Morgunblaðið - 20.11.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1976
19
— 50 þús. manna
framtíðarbyggð
Framhald af bls. 14.
snertir, þá er stefnt að myndun
græns beltis eða græns kerfis,
sem leggi grundvöll að skýru og
beinu aðalgönguleiðakerfi, sem
miði að því að tengja sem bezt
öll helztu svæði, sem eru aðlað-
andi fyrir gangandi fólk, eins
og t.d. miðbæjarkjarna, strand-
lengjuna og Ulfarsá. Kerfið
verði þannig lagað, að það af-
marki íbúðahverfi á skýran
hátt og græn svæði liggi helzt
að öllum hliðum íbúðahverf-
anna.
Helztu grænu svæðin og úti-
vistarsvæðin eru: Grafarvogur-
inn að norðanverðu og um-
hverfi ferskvatnstjarnar í botni
hans, kirkjugarðurinn í Gufu-
nesi, strandlengjan við Geld-
inganes og Korpúlfsstaði, svo
og grænu beltin meðfram Úlf-
arsá. Möguleiki verður einnig á
tengingu við Viðey með göngu-
brú frá Gufunesi einhvern tíma
í framtíðinnil
Þá hefur sérstaklega verið at-
hugað almenningsvagnakerfi
að og um þessi svæði og reynt
verður að tengja almennings-
vagnaumferð sem bezt við
ibúðasvæðin.
Keldnaholt fyrst
Sú tillaga, sem nú er til um-
ræðu, gerir ráð fyrir, að svæði 4
(Keldnaholt) verði næsta
byggðasvæði Reykjavikur á
skipulagstimabilinu til 1995 og
að þegar ber að hefjast handa
um deiliskipulagningu á þvi
svæði, þ.e.a.s. strax og borgar-
stjórn hefur endanlega sam-
þykkt þetta aðalskipulag, en
jafnframt er talið heppilegt að
efna nú þegar til hugmynda-
samkeppni um skipulag á svæði
5, þ.e.a.s. Hamrahlíðarsvæðinu.
Eins og ég gat um, þá hefur
þessi aðalskipulagstillaga að
nýjum byggðasvæðum fyrir
Reykjavík verið alllengi i und-
irbúningi og ég leyfi mér að
fullyrða, að mjög vel hefur ver-
ið vandað til undirbúnings
hennar. Aðalskipulag segir að
visu í stórum dráttum fyrir um
notkun lands og legu umferðar-
æða, en að sjálfsögðu er það svo
verkefni þeirra aðila, sem um
deiliskipulag fjalla, að móta
nánar hvert þessara byggða-
svæða fyrir sig. Hér er um mjög
falleg og skemmtileg svæði að
ræða, og enginn vafi er á því, að
á þessum svæðum verður unnt
að byggja falleg og aðlaðandi
byggðahverfi, sem eiga að geta
stuðlað að þvi, að Reykjavik
verði áfram þróttmikil borg, at-
hafnasamra ibúa, sagði borgar-
stjóri að lokum.
— Island væntir
þess.............
Framhald af bls. 17.
einnig aðrir nemendur, annað
fólk i landinu. Ekki hafa allir
jafnmikla námsgetu og geta þó
unnið landi sinu og þjóð gagn.
Og nú þarf ég að gera slæma
játningu, ekki fyrir*þessum
starfsbróður mínum heldur yf-
irmönnum minum í ráðuneyti
og á Alþingi. Ég hef stundum
látið mig hafa það að brautskrá
nemendur sem uppfylltu vart
lágmarkskröfur í stafsetningu.
Það er trú mín að þessi skortur
á árangri hafi ekki stafað af því
að við höfum ekka lagt okkur
fram, nemendurnir og ég. Við
gátum ekki betur. Ég nefni
engin nöfn. En meðal þessara
nemenda eru þeir sem dregið
hafa mestan afla á land vertíð
eftir vertíð. Nú spyrja lesendur
sig sjálfsagt hvernig ég geti
svona blygðunarlaust játað á
mig vanrækslu í starfi, hvort ég
ætli ekki að segja starfi minu
lausu strax í dag. En til eru
krókaleiðir að fleiru en svíkja
undan skatti. Ég reyndi að láta
ritgerð og nokkra kunnáttu í
bókmenntum vega á móti þvi
sem vantaða á kunnáttu I staf-
setningu.
Nú síðustu árin hefur rofað
svolitið til og ég er jafnvel far-
inn að geta veitt nemendunum
og mér þann munað að lesa
heilar fornsögur. Við lesum
þær á nútímastefsetningu. Sem
betur fór hratt hæstiréttur
þeim lögum sem Alþingi setti
1941 og bönnuðu að viðlögðum
sektum að gefa út islensk forn-
rit með nútfmastafsetningu. Ég
hika ekki við að halda þvi fram
að þau lög hafi verið eitt versta
tilræði við íslenskt mál. Með
þeim var lögð áhersla að
islenskt mál væri tvenns konar,
fornmál og nýmál, en slíkt er
hin mesta firra. Hin sam-
ræmda, fyrnta stafsetning var
og óvönum lesendum þyrnir í
auga. Tyrfin stafsetning getur
verið dragbitur á menntun.
Sumir segja: Látið staf-
setninguna I friði. Ég spyr:
Hvernig fór fyrir englending-
um sem hafa látið stafsetningu
sina I friði? Svar: Enska hefur
klofnað svo gersamlega í talmál
og ritmál að samræming er ekki
lengur möguleg nema með nýju
stafrófi og gjörbyltingu ritmáls.
Og nú sný ég máli minu til þfn,
Sverrir, og zetunauta þinna.
Stundum heyrist mér vera
hótunarhreimur f rödd þinni
þegar þú talar um rétt og vald
þingmanna. En kennarar hafa
lika rétt og vald sem þeim er
ekki aðeins gefið heldur fyrir-
skipað I reglugerð að beita. Sé
það skoðun og vilji þinn og sam-
þingsmanna þinna að staf-
setning skipti öllu öðru meira
máli I Islenskri tungu, skal ég
reyna að bæta ráð mitt og virða
ákvæði reglugerðar þó að það
kosti ef til vill að ísland verði
nokkrum aflaskipstjórum
fátækara. Kannski má bæta sér
það upp með því að skrifa það
hefur veiðst með z en náðst með
s?
tsland væntir þess að alþingis-
menn og kennarar geri skyldu
sina. Helgi J. Halldórsson
— Biermann
Framhald af bls. 1.
Austur-Þýzkalands svo að
áhorfendur þar geti sjálfir
dæmt hvort Biermann hafi
rægt austur-þýzku stjórnina.
Nóbelsverðlaunahafinn
Heinrich Böll sagði I sjónvarps-
viðtali að timi væri til kominn
að rithöfundur I Austur-Evrópu
tækju afstöðu gegn opinberum
hömlum á starfi þeirra. Böll
mætti með Biermann á blaða-
mannafundinum.
séu hvað eftir annað fluttir milli
ráðuneyta og að fiskimáladeild
EBE gegni lítilfjörlegu hlutverki
og sé fáliðuð. Blaðið segir að
Bretar og aðrar fiskveiðiþjóðir
EBE geti ekki vænzt sanngirni
nema samning-amenn þeirra
þekki betur til mála.
— Bretar
Framhald af bls. 1.
Bretlandi gæti hitt Gundelach að
máli á þriðjudaginn, tveimur
dögum áður en hann ræðir aftur
við Islendinga.
Lewis hefur sett sig i samband
við forystumenn í Fleetwood um
skipun nefndarinnar sem mun
fara til Brtlssel á mánudag eða
þriðjudag. Lewis vonast til að
geta komið aftur á miðvikudag
þegar héraðsráð Humberside
heldur mánaðalegan fund og
gefið henni skýrslu um niður-
stöður viðræðnanna.
Jafnframt birtist hörð gagnrýni
í Trawling Times málgagni sam-
taka brezka sjávarútvegsins, á
embættismenn brezku rikis-
stjórnarinnar og Efnahagsbanda-
lagsins fyrir skort á skilningi á
erfiðleikum brezka sjávarútvegs-
ins.
Blaðið segir brezka embættis-
menn tala um að fækka brezkum
togurum enn frekar eins og þeir
skilji ekki þá miklu fækkun sem
þegar hafi orðið á togurunum.
Embættismenn í BrUssel eru
sagðir vera að ganga frá samningi
við Islendinga án þess að þeir
virðist skilja að veiðiferðir togara
séu skipulagðar langt fram i
tímann og ekki geti gengið að
ákvarðanir séu teknar á síðustu
stundu.
Trawling Times gagnrýnir
einnig að brezkir embættismenn
— Hearst
Framhald af bls. 1.
samkvæmt sérstakri öryggis-
áætlun. Hún fær ekki að fara
frá Kaliforniu.
Ungfrú Hearst verður að til-
kynna vikulega um dvalarstað
sinn og gefa sig fram við
fulltrúa lögreglunnar einu
sinni I mánuði.
Hún var látin laus áður en
Orrick dómari kvað upp úr-
skurð sinn. Hvorki faðir
hennar né fagnaverðir hennar
vildu láta uppi hvert hún hefði
farið.
Ungfrú Hearst var hand-
tekin fyrir 14 mánuðum og
dæmd I 7 ára fangelsi fyrir
rúmu ári. Hún áfrýjaði og
biður dómsúrskurðar.
gagnvart fyrirhugaðri valddreif-
ingu til Skotlands og Wales, en
það verður eitt helzta mál næsta
þings.
Jafnframt skipaði James Call-
aghan forsætisráðherra
Christopher Tugendhat, þing-
mann thaldsflokksins, staðgengil
Roy Jenkins, aðalfulltrúa Breta i
stjórnarnefnd Efnahagsbanda-
lagsins. Frú Thatcher hafði stung-
ið upp á John Davies.
— Thatcher
Framhald af bls. 1.
tekur hins vegar ekki sæti í
skuggaráðuneytinu þótt sættir
virtust takast með þeim á þingi
flokksins í október. Heath hefur
þó gagnrýnt baráttuaðferðir
flokksins nýlega.
Winston Churchill, sonarsonur
striðsleiðtogans, var skipaður
varatalsmaður í varnarmálum, en
Ian Gilmour, fyrrum landvarna-
ráðherra, verður áfram aðaltals-
maður. Tom King var skipaður
talsmaður í orkumálum og
Edward Taylor fv. aðstoðarráð-
herra í Skotlandsmálaráðuneyt-
inu talsmaður i viðskiptamálum.
Francis Pym, fyrrverandi land-
búnaðar- og sjávarútvegsráð-
herra, var falið það erfiða verk-
efni að móta stefnu flokksins
— Evensen
Framhald af bls. 1.
sjó, fyrir 1. janúar, þótt hann
gæti ekki ábyrgzt það.
EBE hefur hafnað þeirri kröfu
Norðmanna að fá að veiða upp að
12 milna mörkunum við Bretland.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum hefur Evensen viður-
kennt að EBE geti ekki fallizt á
þá kröfu Norðmanna að skip frá
öllum löndum EBE nema Bret-
landi og Danmörku hætti veiðum
við Noreg á þriggja til fimm ára
timabili.
Norðmenn reyna nú samkæmt
heimildum að finna leiðir til að
ná fram sömu áhrifum, til dæmis
með útgáfu veiðileyfa og reglum
um skipastærð, án þess að til-
greina til hvaða EBE-landa slikar
ráðstafanir mundu ná.
Annar fundur verður haldinn
utan dagskrár á morgun. Siðan
verða viðræðurnar teknar upp að
nýju á miðvikudag, skömmu áður
en Finn Olav Gundelach fer til
Reykjavikur til að reyna að fá
islenzku rikisstjórnina til form-
legra viðræðna um fiskveiði-
samning I stað samnings Breta og
Islendinga.
AUGLÝSINGASIMINN ER:
22480
3R«r0unþ[«þiþ
Mjög óhreinn fatnaður þarf mjög gott þvottaefm...
Með Ajax þvottaefní verður misliti
þvotturinn alveg jafn hreinn og
suðuþvotturinn.
Hinir nýju endurbættu
efnakljúfar gera þaó kleift
aó pvo jafn vel meó öllum
þvottakerfum.
Strax við lægsta hitastig leysast óhreinindi og blettir upp og
viðkvæmi þvotturinn verður alveg hreinn og blettalaus.
Við suðuþvott verður þvotturinn alveg hreinn og hvitur.
Ajax þvottaefni, með hinum nýju efnakljúfum sýnir ótvlræða
kosti sína, einnig á mislitum þvotti — þegar þvottatíminn er
stuttur og hitastigið lágt. Hann verður alveg hreinn og litirnir
skýrast.
Hreinsandi efni og nýjr. endurbættir efnakljúfar ganga alveg
inn í þvottinn og leysa strax upp óhreinindi og bletti i
forþvottinum. Þannig er óþarft að nota sérstök forþvottaefni.
Ajax pvottaefní þýóir:
gegnumhreínn þvottur meó öllum
þvottakerfum.