Morgunblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JANUAR 1977
7
Krafla og
flokksformað-
urinn
Áramótahugleiðing
Ragnars Arnalds, for-
manns Alþýðubandalags-
ins, í Þjóðviljanum, vakti
ekki sízt athygli sem
varnarskjal fyrir Kröflu-
virkjun, en hann hefur
verið í Kröflustjórn allar
götur síðan Magnús
Kjartansson, þáverandi
iðnaðarráðherra, setti
nefndina á legg. En lög
um Kröfluvirkjun voru
sett í hans ráðherratið og
umsvif á Kröflusvæði eru
framkvæmd þeirra laga
Ragnar talar þar um
„áróður" Alþýðuflokks-
manna gegn Kröflu, sem
sé ,,einhæfur og
staðnaður í lítt sönnuðum
fullyrðingum og ofleik" i
hlutverki ,,pólitísks
siðgæðis". Hann segir
ennfremur: ,,Einu mistök-
in, sem gerð hafa verið
við Kröflu vóru þau, að
ekki skyldu boraðar
vinnsluholur, áður en
bygging virkjunar hófst,
heldur tvær grynnri
rannsóknarholur sem
reyndust ekki gefa
fullnægjandi upplýsingar.
En á þetta benti enginn,
svo að mér væri kunnugt,
þegar ákvörðun var tekin
<lög vinstri stjórnar), en
alltaf er auðvelt að vera
vitur eftir á. Sveinbjörn
Björnsson, eðlisfræðingur
sem m.a. hefur gagnrýnt
þessi mistök réttilega.
Ragnar — sem árásm var
gerð á
segir í dagblaðinu Visi 1.
desember sl „Menn
töldu líklegt að svæðið
yrði svipað Námafjalls-
svæðinu, þar sem kopiin
var mikilvæg reynsla. Og í
ársbyrjun 1975 var
ekkert það komið fram,
sem benti til þess, að
svæðið væri öðru vísi en
Námafjall. Það var
kannski fyrst með holu 4
sem varð hver, að i Ijós
kom, að svæðið var
afbrigðilegt. Menn fór
eiginlega ekki að gruna
þetta að neinu ráði fyrr en
á þessu ári." Hér kemur
Sveinbjörn einmitt að
kjarna málsins."
Ragnar segir
ennfremur: „Ef Kröflu-
virkjun kemst Í gang ein-
hvern tíma á næstu mán-
uðum, sem má heita stór-
merkilegt, þvi að ekki er
lengri tími liðinn en 1 V2 ár
siðan bygging virkjunar
hófst, er harla óliklegt, að
Alþýðuflokkurinn hagnist
á ábyrgðarlausri andstöðu
sinni við þetta nauðsynja-
mál. . ." Sjónarmið
Ragnars Arnalds hafa til
skamms tima mótað af
stöðu Þjóðviljans til
Kröfluvirkjunar.
Annað hljóð
í strokkinn
Svavar Gestsson söðlar
yfir ? aðra afstöðu i for-
ystugrein Þjóðviljans 1
gær gagnvart Kröflu, en
Þjóðviljinn hefur áður
haft, og síðast var áréttuð
i áramótahugleiðingu
flokksformannsins 31.
Svavar — sá sem árásina
gerði
desember sl. Nú tekur
Þjóðviljinn i leiðara af-
stöðu með sjónarmiðum
gagnrýnenda virkjunar-
innar, gegn sjónarmiðum
flokksformannsins. Hitt er
verra að Svavar fer með
visvitandi ósannindi i máli
sinu. Hann segir: „Orku-
stofnun sendi iðnaðar
ráðuneytinu AÐVÖRUN
SÍNA fyrir að minnsta
kosti þremur vikum, en
enn bólar ekkert á við-
brögðum ráðuneytisins.
Nú er öllum Ijóst, eftir
aðvörun Orkustofnunar,
að ábyrgðin á áframhaldi
framkvæmda við Kröflu,
svo og hvað gert er eða
ekki gert til varnar, ber
iðnaðarráðuneyti eitt."
Svo mörg vóru þau orð.
Sannleikurinn er hins
vegar sá að Orkustofnun,
sem er visindalegur ráð-
gjafi iðnaðarráðuneytis.
hefur ALDREI lagt til að
framkvæmdir við Kröflu
verði stöðvaðar. Hins
vegar sendi Orkustofnun
iðnaðarráðuneyti 30.
desember 1976, eða um
áramótin, sérálit tveggja
visindamanna, Axels
Björnssonar, jarðeðlis-
fræðings, og Kristjáns
Sæmundssonar,
jarðfræðings. I framhaldi
af þvi lagði Orkustofnun,
sem ráðgjafaraðili ráðu-
neytis, eftirfarandi til: 1)
að lágmarksmannafli
verði hafður á vinnslu-
svæðinu til loka janúar
mánaðar 1977, en mest
hætta var talin á ferð í
þeim mánuði, einkum
fyrri hluta hans. 2)
Öryggisnefnd athugi sér-
staklega öryggisráðstaf-
anir með hliðsjón af miðs-
vetraraðstæðum. 3)
Skipulagður verði brott-
flutningur verðmæta, eftir
þvi sem hægt er, ef til
þyrfti að gripa 4) Eftirlit
allt, þ. á m. jarðskjálfta
vakt, verði eflt. Iðnaðar-
ráðuneytið hafði þegar, er
þessar ábendingar bárust,
framkvæmt sumar þeirra,
en gaf strax skýr fyrirmæli
um, að eftir öðrum skyldi
farið. Viðbrögð ráðu-
neytisins voru þvf þau,
eins og áður, að taka fullt
tillit til ábendinga, sem
Orkustofnun gefur sem
slfk. Sérálit einstakra vfs-
indamanna er annar hlut-
ur, sem erfitt var að fram-
kvæma, einkum þegar
niðurstöður þeirra stöng-
uðust á, enda Orkustofn-
unar að leggja á þau
fræðilegt mat.
Arás — illa
dulbúin
Hér skal enginn dómur
lagður á rannsóknir né
framkvæmdir við Kröflu.
Aðeins látin f Ijós sú von,
að þessi fyrsta stóra jarð-
gufuvirkjun okkar takist
og reynist vel. Hjá hinu
verður ekki komizt að
minna á, hver hefur verið
afstaða Alþýðubandalags-
ins og formanns þess til
málsins. Leiðari Svavars
Gestssonar, sem i raun er
dulbúin árás á flokksfor-
manninn og stefnumörk-
un hans alla f Kröflu-
nefnd, opinberar aðeins
eina hliðina enn á marg-
þættum skoðana-
ágreiningi innan fjölkliku-
sambandsins, þ.e. Alþýðu-
bandalagsins. Undir yfir
skyni árásar á iðnaðarráð-
herra er hér vegið að
Ragnari Arnalds. Svo
klaufalega tekst þó til, að
ekki er hægt að „afsaka"
ritstjórann með þeim
góðu og gömlu orðum:
„Sér hann ekki sfna
menn, svo hann ber þá
Ifka." í þessu tilfelli hefur
ritstjórinn flokksmanninn
fyrir sjónum — og ber
hann vitandi vits.
GUÐSPJALL DAGSINS:
Jóh. 2, 1.—11.:
Brúðkaupid í Kana.
DÓMKIRKJAN Nýir messustaðir
vegna viðgerðar á kirkjunni: Messað
kl 11 árd í Kapellu háskólans,
gengið inn um aðaldyr. Séra Þórir
Stephensen. Klukkan 5 síðd. messa
í Fríkirkjunni. Séra Hjalti
Guðmundsson. Barnasamkoma kl
10.30 í Vesturbæjarskólanum við
Öldugötu. Séra Hjalti Guðmunds-
son
BÚSTAÐAKIRKJA Barnasamkoma
kl 1 1 árd. Guðsþjónusta kl 2 síðd
Altarisganga Barnagæzla Birgir Ás
Guðmundsson organisti Séra Ólaf-
ur Skúlason.
LAUGARNESKIRKJA Barnaguðs
þjónusta kl. 11 árd. Guðsþjónusta
kl 2 síðd. Altarisganga. Fundur
verður i Æskulýðsfélagi Laugarnes-
kirkju á sunnudagskvöld kl 8, fjöl-
breytt dagskrá. Sóknarprestur
SELTJARNARNESSÓKN
Guðsþjónusta kl 11 árd í félags-
heimilinu. Séra Frank IVI Halldórs-
son
DÓMKIRKJA KRISTS Konungs
Landakoti Lágmessa kl 8 30 árd
Hámessa kl 10 30 árd ogjág-
messa kl 2 síðd.
FRÍKIRKJAN Reykjavík. Barna
samkoma kl 10.30 árd Guðni
Gunnarsson Messa kl 2 síðd Séra
Þorsteinn Björnsson.
NESKIRKJA Barnasamkoma kl
10.30 árd. Guðsþjónusta kl 2 síðd
Séra Guðmundur Óskar Ólafsson
BREIÐHOLTSPRESTAKALL
Sunnudagaskóli kl 11 árd Messa
kl. 2 siðd i Breiðholtsskóla Séra
Lárus Halldórsson
HALLGRÍMSKIRKJA Messa kl 1 1
árd Séra Karl Sigurbjörnsson Fjöl-
skyldumessa kl 2 siðd Séra Ragnar
Fjalar Lárusson
LANDSPÍTALINN Messa kl 10
árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson
HJÁLPRÆÐISHERINN Helgunar
samkoma kl 1 1 árd Sunnudaga-
skóli kl 2 siðd Hjálpræðissamkoma
kl 8.30 siðd Preben Simonsen og
frú. frá Danmörku, tala Kafteinn
Daniel Óskarsson
ÁSPRESTAKALL Messa kl 2 siðd
að Norðurbrún 1. Séra Grimur
Grimsson
GRENSÁSKIRKJA Barnasamkoma
kl 10 30 árd Messa kl 2 siðd
Séra Halldór S Gröndal
FELLA- OG HÓLASÓKN Barna-
samkoma i Fellaskóla kl. 1 1 árd
Guðsþjónusta og messa kl 2 siðd
Séra Hreinn Hjartarson
HÁTEIGSKIRKJA Barnaguðsþjón-
usta kl 11 árd Séra Arngrímur
Jónsson Guðsþjónusta kl 2 síðd
Séra Tómas Sveinsson. Siðdegis-
guðsþjónusta kl. 5. Séra Arngrimur
Jónsson
KIRKJA Óháða safnaðarins.
Messa kl 2 siðd Séra Emil Björns-
son
ELLI- og hjúkrunarheimilið Grund
Messa kl 2 siðd Séra Bjarni Sig-
urðsson lektor Fél fyrrverandi
sóknarpresta
LANGHOLTSPRESTAKALL Barna
LITUR DAGSINS:
Grænn, Táknar vöxl, eink-
um vöxt hins andlega lífs.
samkoma kl. 10.30 árd. Guðsþjón-
usta kl 2 siðd Séra Árelius Níels-
son.
ÁRBÆJARPRESTAKALL Barna-
samkoma i Árbæjarskóla kl 10 30
árd Guðsþjónusta i skólanum kl. 2
síðd. Æskulýðsfélagsfundur á sama
stað kl. 8 siðd Séra Guðmundur
Þorsteinsson
KÁRSNESPRESTAKALL Barna
samkoma i Kársnesskóla kl. 1 1 árd
Guðsþjónusta i Kópavogskirkju kl.
1 1 árd. Séra Árni Pálsson
DIGRANESPRESTAKALL Barna-
samkoma i safnaðarheimilinu við
Bjarnhólastíg kl 1 1 árd Guðsþjón-
usta i Kópavogskirkju kl 2 siðd
Foreldrar fermingarbarna beðnir að
koma. Séra Þorbergur Kristjánsson
MOSFELLSPRESTAKALL Messa i
Lágafellskirkju kl. 2 siðd Sóknar-
prestur.
GARÐAKIRKJA Barnasamkoma i
skólasalnum kl. 11 árd. Guðsþjón-
usta kl 2 siðd Séra Bragi Friðriks-
son
KAPELLA St. Jósepssystra,
Garðabæ Hámessa kl 2 siðd
HAFNARFJARÐARKIRKJA
Guðsþjónusta kl 2 siðd Séra
Garðar Þorsteinsson
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði Barna-
samkoma kl 10 30 árd Safnaðar-
prestur
NJARÐVÍKURPRESTAKALL
Sunnudagaskóli i Innri-
Njarðvikurkirkju kl 1 1 árd og i
Framhald á bls. 29
Skipulagssýningin
að Kjarvalsstöðum
Á skipulagssýningunni í dag laugardaginn 15.
janúar kl. 16 verða kynntar samþykktir skipu-
lagsnefndar varðandi aðalskipulag Grjótaþorps-
ins. Ennfremur munu arkitektarnir Ólafur Sig-
urðsson og Guðmundur Kr. Guðmundsson
kynna deiliskipulagshugmyndir sínar af Grjóta-
þorpinu.
Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar.
Grísaveiz/a
if Kl. 19.00 HúsiB opnað.
if Kl. 19.30 — Hátlðin hefst stundvlslega
Matseðill:
Spénskur veizlumatur sangria og aðrir
lystaukar.
Matarverð aðeins kr. 1850,-
if Skemmtiatriði:
Bessi Bjamason, Ragnar,
Þurlður og Stefán
I fyrsta sinn I Reykjavtk.
if Myndasýning.
if Ferðabingó: Spilað verður um 3
sólarferðir með Útsýn til Spánar og Itallu.
if Fegurðarsamkeppni ungfrú Útsýn 1977
forkeppni.
Ferðaverðlaun samtals að
upphæð kr. 700 þús.
if Dans Hin vinsæla hljómsveit Ragnars _
| w Bjarnasonar.
Gestir, sem koma
fyrir kl 20.00, fá
ókeypis
happdrættismida
og vinningurinn er
ókeypis Útsýnarferó
ti/ Spánar eóa Íta/íu.
Munið að panta borð snemma hjá yfirþjóni
Hjá Útsýn komast jafnan færri að en vilja
Utsýnarkvöld eru skemmtanir I sérflokki,
þar sem fjörið og stemmningin bregzt ekki.