Morgunblaðið - 03.11.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1976
31
Margir erfiöir leikir
GETRAUNAÞÁTTUR
MORGUNBLAÐSINS
ÁRANGURINN af sfðasta seðli
gefur ekki tilefni til nokkurs for-
mála að þessu sinni og er öll um-
ræða um hann hér með úr
sögunni.
Arsenal — Birmingham.
Tvöfaldur 1 eða X
Arsenal hefur tapað mörgum af
síðustu leikjum sfnum, en þess
ber þó að geta, að flestir hafa þeir
verið á útivelli. Spáin er sú að
þeir rétti nokkuð úr kútnum og
sigra Birmingham (2—1) en til
vara tippum við á jafntefli (1—1)
Aston Villa — Manchester Utd.
Tvöfaldur 1 eða X
Aston Villa er með erfiðari
liðum heim að sækja en gestum
þeirra að þessu sinni hefur lítið
gengið f deildinni undanfarið og
er þvf aðalspáin heimasigur
(3—2). Til vara er jafntefli
(2—2) ef Manchester liðinu
gengur illa gegn Juventus f miðri
viku, gæti það orðið hvatning ti!
að gera betur í deildakeppninni.
Bristol C. — Coventry X
Þetta er jafnteflislegur leikur.
Bristol-liðinu gengur illa að knýja
fram sigra og Coventry er vand-
sigrað. Jafntefli (0—0).
Everton — Leeds Utd. X
Þessi leikur er sömuleiðis jafn-
teflislegur en aðeins tvö sig skilja
á milli þessara liða í deildinni.
Jafntefli en varla verður mikið
skorað (1—1)
Ipswich — WBA 1
Ipswich hefur nú unnið fimm
leiki f röð og ógna þeir nú efstu
liðunum. Spáin er sú að sigur-
ganga liðsins rofni ekki á laugar-
dag. Heimasigur (2—0)
Leicester — Norwich 1
Á pappfrnum ætti Leicester
ekki að eiga í erfiðleikum með
slakt lið Norwich þar eð þeir hafa
tekið upp á þeirri nýlundu að
sigra í leikjum sfnum í stað jafn-
teflanna. Heimasigur (3—0)
Manchester C. — Newcastle 1
Manchester City er nokkuð
tryggt heimalið og er spáin sú að
þeir sigri annars nokkuð gott lið
Newcastle en varla þó eins stórt
og nágrannar þeirra í deilda-
bikarnum f sfðustu viku. Heima-
sigur (3—2)
QPR — Derby 1
Bæði þessi lið hafa valdið
áhangendum sfnum nokkrum
vonbrigðum með misjafnri
frammistöðu og alveg sérstaklega
Derby. Bæði eiga þessi lið erfiða
leiki á heimavöllum sfnum í
UEFA-keppninni, QPR gegn
Slovan Bratislava og Derby gegn
AEK frá Aþenu. Spáin er sú, að
QPR nái toppleik og vinni Derby
örugglega. Heimasigur (4—1).
Stoke C. — Middlesboro. Tvö-
faldur 1 eða X
Það er erfitt að skella Stoke á
heimavelli þeirra og er vafasamt
að M.boro geri það en þeir gætu
klórað í jafntefli með sinni ellefu
manna vörn. Heimasigur eða jafn-
tefli, og þá hinar sfgildu M.boro
tölur 1—0 eða 0—0.
Sunderland — Liverpool. Tvö-
faldur 1 eða 2
Þeir gerast varla tvísýnni. Leik-
menn Sunderlands, sem á laugar-
daginn var unnu sinn fyrsta
deildasigur á vetrinum, munu
leggja mikið á sig til að fylgja
eftir þeim sigri. Liverpool er hins
vegar frægt orðið fyrir seigluna
og heppnina á útivöllum og er það
mikil óheppni Sunderlands að
þurfa endilega að mæta Liver-
poool á þessu stigi. Spáin er sú að
ekki verði jafntefli, heldur vinni
annað liðið naumlega. Heimasig-
ur eða útisigur, i báðum tilvikum
1—0.
West Ham — Tottenham 2
Maður er farinn að halda, að
West Ham kunni ekki að vinna
leiki, en Tottenham hefur þó að
minnsta kosti sýnt tilburði annað
veifið og varla fá þeir betra tæki-
færi til að skora slatta af mörkum
heldur en gegn þvf ginnungagapi
sem West Ham „vörnin" er. Uti-
sigur (1—3).
Hull C. — Blackpool. X
Það er erfitt að segja eitthvað
spaklegt um þessa viðureign og
ætla ég þvf að sleppa þvf en spá
um leið jafntefli (1—1)
—gg-
Jóhann
Kjartansson
sigraöi á
Akranesi
HINN ungi og efnilegi badmin-
tonmaður úr TBR, Jóhann
Kjartansson, sannaði um helgina
að sigur hans f úrtökumótinu á
dögunum var engin tilviljun, er
hann bar sigur úr býtum f einliða-
leik á opnu móti sem Badminton-
ráð Akranes gekkst fyrir f
Iþróttahúsinu á Akranesi. Sigraði
Jóhann félaga sinn Sigfús Ægi
Arnason f úrslitaleik 15—3, 5—15
og 15—12.
A mótað á Akranesi vantaði
reyndar nokkra úr hópi beztu
badmintonspilaranna, þeirra á
meðal Islandsmeistarann Sigurð
Haraldsson og þá Harald Korne-
lfusson og Steinar Pedersen.
Mættu aðeins sex keppendur úr
Reykjavfk til mótsins á Akranesi,
og olli það nokkrum vonbrigðum
ekki sfzt vegna þess að búist var
við góðri þátttöku. Nú styttist óð-
um til Norðurlandamótsins og þvf
hefði mátt teljast lfklegt að bad-
mintonfólkió notaði hvert tæki-
færi til þess að fá keppni.
A mótinu á Akranesi sigraði
Jóhann Kjartansson fyrst Hörð
Ragnarsson, lA 15—2 og 15—9 og
síðan Friðleif Stefánsson 15—12
og 15—lO.Sigfús Ægir keppti
fyrst við Eirík Ólafsson, KR og
vann 15—4 og 15—10 og síðan
Jóhann Kjartansson — sigraði á
opna mótinu á Akranesi
keppti Sigfús við Jóhannes
Guðjónsson og sigraði eftir tvf-
sýnan leik 17—15 3—15 og
15— 12.
1 tvíliðaleik báru hins vegar
Akurnesingrnir Hörður og
Jóhannes sigur úr býtum.
Sigruðu þeir Friðleif Stefánsson
og Eirík Ólafsson í úrslitaleik
16— 17 15—3 og 15—12.
Fyrirhuguð var keppni í
kvennaflokki, en hún féll niður
vegna þátttökuleysis.
Næsta laugardag 6. nóvember
vefur haldið opið unglingamót á
Akranesi. Keppt verður f einliða
og tvfliðaleik í öllum flokkum ef
næg þátttaka fæst. Mótið hefst kl.
11.30 og stendur fram eftir degi.
Má f þvísambandi geta þess að
Akraborgin fer frá Reykjavfk kl.
10 um morguninn og kl. 17 frá
Akranesi. Þátttökugjald í móti
þessu er kr. 600,00 fyrir einliða-
leik og kr. 300,00 fyrir tvíliðaleik
og verða allir þeir sem^láta skrá
sig að greiða þátttökugjaldið.
Úrslitin tvísýn
Framhald af bls. 1.
sigurvegari við blaðamenn þegar
hann fór flugleiðis til Atlanta frá
Plains í Georgíuríki í flugvél
sinni „Peanut One“. Hann talaði
um áætlanir sem ríkisstjórn
Carters mundi vinna að og sagði
að hann yrði að að velja ráðherra
úr hópi 75 manna sem kæmu til
greina.
Starfsmenn kosningabaráttu
Carters voru bjartsýnir á að sigur
í þremur mikilvægum ríkjum:
New York þar sem kosið er um 41
kjörmann, Pennsylvaníu þar sem
kjörmennirnir eru 27 og f Ohio
þar sem kjörmennirnir eru 25.
Tölur bentu til þess að Carter
hefði forskot f öllum landshlut-
um: á austurströndinni, í Suður-
ríkjunum og í miðvesturríkjun-
um og vesturríkjunum þar sem
forskotið var minna.
Þegar 14% atkvæða höfðu verið
talin var staðan þessi:
Ford 5.700.000, Carter 6.200.000
og McCarthy 32.000. Carter hafði
þá fengið 127 kjörmenn en Ford
20 (til að fá meirihluta að kjör-
mannasamkundunni sem form-
lega kýs forsetann þarf 270 at-
kvæði.)
I ríkisstjórakosningunum voru
repúblikanar kosnir í stað demó-
krata f lllinois og Delaware en
demókratar í stað repúbikana í
West Virginia og North Carolina.
Sigur John D. Rockefellers í
West Virginia vakti hvað mesta
athygli.
í kosningunum til öldunga-
deildarinnar héldu Edward
Kennedy frá Massachusctts og
Lloyd Bentsen frá Texas sætum
sínum.
1 kosningunum til fulltrúa-
deildarinnar höfðu demókratar
tryggt sér 285 sæti samkvæmt
spám en rcpúblikanar 149. Þar
með bæta repúblikanar við sig
fjórum sætum.
1 kosningunum til öldunga-
deildarinnar sigraði Patrick
Moynihan í New York og Hubert
Humphrey íMinnesota.
0 Metkjörsókn
Samkvæmt síðustu skoðana-
könnun Gallups hafði Ford 1%
meira fylgi en Carter, en sam-
kvæmt skoðanakönnun Louis
Harris hafði Carter 1—4% meira
fylgi en Ford.
Metkjörsókn var víða spáð og
það var talið góðs viti fyrir
demókrata. I Kaliforníu var búizt
við að kjörsóknin yrði 85% og
kbsningastarfsmaður í Hollywood
sagði: „Þetta er mesta kjörsókn
sem ég hef séð." Kjörsókn var
líka mikil f New York-borg, þar
sem kosningastarfsmaður tók f
sama streng og félagi hans í
Kaliforniu. Hann kvaðst „ekki
hafa séð aðra eins kjörsókn árum
saman.“
1 IUinois var því spáð að kjör-
sókn yrði 74% og kosningarnar
gengu greiðlega í fjölmennustu
borginni þar, Chicago. Sömu sögu
var að segja frá Cleveland i Ohio,
en bæði þessi ríki voru talin
mikilvæg báðum frambjóðendum.
Embættismaður i
Massaehusetts sagði að kjörsókn
þar hefði verið „ótrúlega mikil"
og gæti slegið fyrri met. Fréttir
um mikla kjörsókn bárust einnig
frá New Jersey og Washington
D.C.
0 Táraðist
Ford forseti og Betty kona hans
kusu í skólahúsi i Grand Rapids í
Michigan og forsetinn sagði: „Við
erum mjög bjartsýn." Hann grét
þegar hann var viðstaddur af-
hjúpun veggmyndar í flugstöð
bæjarins er á að sýna lífsferi
hans og kvaðst ekki eiga nógu
sterk orð til að lýsa þakklæti sínu.
Reyndir fréttamenn minnast þess
ekki að hafa séð forsetann eins
viðkvæman.
Carter og Rosalynn kona hans
kusu ásamt vinum og nágrönnum
í Plains i Georgíu. „Ég kaus Walt-
er Mondale og meðframbjóðanda
hans,“ sagði Carter. Mondale kaus
í Afton, Minnesota og kvaðst hafa
kosið „Jimmy Carter og meðfram-
bjóðanda hans.“
Carter kvaðst feginn því að
kosningabaráttunni væri lokið og
taldi sig og Mondale hafa gert sitt
bezta. Talsmaður Carters lét í ljós
ánægju með kjörsóknina, sem er
ólíkt meiri en í forsetakosningun-
um 1972, þegar aðeins 55% kós-
enda neyttu atkvæðisréttar síns. I
kosningunum í dag var jafnframt
kosið um alla 435 þingmenn full-
trúadeildarinnar, 33 þingmenn
öldungadeildarinnar af 100, 14
rikisstjóra og embættismenn á
ýmsum stöðum.
Danmörk:
Ráðstafanir verði gerð-
ar í atvinnumálum
Kaupmannahöfn 2. nóv. NTB.
FORMAÐUR í dönsku verkafýðs-
satökunum, Thomas Nielsen,
lagði til í dag, að Danir leiddu í
lög kreppulöggjöf sem gilti i þrjú
ár og gæti tryggt atvinnu fyrir
þúsundir atvinnuleysingja í
landinu með þvi að ríkið legði
frarn fjármagn til styttingar
vinnutimanum og lengingar
leyfa.
„Það verður að grípa til
sérstakra ráðstafana og það fyrr
en sfðar,“ segir Nielsen i samtali
við Berlingske Tidende í dag. „I
staðinn fyrir atvinnuleysisbætur
verður að reyna að koma fólki í
starf. En gæta verður þess að fjár-
magn sem veitt yrði í þessu skyni
rynni aðeins til fyrirtækja sem
"b
HÁHYRNINGSDÝNUR —
Starfsmenn Péturs Snæ-
lands hf. unnu í gær að
framleiðslu á stærstu dýn-
um, sem þeir hafa gert til
þessa. Þetta eru háhyrn-
ingsdýnur, sem nota á við
flutning háhyrnanganna
tveggja í Sædýrasafninu til
Hollands og Bandarikj-
anna. Dýnurnar eru 5
metra langar, Vá metri á
breidd og 40 cm. þykkar.
geta aukið umsvif sín. Þá er
upplýst að dönsku verkalýðssam-
tökin hafa kvatt til fundar þar
sem tillögudrögin verða lögð fram
til umfjöllunar.
— Systkin
Framhald af bls. 32.
götu. 1 gærkvöldi var vitað, að
pilturinn hafði hlotið lærbrot og
handleggsbrot, en hjálmur kom í
veg fyrir höfuðmeiðsl. Stúlkan
var ekki með hjálm, og hlaut hún
höfuðmeiðsl og handleggsbrotn-
aði. Hvorugt þeirra er talið lífs-
hættulega slasað.
Ljósm. RAX.
Ford vann á
Harry’s Bar
Parfs, 2. nóvember.
Reuter.
FORD forseti vann nauman
sigur á Harry’s Bar, frægum
stað f Parfs sem Bandarfkja-
menn búsettir erlendis
sækja mikið.
Forsetinn fékk 277 af 558
sem greidd voru, þremur
fleiri en Jimmy Carter sem
fékk 274 atkvæði. Eugene
McCarthy fékk sjö.
Urslit f slfkum kosningum
á Harry’s Bar, sem Ernest
Hemingway sótti á eina tíð,
hafa alltaf verið samhljóða
úrslitum sjálfra for-
setakosninganna.
... og í Dixville
Washington, 2. nóvember.
Reuter
FORD forseti sigraði f þrop-
inu Dixville f New
Hampshire þar sem sigur-
vegarar f öllum forseta-
kosningum nema kosn-
ingunum 1972 hafa tapað.
Ford hlaut 12 atkvæði,
Jimmy Carter 11 og Eugene
McCarthy eitt atkvæði en
eitt atkvæði var ógilt. Kjör-
sókn var 100%.
— Rhódesía
Framhald af bls. 1.
Chatanga. Sjöundu búðarnar sem
ráðizt var á voru í Changara, bæ
við aðalveginn meilli hafnar-
borgarinnar Beira og orkuversins
Cabora Bassa við Zambesi-fljót.
1 Genf komust viðræðurnar um
framtíð Rhódesíu á mikilvægt stig
í dag er reynt var í fyrsta skipti að
ákveða dagsetningu valdatöku
meirihlutastjórnar blökkumanna.
Fundirnir i dag voru taldir geta
ráðið úrslitum um afdrif ráðstefn-
unnar.
Ian Smith forsætisráðherra
hefur verið tregur til að fallast á
ákveðna dagsetningu og ætlar
heimleiðis á morgun en brottförin
getur dregizt. Hann lofaði í dag að
koma aftur ef tekizt yrði á við
vandann f Genf. Leiðtogar
blökkumanna krefjast þess að
blökkumenn fái sjálfstæði 1.
september 1977.
Eftir fundina í dar vu
fulltrúarnir ekkert segja um dag-
setningu sjálfstæðisins. Blökku-
mannaleiðtogarnir Sithole og
Nkomo sögðu að ekkert hefði mió-
að f samkomulagsátt, en Mugabe
og Muzorewa voru lá öðru máli.
— 92 millj. kr.
Framhald af bls. 32
4.5 millj. kr., Grindvikingur GK
seldi 101 lest fyrir 6.9 millj. kr„
Hilmir SU seldi 96.6 lestir fyrir
6.6.millj. kr„ Sæbjörg VE seldi
74.4 lestir fyrir 5.1 millj. kr„ Al-
bert GK seldi 101 lest fyrir 6.9
millj. kr„ örn KE seldi 95.7 lestir
fyrir 6.6 millj. kr„ Svanur RE
seldi 38.7 lestir fyrir 2.6 millj. kr„
Sæberg SU seldi 68.6 lestir fyrir
4.5 millj. kr„ Hákon ÞH seldi
114.4 lestir fyrir 7.7 millj. kr. og
Reykjaborg RE seldi 105.7 lestir
fyrir 7 millj. kr.
I gær seldu Svanur RE 39.6
lestir fyrir 2.7 millj. kr. (afgangur
frá í fyrradag), Bjarni Ólafsson
AK 116 lestir fyrir 8.1 millj. kr„
Keflvíkingur KE 67 lestir fyrir
4.6 millj. kr. og óskar Halldórsson
RE 83 lestir fyrir 6 millj. kr.
LJósm. Mbl. Ól. K. Magn.