Morgunblaðið - 05.01.1977, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR 1977
„Biður Bret-
um ásjár í em
bættisnafni”
UTANRlKISRAÐUNEYTINU
hefur borizt bréf frá Hollend-
ingnum Max Vanderstoel, for-
manni ráðherraráðs EBE, en
hann lét af störfum 1. jan. s.l.
Fjallar bréfið m.a. um möguleika
á veiðiheimild brezkum skipum
til handa innan fslenzkrar land-
helgi.
Morgunblaðið ræddi við Einar
Ágústsson utanrfkisráðherra i
gærkvöldi og spurði hann um
bréf þetta. „Það er skrifað í emb-
ættisnafni," sagði Einar, „en við
höfum ekki tekið það allt of hátíð-
lega og ekki rætt það að ráði.
Farið er fram á það i bréfinu að
við höldum góðu sambandi við
EBE og að Bretum verði ekki
algjörlega úthýst úr íslenzkri fisk-
veiðilögsögu í nokkra mánuði á
meðan þeir eru að koma sfnum
málum í horf heima fyrir.“
Taflfélag Kópavogs:
Ásgeir Ás-
bjömsson „jóla-
sveinn” í ár
HIÐ árlega jólahraðskákmót
Taflfélags Kópavogs var haldið að
Hamraborg 11 sunnudaginn 2.
janúar. Þátttakendur voru 34.
Tefldar voru níu tvöfaldar um-
ferðir eftir Monrad-kerfi. Sigur-
vegari varð Ásgeir P. Ásbjörns-
son og hlaut hann 14 og hálfan
vinning og þar með sæmdarheitið
jólasveinn Taflfélags Kópavogs
1976. Annar varð Benedikt Jónas-
son með 13 og hálfan vinning, og I
þriðja sæti hafnaði ögmundur
Kristinsson með 12 og hálfan
vinning.
Framvegis verða æfingar á mið-
vikudagskvöldum f Hamraborg 1,
og tólfta þessa mánaðar verður 15
mínútna mót.
— KGB ...
Framhald af bls. 1.
Meðal þeirra, sem áður hafa
verið opinberlega sakaðir um
tengsl við NTS er Vladimir
Bukovsky, og þykja ásakanir
sovézkra yfirvalda nú mjög í sam-
ræmi við undanfara ákæru og
réttarhalda yfir andófsmönnum á
liðnum árum.
Þrátt fyrir andúð stjórnvalda
hefur „Helsinki-nefndin" iðulega
birt gagnrýni á sovézk stjórnvöld
vegna brota á Helsinki-
yfirlýsingunni.
Ginzburg er náinn vinur
Nóbelsverðlaunahafans og
andófsmannsins Andrei Sak-
harov, og hafa þau Alexejeva,
sem áður fyrr stýrði opinberu út-
gáfufyrirtæki i Moskvu, verið
virk í hreyfingu andófsmanna um
langt skeið. Meðal félaga þeirra í
Helsinki-nefndinni eru Yelena
Sakharov og Pjotr Grigorenko,
fyrrverandí hershöfðingi.
— Flugumferð
Framhald af bls. 31
öðrum aðalflugvöllum fækkaði
hins vegar lendingum á árinu,
mest á Hornafjarðarflugvelli
21,4% og í Vestmannaeyjum um
20,7%. Reglubundið áætlunarflug
var á árinu stundað til 35 flug-
valla utan Reykjavikur og Kefla-
víkur.
Skrásett voru 13 ný íslensk loft-
för á árinu, þar af 8 flugvélar, 2
þyrlur, 2 svifflugur og einn loft-
belgur en árið 1975 voru skráð 11
ný loftför. Endurnýjuð voru loft-
hæfisskírteini 79 annarra
íslenskra loftfara á árinu. 151 ný
sklrteini flugliða voru gefin út á
árinu, þar af 132 til flugmanna og
er þar um að ræða nokkra f jölgun
frá árinu áður. Árið 1976 voru
endurnýjuð 921 eldri flugliða-
skírteini.
— Ráðherra
handtekinn
Framhald af bls. 1.
21. október síðastliðinn þegar
Grohman kom þangað frá Paris.
Hafi hann þá verið grunaður um
njósnir, og hafi rannsókn nú stað-
fest þessar grunsemdir.
Grohman var aðstoðarmennta-
málaráðherra á árunum 1966 til
1967 en var þá skipaður fastafull-
trúi Tékkóslóvakíu hjá menn-
ingarstofnun Sameinuðu þjóð-
anna, Unesco. Aðalritstjóri opin-
berrar tækniritaútgáfu í
Tékkóslóvakíu var hann á
árunum 1951—68. Grohman er 56
ára að aldri. Hann er hagfræð-
ingur að mennt, og var fyrsti for-
maður kommúnistahreyfingar,
sem nefnir sig Alþjóðasamtök
stúdenta.
— Sjö sveitarfélög
Framhald af bls. 32.
Það munu vera skilyrði selj-
enda, að öll sveitarfélögin kaupi,
þ.e.a.s. skorist eitthvert þeirra
undan, geta þau, sem eftir verða,
ekki skipt malli sin hlut þess. Þótt
samkomulag hafi verið gert við
kaupendur um verð, er eftir að
semja um skilmála og samkvæmt
þeim heimildum, sem Morgun-
blaðið hefur fréttina frá, er búizt
við þvi að stærri sveitarfélögin
þurfi að greiða sinn hlut innan
2ja ára, en hin smærri fái eitthvað
lengri gjaldfrest. öll munu
sveitarfélögin án tillits til stærðar
eignast jafnstóran hlut í svæðinu,
sem kostar eins og áður segir 3
milljónir. Samningurinn fellur þó
ekki úr gildi, nema seljendur
standi uppi með meirihluta á
svæðinu, velji einhver sveitar-
félög þann kost að verða ekki með
I þessum viðskiptum.
— Nótaskip . . .
Framhald af bls. 32.
eru gerð út frá Noregi og Færeyj-
um.
í skipinu, sem nú er I smiðum I
Flekkefjord, er eftir því sem
Morgunblaðið hefur komizt næst,
60 tonna bræðsla, fullkominn
frystiútbúnaður, frystilestar og er
hægt að halda 35 stiga frosti I
lestum, ef skipið yrði t.d. gert út á
rækju. Þá er það þannig útbúið að
það getur verið með tvær nætur
um borð, og ennfremur loðnu- og
kolmunnatroll um leið.
Þá er I skipinu 3500 hestafla
Nohab-dísilvél og er áætlaður
ganghraði 17 sjómílur þegar skip-
ið er tómt, en 15 mílur undir
fullfermi. Ennfremur verða í
skipinu öll fullkomnustu fiski-
leitartæki frá Simrad í Noregi.
— Bukovsky . . .
Framhald af bls. 1.
Nýlega sótti Bukovsky um
dvalarleyfi i Sviss, auk þess
sem móðir hans, systir og
systursonur hafa beðizt þar
hælis sem pólitískir flótta-
menn.
Frá Bretlandi heldur Buko-
vsky til Hollands um miðjan
mánuðinn þar sem honum hef-
ur verið boðið að stunda há-
skólanám. Þaðan fer hann aftur
til Sviss, hugsanlega með við-
komu I V-Þýzkalandi.
— Verða 8 kr.
Framhald af bls. 32.
legt, og má því búast við að um 8
kr. fáist fyrir hvert kg af 14—
15% feitri loðnu fyrst i stað, en er
líður á vertíðina lækkar verðið
eftir því sem loðnan missir fituna.
Eyjólfur Friðgeirsson, leiðang-
ursstjóri á rannsóknaskipinu
Árna Friðrikssyni, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi, að
loðnan sem væri á ferðinni NA af
Kolbeinsey væri eingöngu stór og
feit hrygningarloðna. Hefði með-
allengd hængsins mælzt um 18
sm. Það hafði Morgunblaðið sam-
band við Sigurð Sigurðsson skip-
stjóra á Gísla Árna. Sagði hann að
aðeins eitt skip hefði fengið um
60 tonn af loðnu á þessu svæði í
gærkvöldi. Hin skipin hefðu að
Boeing 737—200
Eingöngu þotuflug milli
Færeyja og
DANSKA flugfélagið Danair,
sem er dótturfyrirtæki Maersk
Air, er nú að selja Fokker
Friendshipflugvélar sfnar og taka
f staðinn f notkun þotur af gerð-
inni Boeing 737—200, sem eru
einhverjar fullkomnustu farþega-
þotur sem til eru. M.a. þurfa þær
mjög stutta flugbraut, geta heml-
að á aðeins 400 metrum, bera 127
farþegar og töluverða frakt.
2 Boeing 737 taka við af 4 Fokk-
er vélum Danair og verða bæði
Danmerkur
notaðar íinnanlandsflugi i Dam-
mörku og til Færeyjaflugsins, en
þangað eru farnar 5 ferðir I viku
frá Kaupmannahöfn. Við þetta
styttist flugtiminn úr 3'A klst. í
tæpar tvær, að þvi er segir I Ber-
lingske Tidende. Mun tilkoma
þessara véla auka mjög öryggi
Færeyjaflugsins og draga úr
seinkunum eða niðurfellingu
fluga vegna veðurs að þvi er tals-
menn Danair segja.
vísu kastað en þar sem loðnan
stæði á 60—70 faðma dýpi væri
svo til þýðingarlaust að reyna ná
henni með nótum skipanna. —
Það væri ýmist of eða van á sjón-
um. Veðrið annaðhvort of gott
eins og í gærkvöldi eða vonzku-
veður.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Morgunblaðið fékk hjá
Loðnunefnd í gær, voru 15 skip
þá farin af stað til loðnuveiða.
— Fleiri en ein
Framhald af bls. 2
um þessi mál okkar í milli sem
samherjar í baráttunni fyrir batn-
andi lifskjörum á tslandi.“
Þá sagði Davíð Scheving Thor-
steinsson, að þegar búnaðarmála-
stjóri ræddi um tollamismun
þann, sem atvinnuvegirnir þyrftu
að búa við og að vélar til iðnaðar
væru yfirleitt tollfrjálsar en til
landbúnaðar ekki, væri unnt að
gefa ákaflega einfalt svar við því.
Landbúnaðurinn á ekki ísam-
keppni við tollfrjálsan innflutn-
ing. Þess vegna var hann ekki
hluti af þeim EFTA-loforðum,
sem rlkisstjórnin gaf og verið er
að efna nú 7 árum of seint. Hins
vegar kvaðst Davlð vera Halldóri
hjartanlega sammála, að þvi er
varðar fiskiðnað. „Hef ég margoft
sagt það. Er það reginhneyksli, að
fiskiðnaðurinn skuli ekki búa hér
við sömu kjör og fiskiðnaður I
öðrum löndum. Það er ekki aðeins
tollur á vélum til fiskiðnaðar
heldur og 22% sölukattur þar of-
an á. Þvl segi ég, að enginn út-
lendingur myndi líta við að setja
upp fyrirtæki á Islandi, ef honum
væri gert að búa við sömu kjör og
fiskiðnaðurinn þarf en hann er I
tollfrjálsri samkeppni á erlendum
mörkuðum. Það er von að gangi
erfiðlega að bæta lífskjör á Is-
landi, þegar þannig er búið að
framleiðsluatvinnuvegunum,"
sagði Davlð Scheving Thorsteins-
son.
— Staða Vest-
mannaeyja
Framhald af bls. 32.
ódýrum lánum og styrkj-
um. Jafnframt verði lagt
til að rfksistjórnin semji
við Seðlabankann um
endanlegt uppgjör við Við-
lagasjóð og að hann ábyrg-
ist vaxtamismuninn á eig-
um og skuldum.
(Jttektarnefndin er skipuð
Ölafi Helgasyni fyrrverandi
bankastjóra I Eyjum, Gylfa Isaks-
sym verkfræðingi og Þráni
Eggertssyni.
Nefndin gerir ráð fyrir að
bæjarsjóður geti mætt skulda-
aukningu frá 1972 til 1975 v/
ýmissa framkvæmda með ráð-
stöfunarhæfum eignum, inneign
hjá rlkissjóði vegna sjúkrahúss,
sölu íbúðarhúsa, gjafafé frá
Rauða krossi Islands, Hjálpar-
sjóði kirkjunnar og ef til vill Við-
lagasjóði v/ söfnunar Göte-
borgsposten, Rauða kross Svíþjóð-
ar og sænsku kirkjunni og einnig
með öðrum eignum ráðstöfunar-
hæfum. En að mati nefndarinnar
getur bæjarsjóður og Rafmagns-
veita bæjarins ekki lokið við við-
gerðir og endurbyggingu á mann-
virkjum sem eyðilögðust eða
sekmmdust I gosinu án einhverr-
ar fyrirgreiðslu og eftir saman-
burð á tjónabótum og raun-
kostnaði kemur I ljós að umfram-
kostanður að því er varðar bæjar-
félagið eitt sér sé um 430 millj. kr.
en fjárhagsvandinn sé á bilinu
400—600 millj. kr. Greiðslur
Viðlagasjóðs á bótum v/ mann-
virkja Bæjarsjóðs og Rafveitu
nam samtals tæpum 300 millj. kr.,
auk 20 millj. kr. I lausafé og 43
millj. kr. I verðbætur á greiðslum
alls um 36Ö millj. kr., en umfram-
kostanður er áætlaður eins og
fyrr getur um 430 millj. kr.
Þá gerir úttektarnefndin einnig
samanburð á rekstrarafgangi
nokkurra bæjarfélaga á árunum
1972 og 1975. Kemur I ljós að
Vestmannaeyjar voru með hæst
hlutfall rekstrarafgangs til eigna-
breytinga árið 1972 með 48,4% en
reiknað er með að bæjarsjóður
Vestmannaeyja verði með lægsta
hlutfall kaupstaða á landinu I
þessu efni I árslok 1976 með að-
eins 20% rekstrarafgang til
eignabreytinga. Til kemur aukin
þjónusta, fækkun íbúa og fleiri
liðir.
1 lögum um f jaröflun vegna eld-
gossins I Heimaey er kveðið á um
að úttekt verði gerð á stöðu
bæjarsjóðs og að með hliðsjón af
þessari úttekt verði tekin ákvörð-
un um lausn á fjárhagsvanda
bæjarsjóðs. „Þá hlýtur m.a. að
koma til athugunar, hvernig unnt
er að nýta eignar Viðlagasjóðs I
því skyni.“
I bréfinu til ráðuneytisins sem
er sent fyrir áramót er m.a. fjall-
að um skuld Vestmannaeyjadeild-
ar og Norðfjarðardeildar Viðlaga-
sjóðs við Seðlabankann og segir I
bréfinu:
„Eftir þvl sem við vitum best
mun skuld Viðlagasjóðs við Seðla-
bankann nema 1200 millj. kr. um
næstu áramót, en verðbréfaeignir
skv. hjálögðyfirliti ca. 1600
milljkr.
Vextir af skuld við Seðlabank-
ann eru nú reiknaðir 16% p.a. og
nema eignir umreiknaðar til sam-
ræmis við skuldina við Seðla-
bankann ca. kr. 1.295.000.- og á
því Viðlagasjóður fyrir
skuldunum ef Seðlabankinn
keypti öll bréfin. Að vlsu má gera
ráð fyrir að samið verði við Seðla-
bankann um skuldina með breyti-
legum vöxtum. Á 25. fundi út-
tektarnefndar var eftirfarandi til-
laga samþykkt: Fyrir áramótin
1976/1977 verði tekin til hliðar
skuldabréf I eigu Viðlagasjóðs að
nafnvirði 400 millj. kr. Bréf þessi
verði ekki tekin með I skuldaupp-
gjöri Viðlagasjóðs við Seðlabank-
ann, en tekjur af þeim hins vegar
notaðar til að bæta fjárhagsstöðu
Vestmannaeyinga með ódýrum
lánum og styrkjum. Jafnframt
verði lagt til að ríkisstjórnin
semji við Seðlabankann um
endanlegt uppgjör við Viðlaga-
sjóð og ábyrgist vaxtamismuninn
á eignum og skuldum.
Tillaga um þessa upphæð er
byggð á þeim fyrirvara að endan-
legar niðurstöður (Jttektar-
nefndar liggi ekki fyrir og mun
það væntanlega liggja fyrir I
febrúarlok. Eftir atvikum gæti
þessi upphæð breyst.
I framhaldi þessarar tillögu
reiknum við með að þessi 400
millj. kr. skuldabréf, sem við telj-
um að þurfi að leggja til hliðar
greiðist aftur, en á lengri tíma en
gert er ráð fyrir I greiðsluskrá.
Munum við leitast við I tillögum
okkar að útiloka alla styrkveit-
ingar, en leggja til lánveitingar til
lengri tlma og miða vexti og láns-
kjör við greiðslugetu Bæjarsjóðs
og Rafveitu og munu endanlegar
tillögur nefndarinnar byggjast á
niðurstöðum úttektar á fjárhags-
vanda Vestmannaeyjakaupstaðar
og Rafveitu."
— Snarræði. . .
Framhald af bls. 2
reykurinn inni gerði þeim
erfitt fyrir.
„Það var mikill reykur þarna
inni og byrjaði maður strax að
hósta nokkuð mikið. Kannski
við höfum verið heppnir með
að komast fljótt út, þvl við
vorum varla komnir út úr
dyrunum þegar mikil spreng-
ing kvað við, en það hefur lík-
lega verið sjónvarpið, sem þar
sprakk," sögðu þeir félagar I
gær.
Þeim Guðlaugi og Ágústi
sýndist eldur hafa komið upp I
jólatré, þvl það hafði brunnið
upp og var eldur I kringum það.
Sýndist þeim annars sem lítill
eldur væri I íbúðinni, heldur
hafi verið þar og mikill reykur.
Sögðu þeir fólk hafa verið búið
að slökkva eldinn með snjó
áður en slökkvilið kom á stað-
inn.
— Danir . . .
Framhald af bls. 15
það háar að skattar verða engir
heldur tekjuaukning.
Skv. skýrslunni hafa skattar i
öllum aðildarrlkjum hækkað frá
því 1965 og lánuritið bendir ennþá
upp á við. I skýrslunni er bent á,
að taka verði alþjóðlegan saman-
burð sem þennan með fyrirvara,
t.d. sé hvergi tekið með I reikn-
inginn þjónusta, sem ríkið láti af
hendi við þegnana, sem greidd er
af skattpeningum, þvl sé ekki
hægt að benda á eitt land sem
ódýrara sé að lifa I en I öðrum
löndum.
— Vegagerð . . .
Framhald af bls. 2
hvenær ætti að lýsa vegi að setja á
þá varnargrindur, þetta vaæri
ávallt matsatriði og þá kæmi einn-
ig til hve mikil umferð um
Mosfellssveitarveginn án þess að
lýsing væri sett upp, en hins veg-
ar væri t.d. komin lýsing á
Hafnarfjarðarveginn þar sem 17
þús. bílar færu um á dag.
„Varnargrindur gera okkur
erfitt fyrir á veturna," sagði
Snæbjörn, „en auðvitað getur ver-
ið nauðsynlegt að setja slikt upp.
Það varðar fjárveitingar og þvl
um líkt, en við höfum ekki getað
sinnt þessu, þvl það hefur legið á
mörgu I mannvirkjagerð á Vest-
fjörðum sem annars staðar. Við
teljum t.d., að það séu margir
staðir á Vestfjörðum hættulegri
en þessi við erfiðar kringumstæð-
ur, en við munum skoða þetta mál
út frá þvl sjónarmiði hvort þarna
er um eitthvað að ræða sem við
verðum að taka fram fyrir ann-
að.“