Morgunblaðið - 05.01.1977, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 05.01.1977, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR 1977 31 Þórir Steingrfmsson, Heimir lngimarsson, Gestur E. Jónasson og Sigurveig Jónsdóttir f hlutverkum sfnum f „Sabfnu". VERIÐ er að gera talsverðar breytingar innan húss á gömlu lsafoldarhúsunum sem standa milli Austurstrætis og Austur- vallar. Samkvæmt upplýsingum Jóns Guðmundssonar, eins af eig- endum hússins, verður bókaverzl- un Isafoldar flutt f húsnæði Rfmu, en Rfma mun hins vegar flytja f annað húsnæði. Inn f tsa- foldarhúsnæðið munu koma 5—7 aðilar m.a. kventfzkufataverzlun- in Sonja, gjafavöruverzlun, snyrtivöruverzlun og Davfð J6- hannesson gullsmiður, en einnig verður þar til húsa Austurvallar- megin í húsinu kaffi- og veitinga- stofan Kökuhúsið. Þar verða sæti fyrir 50 manns og er áætlað að opna fyrir bolludaginn. „Hugmyndin," sagði Jón, „er að lífga þessi hús við með þvf að búa til nokkurs konar markaðstorg inni í húsinu, ná sem mestu lifi f umferð um húsið með því að hafa það opið á alla vegu innan dyra og eins verður áfram gengt i gegn um húsið milli Austurstrætis og Austurvallar. Þá er einnig verið að undirbúa að setja myndarlegri svip á húsið Austurvallarmegin svo sómi verði að og m.a. verður húsið klætt þar að utan og nýir en gamaldags gluggar settir í það.“ Veitingastofa og 5—6 verzlanir í endumýjuðu húsnæði * Islenzka flugstjórnarsvæðið: Flugumferð iókst um 15% ALÞJÓÐLEG flugumferð um fslenska flugstjórnarsvæðið jókst um rúm 15% á árinu 1976 miðað við árið áður. Stafar þessi aukn- ing aðallega af yfirtöku íslands á flugumferðarstjórn í efra loft- rými Grænlands-svæðisins, en við þá breytingu varð fslenska svæðið þrefalt stærra að flatarmáli en áður var. Kemur þetta fram f árs- yfirliti Flugmálastjórnar um flugumferð árið 1976. Fram kem- ur f yfirlitinu að lendingum far- þegaflugvéla f millilandaflugi á Keflavfkurflugvelli hefur fjölgað um tæp 4%. A Reykjavíkurflugvelli varð fjöldi lendinga nánast hinn sami og verið hefur undanfarin tvö ár, V estm annaey jar: Viltu hætta reykingum? NAMSKEIÐIÐ fyrir fólk, sem vill hætta reykingum, verður haldið f Vestmannaeyjum dagana 9—13. janúar n.k. en slfk nám- skeið hafa að undanförnu verið haldin vfða um land með mikilli aðsókn og góðum árangri. Islenzka bindindisfélagið held- ur námskeiðið f Eyjum fyrir fólk sem vill hætta reykingum og verð- ur námskeiðið haldið í Félags- heimilinu við Heiðaveg kl. 20.30 hvert kvöld. Sigurður Bjarnason prestur og Hallgrímur Magnússon læknir munu stjórna námskeiðinu, en þeir sem hafa áhuga geta iátið skrá sig í síma 1167 og 1439. en „hreyfingar", þ.e. samtals fjöldi flugtaka og lendinga, urðu 16% fleiri, aðallega vegna aukn- ingar i kennsluflugi. Lendingum á Akureyrarflugvelli fjölgaði um rúm 20% á árinu og á Húsavíkur- flugvelli um rúm 16%. Á flestum Framhald á bls. 18 Helgi Ólafeson f ékk 6 vinn- inga af 9 í Stokkhólmi ÞEIR Helgi Ólafsson og Jón L. Arnason hafa að undanförnu tekið þátt f skákmóti f Stokk- hólmi, sem nefnist Rilton-Cup og voru alls 300 þátttakendur í mótinu, sem tefldu f tveimur flokkum, A- og B-flokki. Helgi Ólafsson sagði í sam- taii við Morgunblaðið í gær- kvöldi, að hann og Jón hefðu báðir teflt í A-flokki og náð allsæmilegum árangri. Alls hefðu verið tefldar 9 umferðir eftir Monrad-kerfi og hefði hann hlotið 6 vinninga, en Jón 5'/i. Sagði Helgi að ljóst væri að sigurvegari mótsins yrði stór- meistarinn Mariorti frá Italíu, en hvar hann og Jón yrðu í röðinni, sagði hann að væri óljóst, 130 keppendur hefðu verið í A-flokki, en öllum skák- um væri ekki lokið enn. Ljósm. Mbl.: Öl. K. M. Þessa dagana er verið að útbúa bátana á vetrarvertíð af miklum krafti. Fyrst leggja loðnuskipin úr höfn, en línu- og netabátar hef ja veiðar á næstunni. Reyðarfjördur: Hörku slagsmál á jólaballi Eskifjarðarlögreglan kölluð til, en kærleikur óx um áramót Reyðarfirði 4. jan. BEZTA veður var hér á jðlunum þar til á 2. í jðl- um. Þá fðr að snjóa. Dans- leikur var haldinn f félags- heimilinu á 2. f jðlum og lék hljðmsveitin Völundur fyrir dansi. Allmikil ölvun var á ballinu. Löggæzlumenn hér fóru á Eski- fjörð með mann til læknis, en maðurinn hafði meiðzt um nótt- ina, en nokkru eftir að dansleik lauk upphófust mikil slagsmál milli dyravarða og. dansgesta. Dyraverðir léituðu aðstoðar lög- reglunnar á Eskifirði og komu þrfr lögreglumenn hingað til að skakka leikinn Á gamlárskvöld var bezta veður hér. Ein áramótabrenna var um kvöldið og áramótadansleikur í Félagsheimilinu og var dansað eftir tónlist af hljómplötum til kl. 5 um morguninn og fór allt frið- samlega fram. Kvenfélagið hér hélt jólatrés- skemmtun 28. des. og voru allir velkomnir á skemmtunina, en kvenfélagskonur hafa staðið fyrir þessari jólaskemmtun í mörg ár og bjóða þær upp á veitingar og skemmtunin öllum að kostnaðar- lausu. —Gréta | . , :: ' I: 1f !S!RS!h-. f ‘! f ^ ..j jf ^ 1 -- i - | j i- j i i..i ! i 1 !j íí kEEEzi - L'TLiT P-Triri ®StawerEli® leís&iiffi Isafoldarhúsin séð Austurvallamegin samkvæmt teikningu sem byrjað er að vinna eftir. Inngangurinn í Vallarbúðirnar verður þar sem inngangurinn var f Isafoldarbúðina, en bókaverzlunin flyzt f austurenda hússins. Kaffi- og veitingastofa Kökuhússins verður á milli og verður innangengt úr öllum búðunum og einnig úr bókabúðinni í veitingastofuna. Um þessar mundir er verið að smíða gluggana sem sjást á myndinni. „Markaðstorg” í ísafoldarhúsunum Lokið við að byggja yf- ir þilfar Jóns Finnssonar SlÐUSTU átta vikurnar hefur verið unnið að því að byggja yfir aðalþilfar Jóns Finnssonar GK hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar og mun burðargeta skipsins vera allt að 600 lestir af loðnu á eftir. Verkinu lýkur í kvöld og heldur Jón Finnsson þá til Keflavíkur þar sem nót skipsins verður tekin og þaðan verður haldíð beint til loðnuveiða. Næstu verkefni Leikf. Akureyrar LEIKFELAG Akureyrar hefur að undanförnu haft leikritið „Sabfnu" eftir Hafliða Magnús- son til sýninga við ágætar undir- tektir og er þvf ætlunin að halda sýningum áfram um sinn. Þetta er söngvaleikur og sér Ingimar Eydal um útsetningu og undar- leik en Saga Jónsdóttir er leik- stjóri. Fyrsta sýning á Sabfnu á nýja árinu er á föstudaginn kem- ur kl. 20.30. Næsta verkefni Leikfélags Reykjavíkur verður „öskubuska" eftir Evgení Schwarz, í leikstjórn og þýðingu Eyvinds Erlendssonar og er þetta barnaleikrit fyrir fólk á öllum aldri. Þar næsta verkefni verður „Sölumaður deyr“ eftir Arthur Miller og verður Herdís Þorvaldsdóttir leikstjóri þess. Leikfélagið hefur séð sér fært að gefa áhorfendum 20—25% af- slátt af áskriftarkortum og hóp- ferðum og hefur það verið notað f ríkari mæli nú en áður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.