Morgunblaðið - 20.11.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.11.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER1976 Takmarkid: Engin slysaalda í ár Astandið um þessar mundir er sízt betra en það var í fyrra EKKI fækkar óhöppunum ( umferðinni síðustu daga og ef svo heldur fifram sem horfir verður fistandið sfzt betra en ( fyrra. Frfi mfinudegi til fimmtudags urðu samtals 63 firekstrar og slys ( Reykjavfk. 25 voru minniháttar ðhöpp, sem ökumenn gerðu upp beint með aðstoð tryggingafélag- anna. f hinum 38 siösuðust samtals 5 manns og tveir þeirra mikið. Þessa sömu daga í fyrra urðu 52 óhöpp þar sem einn ökumað- ur slasaðist lftillega, en 17 voru minni háttar árekstrar. Af þessu er ljóst að vegfarendur verða enn að auka aðgæzlu og alls ekki að slaka á þvf að enn sem fyrr er algengasta svarið sem við fáum hjá öðrum aðilan- um og oft báðum: — Því miður, ég sá hann alls ekki fyrr en áreksturinn varð — Eina ráðið til að koma í veg fyrir að þú þurfir að svara á þennan hátt er að gæta fyllstu varúðar og ef skyggni er slæmt eða útsýni yf- ir gatnamótin takmarkað þá er betra að bfða nokkrum sekúnd- um lengur og líta tvisvar til beggja hlaða áður en ekið er af stað. (FGG — slysarannsóknadeild lögreglunnar) Gód spærlings- veidi í Horna- fjardardjúpi GÓÐ spærlingsveiði hefur verið ( Hornafjarðardjúpi s(ðustu daga, og ( gær komu fjórir bfitar með afla til Hornafjarðar, sem þeir lögðu upp hjfi fiskimjölsverk- smiðjunni þar. Sóley var með 50 lestir, Árni Magnússon 70 lestir, Jón Helgason 40 lestir og Sædfs 35 lestir. Árni Magnússon fékk sinn afla fi rétt tæpum sólarhing og Sædfs fékk 35 lestirnar f þrem togum. 7 reknetabát- ar með síld SlLSVEIÐI reknetabáta var I minna lagi f fyrrinótt, en aðeins 7 bátar lögðu þá netin og fengu samtals 740 tunnur. Af þeim bát- um, sem komu til Hafnar í Horna- firði, var Akurey með mestan afla, 200 tunnur, Æskan var með 150 tunnur og eins Haukafell. Þrír með loðnu BRÆLA er nú á loðnumiðunum og hefur verið frá þvf f fyrra- kvöld. Aður en brældi náðu þrfr bátar til að kasta og fengu Eld- borg og Ásberg feiknastór köst, en á meðan verið var að draga næturnar gerði vonzkuveður og þegar þurrkað var að fór mestur hluti loðnunnar út úr nótinni. Eldborg náði þó 280 lestum úr sínu kasti og Ásberg 150 lestum, sem bátarnir fóru með í land. Þá fór Helga Guðmundsdóttir með 80 lestir til Reykjavfkur. Kirkjuþing: Biskup fjallar um frumvarp um veitingu prestakalla I GÆR var sett f Hallgrfmskirkju f Reykjavík 10. kirkjuþing. Hófst kirkjuþingið með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju þar sem sr. Sig- urður Guðmundsson prestur ð Grenjaðarstað predikaði og þjón- aði fyrir altari ásamt sr. Ragnari Fjalar Lárussyni. Að Iokinni guðsþjónustu var síðan setning þingsins í safnaðar- sal Hallgrímskirkju og síðan kos- in kjörbréfanefnd. í dag kl. 10 f.h. verður fundum kirkjuþings fram- haldið og eru þá kosnir varafor- setar og þingskrifarar, kjörbréfa- nefnd skilar áliti, kosnar fasta- nefndir og síðan er flutt skýrsla kirkjuráðs. Á mánudag er síðan þriðji fund- urinn og þá hefur biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson fram- sögu um frumvarp um veitingu prestakalla og um tillögu til þingsályktunar um kirkjueignir. Sjálfstæðisflokkur: Flokksráðs- og for- mannaráðstefna hefst nk. FLOKKSRÁÐS- og formannarfið- stefna Sjfilfstæðfsflokksins hefst f Reykjavfk n.k. föstudag kl. 15:00 að Hótel Esju. Flokksráðs- og formannaráð- stefna Sjálfstæðisflokksins er haldin annað hvert ár þ.e. þau ár sem Landsfundur flokksins er ekki haldinn. Rétt til setu á fundinum eiga um 300 fulltrúar vfðsvegar að af landinu. F-undur- inn stendur f tvo daga. Hann hefst með þvf að formaður Sjálfstæðis- flokksins, Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra, setur fundinn. Að setningu lokinni fer fram kjör stjórnmálanefndar og síðan almennar stjórnmálaumræður. Sfðari hluta föstudags verða föstudag fluttar framsögur f tveimur sér- málum er tekin verða fyrir á fundinum þ.e. „kjördæmaskipan og kosningalög", sem Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins fjallar um, og „stöðu stjórn- málaflokkanna í löggjöf", sem Ellert B. Schram, alþm., fjallar um. Fyrir hádegi á laugardag starfa starfshópar, en eftir hádegi á laugardag verður gerð grein fyrir umræðum f starfshópunum, lögð fram drög stjórnmálayfirlýsingar flokksráðs- og formannafundar- ins, umræður um stjórnmálavið- horfið og stjórnmálayfirlýsing afgreidd. Aætlað er að fundinum ljúki sfðari hluta laugardags. Vestfirðir: Vegir lokuðust vegna skriðufalla MIKIÐ vatnsveður gekk yfir vest- anvert landið f fyrrinótt og eru vegir vfða f slæmu ásigkomulagi vegna bleytu og sumir vegir á Vestfjörðum lokuðust alveg vegna skriðufalla. Var unnið kappsamlega að þvf f gær að ryðja þessa vegi og voru þeir allir orðn- ir færir seinni partinn f gær, að sögn Arnkels Einarssonar vega- eftirlitsmanns. Vegirnir sem lokuðust vöru í Tálknafirði, milli Bfldudals og Ketildals, f Bjarnardal f öndund- arfirði og loks Óshlíðarvegur, milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Hlupu skriður yfir veginn á mörg- um stöðum. Seinnipartinn í gær var búið að ryðja braut þannig að vegurinn var fær, en að sögn Arn- kels er eftir margra daga vinna við að ryðja aur og grjóti fram af veginum. Ennfremur er Þorska- fjarðarheiði aðeins fær stórum bílum vegna bleytu og kraps. Aðrir vegir á landinu eru færir, að undanskildum Lágheiði og öx- arfjarðarheiði. Þá eru vegirnir um Hólssand og Vopnafjarðar- heiði ekki færir litlum bflum. Loks er vegurinn um Uxahryggi ófær. Að sögn Arnkels er nú al- mennt snjólétt á vegum landsins og er það óvenjulegt miðað við árstíma. Heildarsöltunin nálg- ast 100 þús. tunnur SÁMKVÆMT söltunarskýrslum Sfidarútvegsnefndar nam heildarsöltun fi Suðurlandssfld fi miðnætti aðfararnætur sunnudags 14. nóv. sl. samtals 94.399 tunnum, en fi sama tfma f fyrra nam heildarsöltunin 73.638 tunnum. Mest hefur verið saltað á Höfn í Hornafirði sem fyrr, en þar er nú búið að salta alls 18.655 tunnur, þá koma Vestmannaeyjar með 16.322 tunnur, f Reykjavfk er búiö að salta 9795 tunnur, i Grindavfk 9017 tunnur og f Keflavík 8201 tunnu. Af heildarmagninu er 65.341 tunna landsöltuð hringnótasfld, 1310 tunnur eru sjósöltuð hring- nótasfld og 27.748 tunnur rek- netasfld. ÖU nýting Flugleiða mun betri en í fyrra FARÞEGAFJÖLDI með Flug- leiðum f utanlandsflugi fyrstu nfu mfinuði firsins jókst um 7% miðað við sama tfma f fyrra. Alls voru farþegar nú 317.069 og var sætanýtingin á þessu tfmabili 78.1% og hafði aukizt um 3.4 prósentustig frfi f fyrra. Farþega- fjöldinn f figúst og september varð 99.991 en var í fyrra 89.836. Seldir svokallaðir tonn-km, þ.e. Framhald á bls. 18 RMUM 5)3WlfMtfW).Öl IRTJifl Btátf Xffl m<t mi 3 e m TJjfl T?f)9»CF7 Qfl fróa 50 ára afmælis félagsins LJÓSMYNDARAFÉLAG Is- lands opnar klukkan 16 f dag sýningu fi um 300 Ijósmyndum f kjallara Norræna hússins f Reykjavfk. Sýning þessi er sett upp f tilefni 50 fira afmælis félagsins, sem var 7. janúar s.l. verður sýningin opin daglega frfi kl. 16—22 nema um helgar, þfi klukkan 14—22. Heimir Stfgsson úr Keflavík, formaður Ljósmyndarafélags Islands, veitti Mbl. þær upplýs- ingar f gær, að á sýningunni væru bæði gamlar og nýjar ljós- myndir. Þær elztu t.d. tóku Is- lendingar f Kaupmannahöfn um 1840 en 130 ár eru nú liðin frá þvf að fyrsta ljósmyndin var tekin hér innanlands. Þá verða ennfremur á sýningunni fyrstu litmyndirnar, sem talið er að hafi verið teknar hér á landi, en myndirnar komu I leitirnar fyr- ir viku síðan. Myndir þessar tók Evald Hemmert, sem var verzl- unarstjóri á Skagaströnd og Blönduósi, og er talið að þær séu teknar á árunum 1910—’20. Sagði Heimir að myndirnar hefðu geymzt mjög vel. Framhald á bls. 18 Ljósm. RAX. Verfð að ganga fra myndum f kjallara Norræna hússins f gær. Til hægri er formaður Ljósmyndarafélagsins, Heimir Stfgsson, en sfi sem aðstoðar hann er Emil Þór, ljósmyndanemi. Ljósmyndarafélag íslands opnar sýningu 1 tilefni -„^CÖU^ MU9I3 UTc’JBH Ria?3cl 9IV MU IQHRðdUWð'lð nll HBMIðiaRQööYaðQMBJ OfíH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.