Morgunblaðið - 20.11.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.11.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NOVEMBER 1976 Áformuð framtfðarbyggð f Reykjavfk sem teygir sig í austurátt norðan Vesturlandsvegar. tbúðasvæðin eru fimm merkt Ijósgrá, Geidinganesið, Gufunesmelar, Korpúlfstaðasvæðið, Keldnaholt og Hamrahlíðarlönd. Útivistarsvæði, sem eru græn, tengja helztu svæðin og liggja m.a. með strandlengjunni í Geldinganesi og Korpúlfsstöðum og meðfram Clfarsá. Við Grafarvog norðanverðan og umhverfis ferskvatnstjörn þar. Umfangsmeiri atvinnustarfsemi er afmörkuð frá íbúðarbyggð, eins og við áburðarverksmiðjuna og á fyllingu við öskuhauga, en önnur atvinnusvæði aftur á móti í rfkari mæli en áður tengd inn f íbúðarsvæðin og á milli þeirra. Hafnarsvæði eru t.d. við suðurströnd Grafarvogs, á uppfyllingu við öskuhaugana í Gufunesi. 50 þúsund manna framtíðarbyggð áformuð austan við Reykjavík Að undanförnu hefur verið unnið að aðalskipulagi fyrir Reykjavik til næstu 20 ára. Birgir tsl. Gunnarsson kynnti nýlega á hverfafundum sinum tillögur að framtíðarbyggð sem muni teygjast f austurátt frá Reykjavfk. Verða þær tillögur á sýningu á Kjarvalsstöðum f næstu viku. Byggðasvæði, sem voru áætluð til byggðaþróunar fram yfir 1983, eru nú senn að verða fullbyggð og má ætla að lokið verði við að úthluta bygg- ingarlóðum á þessum svæðum 1980, að þvf er borgarstjóri sagði, áður en hann sneri sér að þvf að útskýra hvað þá er áformað. Fer það hér á eftir: 1 núgildandi aðalskipulagi var gert ráð fyrir þvf, að fram- tíðarbyggð myndi þróast f suð- ur á öllu höfuðborgarsvæðinu, þ.e.a.s. reiknað var með, að sveitarfélögin f Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnar- firði myndu meira og minna byggjast saman f náinni fram- tíð. Þessar hugmyndir hafa að miklu leyti raskazt, að hluta vegna þess, að nágrannasveitar- félög okkar hafa ekki verið við því búin að mæta svo örri byggðaþróun. Enn fremur hlýt- ur það að vera sjónarmið Reykjavfkurborgar að geta séð fbúum borgarinnar fyrir bygg- ingarlóðum innan borgarmark- anna, og að því hlýtur borgar- stjórn að stefna. Þá má enn geta þess, að með tilkomu Vest- urlandsvegar breyttist mjög af- staða manna til byggðamögu- leika í Mosfellssveit. Þar hefur byggð mjög vaxið, og þvf ekki óeðlilegt að hugsa sér, að Reykjavik stefni nú til austurs, og Mosfellshreppur og Reykja- vík byggist saman á næstu áratugum. Af þessum ástæðum beindi skipulagsnefnd borgarinnar at- hygli sinni að svæðum austur af borginni og hóf þegar á árinu 1973 mikla undirbúningsvinnu að tillögugerð um, hvernig haga mætti byggð á þessu svæði. Sú undirbúningsvinna verður ekki rakin hér, en þess þó getið, að mjög miklar rannsóknir hafa farið fram á þessu svæði. Al- hliða náttúrufarslýsing hefur verið gerð á svæðinu, jarðvegs- athuganir, veðurfarsathuganir, athuganir á fjörum á þessu svæði, svo og hvernig svæðið liggur við sól og skuggum. Þann tfma, sem undirbúnings- vinna hefur staðið, hafa að sjálfsögðu komið fram margvís- legar hugmyndir um skipulagn- ingu svæðisins, svo og umferð- arkerfi að því og innan þess, en skipulagsnefnd hefur nú að undanförnu takmarkað umræð- ur sínar við eina tillögu. Svæðið afmarkast af Grafar- vogi að sunnan, strandlengj- unni að vestan og að norðan af lögsögumörkum við Blikastaða- kró og síðan að austanverðu af lögsögu og vatnsverndunar- mörkum. A svæðinu er að sjálf- sögðu tekið tillit til núverandi athafna og þeirra samþykkta, sem þegar er búið að gera bind- andi til frambúðar, og má sem dæmi nefna staðsetningu rann- sóknarstofnunarinnar við Keld- ur og Keldnaholt, ákvörðun um kirkjugarð, áburðarverksmiðju og staðsetningu Korpúlfsstaða- bæjarins. Hafnarsvæði Fyrst er rétt að lfta á, hvaða svæði á þessum slóðum er ætlað undir framtfðarhafnarsvæði: 1. Höfnin takmarkast nú af suðurströnd Grafarvogs, en með tengingu yfir voginn, sem verður hluti fersksvatnstjarnar innst f voginum. Þess ber að gæta, að ekki verði teknar ákvarðanir um byggingar á tengingunni, fyrr en endanlegt deiliskipulag liggur fyrir og fyrirsjáanlegt er, að byggingar- þörf hafnarinnar verði ekki fullnægt á annan hátt. 2. Þá er einnig gert ráð fyrir að mynda megi hafnarbakka með uppfyllingu við öskuhaugana í Gufunesi, og myndi sá hafnar- bakki geta þjónað hafnsæknum iðnaði, sem koma má fyrir á þessu svæði. 3. Haldið verði opnum mögu- leika við norðvesturodda Geld- inganess fyrir umsvifamikla at- vinnu og flutningastarfsemi. Næst er þá rétt að líta á, hvar ætluð eru svæði fyrir aðra at- vinnustarfsemi. 1. Gert er ráð fyrir takmörkun iðnaðarsvæða við strandlengj- una, og er það breyting frá nú- gildandi aðalskipulagi, en at- vinnusvæði eru aftur á móti í rfkari mæli tengd inn f fbúða- svæðin og á milli þeirra. 2. Gerterráðfyrirsvæðumfyr- ir umfangsmeiri atvinnustarf- semi, sem eru afmörkuð frá fbúðabyggð, eins og svæðið við áburðarverksmiðjuna og fyll- ingin við öskuhaugana, svo og svæðið á Geldinganesi, eins og fyrr segir. tbúðabyggð Þá er rétt að líta á fbúða- byggðina á þessu svæði. Svæð- inu er skipt i fimm ibúðasvæði, sem samtals eiga að geta rúmað 50 þús. fbúa. 1. Geldinganesið. Geldinganes- ið er mjög gott byggingarsvæði. Jarðvegsdýpi þar er hentugt, megin hluti nessins hefur góð- an halla til suðurs og vesturs og útsýni er mjög fagurt til allra átta. A nesiriu er að vísu nokk- uð vindasamt. Hér mun rúmast eitt skólahverfi með u.þ.b. 5 þús. manns. 2. Gufunesmelar. Hér er um að ræða melana. sem loftskeyta- stöðin stendur nú á. Svæðið er gott byggingarsvæði og útsýni er gott út á sundin og út til Esjunnar. Hér rúmast eitt skólahverfi með u.þ.b. 5 þús. manns. 3. Korpúlfsstaðasvæðið. Svæði þetta er allstórt, en nokkuð af- langt. Það liggur vel við útivist- arsvæðum, svo sem Korpúlfs- staðafjörunni, Úlfarsá og fyrir- huguðum kirkjugarði. Undir- staðan er mest jökulruðningar. Hér rúmast tvö skólahverfi með u.þ.b. lOþús. manns. 4. Keldnaholt. Svæðið er gott byggingarsvæði. J arðvegsdýpi er hentugt. Otsýni er mest til suðurs og austurs. Hér rúmast þrjú skólahverfi fyrir u.þ.b. 15 þús. manns. 5. Hamrahlfðarlönd. Þetta er stórt svæði, sem nær frá Úlfars- felli að Vesturlandsvegi og Úlf- arsá. Svæðið er gott byggingar- svæði og jarðvegsdýpi er hent- ugt. Svæðið liggur vel við úti- vistarsvæðum, svo sem Olfars- felli og Úlfarsá. Útsýni er gott yfir bæinn og út á sundin. Rétt er að miða skipulagið við teng- ingu við frekari íbúðabyggð austur með Úlfarsfellinu. Hér rúmast þrjú skólahverfi fyrir u.þ.b. 15 þús. manns. Byggðamöguleikar fram yfir aldamót Þessi skipulagsáætlun, sem hér hefur nú í stórum dráttum verið gert grein fyrir, er áætlun um byggðamöguleika fyrir Reykjavíkurborg fram yfir aldamót. Þessi tillaga gerir ráð fyrir mun dreifðari byggð held- ur en t.d. í þeim nýju hverfum, sem við höfum nú byggt, þ.e.a.s. tiltölulega meira verður af ein- býlishúsum, raðhúsum og keðjuhúsum, en minna af stór- um fjölbýlishúsum, eins og t.d. þeim, sem mesta hafa einkennt byggðina I Breiðholti I og III. Sem dæmi má nefna, að skipulagstillagan gerir ráð fyr- ir 52% nýtingu lands, en á svæðinu vestan Elliðaáa er nýt- ingnú64%: Utivistarsvæði Að þvl er útivistarsvæði Framhald á bls. 19 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.