Morgunblaðið - 31.12.1976, Síða 25

Morgunblaðið - 31.12.1976, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1976 57 fólk í fréttum Gledilegt nýár! + Stúlkan hér á myndinni heitir Michelle Philiips og það er hún sem á að dansa tangð við ballettdansarann Nurejev f Myndinni „Valentino" en hann leikur þar aðalhlut- verkið. Michelle hefur hingað til verið betur þekkt sem söng- kona en hún var i söngflokkn- um „the mamas and the papas“. Hún segist að vfsu kvfða svolftið fyrir að dansa ballett með heimsins besta bailettdansara, en það er hægt að læra allt, og hún býr sig undir hlutverkað f ballettskóla Fred Astairs f Hollywood. Aður en hún gerðast söngkona var hún ljósmyndafyrirsæta. 1 kvikmyndinni „Valentino“ leikur hún konu Valentinos nr. tvö Natasha Rambova. + Flest okkar hafa sennilega er við gengum í fjör- unni séð fallega steina glitra f sjónum. Stundum höfum við tekið þá, stungið þeim f vasann og uppgötv- að að þegar þeir eru orðnir þurrir er allur glans farinn af þeim. Danski skartgripaframleiðandinn Finn Östergaard hefir fundið upp aðferð til að láta steinana halda sfnum upprunalega glans. Hann slfpar steinana og pússar f höndunum og notað þá sfðan f skartgripi svo sem hálsmen og hringa úr silfri og segir að þeir hafi vissan persónuleika. Engir tveir steinar séu eins. Bridgespilarar og skákmenn leiða saman hesta sína KEPPNI Bridgefélags Reykjavfk- ur og Taflfélags Reykjavfkur f bridge og skák, fer fram f félags- heimili Taflfélagsins dagana 3., 5. og 7. janúar. Keppnin fer þannig fram, að hvort félag myndar þrjár fjögurra manna sveitir. Mun hver sveit síðan tefla hraðskák og spila 16 spila leik við allar sveitirnar þrjár frá hinu félaginu. Án efa verður keppni þessi mjög skemmtileg en b*ði félögin eiga á að skipa mönnum, sem eru mjög liðtekir (fþrðtt hins. Nokkrir af þekktari mönnum þessara vin- s*lu tómstundaiðkana munu leiða saman hesta sína og má þar nefna t.d. frá Bridgefé- lagi Reykjavfkur: Karl Sigurhjartarson, Jón Baldursson, Þórarinn Sigþórsson, Hjálta Elíasson og Sigtrygg Sigurðsson og frá Taflfélagi Reykjavfkur, Ingi R. Jóhannsson, Jón Þorsteinsson, Leif Jósteins- son, Birgi Sigurðsson og Jón Þorvarðarson. Aðstaða fyrir þátttakendurna og eins fyrir áhorfendur verður eins góð og á verður kosið en aðgangur verður ókeypis. Erfitt er að finna réttlátan útreikning fyr- ir keppni sem þessa enda verður að lfta svo á að það sé aukaatriði þar sem þetta er gert til kynningar og ekki sfður til skemmtunar. Þetta er f annað sinn, sem keppni þessi er haldin. Hugmyndina átti Karl Sigurhjartar- son en hann hratt henni f framkvæmd haust- ið 1975 en hann var þá formaður Bridgefé- lagsins. Sigurvegari f það sinn varð B.R. En Taflfélagsmenn eru ákveðnir að þykjast sig- urvissir nú. Keppnin hefst kl. 20 alla dagana f félags- heimili Taflfélagsins að Grensásvegi 46. Loðnuverðs- ákvörðun komin til Yfirnefndar VERÐÁKVÖRÐUN loðnuverðs var vfsað til Yfirnefndar Verð- lagsráðs ' sjávarútvegsins sl. þriðjudag, þar sem auðséð var að samkomulag myndi ekki takast f undirnefnd. Þar með er búið að vfsa tveimur fiskverðsákvörðunum til Yfir- nefndar, en áður var búið að vfsa almennri ákvörðun til nefndar- innar. Mikil fundarhöld voru hjá Verðlagsráði sjávarútvegsins f gær og að sögn Sveins Finns- sonar, framkvæmdastjóra Verð- lagsráðs, er gert ráð fyrir miklum fundarhöldum f dag, en sem kunnugt er á hið nýja fiskverð að taka gildi um áramót. — Heildarhags- munir Framhald af bls. 46 árinu. Mikil aukning varð á spærlingsafla, sem orðinn var tæplega 26 þús. lestir í lok nóv. s.l. á móti rúml. 4 þús. lestum allt árið 1975. Síldarafli var skipaður bæði árin rúmlega 30 þús. lestir. Sá er munurinn, að meiri hluti aflans veiddist nú á Islandsmið- um í fyrsta skipti um margra ára skeið. Þorskaflinn áætlaðist um 275 þús. lestir (þaraf um 3. þús. lestir af A Grænlandsmiðum) saman- borið við 266 þús. lestir árið áður. Afli annarra botnlægra tegunda er svipaður bæði árin eða rúm- lega 170 þús. lestir, þaraf nokkur afli frá miðum A-Grænlands. Afkoma útgerðar og fiskvinnslu var mjög misjöfn eftir veiðar- færaflokkum og landshlutum. Afli á hinu hefðbundna vertfðar- svæði sunnan og vestan lands brást illa þriðja árið I röð. Þá var afli Austfjarðatogara mun minni en undanfarin ár. Miðað við sókn, voru aflabrögð á Vestfjörðum og Norðurlandi betri en f fyrra, þeg- ar á heildina er litið. Allmiklar hækkanir urðu á fisk- verði og útflutningsverðmæti sjávarafurða. Þessar hækkanir hurfu þó að mestu til að mæta stórauknum tilkostnaði við útgerð og fiskvinnslu, bæði á almennum rekstrarvörum svo og á kaup- gjaldi, sem hækkaði um og yfir 25% Verðbólgan er á arinu áætluð um 30%, sem er allmikil lækkun frá fyrri árum en er engu að síður geigvænleg. Sú mikla verðbólga, sem hér hefur ríkt undangengin -------f.------------------------- ár hefur valdið sjávarútveginum miklum erfiðleikum, svo og öllum rekstri, hvort sem um er að ræða opinber samvinnu- eða einka- fyrirtæki. Stjórnvöld hafa gripiö til ýmissa ráðstafana til að draga úr verðbólgunni, en eins og raun ber vitni hafa þær engan veginn reynzt nægilegar. Boðaðar hefa verið aðgerðir, sem draga eiga enn úr verðbólgu á næsta ári. Flest bendir samt til, að þær nægi ekki, nema dregið verði enn frek- ar úr opinberum umsvifum. Eins og fram hefur komið var heildarþorskafli allra þjóða á Islandsmiðum um 315—340 þús. lestir, sem er allmiklu meira en æskilegt var talið, þaraf var afli Breta einna um 54 þús. lestir og annarra erlendra þjóða sem næst 13. þús. lestum. A næsta ári má búast við verulegri minnkun út- lendinga f þorskaflanum. Eins og fyrr greinir hefur sóknarmáttur islenzka þorskveiði- flotans fremur farið vaxandi undangengin ár, þrátt fyrir við- leitni stjórnvalda til að hamla á móti, bæði með þvf að draga úr nýsmfðum skipa og með þvf að leita leiða til að beina flotanum til annarra veiða. Sú viðleitni að draga úr sókninni í þorskstofninn sýndi alljákvæðan árangur á þessu ári. Auk svæðalokana, möskvastærðarbreytinga, sam- drátt sóknar útlendinga má nefna loðnuveiðar vestan og norðan- lands, tilraunaveiðar á rækju og kolmunna, sem lofa góðu og á að fylgja eftir á þessu ári, samkvæmt áætlun sjávarútvegsráðherra, sem mjög hefur beitt sér f þessum efnum. Samhliða þessu þarf að fara fram endurmat á stofnstærðum og veiðiþoli helztu botnfiskstofn- ana og göngum fisks frá öðrum hafsvæðum, sem mér virðist oft hafa valdið ofmati á veiðiþoli fslenzku stofnanna einna sér, t.d. þorskstofnsins og jafnvel ufsa- stofnsins. Þá þarf að endur- skoða mat Fiskifélagsins á af- kastagetu fiskiskipastólsins, eink- um með hliðsjón af getu ýmissa flokka fiskiskipa til að stunda fleiri en eina veiðiaðferð og þ.a. leiðandi veiðar bæði á botnfisk- um, uppsjávarfiskum og krabba- dýrum. Við verðum að gæta þess að uppbygging fslenzka fiskiskipa- stólsins hefur undanfarna áratugi oftast verið byggt á tiltölulega afmörkuðum forsendum. Við smíðuðum fjölda stórra vel útbú- inna skipa til síldveiða á sínum tfma, sem að stórum hluta urðu að snúa sér að þorskveiðum eftir 1966—67. Við það þyngdist mjög í þorskstofninn. Þegar endurnýjun og stækkun togaraflotans hófst um og eftir 1970 var gengið útfrá vaxandi hlutdeild okkar f afla botnlægra tegunda, sem þá var áætlað að gefið gætu af sér 700—750 þús. lestir árlega. Á þessu ári verður heildarafli úr þessum stofnum um 600 þús. lestir. Við verðum að læra af þessari reynslu og skoða allar gáttir vand- lega, er við nú horfum með nokk- urri bjartsýni á aukna möguleika til loðnuveiða, svo og hugsanlega einnig kolmunna- og rækjuveiða. Án efa getum við að verulegu leyti lagað núverandi fiskiskipa- stól að þessum nýju möguleikum. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU \l GlA Sl\(. \- SÍMINN KK: 22480

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.