsmet og unna
sigra, og ég hraðaði mér til móts
við blaðamenn.
Árin hafa liðið, og sex ára
aldursmunur, sem var mikill um
tvítugt, er mun minni eftir
fertugt, og ég hef glaðst yfir vel-
gegni vinar míns, bæði f einkalffi
hans og á starfsvettvangi.
Ég galddist yfir ástrfku hjóna-
bandi hans og því, hve samhent
þau hjón voru í lffshamingju
sinni. Og ég hryggðist með þeim,
þegar sorg og mótlæti bar þeim að
höndum.
Ég gladdist yfir sívaxandi
trausti, sem hann átti að fagna
meðal samstarfsmanna sinna og
af hálfu yfirboðara, enda var það
traust verðskuldað.
Og nú, þegar hann er allur,
situr söknuðurinn, sorgin, eins og
blýþungt farg fyrir brjósti mér.
Þetta farg hefur verið að setjast
:ð sfðustu vikur og mánuði, enda
þótt 'eg hafi allan þennan tíma
fyllst meiri og meiri aðdáun og
undrun á þeirri karlmennsku og
andlegu þreki, sem vinur minn
bar sjúkdóm sinn með.
Þess vegna tek ég undir með
þjóðskáldinu í dag og bið lifanda
Drottin.að hann líkni og græði öll
tregasárin, sem á féllu við svo
stóran missi manns.
Þórður Sigurðsson
I dag er til moldar borinn Svav-
ar Markússon, aðstoðarbanka-
stjóri Búnaðarbanka Islands.
Svavar var fæddur 30. maí 1935 í
Reykjavík, en foreldrar hans voru
Markús S. Einarsson og Anna
Guðmundsdóttir.
Við kynntumst Svavari í barna-
og gagnfræðaskóla og tókust strax
með okkur náin kynni og vin-
skapur, sem hélst fram til hins
sfðasta. Það voru ærsl og fjör ung-
lingsáranna, sem leiddu okkur
saman, auk áhuga á íþróttum, sem
við áttum allir sameiginlegan.
Tókum við þátt i boltaleikjum og
frjálsum fþróttum, öttum oft
kappi saman í íþróttaanda og
skyggði það aldrei á vináttu
okkar, þó að við legðum mis-
munandi íþróttafélögum lið
okkar.
Snemma komu i ljós afburða-
hæfileikar Svavars á hlaupa-
brautinni. Fylltumst við félagarn-
ir kappi og stolti, þegar við fylgd-
umst með íþróttaafrekum hans,
hverju á öðru, sem urðu þjóð-
kunn, þagar hann hnekkti hverju
Islanfsmeti af öðru. Okkur þótti
Svavar verðugur fulltrúi fslensku
þjoðarinnar, þegar hann sótti
Ölympíuleikana f Róm 1960 fyrir
Islands hönd og setti þar enn
Islandsmet, sem var slfkt afrek,
að þvf var fyrst hnekkt tæpum 16
árum síðar. Því er ekki að leyna,
hversu stoltir við vorum ætíð af
íþróttaafrekum Svavars, þótt
hann fengist sjaldnast til að ræða
þau og gerði aldrei mikið úr þeim.
Leiðir okkar tvfstruðust um
tfma, meðan við vorum við nám,
hver á sínu sviði. Við festum ráð
okkar, og Svavar kvæntist eftir-
lifandi konu sinni, Kristfnu
Pálmadóttur, sem prýddi hóp
okkar, þegar við komum saman
með eiginkonum okkar og rifj-
uðum upp minningar bernsku-
áranna. Þá var ávallt glatt á
hjalla.
Það er ekki langt sfðan, að við
vorum öll gestkomandi á heimili
Svavars. Að venju entist ekki
tíminn til að rifja upp gamlar
minningar og ræða framtíðaráætl-
anir. Framtfðin virtist blasa við
okkur. Við vorum allir við bestu
heilsu og nutum lífshamingj-
unnar, sem ekkert virtist geta
skyggnt á. En á skammri stundu
skipast veður í lofti. Skyndilega
tekur Svavar sjúkdóm þann, sem
leiðir hann til bana á stuttum
tíma. Við erum felmtri slegnir.
Ljámaðurinn hefur slegið fyrsta
skarð í hóp okkar, mikllu fyrr en
við höfðum búist við.
Það er erfitt að sætta sig við
það, þegar menn eru kallaðir
burtu á bestu árum ævi sinnar.
Við félagarnir sitjum eftir harmi
lostnir. En við munum halda
hópinn áfram og koma saman við
tækifæri. Þar mun fjölskylda
Svavars, sem hann sýndi ávallt
einstaka hlýju og umhyggju,
njóta virðingar sem fyrr a slíkum
mannamótum munum við merkja
nærveru Svavars og minnast glað-
værðar hans.
Á þessari erfiðu stundu biðjum
við almættið að styrkja eftir-
lifandi konu Svavars, Kristínu
Pálmadóttur og dætur hans tvær,
önnu Elínu og Berglind. Við vott-
um þeim, og öðrum aðstand-
endum, okkar dýpstu samúð.
Æskufélagar.
Kveöja frá stjórn FRÍ
Frjálsar íþróttir á Islandi hafa
misst góðan dreng og dugmikinn
forystumann við fráfall Svavars
Markússonar. Við sem nú störfum
í stjórn Frjálsfþróttasambands ís-
lands höfum misst sannan vin og
félaga, því að erfitt sjálfboða-
starf, sem unnið er í íþróttahreyf-
ingunni þjappar mönnum saman
og oft verður úr þvf einlæg vin-
átta.
Svavar hafði starfað f tæpan
áratug sem gjaldkeri Frjáls-
íþróttasambands Islands er hann
lést, aðeins 41 árs gamall. Störf
hans þar, sem og annars staðar
voru til fyrirmyndar, hvernig sem
á þau var litið. Gjaldkerastarfið
er að sjálfsögðu erfiðast og oft
vanþakklátasfa verkið, sem vinna
þarf hjá fátækum samtökum eins
og Frjálsfþróttasambandið er. En
framkoma Svavars og persónu-
leiki gerði honum þetta létt og þó
að stundum gengi illa að afla fjár
til starfseminnar, var það hóg-
værð og skynsemi 'ávavars, sem
réð oftast úrslitum.
Yfirleitt þykja stjórnarfundir f
félögum og / eða samböndum
þreytandi og stundum bragðlaus-
ir, en hjá okkur í stjórn FRl er
slfku sjaldan til að dreifa. Svavar
átti sinn stóra þátt í því með glað-
værð sinni og jákvæðu viðhorfi til
málanna. Hann hefur nú kvatt
okkur í bili, en við munum ávallt
hafa framkomu hans og glaðværð
f huga, hvort sem við störfum að
málefnum frjálsíþrótta eða á öðr-
um sviðum.
Það er erfitt að sjá á bak góðs
félaga eins og Svavars Markús-
sonar, en meiri er þó söknuður og
sorg eiginkonu, frú Kristínar
Pálmadóttur, barnanna þeirra
tveggja og annarra nákominna
ættingja.
Við sendum Kristínu og börn-
unum einlægar samúðarkveðjur;
sorg þeirra er mikil, en við vitum
að minningin um góðan dreng
mun lifa.
Félagarnir I stjórn
Frjálsíþróttasambands tslands.
Kveðja frá Knattspyrnu-
félagi Reykjavíkur.
Vorið 1950 tók 15 ára KR-ingur
þátt í Drengjahlaupi Ármanns f
fyrsta skipti. Hann varð þriðji í
því hlaupi og fyllti sigursveit KR í
hlaupinu. Þessi ungi maður hét
Svavar Markússon, og hann átti
eftir að verða glæsilegasti hlaup-
ari félagsins á millivegalengdum,
sem varpaði ljóma á félag sitt
bæði á innlendum og erlendum
vettvangi.
Hann tók hraðstfgum framför-
um undir handleiðslu Benedikts
Jakobssonar þjálfara, sem hann
mat mikils, og átján ára gamall
setti hann íslenskt drengjamet f
1500 m hlaupi, nitján ára varð
hann Islandsmeistari á sömu
vegalengd, tvítugur setti hann 2
Islandsmet f 800 m hlaupi á
meistaramóti Rúmeníu í Búka-
rest, komst þar f úrslit og sannaði,
að hann var orðinn gjaldgengur f
keppni með bestu hlaupurum
Evrópu á þessari vegalengd.
Næsta ár, 1956, setti hann
fyrstu íslandsmet sín í 1500 m
hlaupi, auk meta i 1000 m hlaupi,
mfluhlaupi og 200 m hlaupi. Á
árunum 1955—60 setti hann alls
19 Islandsmet á vegalengdum frá
800 m — 2000 m, en átti auk þess
hlutdeild í 5 metum í boðhlaup-
um, þar á meðal landssveitarmeti
í 4x400 m boðhlaupi, sem enn er
óslegið, en það var sett í frægri
landskeppni við Dani í Kaup-
mannahöfn 1956. Fyrsta lands-
keppni sem hann tók þátt f, var
gegn Hollendingum í Reykjavík
1955, og þar sigraði hann í 1500 m
hlaupi. I landsliði átti hann síðan
fastan sess, þar til hann hætti
keppni eftir sumarið 1961.
Islandsmeistari varð hanri 5
sinnum í 800 m hlaupi, 7 sinnum f
1500 m hlaupi, einu sinni í 5000 m
hlaupi og sex sinnum f boðhlaup-
um á árunum 1954—1961.
Frægasta sigur sinn á erlendri
grund vann hann haustið 1957,
þegar hann sigraði í 800 m hlaupi
á minningarmóti um þýska heims-
methafann Rudolf Harbig, en það
mót er árlega haldið f Dresden.
Árið eftir átti hann fimmta
besta tíma í undanrásum 800 m
hlaupsins á Evrópumeistaramót-
inu í Stokkhólmi og setti íslands-
met, 1:50,5 mín., en í milliriðli
gekk honum ekki eins vel.
Enn verður að geta þátttöku
hans f Olympíuleikunum f Róm
1960, en þar setti hann síðasta
Islandsmet sitt í 1500 m hlaupi,
3:47,1 min., sem stóð sem met f 16
ár.
Það gefur auga leið, að slfkum
árangri nær enginn, nema saman
fari mikið upplag og þrotlaus
ástundun.
Svavar æfði lfka allra manna
mest og best á þessum árum, en
engu að sfður lét hann ekki sitt
eftir liggja við félagsstörfin, átti
sæti í stjórn Frjálsiþróttadeildar
KR um margra ára skeið.
Eftir að hann hætti keppnis-
þjálfun og keppni, tók hann upp
þráðinn sem forystumaður á vett-
vangi frjálsfþrótta, og hafði setið í
stjórn Frjálsíþróttasambands Is-
lands á annan tug ára, þegar han
lést aðfaranótt 28. október sfðast
liðinn, langt um aldur fram og
harmdauði öllum, sem þekktu
hann. Sárastur mun þó harmur
kveðinn að eiginkonu og dætrum
hans, og sendum við, félagar hans
i Knattspyrnufélagi Reykjavíkur,
þeim og öðrum nánustu ástvinum
hans hugheilar samúðarkveðjur.
Megi það verða þeim huggun,
að eftir lifir minningin um sann-
an íþróttamann i þess orðs besta
skilningi.
Kveðja frá
Starfsmannafélagi
Búnaðarbanka íslands.
Vorið 1955 kom til sumarstarfa
í Búnaðarbanka tslands tvftugur
nýútskrifaður kennari, Svavar
Markússon að nafni.
Hann réðst til starfa f vixladeild
bankans og ávann sér þegar álit
sem góður starfsmaður og góður
samstarfsmaður.
Næstu 2 vetur kenndi hann, og
vann í bankanum á sumrin, en
það álit, sem hann ávann sér hér,
hlaut óhjákvæmilega að leiða til
þess, að sóst yrði eftir auknum
störfum hans, þannig að veturinn
1957—58 var hann hér í hálfu
starfi samhliða kennslunni, og
loks var hann fastráðinn til fullra
starfa í bankanum 1. nóvember
1958. Hann varð fulltrúi i víxla-
deild 1963, deildarstjóri í sömu
deild 1. ágúst 1967, sérstakur full-
trúi bankastjórnar 1. janúar 1974,
og loks var hann valinn til að taka
við starfi aðstoðarbankastjóra,
þegar í fyrsta skipti var valið f
þær stöður f þessum banka síðast
liðið sumar, en örlögin réðu því,
að til þeirra starfa komst hann
ekki.
Samstarfsmenn hans setti
hljóða, þegar sú harmafregn barst
morguninn 28. október sfðast lið-
inn, að Svavar hefði látist um
nóttina. Allir höfðu vonað, að sá
erfiði sjúkdómur, sem hann bar
af svo miklu æðruleysi, sleppti
honum úr greipum sér, svo að
hann ætti afturkvæmt til starfa.
Eftirlifandi eiginkona hans og
dætur eiga nú samúð okkar alla.