Morgunblaðið - 31.12.1976, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1976
53
— Sigrún f,rS“d
við hjónin höfðum eignazt og
útbúið sjálf eftir eigin smekk.
Annað sem mér verður lfka
minnisstætt frá árinu er lítið
atvik úr umferðinni í Reykja-
vík. Ég var svo óheppin að
keyra aftan á nýjari og glæsi-
legan Kópavogsbíl. Bjóst ég
við óbótaskömmum frá eigand-
anum þegar hann stökk út úr
bílnum sínum og hljóp að
gömlu Fíatdruslunni minni.
En . stað þess að ausa yfir mig
skömmum, spurði hann hvort
ég hefði meitt mig. Síðan dró
hann ógangfæran Fíatinn á
verkstæði og kórónaði það góð-
verk með því að bjóðast til að
keyra mig heim í Breiðholtið.
Þetta atvik sannaði fyrir
mér, að það eru enn til góðar
taugar í íslendingum.
Svör við
innlendri
FRÉTTA-
GETRAUN
1. B 10. C 19. C 28. B
2. D 11. C 20. D 29. B
3. B 12. B 21. A 30. B
4. A 13. C 22. C 31. C
5. C 14. B 23. C 32. A
6. C 15. A 24. C 33. A
7. B 16. C 25. A 34. D
8. D 17. A 26. B 35. A
9. A 18. B 27. D 36. C 37. B
38. Jón Kjartansson, forstjóri
Afengis- og Tóbaksverzlunar
rfkisins
39. Björn Jónsson, forseti ASt, og
gjöfin er ein margra, sem ASt
bárust á 60 ára afmælisþinginu I
vetur.
40. Jakob Jakobsson
fiskifræðingur
41. Guðlax
42. Krafla að sjálfsögðu
43. Haukur Guðmundsson
— Leikir
Framhald af bls. 55
Lausn á gátum.
1. Til þess að hann nái niður á
jörðina.
2. t myrkrinu.
Á höfuðið (á hausinn á
naglanum.)
4. Ertu sofandi?
5. Kvenmaður.
6. Sjóveiki.
7. Skalli.
8. Grænland — hefur alltaf
verið stærst.
8. Allir mánuðirnir hafa a.m.k.
26 daga.
10. Aðeins eitt, því að þá er
hann ekki lengur fastandi eftir
það.
— Helgi
Framhald af bls. 38
að lokaóperunni, og hvað hon-
um við kemur þá eru manni
eftirminnileg þau ummæli sem
höfð voru um Geir og Einar
þess efnis að þeir hefðu setið
þar að svikráðum. Raunveru-
leikinn hefur þó sýnt að þeir
skutu sigurskotunum í Ösló,
skotum sem kannski urðu til
þess að annað verra hlaust
ekki af öðrum skotum annars
staðar.
Persónulega er mér það
eftirminnilegast héðan frá
Raufarhöfn að allt virðist vera
að fara á betri veg fyrir staðn-
um en hér hefur verið almenn
velgengni á árinu 1976. Af-
koma fólks er og hefur verið
góð, og sennilega er rekstur
frystihússins Jökuls orðinn
léttari. Þá er það ánægjuleg
staðreynd ársins sem er að lfða
að þorpsbúum hefur fjölgað en
það er auðvitað ánægjuefni.
Þá er manni það minnisstætt
að hér hefur verið veðurblíða
undanfarið og hér hefur verið
geysilega gott veður í ár.
Síðast en ekki sízt er manni
minnisstæð jarðskjálftahrinan
f lok síðasta árs og byrjun
þessa, og koma nágrannanna
hingað í neyð, en sem betur fór
varð sú neyð ekki einS"mikil og
útlit var fyrir að gæta orðið.
— Halldór
Framhald af bls. 38
verður, mjög minnisstætt fyrir
margra hluta sakir. Það er erf-
itt að velja í stutt svar, en eitt
stendur mér ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum: Aldrei fyrr á
ævinni hef ég lifað ár eða tíma-
bil, sem kjaftasögur svokallað-
ar hafa jafn oft reynzt sannar.
Kannski að þær hafi alltaf ver-
ið sannar, en aldrei áður verið
reynt að grafast fyrir um sann-
leiksgildi þeirra. Þeir sem eru
í sviðsljósinu vegna starfa
sinna, eins og t.d. sakadómar-
ar, hafa átt ákaflega bágt, ekki
sízt þegar þeir eru beðnir um
að staðfesta sannar „kjaftasög-
ur“. Þeir vilja helzt láta eins
og þær séu ósannar. Önefndur
embættismaður í dómskerfinu
svaraði spurningu kollega
mins um lausafregnir svona:
,,Nú er ég farinn að skilja,
þegar En'glandskonungur lét
loka um 6000 kaffihúsum þar
sem þau væru gróðrarstía
spillingar og samsæris. Allar
þessar sögur eru spunnar upp
á Tröð, og Borginni." Sjálfur
hef ég litillega kannað sann-
leiksgildi kjaftasagna á árinu
og ánægjulegustu tíðindin af
þeim vettvangi fyrir mig var
ákvörðun rikissaksóknara að
óska eftir framhaldsrannsókn
númer 2 á svokölluðu Leir-
vogsármáli, sem ég skrifaði
greinaflokk um í vor. Ég held
ég megi segja að það sé tiltölu-
lega sjaldgæft, að gagnrýni á
subbuskap i embættisfærslu
beri árangur.
Fréttamenn og blaðamenn
skrifa gjarnan fyrir ruslakörf-
una en i þessu tilviki fékk
karfan að bíða um sinn a.m.k.
Þvi má svo bæta við að mér
þótti það skemmtileg tilviljun
að lesa I nýrri bók eftir Lax-
nes, að hann lærði að rífast um
listir í kjallaranum á Laufás-
vegi 34. í þessum sama kjall-
ara lærði ég nefnilega að rífast
EKKI um listir á árinu.
Svör vid
erlendri
FRÉTTA-
GETRAUN
(1)3 01)4 (21) 3 (31) 1
(2) 2 02) 3 (22) 2 (32) 2
(3) 3 (13) 2 (23) 1 (33) 4
(4) 2 (14) 4 (24) 4 (34) 2
(5) 3 05) 3 (25) 2 (35) 3
(6) 2 (16)4 (26) 3 (36) 1
(7) 1 (17) 2 (27) 3 (37) 4
(8) 4 (18) 1 (28) 4 (38) 2
(9) 2 (19) 3 (29) 1 (39) 3
(10) 4 (20) 3 (30) 3 (40) 4
(41) Ali er Bandariskur, en hinn
kappinn er japani, Antonio Inoki
að nafni.
(42) Það er verið að hylla Hiro-
hito Japanskeisara á 50 ára af-
mæli valdatöku hans.
(43) Myndin er tekin af Mars úr
geimfarinu Vfkingi I.
(44) Bernharð Hollandsprins og
Júlíana drottning við komuna til
hallar sinnar eftir að tengsl urðu
kunn f Lockheedmútuhne.vksl-
inu.
(45) Margret Thateher leiðtogi
brezka thaldsdlokksins.
(46) Jimmy Carter og kona hans
við komuna til Plains eftir kosn-
ingasigur hans í forsetakosning-
unum.
— Slagbrandar (a) spá
fyrir framan helztu danshúsin með fletrunum eins og þessum:
• Minnst klukkutíma töf á hverjum hljómleikum
• Minnst eitt hljóðfæri úr sambandi í hverju lagi
• Bannað verði að ráða sérfróða menn til að sjá um hljóðstjórn
• Söngur heyrist helzt aldrei fyrir væli og ýlfri í mögnurum
• Rótarar fái mynd af sér í hverri ballauglýsingu og á forsíðum
plötuumslaga
• Hljómsveitirnar hætti að nota sérstök nöfn, heldur verði kennd-
ar við rótarana, t.d. Sextett Gústa rótara, eða Hljómsveit Dodda,
Svenna, Kidda og Gauja rótara. ..
• AUGLVsiNGAR...
„Ég sé félög og fyrirtæki fara að dæmi Kvartmiluklúbbsins og
reyna að ná sér í hagstæða kynningu á poppplötum. ..“
Og Slagbrandur sér i hendi sér, að ýmsir aðilar gætu gert
plötuheiti að einkunnarorðum sínum, eins og t.d.:
• „Götuskór" — Félag skókaupmanna.
• „Sólskinsdagur“ — Veðurstofan.
• „Hanastél" — ÁTVR.
• „Speglun" — Glerslípun og speglagerð hf.
• „Grásleppu-Gvendur" — Fiskifélag íslands.
• „Einu sinni var. ..“ — Sagnfræðingafélagið.
• „Skyggni ágætt“ — F’élag veðurfræðinga.
• „I kreppu“ — Þjóðhagsstofnun.
• „Eins og fætur toga. ..“ — Samtök trimmara.
• THEY’RE COMING TO TAKE ME AWAY...
„Ég sé sálfræðinga og geðlækna lesa grein í áramóta-
Slagbrandi og kætast mjög yfir nýju og áhugaverðu tilfelli. . .“
Ég klikkaður? Nei, það hljóta að vera lesendurnir, sem entust
til að lesa þetta rugl. .. —sh.
//ein vtnnm
Það er svo <$ýrt að vera
með í happdrætti SÍBS að í
rauninni borgar sig að
kaupa ársmiða strax, ístað
‘ esj. að gera sér ferð
lánaðarlega með 400
krónur - þeir sem eiga árs-
miða.bíða bara rólegir og
fylgjást með vinninga-
skránni. Vinningafjöldi er
nú 18.750 - fjölgar um
.250.
Fjorot hver miði
hlýtur vjnning og í
júní verður dregið
um aukavinninginn í
ár: fullkominn Volks-
wagen ferðabíl ásamt
ferðabúnaði að verð-
mæti u.þ.b. 3,5 millj.