Morgunblaðið - 05.01.1977, Page 15

Morgunblaðið - 05.01.1977, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1977 15 Erró einn eftirlætis- listamanna Polanskis 1 NÝJASTA tölublaði bandarfska vikutfmaritsins Time er sagt frá desember-hefti hinnar frönsku útgáfu af Vouge, kvennablaðinu heimsþekkta. Roman Polanski var falið að ritstýra þessu tölublaði og fékk hann til umráða 53 sfður þar sem hann fjallar um ýmis hugðar- efni sfn f máli og myndum. Þar af helgar hann 6 sfður listamönnum, sem hann metur mest, og er fslenzki listmálarinn Erró þar á meðal, en af öðrum eru nefnd Faye Dunaway, Bertrand Russel og Bruce Lee. í ráði var að Polanski réði útliti forsíðunnar, og hafði hann valið með- fylgjandi mynd, sem vinur hans Harry Benson tók. En þeir, sem ritstýra Vouge að staðaldri, voru ekki á því að hafa mynd á forsíðu. „Þeir sögðu mér, að kon- urnar, sem kaupa Vouge, mundu fælast frá þvi að kaupa blaðið vegna forsíð- unnar minnar,“' segir Polanski. Að öðru leyti er hann hinn ánægðasti með blaðið og segir: „Það fer um mann ákveðinn fiðr- ingur við að sjá framlag sitt á blaðsíðu. Það er nýjungarfiðringur, eins og við upphaf ástarævintýr- is“. Höfuð Roman Polanskis i fjöruborðinu, — f bið eftir „hinni nýju öldu“. Hugsanlegt er talið, að honum akist að fá starfsreglum fram- kvæmdastjórnarinnar breytt og hefur hann átt margar óform- legar viðræður við væntanlega samstarfsmenn sfna um það atriði. Jenkins er einn harðasti stuðningsmaður EBE í Bret- landi og hefur lengi verið í fremstu röð brezkra stjórn- málamanna. Hann hefur tvisv- ar gegnt embætti innanríkis- ráðherra, einnig embætti fjár- málaráðherra og verið varaleið- togi brezka Verkamannaflokks- ins. Hann beið á.sl. ári ósigur í baráttunni við Callaghan um forsætisráðherraembættið er Wilson lét af störfum. Jenkins aðhylltist fyrst Evrópustefnuna 1955, er flestir Bretar voru andvlgir bandalagi við löndin á meginlandinu og hann var í forystu fyrir flokk sinn I baráttunni fyrir að koma Bretum I EBE og halda þeim þar við þjóðaratkvæðagreiðsl- una 1975. Er Jenkins var á ferðalagi I Bandaríkjunum fyrir skömmu hvatti hann stjórn Jimmy Carters til að leggja sitt af mörkunum til að sameina Evrópu með því að leita eftir Roy Jenkins f orseti EBE á morgun London 4. janúar Reuter. VMISLEGT bendir til þess, að Roy Jenkins, sem tekur við for- setaembætti framkvæmda- stjórnar Efnahagsbandalags Evrópu á morgun, fimmtudag, verði einn af virkustu forsetum bandalagsins til þessa. Jenkins, sem er 56 ára, hefur látið svo ummælt, að meiri áherzlu þurfi að leggja á að láta 1000 ára drauminn um einingu Evrópu rætast og hefur varað við efna- hagslegu misræmi, þvf að það kunni að sprengja bandalagið. einni rödd, fremur en að skipta við þjóðirnar hverju í sínu lagi. Þetta hefur einmitt löngum verið stefna Bandaríkja- stjórnar, en erfitt verður að fá EBE-ríkin til að samþykkja einn talsmann á efnahagsmála- toppfundi Bandaríkjanna, Japans og Evrópulandanna, sem haldinn verður bráðlega. Þó er talið að ef einhver maður geti komið slíku til leiðar, sé það Roy Jenkins. Laun Jenkins eru 60 þús. sterlingspund á ári eða 19,2 milljónir ísl. kr. Kissinger forstjóri CBS? New York 4. janúar NTB. BANDARlSKA dagblaðið New York Post sagði I dag, að hugsan- legt væri að Henry Kissinger ut- anrfkisráðherra tæki við for- stjóraembætti bandariska út- varps- og sjónvarpsstöðvarinnar CBS, er hann lætur af embætti 20. þessa mánaðar. Sagði blaðið að stofnandi og núverandi aðalfor- stjóri fyrirtækisins, William Paley, 75 ára að aldri, er lætur af embætti f vor, hefði tilnefnt Kis- singer eftirmann sinn, en Kis- singer hefði enn ekki tekið ákvörðun um hvað hann gerði Verða að hætta að sýna „Sigur á Entebbe” Aþenu 4. janúar NTB. KVIKMYNDAHÚSAEIGENDUR í Aþenu hafa orðið að hætta við sýningar á myndinni „Sigur á Entebbe", sem gerð var um björg- un gislanna á Entebbeflugvelli í Úganda á sl. ári, er ísraelskar víkingasveitir björguðu 100 flug- farþegum úr höndum arabiskra flugræningja. Ástæðan fyrir þessu eru sprengjuhótanir öfga- hópa, sem berjast gegn ísrael, og um helgina fundust sprengjur i tveimur af 11 kvikmyndahúsum, sem sýnt hafa myndina fyrir fullu húsi frá þvf á jólum. Eigendur 4 annarra húsa höfðu fengið sprengjuhótanir. Höfum ekki ráð á að láta útlendinga veiða þorsk og ýsu innan 200 mOnanna — segir sjávarútvegsráðherra færeysku landstjórnarinnar STJÓRNARFLOKKARNIR þrír í Færeyjum ræða um þessar mundir hvernig haga eigi fiskveiðum innan hinn- ar nýju 200 mflna fiskveiðilögsögu. Á fundi landsstjðrn- arinnar í gær, mánudag, var lögð fram tillaga þar að lútandi. Tillagan verður rædd innan flokkanna næstu daga, en kemur sfðan til afgreiðslu f vikulokin. fiskveiðimálum fóru þeir af fundi Gundelachs þægir eins og lömb og þegar Gundelach hafði lokið við- ræðum sfnum við íslendinga f Reykjavfk lét hann það verða sitt fyrsta verk að hringja f fulltrúa brezkra sjómanna til að skýra þeim frá gangi mála. Gundelach talar lítið um eigin stjórnmálaskoðanir, en aðhyllist jafnaðarmannastefnuna. Þegar hann var á ferð fyrir skömmu f Skotlandi og heimsótti Leyland- bifreiðaverksmiðjurnar i Bath- gate, þar sem vinnudeilur hafa verið tíðar, tókst honum að vinna aðdáun og virðingu verkalýðsleið- toganna með þvf að hvetja til þátt- töku verkamanna f stjórn fyrir- tækisins. Helztu veikleikar Gundelach ut- an nokkurs heilsuleysis er að hann á mjög erfitt með að beita diplómatatörfum sínum við nán- ustu samstarfsmenn sfna og á það oft til að vera stuttur í spuna og jafnvel ruddalegur við þá og það svo, að margir eru hræddir við að leggja fyrir hann tillögur af ótta við að hann kasti þeim frá sér. Margir kunna mjög illa við hvað hann setur sig á háan hest, en hann hefur að minnsta kosti eitt- hvað til að setja sig á háan hest út af.“ Skiptar skoðanir eru innan stjórnarflokkanna gagnvart fisk- veiðum utlendinga innan 200 mflnanna, og hefur sjávarútvegs- ráðherrann, Petur Reinert, sem er frá Lýðveldisflokknum, lýst þvf yfir á fundi með sjómönnum f Klakksvík, að Færeyangar hafi ekki ráð á að veita erlendum sjó- mönnum réttindi til þorsk- og ýsu- veiða innan fiskveiðimarkanna. Sagði ráðherrann, að enda þótt þorsk- og ýsuveiðar á miðunum við Færeyjar hefðu á árinu 1976 numið 66 þúsund tonnum, væri sýnt að ekki yrði hægt að veiða nema 52 þúsund tonn á þessu ári, ef ætlunin væri að viðhalda fisk- stofnunum. Þorskur og ýsa eru einu mikilvægu fiskitegundirnar, sem veiðast við Færeyjar. A sfð- asta ári veiddu Færeyingar sjálfir 41 þúsund tonn, sem var 25% aukning frá árinu áður. Búast má við því, að í ár vilji Færeyingar enn auka veiðarnar um að minnsta kosti 25%, sérstaklega með tilliti til þess, að þeir hafa nú verið útilokaðir frá hefðbundnum miðum annars staðar, og þar með eru komin þau 52 þúsund tonn, sem fiskifræðingar telja ráðlegt að veiða árlega. Þá hefur Petur Reinert lýst þvf yfir, að ekki geti orðið um að ræða „tonn fyrir tonn“ þegar samið verði um gagnkvæmar fiskveiði- heimildir Færeyinga og annarra þjóða, heldur sé nær lagi að meta. aflann til fjár. „Hugsanlega get- um við heimilað öðrum að veiða hér aðrar fisktegundir en þorsk og ýsu,“ sagði ráðherrann og nefndi í þvf sambandi einkum ufsa og kolmunna. Adolf Hansen, formaður Félags færeyskra sjómanna, sem stunda veiðar á heimamiðum, hefur lýst því yfir, að hætta sé á miklu at- vinnuleysi í landi verði samið um veiðar útlendinga á miðunum við Færeyjar i þvf skyni að fá að halda áfram hringnótaveiðum í Norðursjónum. Þessu til árétt- ingar benti hann á, að bátur með 4—5 manna áhöfn, sem stundi veiðar á heimamiðum, veiti vinnu nfu manns f landi, og hafi þar með jafn mikla þýðingu fyrir þjóðar- búið og hringnótabátur, sem afli fyrir 15 milljónir á ári. Framkvæmdastjóri sama sjómannafélags, D.P. Danielsen, segir, að afli, sem veiðist á nálæg- um miðum, sé langtum verðmæt- ari en afli, sem veiddur sé á fjar- lægum miðum og seldur óverkað- Parfs—Reuter. DANIR eru skattpfndasta þjóð á Vesturlöndum, en Spánverjar sleppa bezt að þvf er segir fskýrslu um skattamál, sem Efna- hags- og þróunarstofnunin. OECD, f Parfs gefur út. Skv. skýrslunni eru 43.3% tekna ein- hleyps dansks launþega tekin af honum áður en hann fær laun sfn f hendur, en spánskur launþegi heldur hins vegar eftir 92.1% launa sinna. Skýrsla þessi er byggð á samræmdum upplýsing- um 24 aðildarrfkja OECD. Skattar f Danmörku nema 46.68% af þjóðarframleiðslunni, Noregur kemur næstur með 45.27%, Holland með 45.18% og Sviþjóð með 44.21%. í skýrslunni er mest áberandi munurinn á ur. Hann bendir á, að af heildar- aflamagni Færeyinga árið 1976 hafi 18% verið veidd við eyjarn- ar, en 65% hafi veiðzt í Norður- sjónum. Samt sem áður hafi afla- verðmæti aflans úr Norðursjón- um aðeins numið 140 milljónum króna, en útflutningsverð aflans, sem veiddist við Feyreyjar, hafi aftur á móti numið 110 milljónum króna. skattheimtu ríkjanna f N-Evrópu og S-Evrópu, þvi að Grikkland er aðeins með 22.43% þjóðarfram- leiðslunnar íformi skatta, Portú- gal 22.35% og Spánn er lægstur með 18.83%. Öll OECD-ríkin skattleggja barnlaus hjón vægar en einhleypt fólk nema Portúgal, þar sem hjónaband breytir engu þar til börn fæðast. Mesti mmunurinn er f V-Þýzkalandi, þar sem einhleyp- ur launþegi heldur eftir 67.3% tekna sinna, en barnlaus hjón 73.5%. Mjög mismunandi er hvernig hjón með börn eru skatt lögð, en sumsstaðar, eins og t.d. á ítalfu, Portúgal og Frakklandi eru fjölskyldu- og tryggigabætur Framhald á bls. lí- Danir skattpíndasta þjóð á Vesturlöndum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.