Morgunblaðið - 05.01.1977, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1977
5
Grindavík:
Björgunarsveit-
armenn f á hús-
næði að gjöf
UTGERÐARFELAGIÐ
Þorbjörn í Grindavfk
afhenti á gamlársdag
slysavarnadeildinni og
björgunarsveitinni í
bænum húseign til
afnota fyrir starf-
semina. Tómas Þor-
valdsson, forstjóri Þor-
björns, sem jafnframt
hefur í áratugi verið
formaður björgunar.-
sveitarinnar í Grinda-
vík, afhenti Árna
Magnússyni, gjaldkera
slysavarnadeildar-
innar, gjöfina, en þeir
Tómas og Árni hafa
um árabil verið nánir
samstarfsmenn að
slysavarna- og björg-
unarmálum í Grinda-
vík.
í hófi vegna afhendingar-
innar rakti Tómas sögu slysa-
varnadeildarinnar Þorbjörns
og rifjaði upp ýmsa atburði
við bjarganir, sem staðið
hefur verið að frá Reykjanesi
austur á Hraunsfjöru. Deildin
var stofnuð 1 930, en fyrsta
björgunin sem framkvaemd
var hér á landi með flugllnu-
tækjum, var þegar björg-
unarsveit Þorbjörns bjargaði
38 mönnum af franska
togaranum Cap Fagnet, sem
strandaði austan Grindavíkur
á Hraunsfjöru. Alls hefur
þessi björgunarsveit bjargað
193 Islenzkum og erlendum
sjómönnum úr strönduðum
skipum fram til þessa dags.
ÍOftBÍÓU
*S?
ÚKÍfiT&avitC.
Sjömönnum
öjmrqmð frm
fjténduðum
SKipum.
SKOlí fCOf T!, v ,
WCOOÍSO. X
’. cun. <v«rl.
xi’xtH twö. *■.***<,
MlfíVlWý-. tú.
fa.ítoiákK;
N,
Oit*m W.ftWúWk,
MÍVSiWtí, W. »<kúkh<f
w ' “
ii*
» * •
Á fyrstu árum sveitarinnar
var reist tækjageymsla og er
nú löngu orðin ónóg vegna
vaxandi tækjabúnaðar. Með
tilkomu hins nýja húsnæðis
batnar aðstaðan til muna og
hyggjast björgunarsveitar-
menn breyta húsinu og inn-
rétta þannig að það komi
betur að notum fyrir starf-
semina I dag. Fyrirhuguð er
viðbótarbygging, sem ætlað
er að hýsa björgunar- og
sjúkrabifreið sveitarinnar og
einnig nýfenginn slöngubát,
sem formaður Sjómanna- og
vélstjórafélags Grindavíkur,
Kjartan Kristófersson, til-
kynnti við þetta tækifæri að
færður yrði sveitinni.
Viðstaddir afhendinguna
voru Gunnar Friðriksson, for-
seti SVFÍ, Baldur Jónsson,
formaður slysavarnadeildar-
innar Ingólfs I Reykjavlk og
Hannes Hafstein, fram-
kvæmdastjóri SVFÍ. í stuttu
ávarpi forseta SVFÍ vék hann
að hinum margháttuðu
björgunarstörfum Grindvík-
inga og þakkaði þeim giftu-
samlegt framlag til slysa-
varna- og björgunarmála hér
á landi.
8—10% aukning
framleiðslu í iðnaði
NIÐURSTÖÐUR hagsveifluvogar
iðnaðarins fyrir 3. ársfjórðung
ársins 1976 benda til þess, að
auknang framleiðslu f iðnaði hafi
orðið 8—10%, ef miðað er við
sama ársfjórðung ársins 1975.
Þetta kemur fram f fréttatilkynn-
ingu frá Landssambandi iðnaðar-
manna.
Framleiðslan var einnig heldur
meiri á 3. ársfjórðungi 1976 en á
2. ársfjórðungi ársins, en sumar-
frí falla aðallega á 3. ársfjórðúng
og dregur þvf nokkuð úr fram-
leiðslunni af þeim sökum í ýms-
um iðngreinum.
Búizt er við nokkurri aukningu
framleiðslu á 4. ársfjórðungi árs-
ins 1976 og er það í samræmi við
reynslu fyrri ára. Fyrirliggjandi
pantanir voru í samræmi við
þetta talsvert meiri við lok 3. árs-
fjórðungs en um mitt ár 1976.
Salan á 3. ársfjórðungi 1976
virðist hafa aukizt mun meira en
framleiðslan, hvort sem miðað er
við 3. ársfjórðung 1975 eða 2. árs-
fjórðung 1976. Birgðir fullunn-
inna vara minnkuðu í samræmi
við þetta, en hins vegar jukust
birgðir hráefna nokkuð.
Nýting afkastagetu var talin
betri í iðnaðinum í heild í byrjun
október en á miðju ári 1976, og
áhrifa sumarleyfa virðist gæta
minna á árinu 1976 en oft áður.
Starfsmannafjöldi var lítið eatt
minni við lok 3. ársfjórðungs 1976
en um mitt ár, en á móti kom að
venjulegur vinnutími var nokkru
lengri. Búizt var við auknum
starfsmannafjölda á síðustu
mánuðum ársins.
Talsvert meira var um fjár-
festingaráform fyrirtækja á 3.
ársfjórðungi 1976 en á sama tima
árið 1975 og hugðu fyrirtæki með
yfir 50% mannaaflans á fjárfest-
ingu á móti tæpum þriðjungi árið
1975.
Þær upplýsingar, sem bárust
um magnbreytingu, gefa til
kynna að aukning miðað við árið
áður hafa mest orðið I kexgerð,
ullariðnaði, plastiðnaði, veiðar-
færaiðnaði og sælgætisgerð. Sam-
dráttur eða kyrrstaða er hins veg-
ar í drykkjarvöruiðnaði, prjóna-
vöruframleiðslu og kemiskum
iðnaði.
Hagsveifluvogin er tekin saman
af Félagi íslenzkra iðnrekenda og
Landssambandi iðnaðarmanna.
Gæru-málið
Athugasemd frá Iðju á Akureyri
UNDANFARIÐ hafa átt sér stað
all illvfg blaðaskrif f sambandi
við verksmiðjuna Loðskinn h.f. á
Sauðárkróki, vegna skiptingu
hráefnis á milli verksmiðjunnar
annars vegar og Sútunarverk-
smiðju Sambandsins á Akureyri
hins vegar, og sölu á söltuðum
gærum til erlendra aðila. Að
verulegu leyti má rekja máls-
atvik til þess, að minna magn af
gærum kom nú fram en áætlað
var og gaf þvf ekki ástæðu til
pólitfskra árásaskrifa á Samband
fslenzkra samvinnufélaga eins og
raun varð á.
Að hinu leytinu vill stjórn Iðju,
félags verksmiðjufólks á Akur-
eyri, að það komi skýrt fram, að
hún telur það með öllu eðlilegt að
Sútunarverksmiðjunni á Akur-
eyri séu tryggð hráefni til full-
vinnslu á skinnavöru, sem veitir
um 130 manns vinnu I verk-
smiðjusal og um 120 manns á
saumastofum. Verksmiðjan hafði
til vinnslu á s.l. ári um 360 þús-
und gærur en Loðskinn h.f. 272
þúsund, en hefur aðeins 20 manns
I vinnu, enda gærur seldar úr
landi næstum sem hrávara.
Stjórn Iðju harmar það, að Sam-
band íslenzkra samvinnufélaga
skuli hafa orðið fyrir þessum
pólitízkum árásum í opinberum
blöðum, og lýsir yfir fyllsta stuðn-
ingi við Sambandið í gjörðum
þess I þessu máli.
Virðingarfyllst
f.h. Iðju, félags verksmaðjufólks,
Jón Ingimarsson
Allt á stórafslætti
nýjar sem nýlegar vörur
Flauelisbuxur
Flauelisvesti
Gallabuxur 5 gerðir
Skyrtublússur
Prjónakjólar
Kápur
Peysur gífulegt úrval.
Hljómplötur
Kodak vasamyndavélar
Myndaalbum
ÁSTÞÓR
BANKASTRÆTI 8