Morgunblaðið - 20.11.1976, Page 11

Morgunblaðið - 20.11.1976, Page 11
HJÁLMARSSON skrífar um bókina „Úhnepptar tölur" MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1976 11 Steinþðr Jðhannsson Bókmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Hugmyndir og orð Steinþðr Jðhannsson: ÓHNEPPTAR TÖLUR Myndir: Kristján Kristjánsson. Höfundur 1976. EFTIR Steinþór Jóhannsson kom út í fyrra ljóðabókin Hvert eru þínir fætur að fara og nú sendir hann frá sér Óhnepptar tölur, safn prósaljóða. Hann nýtur samfylgdar Kristjáns Kristjánssonar myndlistar- manns sem vakið hefur athygli fyrir hugkvæmni sina. Prósaljóð eru vandmeðfarin grein ljóðagerðar og freista tið- um ungra manna. 1 Frakklandi náðu þau hámarki með verkum skálda eins og Baudelaire, Lautréamont, Rimbaud og Perse og hér heima hafa þau verið iðkuð með viðunandi árangri af nokkrum skáldum. Nefna mætti Stefan Hörð Grímsson, Einar Braga, Sigfús Daðason og Jón Óskar. Steinþór Jóhannsson hefur ekki enn náð þeim skáldlega þroska sem menn þurfa til að valda list prósaljóðsins, en Ohnepptar tölur vitna engu að sáóur um að hér er á ferðinni vaxandi ungur höfundur. Ég hlakka til að lesa þriðju bók hans og vona að þá hafi hann lært meira í Ijóða- gerð. Það er nefnilega ekki nóg að hafa hugmyndir. Menn verða að kunna að búa þær i orð. Það er of mikið af til- viljunarkenndum hlutum í prósaljóðum Steinþórs og hann gerir sig sekan um fljótfærni, bæði I meðferð orða og mynda. Ef til vill er Steinþór einn þeirra ungu höfunda sem halda að það sé fyrirhafnarlaust að verða skáld? En það kostar aga ef árangurinn á einhver að verða. Þess vegna er best að flýta sér hægt, að minnsta kosti i fyrstu. Prósaljóð Steinþórs Jóhanns- sonar, þankar eða ihuganir, ef einhver vill frekar kalla þau svo, eru svipmyndir úr hvers- dagslifinu, oftast fylgir ein- hvers konar niðurstaða skálds- ans, stundum mórölsk. Mynd fær lika að fljóta með myndar- innar vegna. Fyrsta ljóðið, Vor, skal birt hér að lokum sem dæmi um það sem heppnast hjá hinu unga skáldi: Fjarri ofstopa og andlegri ringulreið skreið grænt gras undan hvftum feldi, malbik undan negldum hjólbördum og fólk út úr kulvfsum sálum. Grámygluleg hús lifna við. Hurðarskellir heyrast, gluggatjöld eru dregin frá og barns- grátur hljómar fagurlega Ifkt og fölsk fiðla. I þessum texta er æskileg tak- mörkun prósaljóðsins. Lesand- inn fær tækifæri til að yrkja í eyðurnar, en situr ekki uppi með allsherjarráðningu, full- gilt svar eins og í venjulegum prósa. I tilefni Iðnkynningar er verksmiðjan opin í dag frá kl. 10. — 16.- OPIÐ HUS! Þar gefst almenningi kostur á að skoða hin ýmsu framleiðslu- stig við gerð leirmuna. GLIT HÖFÐABAKKA 9. SÍMI85411. Gef icf ykkur tíma til acf vel ja Sheaffergjöf. Vid gefum okkur qódan tíma vkí framleiosluna. þótt heimurinn sé ó harda hlaupum er enn þess virdi ad stadnœmast vid vissa hluti. Og med þvi sumt fólk kýs enn ad velja gjafir vandlega viljum vid framleida Sheaffer skriftœki ó sama hótt. Sheaffer Imperial er framleiddur af listidnadarmönnum, sem fara sér hœgt og gœtilega. Á þetta sérstaklega vid þegar verid er ad skera nókvœmt mynstur i hreint sterling silfur. Gefid ykkur gódan tíma nœst þegar velja þarf gjöf handa gódum vini. Gœtid ad hinum gódkunna hvíta depli ó Sheaffer. Merkid tryggir ad valid var vandadog beindist ad besta úrvali skriftœkja í heimi hér. Imnorinl SHEAFFER EATONfci£<i;MM Sheaffer information: 25.155 SheoMtr Ei Veljið jólagjöfina til vina og kunningja erlendis hjá 'Alafoss Sjáum um sendingar um allan heim Álafossbúðin Vesturgötu 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.