Morgunblaðið - 05.01.1977, Side 1
32 SIÐUR
2. tbl. 64. árg. MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
KGB:
Gerir upptæk skjöl
Helsinki-nefndar
Moskvu — 4. janúar — Reuter
ÞRÍR forystumenn Helsinki-nefndarinnar svonefndu, sem sovézkir
andófsmenn settu á fót í fyrra til að fylgjast með efndum Sovétsjórnar-
innar á ákvæðum Helsinki-yfirlýsingarinnar, hafa verið sakaðir um
and-sovézka starfsemi, sem stjórnað sé erlendis frá. Starfsmenn KGB
hófu húsleit á heimilum þeirra snemma í morgun. Í kvöld sagði
Ljudmila Alexejeva, ein þeirra sem árásirnar beinast gegn, að KGB
hefði gert um 200 skjöl upptæk, og fjölluðu þau mestmegnis um
starfsemi Helsinki-nefndarinnar.
Tass-fréttastofan greindi frá
máli þessu í dag, og var þar ein-
ungis veitzt að þeim Alexejevu,
Alexander Ginzburg og dr. Yuri
Orlov, stofnanda og forvígis-
manni nefndarinnar, en í kvöld
bárust fregnir af því að einnig
hefði verið gerð húsleit hjá móð-
ur Ginzburg og Lidiu Voroninu.
Þá er ótjósar fregnir af svipuðum
aðgerðum KGB gegn nefndar-
mönnum í Úkraínu.
fyrir störf sín, sem greidd hafi
verið í erlendum gjaldeyri. Þeir
hafi ekkert ákveðið fyrir starfi,
heldur lifi af peningum fyrir
störf, sem brjóti í bága við sovézk
lög. í þessari orðsendingu er ekki
tilgreind hvaða lög andófsmenn-
irnir hafi brotið, en þar segir hins
vegar að NTS hafi á liðnum árum
haft á snærum sinum útsendara í
Sovétríkjunum í gervi ferða-
manna og leiðsögumanna til að
ánetja iðjuleysingja og svikara.
Framhald á bls. 18
London 4. janúar AP.
TONY Benn, orkumálaráðherra
Bretlands, sagði að áætlun brezku
stjórnarinnar um vinnslu Norður-
sjávarolíunnar hefði algerlega
staðizt og ljóst væri, að Bretar
yrðu sjálfum sér nógir um olíu
árið 1980 og að þjóðir, sem lánað
Hsinhua:
„Nýtt
listum
Tókíó 4. janúar Reuter.
HSINHUAFRÉTTASTOFAN f
Kfna skýrði f dag frá þvf, að nýtt
vor væri komið i bókmenntir og
listir f Kfna eftir að róttæku leið-
togarnir 4, Chiang Ching, ekkja
Mao Tse-tungs og samstarfsmenn
hennar 3, voru handteknir.
Vorkoma þessi var haldin hátíð-
leg við litríka nýárslistahátíð í
Peking, þar sem m.a. voru sýnd 59
leikhúsverk, sem róttæku öflin
höfðu bannað að sögn fréttastof-
unnar.
Fangarnir enn
á faraldsfæti
Treviso — 4. janúar — Reuter
FANGARNIR þrettán, sem brut-
ust út úr fangelsi á Italfu, eru enn
á faraldsfæti, og lýsti lögreglan
því yfir í dag, að eftir 40 klukku-
stunda látlausa leit hefði hún gef-
izt upp við að rekja slóð þeirra.
Mikil reiði í garð yfirvalda vegna
flóttans ríkir nú á ítaliu, en í dag
upplýstu starfsmenn í dómsmála-
ráðuneytinu, að álls hefðu 357
fangar strokið úr fangelsum
landsins á nýliðnu ári.
Meðal flóttafanganna er þekkt-
ur „þéttbýlisskæruliði", svo og
morðingi, en fangarnir eru búnir
vélbyssum. Hvarvetna á Norður-
ítaliu hefur öryggisgæzla verið
hert mjög vegna máls þessa.
hefðu Bretum fé, myndu koma til
þeirra til að kaupa olíu.
Benn sagði, að á þessu ári
myndi Norðursjávarolían full-
nægja einum þriðja til helm-
ingi þarfa Breta og spara
2 milljarða sterlingspunda í utan-
ríkisviðskiptum.
vor i
í Kína
Fréttastofan segir, að Chiang
Ching, sem hafi ætlað sér að
verða keisaraynja í Kina, hafi af
stjórnmálalegum og eigingjörn-
um ástæðum bannað ýmsa menn-
ingarstarfsemi í landinu og hafi
stundum tekið verk, sem hún hafi
bannað, breytt þeim örlitið og
eignað sér siðan höfundarréttinn.
Eitt af verkunum, sem fjórmenn-
ingarnir bönnuðu í 4 ár, var ljóða-
leikur byggður á ljóði eftir Maó.
Þá minntist fréttastofan einnig á
tveggja manna gamanleiki, og
sagði að allir gamanleikir hefðu
verið bannaðir af fjórmenn-
ingunum, sem sögðu að þeir væru
vopn borgaraaflanna til að koma i
veg fyrir að verkamenn og bænd-
ur hugsuðu um hina stjórnmála-
legu baráttu alþýðunnar.
Verkföll og
skotbardagi
í Beirút
Beirút — 4. janúar —
Reuter
VERKFÖLL lömuðu
austurhluta Beirút í dag
og fimm manns létu lífið
í skotbardaga, sem átti
sér stað i námunda við
bækistöðvar hægrisinna
þar sem sprengja varð
35 manns að bana í gær-
kvöld.
Flestir íbúanna i aust-
urhluta borgarinnar eru
kristnir, og er litið á
verkföllin sem mótmæli
við sprengingunni.
Bretar sjálfum sér
nógir um olíu 1980
Samkvæmt fregn Tass lagði
KGB hald á gögn, sem sanna bein
tengsl við alþjóðleg samtök verka-
manna, NTS, en bækistöðvar
þeirra eru í París. Tass segir sam-
tökin starfrækt í and-sovézkum
tilgangi. Þá kemur fram, að sann-
anir liggi fyrir um að andófs-
mennirnir þrír hafi þegið þóknun
Fyrrverandi
ráðherra
handtekinn
Prag — 4. janúar — Reuter.
JOSEF Grohman, fyrrverandi
aðstoðarmenntamálaráðherra f
Tékkóslóvakfu og sendifulltrúi
hjá Unesco, hefir verið handtek-
inn fyrir meintar njósnir f þágu
vestrænna rfkja að þvf er hin
opinbera fréttastofa Ceteka
skýrði frá f Prag f dag.
Segir f fregn þessari, að hand-
takan hafi farið fram í Prag hinn
Framhald á bls. 18
Bukovsky kominn til Bretlands:
Ræðir við geðlækna og full-
trúa mannréttindasamtaka
Lundúnum — 4. janúar — AP-Reuter
VIÐ komuna til Lundúna í dag kvaðst sovézki
andófsmaðurinn Vladimir Bukovsky fagna því að
vera kominn til lands, sem varðveitt hefði lýðræðis-
lega hefð. Hann sagðist líta á frelsun sína úr sovézku
fangelsi á dögunum sem mikilsverðan áfanga í
baráttunni fyrir mannréttindum, þar scm sovézk
yfirvöld hefðu með ákvörðun sinni um að ganga að
tilboði Chile-stjórnar um fangaskiptin í fyrsta skipti
viðurkennt að til væru pólitískir fangar í Sovét-
ríkjunum, — hingað til hefði því jafnan verið haldið
fram, að í sovézkum fangabúðum væru ekki aðrir en
ótýndir glæpamenn og á geðveikrahælum einungis
geðskjúklingar.
Bukovsky kvaðst á næstunni
mundu ræða við brezka geð-
lækna til að skýra þeim frá
meðferð þeirri, sem hann hefði
verið látinn sæta i sovézkum
geðveikrahælum. Byggist hann
við því að læknarnir yrðu harla
efagjarnir, — „það er erfitt að
sannfæra geðlækna um hvað
sem vera skal,“ sagði hann.
Þá mun Bukovsky eiga fundi
með fulltrúum ýmissa mann-
réttindasamtaka á þeim tíu dög-
um, sem hann hyggst dveljast í
Bretlandi að þessu sinni, en
markmiðið með þeim viðræðum
er að finna nýjar leiðir I barátt-
unni fyrir frelsun sovézkra
borgara, sem sviptir hafa verið
frelsi sakir skoðana sinna.
Hann kvaðst ætla að einbeita
kröftum sínum að frelsun
pólitiskra fanga hvar sem væri
á byggðu bóli, en hins vegar
stæðu vinir hans í Rússlandi
honum næst. Þegar hann var að
þvi spurður hversu margir póli-
tiskir fangar í Sóvétríkjunum
væru sagðist hann i gamansöm-
um tón margsinnis hafa lýst því
yfir, að þeir væru um 250
milljónir, en sú er einmitt ibúa-
tala Sovétríkjanna um það bil.
Framhald á bls. 18