Morgunblaðið - 05.01.1977, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1977
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10100.
Aðalstræti 6, simi 22480.
Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 60.000 kr. eintakið.
Að sigla með gát
framhjá skerjum
Arið 1973 var eitt
hagstæðasta ár, efna-
hagslega séð, sem íslend-
ingar hafa notið fyrr og
siðar. Viðskiptakjör þjóð-
arinnar versnuðu hins
vegar um þriðjung á
árunum 1974 og 1975. Á
árinu 1976 bötnuðu við-
skiptakjörin á ný um
11.5% en reyndust þó 14%
lakari en á árinu 1973.
Vlmennt er nú viðurkennt,
að við spenntum bogann of
aátt í þjóðarútgjöldum og
aöfum þurft að súpa seyðið
af því, sem og efnahagsleg-
am áföllum undanfarin tvö
ír.
Um þetta efni segir Geir
íallgrímsson, forsætisráð-
íerra, í áramótagrein sinni
íér í Morgunblaðinu:
.Ríkisstjórnin setti sér í
ipphafi þrjú höfuðmark-
nið. Að tryggja fulla at-
únnu, jafna hallann á við-
skiptum við útlönd og
hamla gegn verðbólgu.
Þrátt fyrir alvarleg efna-
hagsáföll hefur tekizt að
koma í veg fyrir atvinnu-
leysi, og er það markverð-
ari árangur en almennt er
vióurkennt, þegar litið er
til atvinnuleysis, sem ríkir
í mörgum nágranna-
löndum okkar. Viðskipta-
hallinn lækkaði á árinu úr
11—12%, sem hann hefur
verið tvö undanfarandi ár,
niður í 3% á árinu 1976,
eða nálægt því sem hann
var á hinu hagstæða ári
1973. Þessum árangri varð
því aðeins náð, að tekizt
hefur að draga úr þjóðarút-
gjöldum 2 ár í röð og batn-
andi viðskiptakjör hafa
nýtzt til að lækka viðskipta-
hallann.“
„Árangurinn í bar-
áttunni gegn verðbólgunni
hefur verið lakari og engan
veginn fullnægjandi. Að
vísu er það skiljanlegt, að
ekki sé unnt á skömmum
tima að draga úr verð-
bólguvexti, sem var yfir
50% á árinu 1974, og því er
það umtalsverður árangur
að verðbólguvöxtur á árinu
1976 var helmingi hægari.“
Forsætisráðherra segir
ennfremur: „Ef við viljum
ná áframhaldandi árangri í
efnahagsmálum, tryggja
atvinnuöryggi, jafna við-
skiptahalla og draga úr
verðbólgu, en það eru
markmið sem allir segjast
keppa að, þá verðum við að
hafa hemil á þjóðarútgjöld-
um og auka þjóðartekj-
ur... Heildarfjárfesting ís-
lendinga hefur síðustu ár
verið þriðjungur af þjóðar-
framleiðslu, en innlendur
sparnaður hefur á móti
numið fjórðungi af þjóðar-
framleiðslu. Mismuninn
höfum við jafnað með
erlendum lántökum.“ —
„Allir gagnrýna auknar
erlendar lántökur," sagði
forsætisráðherra, „og er þá
ekki nema um tvennt að
gera, minnka fjárfesting-
una eða auka innlenda
sparnaðinn, nema hvort
tveggja sé gert.“
Aðhald í ríkisfjármálum
og aukin festa í stjórnun
peningamála almennt, þ.e.
stýring fjármagns til fram-
kvæmda á grundvelli arð-
semi þeirra, eru veigamikl-
ir þættir í baráttunni gegn
verðbólgu og viðskipta-
halla. En þróun kaup-
gjaldsmála hér innanlands
skiptir og höfuðmáli. I því
efni verður að sigla með
gát fram hjá verðbólgu-
skerjum. Hins vegar
verður að nýta takmarkað
rými, sem auknar þjóðar-
tekjur skapa á byrjuðu ári,
til að bæta kjör þeirra
lægst launuðu og lífeyris-
þega. En það tekst ekki,
nema þeir betur settu hafi
Morgunblaðið birti í
gær athyglisverða ný-
ársprédikun biskupsins yf-
ir íslandi, herra Sigur-
björns Einarssonar. Þar
áréttar hann, sem vænta
mátti, gildi kristinna við-
horfa fyrir líf okkar og
hamingju, bæði sem ein-
staklings og þjóðar. Hann
gerir því m.a. skóna, að erf-
itt kunni að vera að sam-
ræma, út frá raunvísinda-
legu sjónarmiði, einlæga
trúarjátningu kristins
manns og þær svokölluðu
jarðbundnu staðreyndir,
er takmarkað þekkingar-
svið okkar spannar. Þó er
það svo að hvorttveggja:
trúin og vísindin, eiga ræt-
ur í lífsreynslu kynslóð-
anna og samleið í tilurð
fegurra og betra mannlífs,
ef alls er gætt og rétt er á
málum haldið. Sú var og
niðurstaðan, sem draga má
af orðum biskupsins.
Sú þjóðlífsmynd, sem við
okkur blasir i dag, sýnir á
flestan hátt stórbætt þjóð-
félag, þar sem aðbúð og
lífsmöguleikar manna eru
allt aðrir og betri en á fyrri
tíð. Þetta á í senn rætur í
tæknibúnaði þjóðfélagsins,
skilning á því og sætti sig
við, að hinir lakar settu
hafi algeran forgang. í því
efni verða launþegasamtök
að marka skýrar línur, ef
þau eiga að reynast hlut-
verki sínu vaxin.
sem byggist á vísindaleg-
um framförum, og margra
alda ræktun kristinna við-
horfa, sem mótað hafa
mannúðlegri þjóðfélags-
lega afstöðu. Engu að síður
má sjá margan karlblett-
inn í þjóðfélaginu, sem svo-
kölluð afbrotaalda ber
gleggstan vottinn um.
Þetta bendir til þess, að við
höfum ekki þroskazt og
þróazt menningarlega og
siðferðilega til samræmis
við efnahagslegar framfar-
ir. Þar af leiðir að ham-
ingja okkar hefur ekki
haldizt í hendur við vel-
megun okkar, þó að
mannúðarstefna hafi siglt í
kjölfar velferðarþjóð-
félags.
Hugleiðing biskupsins
yfir íslandi á ríkt erindi við
þjóðina í dag, enda hefur
hlutverk kirkjunnar
máske aldrei verið mikil-
vægara en nú. Það er því
skylda ríkisvalds og fjöl-
miðla, sem eru tengiliður
við almenning í landinu, að
leggja sitt af mörkum til að
auðvelda þjóðkirkjunni
það þýðingarmikla hlut-
verk, sem hún gegnir í
þjóðlífinu á hverjum tíma.
Hamingja og velmegun
Gísli Jónsson menntaskólakennari:
Mikið er nú lengi búið að
hamast á blessuðum jólunum.
Bókaflóð, kaupmang, kaupæði,
streita og gjafafargan: allt þetta
og sitthvað fleira er þeím fundið
til foráttu. Og ekki er þetta út í
bláinn. En samt standa jólin fyrir
sfnu, þó að tímar og siðir breytist.
Vist er um það, að jólahaldið
mætti almennt vera með meiri
einfaldleika og friði. Friður á
jörðu er ekki grannur þáttur jóla-
boðskaparins. Og þrátt fyrir allt
eru jólin mikill friðflytjandi.
Gjafafargan, það er nú svo. Það
er gott að gefa. „Vin sínum skal
maður vinur vera og gjalda gjöf
við gjöf,“ segir í frægu heilræða-
kvæði úr heiðni. Gjafir hafa alla
tíð verið vináttuvottur og ástar-
jarteikn. Vitringarnir gáfu jóla-
barninu gjafir. Og „svo elskaði
guð heiminn, að hann gaf son
sinn. ..“
í Hávamálum segir einnig, að
ekki eigi að gefa manni „mikið
eitt“. Og satt er það, hófið er gott,
enda hófsemdarboðskapurinn
ríkri allri annarri kenningu þessa
kvæðis. Gildi gjafarinnar fer ekki
alltjent eftir dýrleika og fyrir-
ferð. „Góðar eru gjafir þfnar, en
meira þykir mér verð vinátta
þín...“
Auðvitað eru til réttnefndar
skyldugjafir og tildursgjafir en
ætli jólagjafirnar okkar séu ekki
að stærstum hluta nytsamir, fagr-
ir og góðir hlutir, sem bera vott
um vinarþel og hlýhug. Og „viður-
gefendur erust lengst vinir.“
Svo er fyrir að þakka, að ég er
ekki upp úr þvf vaxinn að hlakka
til jólagjafanna. Aðfangadags-
kvöldið mitt síðasta leið í einfald-
leika, kyrrð, tilhlökkun, gleði og
þó umfram allt þakklæti. Ég á
margar og ýmiss kyns gjafir að
þakka guði og mönnum eftir þessi
jól. Það dýrmætasta er svo per-
sónulegt, að ég hleyp ekki með
það í blöðin. En tvær eru þær
jólagjafir, sem ég fékk slíkar, að
ég get ekki annað en sagt frá því,
hvað mér þykir mikið til þeirra
koma. Þetta eru tvær bækur.
Ekki veit ég hvenær ég hreifst
fyrst af Hannesi Péturssyni
skáldi. En lengi gæti ég talið það
sem hann hefur gert mér til yndis
og aðdáunar. Og ekki spilla ofur-
lftil, en ógleymanleg persónuleg
kynni. Nú kemur mér fyrst f hug
ástaljóðabálkurinn f Kvæðabók og
Ijóðabókin 1 sumardölum, eins og
hún leggur sig. Þá varð ég svo
hrifinn að ég tvílas alla bókina í
einni lotu spjaldanna á milli og
settist síðan umsvifalaust að
skrifborðinu og samdi „ritdóm".
Raddir á daghvörfum? í
Reykjagarði? Þjóðhátíðarkviðan
1974? Nei, ég hætti að telja upp.
Má ég aðeins tilfæra tvær perlur
úr Stundum og stöðum:
Enn gerist undrið
sem öllu tekur f ram
og eins þó við siglum
upp úr sjöunda himni:
enn verður lyngmórinn
athvarf söngfuglsins
aftur renna hjarðirnar
til efstu grasa.
Hver er sá sveitamaður
islenskur sem ekki skynjar töfra
þessa erindis? Og svo hvernig
Gfsli Jónsson
hann minnist föður síns
Söknuði:
Fjallið sem þögult fylgdi mér
eftir hvert skref
hvert fótmál sem ég steig, nú
er það horfið.
Á beru svæði leita augu mfn
athvarfs.
Um eilífð á burtu er fjallið
sem fylgdi mér eftir
til fjærstu vega, gnæfði traust
mér að baki.
Horfið mitt skjól og hreinu,
svalandi skuggar.
Nú hélar kuldinn hár mitt
þegar ég sef
og hvarmar mfnir brenna
þegar ég vakí.
Bæði faðir minn og tengdafaðir
voru svo fundvísir að gefa mér
nýjustu bók Hannesar f jólagjöf.
Þá hefur grunað hvað mér kom.
Ég opnaði þessa bók, Vr hugskoti,
með mikilli eftirvæntingu (tek
ekki meira en svo mark á ýmsum
ritdómum blaðanna, hvorki til
lofs eða lasts, ef þeir eru þá ekki
merkingarlausir eða mér a.m.k.
óskiljanlegir, sem oft vill verða).
Ég opnaði þessa bók, og ég las, og
ég hreifst, sífellt meira og meira.
öll bókin er ekki aðeins gerð af
óvenjulega heilsteyptri list,
heldur fágætlega menningarleg,
gegnumkúltíveruð, jafnvæg og
grómlaus. Mér hlýnar um hjarta-
rætur að kynnast viðhorfum
höfundar og skynja hvernig hann
lýsir þeim á móðurmálinu „mínu
góða, mjúka og ríka“. Og hver
fagnar ekki, þegar þannig eru
túlkaðar af listfengi skoðanir,
í sem verið hafa í huga hans, og
þær tilfinningar, sem bögglast
hafa fyrir brjósti hans, en hann
ekki sjálfur haft megin til að tjá
eins og hann vildi?
„Mannshugurinn frjáls bak við
settar reglur. Hvað ætti fremur
að vera aðalsmerki þjóðskipulags-
? ... Séu aftur á móti engar
reglur settar, þá er frelsinu hætt,
hinu sanna frelsi hugans, en
gegndarskorti og lausung boðið
heim... “ (Tvö skákborð).
Og hvílík brýning er ekki
þátturinn um Oskar Pohl til bar-
áttu fyrir þessu mannlega frelsi,
mannréttindum og mannlegri
reisn og gegn viðurstyggð ein-
ræðis, vopnavalds, dauða og
djöfuls:
„Stalin ist tot! Stalin ist tot!“
Þeirri frétt tók Oskar Pohl af
rikri siðgæðisvitund. En hafði
fréttin reynzt sönn? Var ekki
Stalin lifandi? Var það ekki hann
sem ávarpaði mannfjöldann gegn-
um byssuhlaupin í Austur-Berlín
og Oskar Pohl svo, að nú fékk
hann engri göfugri lífsreglu við
komið? (Stúdent frá Fagra-
kastala; ég bið menn lesa þáttinn
allan, svo ekkert misskiljist).
Og síðan endar þessi blessuð
bók á lögeggjan til okkar, að láta
okkur ekki henda það veraldar-
slys að glutra niður algildri íþrótt
feðra vorra, sem við einir á
heiminum kunnum, að yrkja með
stuðlum og höfuðstöfum. Láta
ekki af þvi að „aga mál okkar við
stuðlanna þrískiptu grein.“
Þjóðernishyggju þörfnumst vér
einmitt að rækja
án þurradrambs og hver undir
sinni stjörnu.
í vinar-gervi sækir óvinur að
öllu því sem vér hlutum og
hann ekki skilur.
Og eitt eru þeir, þvf engir
heyra nú framar
aðrir en vér þann klið sem ljóð-
stafir geyma.
Leyndarmál vorrar tungu. Hvort
týnist það brátt
fyrir tómlæti, glapsýn, undan
slátt, fíflskap á torgum?
Auðvitað hafa kynstrin öll af
leirburði verið ort með stuðlum
og höfuðstöfum. En það er ekki
þeim að kenna. Og fjarri sé mér
að banna mönnum að yrkja án
ljóðstafa. En það er mikill vandi,
Jólagiafirnar mínar