Morgunblaðið - 03.11.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.11.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1976 t Eiginmaður minn, JÓN BRYNJÓLFSSON endurskoSandi Rauðalæk 40 andaðist 1. nóvember Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Sigurðardóttir. t Móðir okkar VIGDÍS STEINGRÍMSDÓTTIR andaðist 2 nóvember Steingrfmur Hermannsson Pálfna Hermannsdóttir. t SKÚLI H. MAGNÚSSON Rauðagerði 56 andaðist 1 nóvember s.l Eiginkona, böm og tengdaborn t Eiginmaður minn, faðir okkar og fóstufaðir JÓHANNES TEITSSON húsasmfðameistari andaðist að Hrafnistu 1 þ.m Þóra Guðmundsdóttir, synir og fósturdóttir hins látna t Maðurinn minn og faðir okkar GUNNAR PÉTURSSON er látinn Útför hefur farið fram i kyrrþey samkvæmt ósk hins látna Olga Ásgeirsdóttir. Gunnar B. Gunnarsson. Ólafur Gunnarsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför SIGURJÓNS JÓNSSONAR frá Djúpadal. Ragnheiður Rögnvaldsdóttir Júlfana Sigurjónsdóttir. t Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, PÁLS ÓSKARS GUNNARSSONAR, vélstjóra, Hlfðarvegi 42. Kópavogi Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki, Heilsuverndar- stöðvarinnar, við Barónsstlg Fyrir mlna hönd, föðurs, systkina og annarra vandamanna, Margrét Eirfksdóttir. t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, KARL EINARSSON Boragarhrauni 11, Grindavfk verður jarösunginn föstudaginn 5. nóvember frá Fossvogskirkju kl. 1 30 Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjartavernd Eva Pétursdóttir Sigursteinn Smári Karlsson Jóhanna Ingvadóttir Ingveldur Lára Karlsdóttir Guðmundur Jónsson Einar Karlsson Eva Birgitta Karlsdóttir Pétur Karl Karlsson Minning: Svaoar Markússon aðstoðarbankastjóri F. 30. maí 1935 D. 28. okt. 1976 Svavar dáinn, þessi tíðindi voru í senn ótrúleg og lamandi, og þó, þeir sem best þekktu til vissu með nokkrum fyrirvar að hverju stefndi. Okkar kynni hófust síðla árs 1955 þegar ég hóf æfingar í hlaup- um hjá K.R. Þá tók Svavar þenn- an orðhvata og sjálfumglaða ung- ling undir sinn verndarvæng og leiddi hann fyrstu skrefin á hlaupabrautinn, og héldust þau kynni alla tíð síðan, án þess að skuggi á félli. Minningarnar frá þessum árum eru svo margar, að það er nær ótæmandi efni að skrifa um. Þó eru mér árin sem við hlupum saman á æfingum og í keppni minnisstæðust. Sex daga vik- unnar allan ársins hring var hlaupið. A veturna frá Iþrótta- húsi háskólans, þar sem Benedikt Jakobsson þjálfari okkar hafði bækistöð sín. A sumrin var haldið til á Melavellinum. Oft var kalt á vetradegi að hlaupa út í myrkrið á kvöldin, en aldrei var neinn bilbug á Svavari að finna, og kom þá einna greini- legast I ljós hversu mikið karl- menni Svavar var. Ekki bar hann það utan á sér, hár og grannur, og virkaði ekki sterkur. Annað kom svo f ljós þegar á reyndi, kom þar til hans mikla skap, sem hann bar ekki með sér hversdagslega, og svo var Svavar nær undantekningarlaust í góðri þjálfun. En fyrst og fremst verður Svav- ars minnst sem hins trausta og heiðarlega manns sem ekki mátti vamm sitt vita í neinu, og hafði allt í reglu hins fædda snyrti- mennis. Á keppnisferli sinum var Svavar ætíð mjög sigusæll, og í þeim landskeppnum sem hann tók þátt I fyrir ísland, sigraði hann f einni eða fleiri hlaupa- greinum, með einni undantekn- ingu á árunum frá 1955 til 1961. Og alltaf stóð Svavar sig best þegar mest á reyndi. Sem dæmi skal nefnt að Svavar setti nær öll sín fslandsmet, en þau voru mörg, erlendis í keppni við bestu menn sem til voru á þeim tfma, og ekki man ég eftir að hann þyrfti nokk- urn tíma að afsaka árangur sinn f keppni erlendis, sem landanum er þó svo tamt. Svavar á tvö óslegin Islandsmet í dag, í míluhlaupi sett 1957 og í þúsundmetrum sett 1958. Eftir að Svavar hætti keppni 1961, tók hann að vinna að félags- málum F.R.I., og gerði það til dauðadags. Það hefur oft verið sagt að miklir fþróttamenn væru mis- heppnaðir á öðrum sviðum lffsins, en ég tel að Svavar hafi sannað að þetta sé þjóðsaga sem komið hef- ur verið af stað af fólki sem ekkert þekkir til. Svavar var afburða vel látinn í störfum sínum hjá Búnaðar- bankanum, og í einkalífi hefur hann verið hamingjumaður. Mörgum mun kannski finnast að hér sé fullmiklu lofi hlaðið á einn mann, þó látinn sé, en ég tel að seint verði Svavar oflofaður af okkur hans gömlu vinum og fé- lögum. Ég og fjölskylda mín sendum frú Kristínu og dætrum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristleifur Guðbjörnsson. Sagt hefur verið, að þeir, sem berjast saman á vígvelli, tengist traustum böndum, en miklu nán- ari tengdir takist þó með þeim mönnum er vinna langtfmum að sömu verkum. Þetta mun margur hafa reynt og geta tekið undir þótt ekki sé einhlítt fremur en annað, sem rætur á í mannlegum tilfinningum. Samverkamenn og aðrir förunautar eru hver öðrum ólíkir og á langri leið verða sumir manni leiðir og hverfa sýnum. Svipir annarra verða hugstæðir, taka á sig geðfellda mynd og kær- komna til upprifjunar og sam- neytis. En slfkar myndir eru oftast hálfkaraðar f hugskoti manna unz til þeirra tfðinda dregur á vegi samferðamannsins, að hann er burt kallaður af þessum heimi. Þá fyrst taka þær á sig skýrt og full- mótað form, þá tregablöndnu endurminningu, sem við varir. Þess er að vænta þegar lfður að ljósaskiptum f lífi manna hér, að þeir geymi með sjálfum sér fáein- ar slfkar hugstæðar myndir lið- inna förunauta úr dagsins önn. Svo er um þann, sem þetta ritar. Enda þótt minningin um Svavar Markússon sé naumast fullmótuð svo skjótt og óvænt sem fráfall hans bar að höndum, hygg ég að hann muni fyrir margra hluta sakir verða mér minnis- stæður um flesta menn fram. Kynni mín af Svavari voru ekki umtalsverð fyrr en hann tók ung- t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður og tengdamóður, LÁRU HILDAR ÞÓRÐARDÓTTUR Strandaseli 9. Árni Ketilbjamar, Erna Árnadóttir, Þór Þorsteinsson. Katla Árnadóttir, Pétur Jónsson. Tilkynning Vegna jarðarfarar Svavars Markússonar, aðstoðarbankastjóra verður aðalbankinn, Austurstræti 5 lokaður í dag frá kl. 13 — 14:45. Búnaðarbanki íslands. ur að árum við hina vandasama og umfangsmikla starfi deildarstjóra víxladeildar Búnaðarbankans. Mér fannst maðurinn strax geð- þekkur og gæfusamlegur og það kom fljótt ádaginn, að hann var mikils trausts verðugur, hann bæði skildi og kunni verkefni sín til fullrar hlítar. Allar götur síðan og fram til þess dags að hann varð að hopa fyrir alvarlegum sjúk- dómi á s.l. vori var samstarf okkar mikið og náið og minnist ég þess ekki, að nokkru sinni bæri þar skugga á, enda þótt oft væri þrút- ið loft og þungur sjór í peninga- málum á þessum árum og mökkur margslunginna viðfangsefna myrkvaði okkur sýn um sinn um þær vandrataðar leiðir. Það var gott að hafa Svavar við hlið sér á slíkum stundum, því að maðurinn var stilltur vel og hógvær, en fljótur, glöggur og liðtækur f bezta lagi við vandasamar ákvarð- anir. Það fór ekki hjá því, að verk- efni hlóðust á Svavar Markússon umfram það sem starf hans gerði ráð fyrir, og leiddi til þess að sfðustu árin gegndi hann jafn- framt fulltrúastarfi hjá banka- stjórn. Reyndist hann í því starfi ómetanlegur styrkur fámennri bankastjórn vegna yfirgripsmik- illar þekkingar, ekki einasta á málefnum bankans, heldur og högum og háttum viðskiptamanna hans. Ekki duldist það heldur að Svavar hafði næman skilning á þeirri almennu afstöðu og stefnu, sem höfð hefur verið að leiðar- ljósi í stjórn bankans um Iangt skeið. Það er nokkuð almennt álit að allur vandi af stjórn meiri háttar stofnana hvíli á herðum forráða- manna einna, þeirra sem ábyrgð- ina bera. Ekki skal því mótmælt að þeirra vandi sé stór og afger- andi, en þó vill mönnum yfirsjást að stundum er vandi aðstoðar- mannsins meiri og gerir þá kröfur um yfirsýn og dómgreind. Þau atvik ber iðulega að höndum, að slikir menn þurfa fyrirvaralaust og án samráðs að taka afstöðu eða tjá viðbrögð við erindum og mál- efnum án þess að samráði verði við komið við stjórnendur. Segja má að þetta sé daglegt brauð í stórum banka. I slfkum tilfellum brást Svavari Markússyni aldrei bogalistin. Mál urðu skilin eftir f hans höndum, stór mál og litii mál, án nokkurs kvíðboga fyrir afdrifum þeirra I hans höndum. Auk íþróttamennsku sinnar á yngri árum, sem hann varð lands- kunnur fyrir, var Svavar Markús- son um marga hluti óvenju vel gerður. Hann var vel á sig kominn til likama og sálar, frfður maður sýnum, heill og hófsamur í skoð- unum um menn og málefni, laus við sundurgerð og framhleypni f háttum, en stilltur og smekkvfs í fasi og framkomu allri. Þó var maðurinn glaðvær og léttur í lund og jafnan grunnt á góðu brosi. Hann var manna þægilegastur f umgengni og viðmóti. Hvorki verður brugðið upp snarljósi yfir öll þau vandasömu og farsælu störf, sem Svavar Markússon hefur af árvekni og trúmennsku leyst af hendi fyrir þá stofnun, sem hann taldi skyldu sfna og sæmd að vera hollur, né þann drjúga skerf, sem hann lagði til brautargengis hennar um árabil Ennþá sfður verður slíkt fullþakkað með þessum fátæk- legu orðum. A Alþingi í fyrravetur var m.a. ákveðið, að Búnaðarbanki Islands skyldi hafa tvo aðstoðarbanka- stjóra. Það var ekki mót von, að nafn Svavars væri tfðnefnt í því sambandi enda fór svo á haust- dögum, að hann var ráðinn f ann- að þessara embætta. Ekki er of- sagt, að rökstuddar framtíðarvon- ir hafi verið bundnar við þá ákvörðun. Þær vonir eru nú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.