Morgunblaðið - 20.11.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.11.1976, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1976 iltwgtniltibiMfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, sími 22480 Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. Dagvistun Um þessar mundir er að hefjast kynning á dagvistunarmálum á veg- um starfshóps, sem mynd- aður var i kjölfar ráðstöfun um kjör lág- launakvenna, sem haldin var á sl. vetri. Þessi kynning bendir til þess, að þeir er að henni standa telji þörf á að koma ræki- lega á framfæri þeim rök- semdum, sem liggja til þess að koma þurfi á fót dagvist- unarstofnunum og að mót- staða kunni að vera að ráði gegn því. Morgunblaðið dregur í efa að svo sé. Á síðustu áratugum hafa orðið geysilegar breyt- ingar á okkar þjóðfélagi. Þær eru m.a. í því fólgnar, að fleiri og fleiri konur hafa leitað sér menntunar og eða starfsþjálfunar og tekið virkan þátt í athafna- lífi þjóðarinnar með einum eða öðrum hætti. Þetta er eðlileg þróun og í anda þeirra hugmynda um jafn- rétti kynjanna, sem smátt og smátt hafa sett mark sitt á tíðarandann. Þessi þjóð- lífsbreyting hefur kallað á aðgerðir af opinberri hálfu til þess að gera báðum for- eldrum kleyft að vinna úti með uppbyggingu dagvist- unarstofnana af ýmsu tagi, leikskólar dagheimili og skóladagheimili hafa tekið til starfa svo að dæmi séu nefnd. Þessi þróun hefur leitt til umræðna um stöðu fjöl- skyldunnar og heimilisins í nútíma þjóðfélagi. Þeirri spurningu hefur verið varpað fram, hvort þetta sé æskileg þróun og hvort það sé jákvætt að börn alist í vaxandi mæli upp á stofn- unum, fyrst vöggustofum, síðan leikskólum eða dag- heimilum og loks skólum og skóladagheimilum. Það er eðlilegt, að þessar spurningar séu ræddar og það er skiljanlegt, að efa- semdir vakni. En kjarni málsins er sá, að í þessum efnum sem öðrum verður fólk að eiga val. Þeir for- eldrar, sem það kjósa, geta alið börn sín upp með þeim aðferðum, sem vel hafa gefizt, að annað hjóna sinni fyrst og fremst heimilis- störfum og uppeldi og um- sjá barna meðan hitt aflar heimilinu tekna. En hinir, sem annað- hvort eru á því æviskeiði að báðir foreldrar eru við nám eða þá að báðir for- eldrar vinni úti verða í okkar þjóðfélagi að eiga þess kost að koma börnum sínum fyrir í dagvistun. Sjálfsagt verður alltaf deilt um það, hvort börnin hafi gott af því eða ekki. Þó eru þeir foreldrar býsna margir nú orðið, sem hafa af þessu nokkra reynslu og er ekki vitað til þess að hún hafi verið slæm hér á íslandi a.m.k. Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi á sviði dagvistunar eins og á svo mörgum öðrum sviðum félagslegs samstarfs. I Reykjavík hafa verið byggð myndarleg dag- heimili, leikskólar og nú á siðari árum hafa komið til sögunnar skóladagheimili og hefur þetta starf verið unnið í samvinnu borgaryfirirvalda og félagasamtaka. í öðrum sveitarfélögum hafa menn fylgt á eftir því fordæmi, sem Reykvíkingar hafa gefið og á næstu árum mun það verkefni vafalaust njóta forgangs um land allt að byggja upp dagvistunar- stofnanir. Með nokkrum sanni má segja, að á undan- förnum áratugum höfum við sem þjóð lagt mesta áherzlu á skólabyggingar en á næstu árum og áratug- um mun uppbygging aðstöðu til dagvistunar vafalaust setja svip sinn á framkvæmdir á félags- málasviðinu. Þetta er eðli- leg þróun og ríki og sveitarfélög hljóta að stuðla að henni. En því má hins vegar ekki gleyma, að þeir foreldrar munu jafn- an verða býsna margir, sem kjósa heldur að hafa gamla háttinn á og þá má ekki torvelda það, hvorki með aðgerðum í skatta- málum eða með öðrum hætti. En það er ekki nóg að byggja glæsilegar bygging- ar til dagvistunar. Eftir því sem heimilum af því tagi fjölgar munu verða gerðar æ meiri kröfur til hins innra starfs þeirra og menntunar og þjálfunar starfsfólks þeirra. Það er vandasamt starf að taka að sér hóp ungra barna og þess vegna hvílir mikil ábyrgð á þeim, sem velja sér þennan starfsvettvang. En nú þegar hefur raunar verið lagður traustur grunnur að menntun þess fólks með starfi fóstur- skólans. Sverrir Hermannsson: Á GAGNVEGUM Trúbod UNDARNFARIN ár hefir átrúnaður á svartolíu verið boð- aður af miklum fitonsanda. Hafa trúboðar verið gerðir út af hinu opinbera með nesti og nýja skó að boða togaramönn- um fögnuð þennan sem veitast mun öllum útgerðarmönnum og frelsa þá frá gjaldþrotum ef skirast láta. Meiri hluti útgerðarmanna hefir enn eigi látið ausa sig svartolíu og er hiti ákaflegur hlaupinn í málið svo sem titt er í trúarbragðadeilu. Laugardaginn 13. þ.m. gekkst sjávarútvegsráðuneytið fyrir ráðstefnu um málið. Er slíkt góðra gjalda vert. Hins vegar var áberandi hversu ofsamönn- um í svartolíutrú var gert miklu hærra undir höfði í dag- skrá ráðstefnunnar. Var auðséð að nú skyldi hinum vantrúuðu veitt náðarmeðulin. Allt fór það þó í flakalaka fyrir trúboðum og gengu þeir af ráðstefnunni sárir mjög og ákaflega móðir. Til ráðstefnunnar var feng- inn norskur dósent við Tækni- háskólann í Þrándheimi, Knut Langset, vélfræðingur. Það kom fram i máli hans, að brennsla svartolíu í vélum fiskiskipa er óþekkt fyrirbrigði í heiminum utan íslands. Vegna verðmismunar er mik- ill áhugi á notkun svartoliunn- ar og eru tilraunir til slíks stundaðar viða um lönd, en eng- in náð tökum á viðfangsefninu, nema svartolíunefndin Is- lenzka, sem heldur þvi fram að hún hafi ráðið gátuna. Heims- þekktir vélaframleiðendur eins og MAK, MAN og Mannheim I Þýzkalandi hafa árum saman gert tilraunir með brennslu svartolíu. Það hefir þeim enn ekki heppnazt I hraðgengari vélum með breytilegu álagi eins og tíðkast f fiskiskipum. Hins vegar eru dæmi um brennslu svartoliu I stórum, þungbyggðum og hæggengum vélum flutningaskipa. Þó er reynslan af því misjöfn. Af 23 skipum Eimskipafélagsins mun vera brennt svartolíu I 3. Viggó Maack, skipaverkfræðingur, segir að reynslan af því sé slæm, og kemur sú umsögn hans reyndar fram i einni af skýrslum svartoliunefndar. Ur smiðju eða eftir pöntun svartoliunefndar fer miklum sögum af sparnaði við brennslu svartoliu i fiskiskipum. Það eru að vísu fleiri en sú nefnd, sem veitt hafa athygli verðmismun á svartoliu og gasolíu. Sá verð- mismunur er að visu I hæsta máta óeðlilegur hér á landi og er það mál nú I rannsókn. En þó svo sé, þá er sagan ekki þar með öll sögð. Um árið, þegar olíuverð snar- hækkaði, fól hollenzka stjórnin Stork-vélafyrirtækinu rann- sókn á þeim möguleika að brenna svartollu I vélum fiski- skipa. Hið þekkta fyrirtæki rannsakaði málið og skilaða skýrslu sinni. Og niðurstaða þess: Á 10 ára tfmabili má gera ráð fyrir að kostnaður við brennslu svartolíu verði 30% meiri en notkun gasolfu f vél- um fiskiskipa. Og hvers vegna er þetta svo að dómi þessa heimsþekkta vélaframleið- anda? Vegna þess aðallega að viðhald vélanna verður 100% meira að þeirra dómi ef svar- olíu er brennt. Auk þess koma mörg fleiri atriði við sögu, sem gerð verða skil I Mbl. innan skamms, þar sem rétt er að fleiri komi nú við sögu en greinarhöfundur, sem talinn er trúvillingur af svartolíumönn- um, lygamörður hinn mesti og falsspámaður. Bæjarútgerð Reykjavfkur fékk til Jón B. Hafsteinsson, skipaverkfræðing, að rannsaka hvort hagkvæmt væri að hefja brennslu svartolíu I togurum útgerðarinnar. Skýrsla hans liggur nú fyrir. Eftir Itarlega könnun hans á málinu, innan- lands sem utan, kemst hann að þeirri niðurstöðu, að notkun svartolfunnar f skipum útgerð- arinnar, sé hvorki hagkvæm né réttlætanleg. Hans niðurstaða er sú, að þegar á allt er litið, sé kostnaðarsamara að brenna svartolfu en gasolfu I vélum tog- aranna. Trúboðar svartolíunefndar skella skollaeyrum við öllu slfku tali, enda frelsaðir menn, þeir fyrstu og einu I heiminum. Þeir hafa að vlsu komið sér upp klappliði i kerfinu, allt upp I ráðuneyti, enda liggur nú mikið við að halda rfkisstyrknum til starfseminnar. Ráðuneytis- strákur hefir orðið I Mbl. s.l. þriðjudag: „Arnmundur sagði, að á næstunni yrði þess að vænta að innan ráðuneytisins yrði unnið úr þeim gögnum, sem fram komu á ráðstefnunni. Mál þetta væri I alla staði hið athyglisverðasta og fjárhags- lega af þeirri stærðargráðu að sumir fundarmanna hefðu lákt þvf við Kröflu eða Vestmanna- eyjagos (lbr. grh.), því að sparnaður samfara þvl að taka upp svartolfubrennslu I þó ekki væri nema um 75% af fiski- skipaflotanum væri orðinn um einn milljarður á ári miðað við núverandi verðlag." Það er mikið að blessaður drengurinn skyldi gleyma Þangverksmiðjunni I viðmiðun sinni. Tengdasonur svartolfunefnd- ar stjórnar pólitík Dagblaðsins I málinu og nefnir hina van- trúuðu gerviútgerðarmenn og gapuxa. 1 Dagblaðinu þriðjud. 16. nóv. s.l. hefir hann eftir dósent Knut Langset ummæli, sem geta ekki verið annað en hans eiginn uppspuni, ef mið er tekið af þvl sem Norðmaðurinn sagði I ræðu sinni á ráðstefn- unni. Það væri maklegt að senda hr. Langset greinina I löggiltri þýðingu og vita hvort hann vill meðganga allt sem þar stendur. Tengdasyninum er svo mikið niðri fyrir að hann nefnir Norðmann prófessor og tengdaföðurinn verkfræðing, þótt hvorugt eigi nú að vfsu við. En auðvitað á titlatogið að gera allt trúverðugra. Hver er fengin reynsla af svartolíu I þeim skipum sem brennt hefir verið? Um það er erfitt að segja, þar sem svart- olfunefnd hefir ein haft að- stöðu til að draga lærdóm af reynslunni. Þær bilanir I svart- olfutogurum, sem gert hafa vart við sig, eru I skýrslum nefndarinnar ævinlega öllu öðru um að kenna en svartolfu- notkun I t.d. togurunum Brett- ingi Vopnarfjarðar, Hvalbak Breiðdalsvfkur og Gylli Flat- eyrar, en hinn siðasttaldi hefur nú hætt svartolíubrennslu og skift yfir á gasolíu. Vilja ekki hlutlausir og trúverðugir menn leita umsagnai forstjóra Land- helgisgæzlunnar, fyrrverandi forstjóra Skipaútgerðar ríkis- ins og Siglingamálastjóra um málið? Þessir aðilar hljóta að hafa aflað sér margháttaðra upplýsinga, stöðu sinnar vegna. Nú er mál að linni. Útgerðar- menn geta ekki búið við óvissu f þessu efni. Þótt yfirgnæfandi Hkur séu á þvf, að brennsla svartolfu f vélum fslenzkra fiskiskipa sé glapræði, er nauð- synlegt að málið sé kannað til hins ítrasta. Til þess þarf nýja nefnd sérfræðinga, sem allir aðilar geta borið traust til. Þvf miður er það borin von héðan af að svartolfunefnd takist að vinna sér slikan trúnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.