Morgunblaðið - 07.01.1977, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANUAR 1977
17
Eiginkonur varð-
skipsmanna færa
Landhelgisgæzlunni
b j örgunarbúninga
og öndunardúkku
HLIÐSKJÁLF — félag
eiginkvenna varðskips-
manna — afhenti Land-
helgisgæzlunni nokkrar
góðar gjafir í gær um
borð í varðskipinu Ægi,
að viðstöddum forstjóra
Landhelgisgæzlunnar,
Pétri Sigurðssyni, Ólafi
Jóhannessyni, dómsmála-
ráðherra, og fleiri
gestum, m.a. yfir-
mönnum Ægis. Gjaf-
irnar, sem Hliðskjálf
afhenti, eru öndunar-
dúkka, sem einnig er
hægt að nota til að æfa
hjartanudd, plastspelkur
og 9 björgunarbúningar,
en þeir hafa hlotið nafnið
„lífgjafinn".
Það var Selma Júlíus-
dóttir, sem hafði orð
fyrir eiginkonum Gæzlu-
manna. Sagði hún i upp-
hafi, að Hliðskjálf hefði
verið stofnað 26. maí á
Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgisgæzlunnar skoðar einn björgunarbúninganna ásamt Þresti
Sigtryggssyni skipherra, Hálfdáni Henryssyni 2. stýrimanni, Þorvaldi Axelssyni 1. stýrimanni og
Baldri Möller ráðuneytisstjóra. Ljósm. Mbl. RAX.
ii
Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra þakkar Selmu Júlfusdóttur gjöfina, til hægri er Helga Larsen
s.l. ári. Um leið hefði
Helga Larsen lagt fram
stofnfé I sérstakan sjóð,
sem verja ætti til varð-
skipsmanna, ekki sízt til
að bæta aðbúnað þeirra,
og styrkja þá í starfi. Til
að fá meira fé í þessu
skyni hefði verið leitað
til allra landsmanna með
góðum árangri og fénu
síðan varið til kaupa á
þeim tækjum, sem
ákveðið hefði verið að
gefa, og sagðist Selma
vona, að þetta væri að-
eins upphafið að frekara
starfi félagsins í þessu
skyni.
Það kom fram hjá Selmu að
öndunardúkkan er fyrst og
fremst ætluð til að þjálfa varð-
skipsmenn í að vekja menn úr
dauðadái og æfa hjartanudd,
plastspelkurnar eru æfinga-
spelkur í að búa um beinbrot
manna. Björgunarbúningarnir
eru ætlaðir til notkunar við
björgunarstörf við erfið skil-
yrði og eans fyrir varðskips-
menn þegar þeir fara á milli
skipa eða í vita við erfiðar
aðstæður.
Fyrir hönd Landhelgisgæzl-
unnar tók Ólafur Jóhannesson
dómsmálaráðherra við gjöf-
unum. Sagði hann það ánægju-
legt að Landhelgisgæzlunni
bærist gjöf sem þessi og bæri
að þakka konunum fyrir frum-
kvæðið. Sagði ráðherra að vitað
væri að skipsmenn á varð-
skipunum bæru oft sinar
byrðar, ekki sizt í ný afstöðnu
striði. Það hugsuðu kannski
færri út í það að konur þeirra
bæru lika sina byrði og færðu
sínar fórnir og erfitt væri að
meta við hvaða andlegt ástand
þær þyrftu stundum að búa.
Styrktarfélag
vangefinna f ær
15 milljónir
króna að gjöf
Arangur söfnunarherferðar
Hjálparstofnunar kirkjunnar
HJÁLPARSTOFNUN kirkj-
unnar hefur afhent Styrktar-
félagi vangefinna 15 milljónir
króna til byggingar afþrey-
ingarheimilis fyrir vangefna.
Er hér um að ræða fé, sem
safnaðist f tveim söfnunar- og
kynningarherferðum, sem
Hjálparstofnunin efndi til á
sfðasta ári og renna skvldi til
málefnis vangefinna f landinu.
Fór afhendingin fram f gær f
Bjarkarási, vinnuheimili, sem
rekið er af Styrktarfélagi
vangefinna, að viðstöddum full-
trúum úr stjórn Styrktarfélags-
ins og fulltrúum Hjálparstofn-
unarinnar, biskupi fslands og
öðrum gestum.
Séra Bragi Friðriksson, for-
maður framkvæmdanefndar
Hjálparstofnunarinnar, rakti i
nokkrum orðum tildrög söfn-
unarinnar og hvernig hún gekk
fyrir sig. I þessari herferð gaf
Hjálparstofnun kirkjunnar út 3
blöð í dagblaðsbroti sem dreift
var í 10—12 þúsund eintökum,
greinar birtust í dagblöðum og
þættir í útvarpi. Þá lögðu ýmsir
starfshópar lið og félagasamtök
og þakkaði sr. Bragi þessum
aðilum fyrir veittan stuðning.
Sagði hann að það takmark
hefði verið sett að safna 70 kr. á
hvert mannsbarn í landinu og
því marki hefði verið náð. Taldi
sr. Bragi að hér væri um eina
stærstu söfnun að ræða sem
verið hefði hér á landi.
Jón Kjartansson, formaður
stjórnar Hjálparstofnunar
kirkjunnar, afhenti Magnúsi
Kristinssyni, formanni
Styrktarfélags vangefinna,
gjafabréfið, en ákveðið hefur
verið að Styrktarfélagið beiti
Magnús Kristinsson (t.v.) tekur við gjafabréfinu úr hendi Jóns Kjartanssonar. Bak við þá má sjá
frumdrög að skipulagi lóðar Styrktarfélagsins. Dökka húsið til hægri er Bjarkarás, en til vinstri er hið
fyrirhugaða afþreyingarheimili. Milli húsanna er gert ráð fyrir íþróttavelli.
sér fyrir byggingu afþreyingar-
heimilis.
Biskup Islands, herra Sigur-
björn Einarsson, tók einnig til
máls og sagði að Hjálpar-
stofnuninni væri ætlað að vera
opið auga og útrétt hönd til
hjálpar og það væri þvi gleði-
efni að geta gefið þessa upphæð
til málefnis þessa, þetta væri
eitt af hennar hlutverkum.
Þá voru sýnd frumdrög að
afþreyingarheimilinu, sem ráð-
gert er að risi á lóð Styrktar-
félagsins við Bústaðaveg, og
skv. þessum frumdrögum, sem
enn á eftir að samþykkja af
borgaryfirvöldum mun húsið
risa sunnan við Bjarkarás.
Arkitektar eru þeir Vilhjálmur
og Helgi Hjálmarssynir og
Reynir Vilhjálmsson skrúð-
garðaarkitekt. Afþreyingar-
heimilið á að rúma 24 vist-
menn, en þetta er eins konar
dagheimili og á að taka við því
fólki sem kemur frá Lyngási og
Bjarkarási og þar á að veita því
enn markvissari og meiri
kennslu en aðstaða er til þar.
Verður húsið byggt með svip-
uðu sniði og Bjarkarás, og þar
verða föndurherbergi, iþrótta-
aðstaða, leiðbeiningarherbergi
og eldhús og borðstofa. Sagðist
Magnús Kristinsson vona að
endanlegar teikningar lægju
fyrir í febrúar — mars og þá
yrði verkið boðið út. Taldi hann
mögulegt að gera húsið fokhelt
fyrir næsta haust, en þessi upp-
hæð, 15 milljónir, er ætluð
nægileg til að gera húsið fok-
helt. Var Magnús bjartsýnn á
að vel tækist til að afla fjár til
þess sem þá vantaði upp á, þeir
hefðu oft farið af stað með
minna, en þessi sólskinsdagur
gerði þá styrktarfélagsmenn
mjög bjartsýna, sagði hann að
lokum.