Morgunblaðið - 07.01.1977, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANUAR 1977
„íþróttamaður ársins
1976" útnefndur í dag
í DAG munu Samtök íþróttafrétta manna tilkynna úrslit I hinni árlegu
kosningu þeirra á ,, íþróttamanni ársins". Er þetta 121. sinn sem samtökin
gangast fyrir sllku kjöri. Var það fyrst árið 1 956 að „ íþróttamaður ársins"
var kjörinn og hlaut þá Vilhjálmur Einarsson kosningu, en það var einmitt
þetta sama ár sem Vilhjálmur hlaut silfurverðlaun á Ólympfuleikum I
Melbourne
Hingað til hafa 14 íþróttamenn hlotið umræddan heiðurstitil og hinn
veglega verðlaunagrip sem honum fylgir. Enginn hefur oftar verið kjörinn
„ íþróttamaður ársins" en Vilhjálmur Einarsson, er hlaut titilinn alls fimm
sinnum: 1956, 1957, 1958, 1 960 og 1 961. Tveir aðrir íþróttamenn hafa
hlotið útnefningu oftar en einu sinni: Valbjörn Þorláksson 1959 og 1965
og Guðmundur Gfslason 1 962 og 1 969.
Hlutur frjálsfþróttamanna hefur verið áberandi beztur f kjörinu um
fþróttamann ársins. Alls hafa frjálsfþróttamenn verið kosnir 10 sinnum,
knattspyrnumenn hafa þrfvegis verið kjörnir, og einnig handknattleiks
menn og sundmenn. og einu sinni hefur körfuknattleiksmaður hlotið
titilinn. Til þessa hefur aðeins ein kona hlotið titilinn: Sigrfður Sigurðar-
dóttir úr Val sem kosin var árið 1964, en það ár varð fslenzka
kvennalandsliðið Norðurlandameistari í handknattleik, og átti Sigrfður
ekki hvað minnstan þátt í þvf.
Fyrirkomulag kosningar fþróttafréttamanna er þannig að hver fjölmiðill
ræður yfir einum atkvæðaseðli og rita viðkomandi nöfn 10 íþróttamanna
á seðilinn. Hlýtur efsti maður 10 stig, næsti 9 o.s.frv. Hámarksstigafjöldi
að þessu sinni eru þvf 80 stig.
Til þessa hafa eftirtalin hlotið titilinn „íþróttamaður ársin".
1956: Vilhjálmur Einarss. ÍR
1957. Vilhjálmur Einarss. ÍR
1 958: Vilhjálmur Einarss. ÍR
1959: Valbjörn Þorlákss ÍR
1 960: Vilhjálmur Einarss. ÍR
1961: Vilhjálmur Einarss ÍR
1962: Guðmundur Gfslason. ÍR -
1963: Jón Þ. Ólafss ÍR
1964: Sigrfður Sigurðard. Val
1965: Valbjörn Þorlákss ÍR
1966: Kolbeinn Pálsson, KR
1967: Guðmundur Hermannss. KR
1968 Geir Hallsteinss. FH
1969: Guðmundur Gfslason ÍR
1970: Erlendur Valdimarss. ÍR
1971: Hjalti Einarss FH
1972: Guðjón Guðmundss. ÍA
1973: Guðni Kjartanss ÍBK
1974: Ásgeir Sigurvinss. Standard Liege
1975: Jóhannes Eðvaldss. Celtic
— frjálsar fþróttir
— frjálsar íþróttir
— frjálsar fþróttir
— frjálsar fþróttir
— frjálsar fþróttir
— frjálsar fþróttir
— sund
— frjálsar fþróttir
— handknattleikur
— frjálsar íþróttir
— körfuknattleikur
— Frjálsar fþróttir
— handknattleikur
— sund
— frjálsar fþróttir
— handknattleikur
— sund
— knattspyrna
— knattspyrna
— knattspyrna
Í dag bætist 21. nafnið við á hinn fagra verðlaunagrip sem fylgir særndarheit-
inu „íþróttamaður ársins."
Ólafur Jónsson þyggur hressingu hjá Gunnlaugi Hjálmarssyni landsliðsnefndarmanni, en Axel Axelsson
hefur greinilega hug á því sem er að gerast úti á vellinum. Fróðlegt verður að sjá hvernig þeir Ólafur og
Axel falla inn f íslenzka landsliðið sem mætir pressuliðinu f Laugardalshöllinni f kvöld.
Pressuleikur í kvöld:
ÓLAFUR OG AXEL
MEÐ LANDSLIÐINU
- pressuliðið skipað harðsnúnum varnarmönnum
ÞEIR Ólafur H. Jónsson og Axel
Axelsson, leikmenn með vestur-
þýzka félaginu Dankersen, munu
kiæðast (slenzku landsliðspeys-
unni í fyrsta sinn á þessu keppn-
istfmabili I kvöld, er þeir leika
með fslenzka landsliðinu gegn úr-
valsliði sem (þróttafréttamenn
hafa valið — pressuliði f Laugar-
dalshöllinni f kvöld. Hefst leikur
þessi kl. 20.30.
Þeir Axel og Ólafur hafa æft
með fslenzka landsliðinu að
undanförnu, Axel frá því um jól
og Ólafur nú undanfarna daga.
Hins vegar hefur landsliðsþjálfar-
inn, Janus Cerwinski, lftið séð til
þeirra, þar sem hann fór heim til
Póllands um jólin og kom ekki
aftur fyrr en nú í þessari viku. En
f leiknum í kvöld og öðrum
pressuleik sem verður á sunnu-
dagskvöld, gefst honum gott tæki-
færi til þess að fylgjast með Ólafi
og Axel í leik, og „koma þeim
fyrir“ í landsliðinu.
Eftir landsleiki tslendinga í
desember við Austur-Þjóðverja
og Dani lá ljóst fyrir að helzti
veikleiki liðsins var varnarleikur-
inn. Þrátt fyrir að nýting liðsins I
sóknarleiknum væri betri en oft-
ast áður, og allt upp f það að vera
mjög góð, vannst ekki nema einn
leikur af sex. Var fyrst og fremst
slökum varnarleik að kenna að
svo fór. Ekkert efamál er að vörn
íslenzka landsliðsins styrkist til
muna þegar Ólafur H. Jónsson
kemur inn í liðið, en Ólafur er
tvímælalaust einn bezti varnar-
leikmaður sem við eigum. Þá
erum það einnig góð tfðindi að
Árni Indriðason, annar mjög
sterkur og klókur varnarleikmað-
ur, hefur nú hafið æfingar með
landsliðinu að nýju. Kemur nokk-
uð á óvart að Janus og félagar
skyldu ekki velja hann í landslið-
íð sem leikur við pressuliðið í
kvöld.
LANDSLIÐIÐ
Landsliðsnefnd tilkynnti í gær
val sitt á landsliðinu sem mætir
pressuliðinu I kvöld og verður það
þannig skipað:
Markverðir:
Ólafur Benediktsson, Val
Gunnar Einarsson, Haukum
Aðrir leikmenn:
Geir Hallsteinsson, FH
Þórarinn Ragnarsson, FH
Viðar Símonarson, FH
Jón H. Karlsson, Val
Bjarni Guðmundsson, Val
Ólafur Einarsson, Víkingi
Björgvin Björgvinsson, Vfkingi
Viggó Sigurðsson, Víkingi
Axel Axelsson, Dankersen
Ólafur H. Jónsson, Dankersen
Ágúst Svavarsson, ÍR
Pressuliðið
Iþróttafréttamenn völdu
pressuliðið í gær og verður það
þannig skipað:
Markverðir:
örn Guðmundsson, IR
Kristján Sigmundsson, Þrótti
Aðrir leikmenn.:
Bjarni Jónsson, Þrótti
Trausti Þorgrímsson, Þrótti
Konráð Jónsson, Þrótti
Þorbergur Aðalsteinsson, Víkingi
Páll Björgvinsson, Vfkingi
Árni Indriðason, Gróttu
Hörður Sigmarsson, Haukum
Jón P. Jónsson, Val
Steindór Gunnarsson, Val
Sigurbergur Sigsteinsson, Fram
Sigurður Gíslason, ÍR.
Svo sem glögglega má sjá á upp-
talningu leikmanna pressuliðsins
höfðu blaðamenn það íhuga er
þeir völdu lið sitt að tefla fram
sterku varnarliði. I hópi pressu-
liðsmanna eru margir leikmenn
sem hafa löngum fengið orð fyrir
að láta ekki sinn hlut baráttulaust
f vörninni og má þar nefna Árna
Indriðason, Trausta Þorgrimsson,
Bjarna Jónsson, Sigurberg Sig-
steinsson og Steindór Gunnars-
son.í pressuliðinu er að þessu
sinni einn nýliði f slíkum leik —
hinn ungi og bráðefnilegi leik-
maður úr IR, Sigurður Gíslason,
sem hefur vakið mikla athygli að
undanförnu, og þá ekki sfzt fyrir
að vera harður og útsjónarsamur
varnarleikmaður. Þá er það einn-
ig athyglisvert að nú kemur Páll
Björgvinsson inn i pressuliðið, en
sem kunnugt er var Páll einn
helzti máttarstólpi fslenzka lands-
liðsins f fyrra og fyrirliði þess.
Hann gerðist sfðan þjálfari á
Akranesi, og hefur lítið verið í
sviðsljósinu í vetur. Nú hefur
hann ákveðið að ganga aftur f
raðir sinna fyrri félaga — Vík-
inga — og hefur æft með þeim að
undanförnu og er kominn í ágætt
form. Er ekki að efa að Páll getur
gert landsliðsmönnum erfitt fyrir
f leiknum f kvöld.
Stjórnandi pressuliðsins í kvöld
verður Ingólfur Óskarsson, þjálf-
ari Framliðsins, en Ingólfur
stjórnaði pressuliðinu einnig í síð-
asta leik þess við landsliðið, fyrir
jól, með góðum árangri.
Connors mesti gullkátfurinn
JIMMY Connors frá Banda-
rfkjunum var sá tennisleikari
sem vann sér inn mesta fjár-
upphæð fyrir tennisleik á árinu
1976. Námu laun hans samtals
687.335 dollurum. Sá sem varð f
öðru sæti á þessum vettfvangi
var Rúmeninn Ilie Nastase sem
hafði 569.205 dollara f tekjur,
þá kom Raul Ramirez frá
Mexikó sem hafði 465.942
dollara og f f jórða sæti varð svo
Björn Borg, hinn óopinberi
heimsmeistari f tennis, eftir
Wimbledon-sigur sinn f fyrra,
en tekjur hans af fþróttinni
námu 406.420 dollurum.
Tekjur tennisleikaranna
hafa aukist mjög mikið á sfð-
ustu árum, enda orðin hörð
samkeppni hinna ýmsu aðila
sem gangast fyrir tennismótum
að fá til sfn aðalstjörnurnar.
Má geta þess til samanburðar
að árið 1974 voru tekjur
Connors 285.000 dollarar.
Tekjuhæst tenniskvenna var
Chris Evert, fyrrum unnusta
Jimmy Connors. Hafði hún f
laun á árinu 343.165 dollara.
Evonne Goolagong frá Ástralfu
hafði 209.952 dollara og
Virginia Wade frá Bretlandi
hafði 157.713 dollara.