Morgunblaðið - 07.01.1977, Síða 10

Morgunblaðið - 07.01.1977, Síða 10
ið, þar sem Fran (Karen Black) er kynnt til sögunnar. Antonioni hefur sagt ein- hvers staðar, að hann vildi gjarnan gera mynd, þar sem áhorfendur fylgdust með ákveðinni persónu í smá- tima, en siðan gengi þessi persóna fram hjá ósköp venjulegum manni á götu, sem siðan yrði miðpunktur atburða. Þetta hefur Bunuel gert og hérna gerir Hitchcock þetta i þriðja sinn. Eftir að hafa fylgst með Blanche og George í rúmar 13 mín., þar sem seinni hlutinn gerist á keyrslu, snarhemlar George allt í einu, til að keyra ekki á Fran, sem skyndilega geng- ur yfir götuna Hitchcock þröngvar Fran inn í söguna og neyðir George i bókstaf- legum skilningi til að stöðva. Þegar Fran gengur síðan yfir götuna, er hún orðin mið- punktur athygli okkar. Hitchcock gerir þetta atriði á einkar áhrifamikinn hátt, og nýtur það aðstoðar tónlistar- innar, sem er samin af John Williams. Fleiri dæmi um áhrifamikil atriði má nefna, t.d. árásin á Balnche í bílskúr Adamsons, George i tveim kirkjugarðs- ferðum, þeysikeyrsla niður bugðótta brekku í bremsu- lausum bil, en öll þessi atriði bera vitni hinu sérstæða stíl- bragði Hitchcocks. í heild er myndín einnig mjög stíl- hrein í uppsetningu, kaflar skýrt afmarkaðir og pörin, Blanche og George annars vegar og Arthur og Fran hinsvegar eru eins og spegil- mynd hvort af öðru. Blanche og Arthur eru höfuðpaurarn- ir, bæði villa þau á sér heim- Teiknimynd af Hitch frá 1935. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANUAR 1977 Mannránin Tillaga að auglýsingaplakati fyrir Family Plot Blanche (Barbara Harris) og George (Bruce Dern) á harla erfiðum flótta. Family Plot, am. 1976. Leikstjóri: Alfred Hitchcock. Family Plot er byggð á sögu Victor Canning, The Rainbird Pattern, án þess þó að fylgja sögunni mjög náið. í stórum dráttum er rás við- burða hin sama, en persónu- lýsingar eru nokkuð frá- brugðnar og atriðum ýmist sleppt úr eða nýjum bætt inn. Hitchcock vinnur mjög einkennilega að undirbún- ingi handrita að myndum sínum, og raunar alveg gagnstætt þvi, sem virðist sjálfsagt og eðlilegt. í stað þess að byrja með ákveðinn efniskjarna eða yfirlitshug- mynd, um megininntak næstu myndar, og vinna sið- an smáatriðin út frá þessari stæðum og rjúfa kirkjuhelg- ina Allt þetta snertir efni myndarinnar sáralítið, atrið- ið tekur rúmar tvær mínútur í sýningu en sýnir Ijóslega, hvernig Hitchcock vinnur út frá einstökum hugmyndum, sem hann hengir siðan sam- an, og hvað hann fer frjáls- lega með frumheimildir sin- ar. Family Plot, sem er 53. mynd Hitchocks og gerð af honum á 76. aldursári, þolir ekki samanburð við bestu myndir hans eins og North by Northwest, Psycho og Vertigo. en hún þolir hins vegar vel samanburð við hans seinni myndir, eins og t.d. Torn Curtain og Topaz. í Family Plot, sem er öllu fremur léttur reyfari en harð- sviruð sakamálamyndi (það Hitchcock óræður á svip vi8 upptökuna. meginhugsun, þ.e. að klæða þessa beinagrindar- hugmynd smám saman holdi, byrjar Hitchcock á því að fá hugmynd að einu eða tveimur einstökum atriðum, sem hann spinnur síðan hinn hluta myndarinnar ut- an um. Family Plot byrjaði einnig á þennan hátt. Ránið á biskupnum vakti athygli Hitchcock, ef til vill vegna þess, að hann sá það í allt öðru Ijósi en því var lýst í bókinni. Þar er biskupinn einn á skógargöngu í hvers- dagsklæðum, þegar honum er rænt, en eins og Hitchcock segir, að við slíkar aðstæður skiptir ekki máli hvort maðurinn er biskup eða bakari. „Ef við ætlum að ræna biskupi, þá gerið við þá á því augnabliki, þar sem hann er augljóslega biskup — við messu fyrir framan söfnuðinn.'1 Með þessari út- færslu gefst Hichcock kostur á miklu áhugaverðari upp- setningu, auk þess sem hann hafði lengi langað til að setja á svip glæp undir messu, til að koma að þeirri hugmynd sinni, að í kirkju sé fólk undir ákaflega þungu hegðunarfargi, sem gerir því ókleift að haga sér eftir að- er enginn drepinn og aðeins einn deyr af slysförum) eru nokkur atriði, sem vitna sterkt um handbragð Hitchcocks. Fyrir utan ránið á biskupnum, sem gæti ver- ið kennsludæmi um einfalda uppsetningu, er t.d. atriðið í kaffihúsinu uppi á hæðinni, þar sem Blanche og George biða eftir Maloney. Við sjá- um Maloney koma á eftir þeim að kaffihúsinu og stiga út úr bíl sínum. Hitchcock klippir síðan inn í kaffihúsið, þar sem þau bíða eftir Maloney, án þess að vita, að hann er fyrir utan. Hitchcock nær ótrúlegri spennu út úr þessu atriði, þar sem við einfaldlega biðum eftir þvi, að hurðin á kaffihúsinu opn- ist og Maloney komi inn. Hurðin opnast — tvívegis, en í bæði skiptin er um aðra gesti að ræða. Hérna leikur Hitchcock sér að áhorfend- um eins og köttur að mús. Við vitum að Maloney er kominn, en hvað er hann að gera, úr því hann kemur ekki inn? Svarið við því kem- ur að vísu á næstu mínút- um, en þannig teymir Hitchcock áhorfendurna áfram, atriði eftir atriði. Auk þessa má nefna atrið- ildir í gróðaskyni og George og Fran eru tregar hjálpar- hellur í báðum tilvikum. Þannig mætti endalaust halda áfram að telja upp hliðstæður (bæði pörin eru kynnt í bílnum sínum á heimleið) og bera saman atriði og sviðsetningar. En er þá myndin gallalaus? Tæp- ast er hægt að segja það og ef til vill bregst hún vonum áhorfenda, þegar síst skyldi. Eins og t d i atriðinu, þegar Maloney ætlar að keyra Blanche og George niður. Þetta gerist svo snöggt, að engin spenna hefur verið byggð upp. Maloney ekur fram af i fyrstu atrennu að hjúunum og púff — þá er það búið. Ef til vill býst maður við of miklu frá manninum, sem bjó til hinn fræga eltingarleik flugvélar og manns í North by North- west. Einnig saknaði ég þess mjög í lokin að eiga ekki von á neinu óvæntu, þegar George er að læðat upp i stigann i húsi Adam- sons. Við vitum, að það er enginn þarna uppi í húsinu, ög við vitum einnig, að Fran og Adamson eru á leiðinni heim Þegar við berum þetta saman við einkaspæjarann, sem er á leið upp i stigann í Psycho, þar sem við eigum von á einhverju óvæntu og fáum velútilátinn skammt af því, sem við eigum von á, eru vonbrigðin yfir spennu- leysi þessa atriðis ef til vill réttlætanleg Einnig eru lok myndarinn- ar fremur veikluleg og að- dragandinn, eins og áður, of stuttur til að skapa verulega spennu. í heild má því segja, að þetta sé mjög þokkaleg Hitchcock-mynd af léttara taginu, en sennilega má ganga út frá þvi, að hann hafi nú þegar gert sina bestu mynd. f seinni tíð hef- ur liðið lengra á milli nýrra mynda, enda ætti maðurinn að vera kominn á eftirlaun skv. aldri sinum. Torn Curtain er gerð 1966, Topaz 1969, Frenzy 1973 og svo Family Plot sem var frumsýnd á þessu ári. Trúlega er þetta síðasta mynd Hitchcock og ef til vill segir hann það best sjálfur, með myndinni af sjálfum sér í Family Plot. Það er skugga- mynd af hinum fræga vangasvip sem fellur á gler- hurð, en á hana er letrað: „fæðingar og dauðsföll. Skrásetningarskrifstofa".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.