Morgunblaðið - 15.01.1977, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JANUAR 1977
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavik
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10100.
Aðalstræti 6, simi 22480.
Askriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasolu 60.00 kr. eintakið.
Eru mannréttindi
munaður?
Mannréttindi eru að verða stöðugt meiri munaður fyrir
sifellt færra fólk Um áramótin bjuggu aðeins 19 2% mann-
kyns við aðstæður sem flokkast undir hugtakið frelsi. Þetta
kemur fram i áramótayfirliti óháðra samtaka sem starfa i Banda-
rikjunum og begast fyrir persónu- og stjórnmálaréttindum ein-
staklmga
Mannkynið telur i dag rúmlega 4000 milljónir einstaklinga. Þar
af búa 1 765 milljónir við ófrelsi, 1465 milljónir við takmarkað
frelsi en aðeins 790 milljónir við frelsi — i þeirri merkingu
orðsins sem almennt er i það lögð Og það, sem verra er, frelsið
hefur i raun verið á undanhaldi i heiminum Á árínu 1 976 var eitt
land flutt úr þeim flokki þjóða, sem við frelsi var kenndur,
Thailand og sett með ófrjálsum þjóðum, annað riki, El-Salvador,
flutt undir takmarkað frelsi; og Argentina, Kuwait, Malaga,
Paraguay og Urugay flutt úr skilgreiningunni takmarkað frelsi í
hóp ófrjálsra þjóða Aðeins eitt land hefur verið flutt í hóp frjálsra
þjóða á liðnu ári Portúgal samkvæmt skilgreiningu fyrrnefndra
samtaka
Engu að síður er stöðugt haldið á loft merki persónufrelsins
meðal þeirra þjóða, sem búa við takmarkað frelsi eða ófrelsi.
Starfsemi ýmiss konar mannréttindahópa vex i Sovétrikjunum og
öðrum A-Evrópuríkjum Eða eiga fréttir af starfsemi þeirra aðeins
greiðari leið vestur fyrir járntjaldíð? Mannréttindayfirlýsing sú,
sem valinkunnur hópur menntamanna og annarra lét frá sér fara i
Tékkóslóvakíu hefur vakið alheimsathygli Hliðstæðum skoðun-
um vex fylgi víðast hvar í hinum kommúníska heimi Hugsanir
manna og skoðanir verða í raun aldrei hlekkjaðar, þótt tjáning
þeirra sé felld i fjötra
Á Vesturlöndum gætir hirjs vegar furðulegs tómlætis um
verndun almennra þegnréttinda Þegar litið er á mannkynið sem
heild og þá staðreynd að innan við 20% þess búa við raunsönn
þegnréttindi virðist rík ástæða til varðstöðu Og þegar þess er
jafnframt gætt að á heildína litið miðar mannkyni fremur aftur á
bak en nokkuð á leið verður varðstaðan enn brýnni. Máltækið
segir að vísu að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur
Þrátt fyrir töluverðan sannleika, sem i þeim orðum felst, verður
okkur samt að lærast að meta það, sem við höfum, og tryggja
það að frelsið verði ekki frá okkur tekið
í því sambandi þurfum við ekki sízt að varast þær hættur, sem
meðal okkar sjálfra búa Afnám borgaralegs frelsis og tilkoma
marxískra þjóðfélagshátta er yfirlýst markmið furðu stórs stjórn-
málaflokks hér á landi Sextíu ára reynsla af þessu stjórnkerfi í
Sovétrikjunum, sem ætti að vera marktækur þróunartími, virðist
þó viti til varnaðar Hliðstæð reynsla, hvarvetna þar sem
kommúnismi ríkir. styður þessa staðhæfingu. Það virðist því
fyllilega timabært að hvetja fólk til að hyggja að nauðsynlegri
varðstöðu um persónulegt frelsi og almenn þegnréttindi
Ástandið í Póllandi
IMorgunblaðinu i gær var birt stutt viðtal við skip-
stjóra úr Keflavik sem dvaldist nýlega 2 mánuði i Póllandi
Hann segir m a ..Erfitt er að lýsa ástandinu þar Kjöt var
skammtað þannig að hver maður fær 63 grömm 5 daga
vikunnar en ekkert hina tvo Um jólm fékk hvert heimili 2,5 kg af
kjóti og ekkert þar fram yfir Við íslendingarnir bjuggum í
heimahúsum og fyrir eitt herbergi voru borgaðar 7000 Zloty á
mánuði en þess má geta að venjuleg laun verkamanns í Póllandi
eru um 3500 Zloty á mánuði Maður vissi að ástandið var Ijótt á
þessum slóðum en ekki svona Ijótt Og skipstjórinn segir
ennfremur ,.Fólk segir mjög lítið um ástandið i Póllandi um
þessar mundir enda má það ekkert segja Ef eitthvað er gagnrýnt
er vinnan farin fyrir bí og hver vill missa atvinnuna við svona
aðstæður Þvi má segja að Pólland sé púðurtunna í dag." —
Ástæða er til að hvetja sem flesta til að lesa þetta stutta en
lærdómsrika viðtal
MORGUNBLAÐINU hefur borizt fréttatilkynning frá Seðlabanka
íslands um tékkaviðskipti og brevtta framkvæmd á innheimtu
innstæðulausra tékka. Þar kemur frá að tékkainnheimta Seðlabank-
ans verður löj>ð niður og eftirleiðis fer innheimta innstæðulausra
tékka ávallt fram I reikningsbanka og í framhaldi af þvf verður
reikningsbankinn að loka reikningi útgefandans. Þá er áformað að
skapa vfðtæka samvinnu um að krefjast persónuskilrfkja f auknum
mæli og skilyrði fyrir opnun nýrra reikninga verða hert. Fréttatil-
kynningin er svohljóðandi:
Hinn 20. nóvember sl. tóku
gildi breyttar reglur um meó-
feró hlaupareikningstékka við
banka og sparisjóði. Hefur
framkvæmdin gengið vel. Sömu
reglum verður nú beitt um alla
tékka frá n.k. mánudegi.
Endurskoðun reglna um
tékkaviðskipti og viðskíptaskil-
málar banka og sparisjóða hafa
verið í endurskoðun i heilt ár.
Reglur um tékkanotkun, sem i
gildi hafa verið, hafa verið
kynntar allítarlega i bæklingi
nefndarinnar, sem búið er að
gefa út í 70 þús. eintökum
undanfarin ár og nýir
reikningshafar hafa átt kost á.
Bæklingurinn hefur ennfrem-
ur verið notaður við kennslu i
gagnfræða- og menntaskólum.
Verður hann endurútgefinn
fljótlega. Nefndiri telur nú
ástæðu til að kynna þessi mál
og aðalefni hinna nýju reglna.
Skipta má vandræðatékkum i
þrjá aðalflokka:
Innistæðulausir neytenda-
tékkar er algengasti flokkur-
inn, en meðalupphæð tékka er
oftast innan við 10 þúsund
krónur. Tékkaóreiða var í
hámarki i lok 1975, en hefur
minnkað nokkuð síðan. Gætir
þó enn aðallega tékka úr þess-
um flokki og er ástæða til að
fengið að halda andvirði inn-
stæðulausra tékka meðan inn-
heimta var reynd hjá útgef-
anda. Afleiðingin hefur m.a.
verið sú, að þess hefur gætt
nokkuð, að viðskiptaaðilar hafa
ekki rekið sig á og hafa tekið
tékka gagnrýnislítið. Inn-
lausnarstofnanir hafa sætt sig
við að eiga tékka í innheimtu
hjá Seðlabankanum. Bankar og
sparisjóðir hafa í reynd hlift
reikningshöfum við að sæta
lokun reikninga við misnotkun
og hafa talið slíkum viðskipta-
mönnum það nægileg áminn-
ing, að tékkar hafa verið sendir
i innheimtuna í Seðlabankann,
þar sem útgefandi var skyld-
aður til að greiða sérstakt inn-
Fyrsta innheimta innstæðu-
lausra tékka verður ávallt í
reikningsbanka, hvort sem
hann er samtimis innlausnar-
banki eða ekki. Hefur
reikningsbanki tiu daga til inn-
heimtunnar eða til samninga
við viðskiptamanna. Ef
reikningsbanki ákveður að
endursenda tékka, annað hvort
til innlausnarbanka, ef honum
er til að dreifa eða með þvi að
skulda reikning framseljanda,
sem tók við andvirði tékkans
(innleggstékki), þá verður
reikningsbanki að loka reikn-
ingi útgefanda. Er öruggt að
þetta verður gert og hafa
bókunarfyrirmæli bankanna til
Reiknistofu i þessu efní verið
samræmd.
Innheimta innstæðulausra
tékka flyst i reikningsbankann,
enda slíkt rétt, þvi aó honum
ber að fylgjast með reiknings-
hafa, enda eru tækin til
hugsanlegrar óreiðu, tékka-
eyðublöðin, komin þaðan.
Hertar reglur í
tékkavióskiptu m
ætla, að undirrót sé ónákvæmni
reikningshafa, einkum þeirra,
er tiltölulega nýlega hafa hafið
tékkaviðskipti. Er i þessu sam-
bandi ástæða til að vara menn
alvarlega við að gefa út tékka
og giska á í leiðinni, hver inn-
stæða er. Mun algengt, að fólk
gefí út röð tékka án þess að
reikna út eftirstöðvar og setjist
svo niður, kannski um næstu
helgi á eftir, til að reikna út,
hvernig staðan er. Tékkum
þessum hefur fjölgað hlutfalls-
lega undanfarið. Innstæðulaus-
um hlaupareikningstékkum
hefur hins vegar fækkað ver-
ulega, þrátt fyrir miklu skjótari
bókanir, eftir að Reikninstofa
bankanna tók til starfa.
Annan aðalflokk innstæðu-
lausra tékka má kalla viðskipta-
tékka (gefnir út á hlaupareikn-
inga). Meðalupphæðir þeirra
eru miklu hærri. Vandamál
bankanna með þessa tegund er
mun minna nú eins og áður
segir.
Þriðja flokkinn má kalla
tékka, sem gefnir eru út í svik-
samlegum tilgangi, sem oft eru
falsaðir og/eóa innstæðulausir.
Afbrigðin eru mörg. svo sem
keðjutékkar, tékkar gefnir út á
stolin eyðublöð og fleiri. Bar-
átta gegn þeim byggist mjög á
samstarfi banka, viðskiptaaðila,
lögreglu og alls almennings að
vera á verði gegn þessu fyrir-
brigði. eínkuni með nauðsyn-
legn gagnrýni varðandi frani-
komu tékkaseljanda og þau
persónuskilríki, sem sjálfsagt
er að krefjast hverju sinni.
Aðaleinkenni viðbragða gegn
tékkaóreiðu, sem bankar og
sparisjóðir hafa haft í frammi
undanfarin þreltán ár, er að
svokallaðri framseljenda-
ábyrgð hefur ekki verið beitt i
teljandi mæli. Innheimtu inn-
stæðulausra tékka hefur aðal-
lega verið beint gegn útgefanda
í samræmdri innheimtu, sem
Seðlabankinn hefur annast
fyrir banka og sparisjóði, eink-
um á Reykjavikursvæðinu.
Framseljendur hafa í reynd
heimtugjald á grundvelli heim-
ildar í reglugerð. Nam það að
jafnaði um 11%. Ef innheimta
tókst ekki tiltölulega fljótlega,
var það venja að kæra
reikningahafa. Má geta þess, að
Seðlabankinn kærði um 1200
aðila á sl. ári. Þessi framkvæmd
var stöðnuð. Tékkar hafa að
vísu verið mjög útgengílegir,
en vandanum hefur verið ýtt til
hliðar og óreiðan haldið áfram,
en að vísu í minnkandi mæli
um sinn, eftir því sem ætla má.
Þess má geta, að tékka-
vandræði eru alls ekki einstök
fyrir Island. Mál þessi hafa ver-
ið ofarlega á baugi i öðrum
löndum og oft komið þar til
vandræða m.a. i Sviþjóð fyrir
nokkrum árum, þar sem upp
reis nokkurs konar tékkastrið,
en tékkanotkun féll mikið til
niður um sinn. Notkunin er
ákaflega almenn hér á landi.
Víðtæk opnun launareikninga
hófst upp úr 1960 (tékkareikn-
ingar launþega, sem atvinnu-
rekendur stofnaj. Það er áber-
andi hérlendis, að menn hafa
reikninga í fteiri en einni stofn-
un. Þá var sú afstaða hér, að
litið var nánast á það sem móðg-
un að áskilja persónuskilriki
við tékkasölu og reikningshafar
og framseljendur adlast oft til
að tékkar séu teknir greiðlega,
oft með fjárha-ðum umfram
viðskípti og fleira ma'tti nefna.
Margar aðrar ástæður eru fyrir
því, að í óefni var komið með
tékkaviðskipti hér á landi og
tímabært að taka upp endur-
skoðaðar varnaraðgerðir. Skal
nú gerð grein fyrir aðalefni
þeirra breytinga í framkva'md,
sem i vændum eru.
Þess er þá fyrst að geta, aö
t ékkainnheimta Seðlabankans
fyrir bankana verður í aðal-
atriðum lögð niður. Samvinnu-
nefndin hefur þó áfram að-
stöðu i bankanum og útgáfa
lista um misnotkun kemur
áfram þaðan í samvinnu viö
Reiknisstofu bankanna. sem í
vaxandi mæli mun fylgjast með
misnotkun.
Þá verður lögð miklu meiri
áhersla á aó skapa samstöðu
tékkanotenda og viðskiptaaðila
bæði í verslunum og bönkum að
byggja á persónuskilrikjum. Er
ráðlegt fyrir kaupmenn að
ræða við starfsfólk sitt um það
auglýsingaefni, sem Samvinnu-
nefndin lætur i té næstu vikur.
Skilyrði fyrir opnun nýrra
reikninga verða hert. Meðal
annars verður krafist, að hvers
konar félög, sem óska aó stofna
reikning, leggi fram vottorð frá
Hagstofu eða firmaskrárritara
með upplýsingum um fyrir-
tækjanúmer, skipun stjórna og
prókúruhafa, áður en tékka-
reikningar eru stofnaðir og
tékkhefti afhent.
Þá er það talsvert áhugamál
banka og sparisjóða, að
reikningshafar dragi úr útgáfu
smátékka.
Mjög mikilvægt er, að lána
aldrei öðrum aðila eyðublað úr
sínu tékkhefti og gæta þess vel,
að þau liggi ekki á glámbekk.
Tilefni er til að benda á, að
tékkaþjónustan hefur verið
mjög ódýr viðskiptamönnum og
hefur hún verið látin i té undir
kostnaðarverði.
Umræddar reglur um tékka-
viðskipti eru byggðar á niður-
stöðum nefndar, sem nýlokið
hefur störfum, en hún var skip-
uð fulltrúum dómsmálaráðu-
neytis, viðskiptaráðune.vtis.
bankanna og Sambánds isl.
sparisjóða.
Er það von Samvinnu-
nefndarinnar, að fullur skiln-
ingur verði á þeim reglum um
tékkaviðskipti, sem nú taka
gildi, en markmið þeirra er að
treysta gildi og áreiðanleika
tékka i öllum viðskiptum. Rik
ástæöa er til aó ætla, að veru-
legt og gagnlegt skref sé nú
stigið i tékkameðferð, en mjög
mikilva'gt er. að samstaða
bankastofnana, viðskiptaaðila
og almennings verði um fram-
hald þessara mála.
SAMVINNUNEFND BANKA
OG SPA RISJOÐA