Morgunblaðið - 05.01.1977, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 05.01.1977, Qupperneq 32
Staða Vestmannaeyjakaupstaðar vegna eldgossins: 400-600 millj. kr. f járhagsvandi Yfir 100% umframkostnaður í raun miðað við bætur ÞRIGGJA manna nefnd, svokölluð úttektarnefnd, sem Gunnar Thoroddsen félagsmálaráðherra skip- aði 23. jan. s.I. til þess að gera úttekt á fjárhags- vanda bæjarsjððs Vest- mannaeyja af völdum eid- gossins f Heimaey eins og staðan er í dag, hefur skil- að bráðabirgðayfirliti til ráðuneytisins. Telur meirihluti nefndarinnar AFLASKIPIÐ Gísli Arni RE fann fyrstu loðnu vetr- arins um 40 mílur NA af Kolbeinsey í fyrrinótt. að bæjarsjóð vanti nú 400—600 millj. kr. til þess að fjárhagsaðstaðan verði eðlileg miðað við önnur samsvarandi sveitarfélög á landinu. Samþykkt var á fundi nefndarinnar fyrir áramótin tillaga um að tekin verði til hliðar skuldabréf í eigu Viðlaga- sjóðs að nafnvirði 400 millj. kr. Bréf þessi verði ekki tekin með f skulda- eftir fituinnihaldi eins og gert var í sumar og haust. Þá hefur heyrzt að verðið verðí nokkuð sambæri- Framhald á bls. 18 uppgjöri Viðlagásjóðs við Seðlabankann, en tekjur af þeim verði hins vegar notaðar til að bæta fjárhagsstöðu Vestmannaeyinga með Framhald á bls. 18 34 sóttu um for- stjórastarf hjá Sölunefndinni UMSÓKNARFRESTUR um starf forstjóra Sölunefndar varnarliðs- eigna rann út um áramðtin. Bár- ust umsóknir frá 34 mönnum, og sagði Páll Asgeir Tryggvason, deildarstjóri varnarmáladeildar utanrfkisráðuneytisins, við Mbl. f gær, að fátftt væri að svo margar umsóknir bærust um ábyrgðar- starf hjá þvf opinbera. Helgi Eyjólfsson hefur gegnt forstjórastarfi hjá Sölunefnd varnarliðseigna hér á íslandi und- anfarin ár, en hann lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir. Verða 8 kr. greidd- ar fyrir loðnukílóið fyrstu vikurnar? Ljósm. Mbl.: öl. K. M Sfldar- og loðnuverksmiðjurnar á fslandi hafa verið seinar að tileinka sér framleiðslu á lausu mjöli, fyrst og fremst vegna fjárskorts, en nó hefur Sfldar- og fiskimjölsverksmiðjan f Örfirisey riðið á vaðið og hefur þegar lokið við að reisa tvo geyma undir laust mjöl. Myndin sýnir geymana tvo, og mann sem vinnur við að reisa einn til viðbótar. Ekki tókst skipinu þó að kasta á loðnuna sökum þess hvc mikið tunglskin var en þá heldur loðnan sig mjög djúpt. I gærmorgun komu þrjú önnur skip á þessi mið, auk rannsókna- skipsins Árna Friðriksson- ar, Skipin köstuðu svo nokkuð í gærkvöldi en gekk illa að ná loðnunni, þar sem hún stóð enn mjög djúpt. Þótt skipin hafi haf- ið loðnuveiðar hefur loðnuverð ekki enn verið ákveðið, en búast má við að það verði í dag. Morgunblaðið hefur fregnað að i vetur verði greitt fyrir loðnuna Sjö sveitarfélög kaupa háhitasvæði á 21 milljón Samningur skilyrtur um samþykki sveitarstjórna á Suðurnesjum SVEITARFÉLÖGIN á Suðurnesjum hafa gert samning, sem undirritaður var á gamlársdag, um kaup á háhitasvæði á Reykja- nestá og þar með á öllum jarðhitaréttindum þar. Samningurinn, sem undir- ritaður var af 7 sveitar- og bæjarstjórum, verður þó ekki fullgiltur fyrr en sveitarstjórnirnar hafa allar samþykkt hann. Hvert sveitarfélag greiðir Verður fullkomnasta nóta- skip heims keypt til íslands? GARÐAR Magnússon útgerðar- maður í Njarðvfk hefur gert samning um kaup á fullkomnasta nótaskipi heimsins, ef tilskilin bankaábyrgð fæst. Skip þetta, sem er 1215 brúttórúmlestir að stærð, er nú f smfðum f Flekke- fjord í Noregí og er 68 metra langt. Aætlað er að það beri einar 1800 lestir af loðnu eða kol- munna. Samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem Morgunblaðinu hefur tekizt að afla sér, mun Garðar kaupa skipið af sænskum aðilum sem upphaflega létu smfða það. Krefjast þessir aðilar engrar rfk- isábyrgðar og aðeins um 80 millj. kr. bankaábyrgðar, en alls mun skipið kosta um 1600 millj. króna með öllum útbúnaði. Má nefna að fyrir utan venjulegan útbúnað fylgja skipinu 3 sfldar- og loðnu- nætur og tvö loðnu- og kolmunna- troll, þannig að bankaábyrgðin, sem krafizt er, mun vera álfka há og andvirði veiðarfæranna, sem fylgja skipinu. Skip það sem Garðar hefur hug á að kaupa er þriðja skip sinnar tegundar, sem smfðað er í Flekke- fjord í Noregi, nema hvað það er 8 metrum lengra en hin tvö. Hin skipin, Mögsterfjord og Umak, Framhald á bls. 18 Færeyska nóta- og rækjuskipið Umak, sem lokið var við að smfða í Flekkefjord fyrir skömmu er systurskip skipsins, sem tslendingum stendur til boða, að öðru leyti en þvf að það er 8 metrum styttra. Þessi mynd var tekin af Umak f reynslusiglingu en þaðer nú á rækjuveiðum við Grænland. fyrir háhitasvæðið 3 milljónir króna og er því heildarverð þess 21 milljón. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér f gær, er þetta verð um það bil þriðjungur þess verðs, sem Hitaveita Suðurnesja gaf á sfnum tíma fyrir jarðhitaréttindi í Svartsengi, en það verð var ákveðið samkvæmt mati. Seljendur háhita- svæðisins á Reykjanesstá eru bræðurnir Ketill og Oddur Ólafssynir. Þetta háhitasvæði er það, sem mest hefur verið um rætt vegna hugsanlegrar saltvinnslu. Allt svæðið er einn til tveir ferkíló- metrar, en það svæði, sem salan tekur til er um 60 til 70 hektarar. Ríkið á helming alls svæðisins og ef af þessum kaupum sveitar- Klúbbmálinu áfrýjað til Hæstaréttar VEITINGAMENN Klúbbsins, Sigurbjörn Eirfksson og Magnús Leopoldsson, hafa báðir áfrýjað til Hæstaréttar dómi þeim, sem kveðinn var upp í Klúbbmálinu í sakadómi Reykjavíkur skömmu fyrir jól. Þar voru þeir báðir dæmdir í varðhald og fangelsi. Frestur til áfrýjunar rann út á mánudaginn og skiluðu báðir inn áfrýjun þennan sama dag. félaganna verður mun allt háhita- svæðið verða í eigu ríkisins og sveitarfélaganna sjö. Sá hluti, sem ríkið á, er Grindavíkurmegin við landamæri Hafnarhrepps og Grindavíkur. Framhald á bls. 18 „100 tonn í fyrsta loðnukasti arsins „VIÐ vorum að hreinsa sfð- ustu loðnurnar úr nótinni og þetta reyndust 100 tonn f þessu fyrsta loðnukasti árs- ins,“ sagði Haukur skipstjóri á Sæbjörgu, Vestmannaeyjum, f talstöðvarspjalli við Morgun- blaðið f gærkvöldi. Haukur var þá að gera klárt fyrir annað kast, en Sæbjörgin var um 40 mflur norðnorðaustur af Kol- beinsey á svipuðum slóðum og Gísli Arni fann loðnu f fyrra- kvöld, en hún stóð þá of djúpt fyrir kast. „Við köstum að sjálfsögðu aftur,“ sagði Haukur, „bátur- inn tekur 300 tonn, en það er djúpt á henni þegar tunglið er svona mikið. Það lagast þó þeg- ar dregur fyrir tungl og þetta er ágætis loðna og hér er logn og blfða.“ 4 bátar voru á þessum slóð- um f gær, en Sæbjörgin var eini báturinn sem hafði kast- að.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.