Morgunblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1976 19 Jósef Felzmann — Kveðja Fæddur 20.2. 1910. Dáinn 18.12. 1976. Nú þegar ég kveð æskuvin minn, Josef Felzmann, er margs að minnast. Kynni okkar hófust í æsku. Við lékum okkur saman, vorum saman I barnaskóla og innrituð- umst samtimis f Konservatorium í Vinarborg, við vorum heimagang- ar hvor hjá öðrum. Strax í barnaskóla byrjuóum við að spila í skólahljómsveitinni og hélst samstarf okkar áfram og fór að taka á sig alvarlegri blæ eftir því sem árin liðu, enda unnum við saman í mörg ár. Minnisstætt er mér er hann einn sunnudagsmorgun kom heim til mfn og sagði áður en hann heils- aði: „Viltu koma til íslands?" Það var svo afráðið að við lögðum land undir fót árið 1933 og fórum til íslands. Við vorum ráðnir til 8 mánaða hjá A. Rosenberg, heið- virðum eiganda Hótel íslands. En þessir 8 mánuðir voru svo fram- lengdir til margra ára, enda urðu forlögin þau, að vió eignuðumst hér okkar annað föðurland og urðum íslenzkir ríkisborgarar. Árið 1938 fór Josef til Vinar- borgar ásamt unnustu sinni Ingi- björgu Júlíusdóttur, og giftu þau sig þar stuttu seinna. Ekki leið langur tími þangað til heimsstyrjöldin skall á og voru ungu hjónin meira og minna aðskilin öll stríðsárin þar sem hann var kvaddur í herinn, og hún þurfti að vera ein með 2 börn þeirra, Gunnar og Sigrid. Oft hefi ég dáðst að kjarki og hetjulund Ingibjargar, sem hún sýndi svo vel á þessum árum þrenginga og erfiðleika. Börn Josefs, Gunnar og Sigrid, ásamt tengdabörnum voru fram- úrskarandi góð föður sínum og ekki sfður nú eftir að hann veikt- ist. Það má heldur ekki gleyma barnabörnunum, sem voru í svo miklu uppáhaldi afa síns að hann sá varla sólina fyrir þeim. Josef var framúrskarandi góður fiðluleikari og honum var fleira til lista lagt, t.d. var hann mjög góður málari og prýða margar myndir hans heimili okkar hjón- anna sem við metum mikils. Hann var sérstaklega vandvirkur við allt sem hann tók sér fyrir hend- ur. Eftir strfð fluttist fjölskyldan til íslands og starfaði Josef í Sinfónfuhljómsveit íslands frá upphafi þangað til heilsu hans fór það hrakandi að hann varð að hætta störfum um það bil fyrir 2 árum. Josef Felzmann var sannur listamaður af Guðs náð, og mikils virtur hér í sfnu öðru föðurlandi. Það er jafnan skarð fyrir skildi þegar slíkir menn falla frá fyrir aldur fram. En minningin lifir þótt maðurinn deyi, því orðstir deyr aldrei. Við hjónin vottum ástvinum hans öllum okkar innilegustu samúð og þökk. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Haf því þökk fyrir allt og allt. Carl Billich. Hann var fæddur f Vinarborg þann 20. febrúar 1910. Ungur lagði hann stund á tónlistarnám, er síðar varð hans ævistarf bæði í föðurlandinu og eftir að hann fluttist til íslands og gerðist fs- lenskur ríkisborgari. Hann var einn af fyrstu starfsmönnum Sin- fóníuhljómsveitar Islands og starfaði við hana meðan kraftar entust. Jósef var fleira til lista lagt en að leika á fiðlu. Hann var ágætur málari og bera að mínu mati, sér- staklega blómamyndir hans ein- stakan vott um frábæra vand- virkni og smekkvísi, en nákvæmni og vandvirkni voru hans aðalsmerki. Með þessum fátæklegu orðum vil ég sérstaklega þakka tengda- föður mínum hversu góður og ein- stakur afi hann reyndist elsku stelpunum sínum, eins og hann var vanur að kalla þær, og hversu mikla vinnu og rækt hann lagði við að kenna þeim ungum lifsvió- horf fegurðarinnar. Um vetrarsólhvörf undir stjörn- um og norðurljósum er hinsta hvíla hans gjörð i Fossvogskirkju- garði. Honum fylgir þökk og virðing út yfir gröf og dauða. Tengdadóttir. Á áratugunum um miðja þessa öld fluttust allmargir austurríkis- menn hingað til lands, sem flestir eða allir komu til að stunda hér atvinnu sfna sem hljómlistar- menn. Einn hinn fyrsti þeirra var Jósef Felzmann, sem við kveðjum hinztu kveðju f dag, en hann lézt á Landspítalanum hinn 18. þ.m. eft- ir langvarandi vanheilsu. Jósef Felzmann fæddist í Vfnar- borg hinn 20. febrúar 1910. Hann nam ungur hljóðfæraleik, aðal- lega fiðluleik, og stundaði þá at- vinnu alla ævi. Hann kom til Is- lands haustið 1933, þá ráðinn til að skemmta gestum hjá A. Rosen- berg á Hótel Islandi, en þar með hófst nýr og áður ókunnur þáttur i skemmtanalífi höfuðstaðarbúa, sem ekki verður rakinn hér frek- ar, en margt fólk af eldri kynslóð- inni munnú minnast hans og leiks hans frá þessum árum. Dvaldist hann hér um sinn til ársins 1938, en þá hvarf hann heim til sín aftur ásamt unnustu sinni, Ingi- björgu Júlíusdóttur, se hann gekk að eiga skömmu sfðar. Fyrst eftir heimkomu sina til Austurríkis lék hann við Volksoper f Vínarborg og síðan í Graz, en var sfðar kall- aður til herþjónustu f heims- styrjöldinni. Að loknum hörm- ungum styrjaldarinnar fluttust þau hjónin aftur til íslands ásamt báðum börnum sfnum, Sigríði og Gunnari, sem nú eru uppkomin og búa hér á landi ásamt fjöl- skyldum sfnum. Tók hann aftur upp fyrri atvinnu sfna, lék i Sin- fóníuhljómsveitinni frá upphafi og þar til að hann lét af störfum árið 1974 vegna heilsubrests, auk þess sem hann lék í hljómsveitum á skemmtistöðum, f kemmer- músikflokkum og víðar. Jósef Felzmann var hár maður vexti, afar látlaus og hlédrægur og fjarri honum að trana sér fram eða láta á sér bera, og öll kröfu- harka fyrir sjálfan sig var honum fjarri. Hann helgaði sig hljóð- færaleik alla ævi, eins og áður er getið, og var það líf hans og yndi. Sem hljóðfæraleikari var hann liðtækur, og þar var hann kröfu- harður, bæói í sjálfs sín garð og annarra, en ailtaf kom hann þó fram af sömu ljúfmennskunni. En hann var listfengur á fleiri sviðum, og má nefna hér, að hann var mikill frístundamálari. Hann var vinur vina sinna og gat verið hrókur alls fagnaðar i góðum fél- agsskap. Þótt örlögin höguðu þvf þannig, að hann ílentist hér á landi, var hann þó alltaf austur- rfkismaður í anda og mun ávallt hafa talið sig austurrikismann. Nú er hérvist hans lokið, mun lengi geymast minningin um góð- an dreng og hugljúfan sa sam- starfsmann. Við þökkum honum samfylgdina og vottum hans nán- ustu samhryggð okkar. Vinir frá Austurrfki. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. I I 111 mm : : 's*s*8s*K^ .. * ' J §mm STÆR51ATIL ÞESSA, HEFST í DAC NOKKUR DÆMI UM VERÐLÆKKUN: Flauelskjólar . úr: 6.900,- í : 3.995,- Gallabuxur úr: 4.200.- í : 1.995,- Blússur 1.990,- í 999,- Barnabuxur 2.490.- í 999.- Sokkabuxur . úr. 498,- í : 199- Nærbuxur úr: 488,- í 299.- Samfestingar 7.500,- í : 3.995,- Jakkar úr: 2.290,- í 999.- Rúllukragabolir ... 1.590.- í 499,- Skyrtur úr: 1.979,- í 999.- Strigaskór 1.080,- í 395.- Peysur úr: 2.200,- í 999,- EINNIG LÆKKAÐ VERÐ A BUSAHOLDUM MARGSKONAR OG YMSUM MATVORUM. í janúar 1977 verður búðin opin föstudaga til kl. 10 að kvöldi og lokuð laugardaga. I IsKEIFUNNI 15l■ YFIR 400 BUASIÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.