Morgunblaðið - 07.01.1977, Qupperneq 18
18
Veski
tapast
MAÐUR tapaði svörtu seðla-
veski um klukkan 20 stðast-
liðið miðvikudagskvöld á
Austurgötu í Hafnarfirði. 1
veskinu var mikið af persónu-
legum skjölum og skilríkjum,
sem erfitt er að afla á ný, en
eiganda veskisins eru mjög
dýrmæt. Maðurinn vinnur f
Luxembourg, en rannsóknar-
lögreglan í Hafnarfirði biður
vinsamlegast skilvísan finn-
anda um að koma veskinu til
sfn.
— Sjór í töflu
Framhald af bls. 2
skipinu. Það, að sjór hefði
komizt í rafmagnstöfluna væri
því algjör handvömm af hálfu
verktakans f Noregi. Sagði
Örn, að þeir væru þó ekki al-
veg rafmagnslausir, þar sem
þeir hefðu litla ljósavél til að
halda uppi nauðsynlegustu
ljósum og hita í skipinu. Hann
vonaðist til, að viðgerð á raf-
magnstöflunni tæki ekki nema
1—2 daga, þvf það lægi á að
komast til veiða á ný sem allra
fyrst.
— Hótel Hof
Framhald af bls. 2
leika, kvað Jón Aðalsteinn það ný
tíðindi fyrir sig og aðra í stjórn
húsbyggingarsjóðsins. Hann sagði
að lokum, að málin kæmust von-
andi á hreint f næstu viku, og
hótelið væri enn inni í myndinni
sem forleigjandi, ef ákveðið yrði
að leigja húseignina.
Tíminn og Framsókn
ekki það sama
í framhaldi af þessu samtali við
Jón Aðalstein Jónasson, snéri
Mbl. sér til Ingvars Björnssonar,
lögfræðings Hótels Hofs. Hann
kvað það alrangt að hótelinu
hefði verið lokað vegna rekstrar-
örðugleika. Það rétta væri, að 5.
desember hefði verið gert sam-
komuiag milli húsbyggingarsjóðs
Framsóknarfélaganna og forráða-
manna Hótels Hof, Haraids
Magnússonar og Sigurðar
Haraldssonar. Þar hefðu þeir
tveir síðastnefndu fallið frá kröf-
um á húsbyggingarsjóðinn vegna
vanefnda á samningi, en þær
hefðu verið i því fólgnar að
sjóðurinn hafi ekki látið færa
húsnæðið í það horf, sem vera átti
samkvæmt samningnum. Á móti
hafi svo sjóðurinn fallið frá fjár-
kröfum vegna vangreiddrar leigu,
en hótelið hafði neitað að borga
leigu um nokkurn tíma vegna
fyrrnefndra vanefnda. Hafi einn-
ig orðið að samkomulagi að þá-
gildandi samningur félli niður
um áramótin, enda hann gallaður
að ýmsu leyti, en leigutakar hefðu
forleigurétt. Hefði þetta sam-
komulag verið gert f góðu.
Ágreiningur hefði verið um leigu-
upphæð en aðstandendur hótels-
ins hefðu fallizt á það að húsið
yrði auglýst til leigu, en áskildu
sér jafnframt rétt til að ganga inn
í hæsta tilboð ef það væri innan
skynsamlegra marka. I þvi sam-
bandi sagði Ingvar, að aðstand-
endur tiótelsins litu svo á, að
Tíminn og Framsóknarflokkur-
inn væri ekki það sama, heldur
yrði að líta svo á að Tfminn væri
þriðji aðili, sem yrði að taka hús-
næðið á leigu ef flytja ætti starf-
semi hans þangað. Áskildi hótelið
sér rétt til að ganga inn í þá leigu
ef hún væri innan skynsamlegra
marka, sem varla væri vafi mfðað
við erfiðleika í blaðaútgáfu á dag.
Sagði Ingvar að nú stæðu yfir
viðræður milli aðilanna um þetta
mál og kvaðst hann vona að það
leystist friðsamlega. Á meðan
væri óijóst hvort Hótel Hof tæki
til starfa að nýju en hann sagðist
að lokum vilja undirstrika, að lok-
un hótelsins væri ekki vegna fjár-
hagsörðugleika heldur vegna
óvissunnar sem ríkti um það
hvort hótelið fengi að vera áfram
f húsnæðinu. Sagðist hann vera
hissa á því að Jón Aðalsteinn
Jónasson skyldi halda fram hinu
gagnstæða.
— Kína
Framhald af bls. 1.
hendur fjögurra manna klíkunni
og sagt hana standa á bak við
óeirðirnar, sem hafi verið liður i
valdaránsáætlun þeirra.
Japanskir fréttamenn í Peking
skýrðu frá þvf í dag að Dagblað
alþýðunnar hefði staðfest að
óspektir, vopnaviðskipti og eyði-
leggingar starfsemi hefði átt sér
stað í nokkrum héruðum landsins
á síðasta ári. Segja fréttamennirn-
ir að blaðið, sem er málgagn
kommúnistaflokksins, hafi á mið-
vikudag sagt frá óeirðum f
Chekiang-héraði, Paotingborg í
Hopeihéraði, Chengchow, höfuð-
borg Honanhéraðs, og öðrum
ónefndum en fjarlægum hér-
uðum.
Segir blaðið að að undirlagi
Wang Hung-wen hafi undir-
róðursstarfsemi verið stunduð f
verksmiðjum f borginni
Hangchow og öðrum stöðum og
hafi komið til vopnaðra átaka,
sem leitt hefðu til lokunar verk-
smiðjanna. Blað f Hangchow,
Nihon Keizai, segir að ríkisstjórn-
in afi ekki getað stöðvað óeirðirn-
ar fyrr en alþýðuherinn hafi
gripið inn í í desember.
— Laxárvirkjun
Framhald af bls. 3
Otterstedts rafveitustjóra Raf-
veitu Akureyrar varð að grípa til
skömmtunar frá veitusvæði Lax-
árvirkjunar í gærmorgun af
tveimur ástæðum. Bæði var
rennsli i Laxá með minna móti,
svo að framleiðsla virkjananna
við Laxá fór niður i 15 megawött,
og þar að auki bilaði stærsta dísil-
vélin í dísilstöðinni á Oddeyri, en
sú vél framleiðir 3'A megawatt.
Skömmtun var hætt síðdegis í
gær og viðgerð á dísilvélinni lauk
í gærkvöldi.
Knútur sagði um væntanlega
tengingu byggðalínunnar við
Landsvirkjunarsvæðið að um það
vildi hann hafa sem fæst orð, fyrr
en reynslan sýndi hvernig hún
gæfist. Hins vegar væri ljóst, að
reka yrði dísilstöðvarnar eftir
sem áður, þar sem dagleg aflnotk-
un á svæðinu væri um 30 mega-
wött, en framleiðslugeta Laxár-
stöðvanna og gufustöðvarinnar í
Bjarnarflagi væri samtals 20
megawött, þannig að 3 til 4 mega-
wött, sem fengjust um byggðalín-
una, nægðu engan veginn til þess
að brúa bilið.
Þá má geta þess að samþykkt
hefur verið að láta 500 milljónir
króna til lagningar línu frá
Kröflu til Austurlands. Er áætlað
að Ijúka gerð hennar á næsta ári
og verða þá Austfirðirnir komnir
í beint línusamband við Lands-
virkjunarsvæðið. Er þá eftir að
tengja Grímsárvirkjun við Sig-
ölduvirkjun til þess að allt raf-
orkukerfi landsins sé hringtengt.
— Spassky
Framhald af bls. 1.
náði heimsmeistaratitlinum af
Spassky 1972, gaf ekki svar um
þátttöku sína áður en frestur til
þess rann út.
Forseti sovézka skáksambands-
ins, Yuri Averbakh, sagði að eina
skilyrðið, sem sett var fyrir ferða-
leyfi Spasskys, væri að hann tæki
ekki þátt f skákmótum án sam-
þykkis skáksambandsins. Sagði
hann, að það væri til þess að koma
í veg fyrir að þátttaka hans í
alþjóðamótum stangaðist á við
þátttöku f þeim innlendu mótum
sem skáksambandið vildi að hann
tefldi á.
Spassky sagði, að hann hefði
ekki haft samband við sovézka
skáksambandið, en benti á, að það
hefði veitt fyrrverandi heims-
meistara, Tigran Petrosjan, leyfi
til að tefla á áskorendamóti gegn
sovézka stórmeistaranum Victor
Kortsnoj, sem flýði land fyrir sex
mánuðum sfðan.
Spassky sagði að hann vildi
vera áfram f Frakklandi, og gaf
það sterklega f skyn að ef honum,
eins og hann telur mikinn mögu-
leika á, verður bannað að tefla
muni hann reyna að vera um
kyrrt.
„Ef íþróttanefndin leyfir mér
opinberlega að tefla aftur þá
verður allt f lagi. Ef þeir gera það
ekki mun ég athuga minn gang,“
sagði hann.
Spassky hefur dregizt á móti
tékkneska stórmeistaranum
Vlastimil Hort, og einvfgi þeirra
verður að vera lokið þann 1. apríl.
— Framkvæmdir
Framhald af bls. 2
verði að því að dreifa og jafna
þeim á lengri tfma en áður hefur
tíðkazt til að forðast meiri háttar
sveiflur f vinnuaflsþörfinni og
óhagstæð áhrif of mikils fram-
kvæmdahraða bæði á vinnumark-
aðinn og kostnað framkvæmd-
anna. Þá stefnir Landvirkjun að
því að haga framkvæmdum þann-
ig, að skipta byggingarvinnunni
upp í nokkra verkþætti, svo að
innlendir verktakar eigi auðvelt
með að taka að sér verkefni f þágu
framkvæmdanna. Með því að
hefja virkjunarframkvæmdir við
Hrauneyjarfoss í svo til beinu
framhaldi af Sigölduvirkjun er
komizt hjá því að slíta sundur
virkjunarframkvæmdir á næstu
árum og yrði þannig unnt að nýta
að meira eða minna leyti kjarna
þess vinnuafls, sem starfað hefur
við Sigöldu og halda vönum
mönnum að miklu leyti óslitið við
sams konar störf, en því fylgir
veruleg hagkvæmni.
í fréttatilkynningunni segir
ennfremur, að rétt sé að fram
komi sérstaklega, að með útboði
framkvæmdanna er ekki um það
að ræða, að þar með sé neinu
slegið föstu um framkvæmda-
hraðann eða hvenær framkvæmd-
ir hefjist, þar sem ætlunin sé að
taka ekki endanlegar ákvarðanir í
þvf efni, nema að höfðu nánara
samráði við eigendur Lands-
virkjunar, ríkið og Reykjavíkur-
borg. Dragist útboðið, er á hinn
bóginn hætta á þvf, að fram-
kvæmdir lendi f tímaþröng, sem
mundi hafa f för með sér alvar-
lega hættu á orkuskorti á orku-
veitusvæði Landsvirkjunar eftir
1981, en á þvf svæði búa 75%
þjóðarinnar.
Samkvæmt orkuspám
Landsvirkjunar verður orku-
öflunarkerfi Landsvirkjunar, að
Sigölduvirkjun meðtalinni, full-
nýtt á árinu 1981 og er þá tekið
tillit til ráðgerðrar orkusölu til
járnblendiverksmiðjunnar í Hval-
firði og umsaminnar 20 MW
stækkunar álbræðslunnar í
Straumsvík. Hefur Landsvirkjun
tekið mið af þessum markaðshorf-
um í virkjunarundirbúningi sfn-
um og stefnt að því að fullnægja
aukinni afl- og orkuþörf frá og
með 1981 með virkjun Tungnár
við Hrauneyjarfoss.
Alþingi veitti Landsvirkjun
heimild til þess að reisa allt að
170 MW raforkuver f Tungnaá við
Hrauneyjarfoss ásamt aðalorku-
veitu 16. apríl 1971. Virkjunar-
leiðir þessar, Sigalda ög Hraun-
eyjarfoss, hafa frá upphafi talizt
mjög hagkvæmar, ekki sfzt með
tilliti til þess að þær geta báðar
auk Búrfellsvirkjunar nýtt þá
miklu miðlunarmöguleika, sem
Þórisvatn býr yfir. Hrauneyjar-
fossvirkjun mun verða tvær véla-
samstæður, sem hvor verður 70
megawött. Hönnun virkjunar-
innar gerir hins vegar ráð fyrir,
að sfðari áfanga megi bæta við
einni 70 megawatta vélasam-
stæðu en til þess þar sérstaka
lagaheimild og virkjunarleyfi til
viðbótar þeim, sem þegar hafa
verið veitt.
— Bílaskip . . .
Framhald af bls. 32.
möguleika í för með sér fyrir út-
flytjendur ferskfisks og hafa
fylgt málinu fast eftir innan sinna
raða. Enda getur útflutningur á
ferskfiski með þessum hætti ekki
komið á heppilegri tíma fyrir þá,
sagði Geir Þorsteinsson.
Skip það sem hér um ræðir er
smíðað árið 1969 í Þýzkalandi og á
að kosta 350 milljónir króna. Þeg-
ar hafa safnazt 120 milljónir í
hlutafé hins nýja félags, en áætl-
að er að hlutaféð verði 150
milljónir. Hugmyndir þeirra, sem
standa að stofnun hlutafélagsins,
um þessi skipakaup eru þær að
bílainnflytjendur eigi helminginn
í skipinu, fiskútflytjendur 'A
hluta og aðrir 1/6, en hugmyndin
er að félagið verði öllum opið.
Þegar hafa verið sendir menn
til Frakklands, en skipið er nú i
eigu franskra aðila og hafa þeir
skoðað umrætt skip og litizt vel á
það, talið að það hentaði mjög vel
til þeirra verkefna, sem áformað
er að nota það til. Þ.e.a.s. til flutn-
ings á nýjum bílum og notuðum
hingað til lands, útflutnings á
fiski í kælivögnum og jafnvel
annarra flutninga, t.d. innflutn-
ings á nýju grænmeti frá Evrópu.
Skipið rúmar 300 bíla, eða ef um
fisk er að ræða, þá um 300 tonn í
fyrrnefndum kælivögnum. Meðal
aðila sem skoðað hafa skipið fyrir
Islendinga eru þeir Agnar Er-
lendsson skipaverkfræðingur og
Finnbogi Gíslason skipstjóri.
Það sem gerist næst í þessu
máli, að sögn Geirs Þorsteinsson-
ar, er að í byrjun næstu viku
verður boðað til stofnfundar
hlutafélags um þessi skipakaup
eins og áður sagði. Verður síðan
farið fram á nauðsynlega fyrir-
greiðslu, en ef undirbúningsstarf
gengur vel þá er reiknað með að
skipið geti verið komið hingað til
lands í marz. Reyndar hefur mik-
ið undirbúningsstarf þegar verið
unnið og var unnið að þessum
málum meira og minna hálft ann-
að siðasta ár. Geir Þorsteinsson
tók það fram í samtali við Morg-
unblaðið í gær, að það væri al-
rangt sem fram hefur komið í
fréttum að þegar væri búið að
ráða skipstjóra á skipið. Slíkt
væri verkefni væntanlegrar
stjórnar hins nýja hlutafélags og
nær lagi væri að kaupa skipið
áður en ráðin væri á það áhöfn.
Reyndar væri ekki raunhæft að
tala um kaup á skipinu fyrr en
stofnfundurinn hefði verið hald-
inn, þó svo að vissulega benti allt
til þess að af skipakaupunum
yrði.
Eimskipafélagið ekki
inni f dæminu lengur
Fram hefur komið í fréttum að
Eimskipafélag íslands og Bila-
ábyrgð myndu í sameiningu
standa að kaupunum á umræddu
skipi. Nú er Eimskipafélagið hins
vegar ekki lengur inni í dæminu
og var Geir Þorsteinsson inntur
eftir ástæðum fyrir því.
— Eimskipafélaginu var á sin-
um tíma boðin eignaraðild að
þessu skipi og reyndar var það
Eimskip, sem upphaflega leitaði
til okkar þegar fréttist um hugs-
anleg kaup á bílaskipi. Þessi mál
þróuðust þó þannig að Eimskipa-
félagið dró Sig út úr þessu máli og
rök fyrirtækisins voru þau, að
Eimskipafélagið hefði áður reynt
að eiga skip í samvinnu við aðra,
en það hefði ekki reynzt vel. Slík
samvinna ylli oft árekstrum og
byði upp á tortryggni, sagði Geir.
Eftir því sem Morgunblaðið
hefur fregnað þá var Eimskipafé-
laginu m.a. boðið að skipið yrði
keypt sameiginlega af Éílaábyrgð
og Eimskipafélaginu. Eftir 2 ár
fengi svo Eimskipafélagið ein-
hliða ákvörðunarrétt um eitt
þriggja eftirfarandi atriða:
1) Að Eimskipafélagið keypti
hlut Bílaábyrgðar í skipinu.
2) Nýja félagið keypti hlut
Eimskips i skipinu.
3) Sameiginlegum rekstri yrði
haldið áfram í óbreyttu formi.
Að þessum skilyrðum mun Eí
ekki hafa talið sig geta gengið og
því ekki orðið af samningum á
milli aðila.
— Sovétríkin
Framhald af bls. 1.
Frú Agapov eldri, sem fór með
tengdadóttur sinni í ráðuneytið,
sagði að tengdadóttir sín hefði
neitað að fara þegar embættis-
menn sögðu henni, að ekki hefði
enn verið tekin ákvörðun um um-
sókn hennar.
Lyudmila Agapov, sem er 37
ára, hefur oft sótt um leyfi fyrir
sig, 66 ára gamla tengdsmóður
sína og 13 ára dóttur, Lilia, til að
fá að fara úr landi, eftir að eigin-
maður hennar, Valentin, sem er
sjómaður, strauk af skipi sínu í
Svíþjóð fyrir tveimur árum.
Frú Agapov eldri sagði einnig
að sonardóttir sín hefði hringt í
sig úr skólanum fyrr um daginn
og sagt sér að lögreglan hefði
komið til að segja sér að móðir
hennar væri komin á sjúkrahús.
Hafði hún það eftir lögreglu-
mönnunum að móðir hennar væri
í rannsókn og kæmi brátt heim
aftur.
1 fyrra var frú Agapov sett í
þrjár vikur á annað geðsjúkrahús
eftir að hafa stungið sig í brjóstið
með hníf þegar innanríkisráðu-
neytið hafði neitað henni um út-
flutningsleyfi.
Skyldmenni hennar álíta, að yf-
irvöld meini henni að fara úr
landi því að hún starfaði eitt sinn
í verksmiðju, sem vann verkefni
fyrir sovézku geimferðaáætlun-
ina, en mörg þeirra falla undir
ríkisleyndafmál.
— Veðurfar
Framhald af bls. 32.
Alþjóðaskáksambandsins, Miss
Bakker, sögð veik, en samkvæmt
upplýsingum hennar frá I fyrra-
dag lágu ekki fyrir nein föst til-
boð frá öðrum löndum um að
vista einvígið. Þarf Skáksam-
bandið því að fá skýringar á þess-
um svörum Sovétmanna, þar sem
samkvæmt þvf virðist vera um
fleiri staði að ræða. Petrosjan
hafði áður gefið neikvætt svar
gagnvart Sviss og Italfa kom ekki
til greina, nema öll einvigin yrðu
þar samtímis. Því var þess óskað
við Fide að það fyndi eitthvert
annað Evrópuland og komst þá
Ísland f sviðsljósið. Einar kvað
Skáksamband Islands mundu
halda áfram að reyna að fá skýr-
ingar á þessu í dag.
— Minning
Stefanía
Framhald af bls. 23
lét aldrei bugast, enda bar hún
rika ábyrgðartilfinningu.
Með æðruleysi og rósemi gerði
hún allt sem hún gat til betrunar
þvf sem hún taldi sér skylt og bað
aldrei um þakklæti heimsins né
meðaumkun.
Með ömmu minni Stefaníu er
gengin kona þeirrar kynslóðar
sem kom úr sveitum landsins þar
sem lífið hafði lítið breytzt um
aldir, og nam þetta land aftur
með sterkum höndum og vilja, til
framfærslu sér og sfnum við aðra
lifnaðarhætti.
Við skyldmennin kveðjum
ömmu með þakklæti og trega,
megi guð reynast henni vel í nýj-
um vistarverum.
Þorsteinn Hákonarson.
— Minning Egill
Framhald af bls. 23
þess að fögnuður mun fylgja
endurfundum sem fyrri samveru-
stundum.
Kristfn R. Jóhannsdóttir.
í dag kveðjum við elskulegan
afa okkar Egil Kristinsson vél-
stjóra. Afi var fæddur 4. maí 1908
að Mýrarkoti á Höfðaströnd, þar
og að Ósi í sömu sveit ólst hann
upp hjá foreldrum sínum ásamt
fjórum systkinum.
Ungur fór hann á vélstjóraskóla
og var lengst af sem vélstjóri til
sjós. Árið 1935 kvæntist hann
ömmu okkar, önnu Guðrúnu
Halldórsdóttur, ættaðri frá
Skriðulandi f Arnarneshreppi,
Eyjafirði. Stofnuðu þau heimili
sitt í Siglufirði og bjuggu þar til
ársins 1961 er þau fluttu til
Reykjavikur og hafa átt þar heim-
ilí sfðan. Það var alltaf gott að
koma til afa og ömmu á Tómasar-
haga og munum við minnast
þeirra stunda með hlýhug.
Ekki hvarflaði það að okkur, er
við heimsóttum afa á sjúkrahúsið,
að það yrðu okkar siðustu sam-
verustundir, hann sem var svo
hress og ánægður. Við ræddum
um að hann kæmi í heimsókn til
okkar á nýjársdag eins og hann
var vanur að gera. En af því varð
ekki og hefur guðs vilji ráðið þar
um.
Okkur eru ógleymanlegar þær
mörgu ferðir sem við fórum með
afa og ömmu á góðviðrisdögum út
fyrir bæinn og alltaf var tilhlökk-
unin jafnmikil.
Við viljum þakka afa samveru-
stundirnar og minningin um hann
mun lifa með okkur.
Dótturbörn.