Morgunblaðið - 05.01.1977, Page 22

Morgunblaðið - 05.01.1977, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR 1977 radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar ÚTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í smíði á pípuundirstöðum úr járni. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Vesturbraut 10A, Keflavík og á verkfræðistofunni Fjarhit- un h.f., Álftamýri 9, Reykjavík gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja þriðjudaginn 18. janúar 1 977 kl. 14 00. Skíðadeild Þrekþjálfun hefst að nýju miðvikudaginn 5. janúar. Æfingar verða mánudaga og miðvikudaga kl. 1 8.20 í Vörðuskóla. Stjórnin. Akureyri Málfundafélagið Sleipnir heldur almenn- an fund í litla sal sjálfstæðishússins á Akureyri laugardaginn 8. janúar n.k. kl. 1 4. Halldór Blöndal flytur framsöguerindi um nýju skattalögin kosti þeirra og galla. Stjórnin. UTBOÐ Tilboð óskast í gatnagerð, lagningu holræsa og vatnslagna í nýtt iðnaðarhverfi í Reykjavík. Hverfið liggur milli Vesturlands- vegar og Bæjarháls, vestan Bæjarbrautar. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, gegn 1 0.000 -kr skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 20. janúar 1 977, kl. 1 1.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 , ' Ég er tekinn til starfa á ný, eftir þriggja og hálfs árs framhaldsnám erlendis. Viðtals- tímar eftir samkomulagi. Örn Guðmundsson tannlæknir Túngötu 7 Sími 1 7011 Austur-Skaftafellssýsla Árshátíð Sjálfstæðisfélögin i Austur-Skaftafellssýslu halda árshátið sina laugardaginn 15. janúar n.k. og hefst hún að Hótel Höfn kl. 20. Ræður og skemmtiatriði. Stjórnirnar. Eirný Guðlaugsdótt- ir — Minningarorð F. 4. 9. 1905. D. 28. 12. 1976. Fregnin um lát Eirnýjar Guð- laugsdóttur kom okkur á óvart. Hún veiktist skyndilega nokkrum dögum fyrir jólin og var þá flutt á sjúkrahús. Þar andaðist hún að kvöldi þess 28. desember s.l. Eirný, að Eyja, eins og skyld- fólkið kallaði hana jafnan, var fædd 4. september 1905 að Fells- koti í Biskupstungum. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Eiríks- son, d. 27. maí 1940, bóndi þar, og Katrín Þorláksdóttir, d. 7. október 1945, húsfreyja. Eirný var sjötta í röðinni af 10 systkinum, og eru þau nú fjögur látin. A skömmum tfma hefur stórt skarð verið höggvið í systkinahópinn frá Fellskoti, þvf að f nóvember s.l. andaðist Margrét systir þeirra, og Eiríkur bróðir þeirra andaðist ár- ið 1975. Eyþór, bróðir þeirra, and- aðist árið 1930. Eirný ólst upp í Fellskoti f stór- um systkinahópi á mannmörgu heimili foreldra sinna og varð að taka til hendinni við algeng heim- ilisstörf, eins og þau tíðkuðust þá til sveita. Var til þess tekið, hve systkinin frá Fellskoti voru sam- hent, og hefur sú samheldni hald- ist allt fram á þennan dag, þó að hópurinn hafi dreifst og viðfangs- efnin beinst að afkomendum, börnum og barnabörnum. Þann 5. nóvember 1932 giftist Eirný Jóhannesi Helgasyni, kaup- manni f Reykjavík, en hann and- aðist um aldur fram 11. júlí 1963. Jóhannes og Eirný áttu lengst af heima að Njálsgötu 43A hér í borg, en í þvf húsi rak Jóhannes verzlun, meðan hann lifði. Eirný rak sfðan verzlunina eftir lát Jóhannesar, en fyrir nokkrum ár- um seldi hún verzlunina og sfðan húsið og flutti f litla, þægilega fbúð í Hraunbæ. Þótt henni liði vel þar saknaði hún alltaf mið- borgar Reykjavíkur, og á s.l. hausti lét hún til skarar skrfða og festi kaup á íbúð við LaugarneS- veg 64 og var rétt búin að koma sér vel fyrir þar, er kallið kom. Hún sagði þeim, sem þessar lfnur ritar, að mikið tilhlökkunarefni Birting afmœlis- og minningargreina Að marggefnu tilefni skal athygli vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blað- inu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Sé vitnað til ljóða eða sálma skal höfundar getið. Greinarnar þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubiii. í____________________________ væri að halda jól f nýju fbúðinni sinni, en enginn veii örlög sín fyrir, og veikindi hennar urðu þess valdandi, að hún fékk ekki þessa ósk sína uppfyllta. Þau Eirný og Jóhannes eignuð- ust fjögur mannvænleg börn, þau eru: Elsa, gift Hilmari Magnús- syni verkstjóra, þau eiga þrjú börn, Dagmar, verzlunarstúlka, sem á tvö börn og er hún ekkja, Katrín, gift Jóni Sigurðssyni og eiga þau tvö börn. Einn son átti Katrín áður, og var hann skfrður eftir afa sínum. Yngstur er Guð- laugur Þórir, rafvirki, kvæntur Maríu Másdóttur, og eiga þau tvo syni. Starfsdagur Eirnýjar var oft langur og strangur, því auk þess að hugsa um heimili og börn, hjálpaði hún manni sfnum við rekstur verzlunarinnar, og voru þau hjónin ávallt reiðubúin að veita nágrönnum liðsinni og greiða götu manna, sem voru síð- búnir að verzla. Það er ekki ofsög- um sagt, að þau hjón voru bæði greiðvikin og gestrisin. Þessir góðu eiginleikar voru Eirnýju í blóð bornir. Um það geta þeir mörgu vitnað, sem urðu þeirra aðnjótandi. Sá, sem þetta ritar fékk svo oft, ásamt móður og skyldmennum, að njóta hlýju og gestrisni hennar, bæði á heimil- inu og ekki sízt austur í sumarbú- staðnum. Fyrir það er ljúft að þakka nú er leiðir skiljast. Þegar sól tók að hækka og jörð að lifna eftir kalda vetur var Eirnýju það jafnan mikið til- hlökkunarefni að njóta dvalar f sumarbústaðnum, sem þau hjón áttu í Fellskotslanda Átti hún þar margar ánægjustundir með manni sínum, börnum, barna- börnum, skyldfólki og vinum. Henni var einstaklega annt um allan gróður og ber garðurinn þar þess fagurt vitni. Þannig skóp hún sér sterka taug við æsku- stöðvarnar, sem hún ætíð sýndi mikla ræktarsemi. En við sumar- bústaðinn í Fellskoti var einnig tengdur sorgaratburður, þvf þar andaðist eiginmaður hennar 1963. Börnin voru þá að komast á mann- dómsárin. Stuðningur og hand- leiðsla Eirnýjar var þeim þá ómet- anlegur, sem og ætíð síðan, og ekki sízt barnabörnunum, er þau dvöldu hjá ömmu, hvort heldur var á heimili hennar hér í borg eða austur f surnarbústað. Eirný var fremur hlédræg kona, sem hafði sig ekki mikið í frammi, en var traust og hjálpfús og vildi leysa allra vanda og hugs- aði þá hvað minnst um eigin hag. Hún fórnaði sér fyrir heimili sitt, eiginmann og börn. En við, sem þekktum hana og fengum að njóta vinsemdar hennar og gestrisni, munum ætfð minnast hennar með hlýju og þökkum henni allar góðu samverustundirnar. Börnum hennar, barnabörnum og eftirlifandi systkinum bið ég Guðs blessunar, og megi hann styrkja þau í sorg þeirra. Blessuð sé minning hennar. G.H. I vor, þegar ribsberjarunn- arnir, trén og öll blómin klæðast á ný sínum litrfka Skrúða, munu þau f vaxtargleði sinni syngja með söknuði lofgjörðaróð um göf- ugu konuna með stóra hjartað og hlýju hendurnar. Vinalegi bústað- urinn í garðinum mun hlusta hljóður með lukta glugga. Blóm- skrýddi stígurinn mun horfa auð- ur til himins og blessuð vorsólin mun kyssa gömlu sporin. 1 fellinu gróðursæla mun óðurinn endur- óma og elfan fagra og breiða líða fram f djúpri tign. Fyrir utan garðshliðið stendur hópur fólks. Yfir þvf er friður og ró. Fólkið er að minnast göfugu konunnar með stóra hjartað og hljýju hendurnar. Þess vegan er það þakklátt og gott. Lftil stúlka gengur að hliðinu og opnar það. Hún lítur yfir hóp- inn og brosir: „Gerið svo vel að koma inn, — hún amma mín kenndi mér að opna.“ Magnús Pétursson. — Afmæli Framhald af bls. 19 að vera málsvari allra flokka ef þvf er að skipta i pólitískri um- ræðu, og má sín jafnan mest, hver sem málstaðurinn er. Vettvangur Elbergs er f fiski, og 75 ára vinnur hann eins og fullfrískur maður, og mundu fáir taka verk úr hendi hans. Engan hef ég séð munda flatningshnff- inn af jafn mikilli kúnst og hann. Ef andvirði þeirra fiska, sem El- berg hefur handfjatlað um dag- ana, væri komið í vasa hans er mér mjög til efs, hvor ætti gildari sjóði Rockefeller eða Elberg, en sem betur fer hafa mál skipast svo, að hann hefur engar áhyggj- ur af slíkum jarðneskum auðæf- um. Ef það er rétt sem meistari Þór- bergur Þórðarson segir, að ís- lenskur aðall sé það fólk sem vinnur í fiski, þá er það alveg víst, að enginn ber þessa tign með meiri rétti en Elberg Guðmunds- son- Árni Emilsson. — Iðnaði blandað í íbúðarhverfi Framhald af bls. 13. Allt tiltækt ________land skipulagt — Okkar tillögugerð að aðal- skipulagi er miðuð við framtíðar- skipan fram til ársins 1995, sagði Hilmar Ólafsson. Búið er að gera drög að aðalskipulagi á öllu þvf landi Reykjavíkur sem hægt er að ráðstafa undir byggð. En veruleg- ur hluti lögsögu Reykjavíkur er nú undir vatnsvernd. Hins vegar má geta þess, að með borun í Heiðmörk, hefur fengizt meira vatn en fæst úr Gvendarbrunn- um. Og þvf má búast við að hægt verði að taka úr vatnsvernd svæði í nánd við Geitháls og Hafravatn, sem þá mætti nýta fyrir byggð. — Þetta geta menn sem sagt skoðað betur á skipulagssýning- unni á Kjarvalsstöðum. Hvað verður hún annars opin lengi? — Hún stendur fram til 15. janúar, svarar Hilmar. Og við munum þangað til halda áfram að kynna sérstök verkefni og aug- lýsa það f hvert sinn í blöðum og útvarpi. AUGLYSINGASIMINN ER: 22480 Jffltrgunfrlabib R:@

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.