Morgunblaðið - 03.11.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÖVEMBER 1976
7
IKommúnistar
áttavilltir?
Þórarinn Þórarinsson.
gerir nokkra úttekt á
stöSu AlþýSubandaiagsins
í forystugrein Timans i
gær og kemst aS þeirri
niSurstöSu aS kommún-
istar hér á íslandi séu
áttavilltir nú um stundir.
Þórarinn segir m.a.:"
„ÞaS hefur tekiS Al-
þýSubandalagiS mörg ár
aS sjóSa saman nýja
stefnuskrá, sem er svo
furSulega óljós og
óákveSin. aS hún gæti
jafnt gagnazt dulbúnum
kommúnistaflokki og
borgaralegum sósial-
demókratiskum flokki.
Menn geta þvi illa dæmt
af stefnuskránni hvers
konar flokkur AlþýSu-
bandalagiS er. Alveg hiS
sama gildir orSiS um ÞjóS-
viljann sem pólitískt mál-
gagn. Innan innsta hrings-
ins virSist rikja alger átta-
villa um þaS. hvert stefna
skuli. Ragnar Arnalds, for-
maSur flokksins, fór til
Rómar á siSastliSnu sumri
og virSist eftir þaS mjög
hrifinn af stefnu
Berlinguer hins italska,
sem er fólgin i þvi aS
sækjast eftir samstarfi viS
stærsta ihaldsflokkinn og
sætta sig þvl viS þátttöku
i Nato og bandariskar her-
stöSvar. Kjartan Ólafsson,
annar ritstjóri ÞjóSviljans,
svarar Ragnari óbeint i
blaSinu 1 7. okt. slSastliS-
inn, þar sem hann segir,
aS ekki megi slaka á
fyllstu kröfum I herstöSv-
armálinu né „hvika frá
hinum sósialiska grund-
velli." Af þessum mis-
munandi viShorfum Rag-
ars og Kjartans má ráSa,
aS ómögulegt er aS átta
sig á þvi, hvers konar
flokkur AlþýSubandalagið
verSur eða hvaða stefnu
ÞjóSviljinn muni þjóna í
framtiðinni."
Aðhald með
einokunar-
starfsemi?
Visir fjallar í forystu-
grein i gær um einokunar-
starfsemi og drottnunar-
aSstöðu I atvinnulif inu og
kemst að þeirri niður-
stöðu að nauSsynlegt sé
aS reisa skorður við óeSli-
legri hringamyndun. Er
m.a. frá því skýrt i for-
ystugrein Visis. aS hlut-
deild samvinnuverzlunar i
heildarverzlun lands-
manna sé 24—25%,
samvinnuhreyfingin hafi
um 45% allrar oliuverzl-
unar i sinum höndum og
allt að 60% allrar smásölu
utan Reykjavikur. Þetta
eru óhugnanlegar tölur og
hljóta aS vekja upp spum-
ingar um það. hvort nauS-
synlegt kunni aS vera aS
taka upp eftirlit með hlut-
deild samvinnuhreyfingar-
innar í einstökum at-
vinnugreinum. Annars
segir Vísir m.a. i forystu-
grein sinni um þetta efni:
„Einokunarstarfsemi i at-
vinnulífi er ekki sist
hættuleg. þegar hún teng-
ist beint ákveSnum stjóm-
málaflokkum. Ungir fram-
sóknarmenn bentu á þaS
fyrir skömmu i forystu-
grein f Timanum, aS for-
ysta Framsóknarflokksins
yrði i eitt skipti fyrir öll að
viSurkenna bein fjárhags-
leg tengsl flokksins og
samvinnuhreyfingarinnar.
Nefnd voru ýmis dæmi i
þessu sambandi.
Vist er, að þaS eru fleiri
en ungir framsóknar-
menn, sem vilja draga
þennan þátt i sameigin-
legri starfsemi samvinnu-
hreyfingarinnar og Fram-
sóknarflokksins fram i
dagsljósiS. Ekki er unnt
að horfa framhjá þeirri
staðreynd, aS hér er um
aS ræSa fyrirtækjasam-
steypu. sem lýtur fámenn-
isstjóm og nær yfir öll
sviS atvinnu- og við-
skiptalifs, auk pólitiskrar
aSstöðu.
Benda má á i þessu
sambandi, aS láta mun
nærri aS hlutdeild sam-
vinnuverslunar í heildar-
verslun landsmanna sé 24
til 25%. Á einstökum
sviðum er þetta hlutfall
miklum mun hærra. Þann-
ig er þvi sem næst 45%
allrar oliuverslunar i
höndum þessa sama aðila
og allt að 60% allrar smá-
sölu utan Reykjavíkur.
Hér er aðeins um að
ræSa einn þátt atvinnu-
starfseminnar. Fámennis-
stjóm samvinnuhreyfing-
arinnar ræður einnig á
sviSi samgöngumála stóru
skipafélagi, flugfélagi og
ferSaskrifstofu. Í peninga-
málum ræður stjómin
þeim banka, sem vaxiS
hefur örast á undanföm-
um árum. Völd þessarar
fámennisstjórnar ná
einnig yfir umfangsmesta
iðnrekstur i landinu, fisk-
vinnslu og meginhluta af-
urðasölu landbúnaðar
vara.
Við þetta bætast svo
hin pólitisku tengsl, sem
ungir framsóknarmenn
hafa bent á aS væru fyrir
hendi. i þessu sambandi
má minna á, aS skömmu
eftir að viðskiptaráSherra
ákvað að setja innflutn-
.ingshöft á kex til að draga
úr gjaldeyriseyðslu til-
kynnti Sambandið, að þaS
hefði verið ákveðið að
reisa kexverksmiðju.
Brynjólfur
Bjarnason
í siðasta kafla Stak-
steina í gðer féll niður
nafn þess, sem þar var
vitnað til, en það var hinn
gamalkunni foringi
kommúnista á jslandi,
Brynjólfur Bjarnason.
Hringborð (1 10 cm) f brúnu og grænu með stækkunarplötu
Hin vinsælu eldhúsborðarstærð (95 cm) með stækkunarplötu
í brúnu og grænu.
Fimm gerðiraf stólum
Einnig nýkomin sending af bólstruðum pinnastólum.
Tvær gerðir af hringborðum og ein tegund af köntuðum borðt
Vörumarkaðurinn hf.
Ármúla 1 A Sími: 81680
NÝKOMIÐ
borðstofuborð — stólar
Vörumarkaðurinn hf.
Ármúla 1A.
HHIIJIIIH
ELECTROLUX
Z30S
ryksugan hefur
★ 800 watta mótor
if Dregur snúruna inn í hjól-
ið
if Hún sýnir hvenær pokinn
er fullur
if Aðeins kr. 36.500.—
húsg.dcild s. 86-112. MaUörudcild s 86-111, vcfn-
aöarvörud. s. 86-113. Hcimilistrkjadcild s.
81680.
BÁTALÓN
/*k£
Sími 50168 - 52015
Getum nú boöiö með stuttum
fyrirvara á hagstæðu verði ef
samið er strax, POWÁMARINE
bátavélar 77, 108, 120, 150 og
180 ha. svo og Ijósavélar með
öllum fylgihlutum til niðursetn-
ingar.
NYOG
LAIISN
Álplötur,
seltuvarðar, með
innbrenndum litum.
Framleiddar af Nordisk
Aluminium %, Noregi.
Norsk gæðavara.
Nýtískulegt útlit og uppsetning auðveld.
Reynist vel við íslenskar aðstæður. Leitið nánari
upplýsinga og kynnið ykkur möguleikana.
INNKAUP HF
ÆGiSGÖTU 7 REYKIAVfK. SfMl 22000-PÓSTHÓLF 1012
TELEX 2025 SÖLLSTIÓRI: HEIMASÍMI 71400.