Morgunblaðið - 15.01.1977, Síða 23

Morgunblaðið - 15.01.1977, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JANUAR 1977 23 V-Islendingur kvaddur: Fríðrík Albert Wathne Aldnir kveðja, einnig hinir, ævin líður, skammt til nætur en þegar fara fornir vinir, finn ég svíða í hjartarætur. Þessa ljóðkveðju orti ég fyrir allmörgum árum, þegar tveir kær- ir skólabræður mínir létust langt um aldur fram. Hún verður mér rík í huga, er ég nú leitast við að minnast tryggðarvinar mins Alberts Wathne. Vinátta okkar stóð á traustum grunni nærri 55 ár kynna og náinna fjölskyldu- tengsla. Hann hét fullu nafni Friðrik Albert Wathne og var fæddur 30. óktóber 1891 á Reyðarfirði. For- eldrar hans voru Friðrik Ferdin- and Wathne frá Mandal í Noregi og Elísabet Wathne úr Breiðdal í Suður-Múlasýslu. Stóðu að Albert traustir stofnar á báðar hendur. — Barnungur fluttist hann með foreldrum sínum til Seyðisfjarð- ar, ólst þar upp á átti þar lengst- um heima til fullorðins ára. Gerð- ist Friðrik faðir hans þar sam- starfsmaður Ottós Wathne bróður sins, hins þjóðkunna forystu- og framkvæmdamanns, en báðir voru þeir bræður vinsælir og mikilsmetnir athafnamenn er settu varanlegan svip sinn á Seyðisfjörð, eins og kunnugt er. Albert naut góðrar menntunar í heimahúsum, á Aukureyri og í Kaupmannahöfn. Á Danmerkur- árum sínum þá ungur að aldri, var hann um tíma sjóliði á danska æfingaskipinu ,,Víking“, er var talið stærsta seglskip á þeirri tíð. Var því síðar gefið nafnið ,,Köbenhavn“, og urðu örlög þess einn af hinum miklu leyndardóm- um úthafsins, þegar það hvarf með allri áhöfn og spurðist aldrei til þess, þrátt fyrir víðtæka leit. Mörgum árum síðar, þegar Albert var kominn til Winnipeg, birtist í einu af blöðum borgarinnar greinaflokkur um óleysta leyndardóma, meðal annars hin óræðnu örlög hins fræga skips ,,Köbenhvan“, ásamt með mynd af þvi. Rifjaði þetta, að vonum, upp hjá Albert minninguna um tengsl hans á yngri árum við hið danska æfingaskip, og geymdi hann til daganna enda úrklipp- una af frásögninni um örlög síns gamla skips og mynd þess. Er hvort tveggja á heimili hans í Vancouver, B.C. Jafnfram skal þess getið, að hann hafði horfið frá Danmörku heim til tslands löngu áður en breytt var um nafn skipsins. En hann fluttist af Austfjörðum til Winnipeg árið 1910. Vann hann sfðan í nokkur ár að verzlunar- störfum í Kanadahar, Saskatchewan. Hann gekk í 108. herdeild cana- dfska hersins 17. janúar 1916. — Verður herþjónustu hans eigi bet- ur eða réttar lýst en í eftirfarandi orðum úr æviágripi hans í hinni gagnmerku bók Minningarrit íslenzkra hermanna 1914—1918. (Winnipeg, 1923): — „Hann tók þátt í orustum við Vimy Ridge, Hill 70 og Passchendale. Varð fyrir eitur- lofti á orustuvelli, og varð síðan undir læknisumsjá í 18 mánuði. Kom aftur til Canada 29. janúar 1919, þá ekki vinnufær." — Náði hann aldrei hvorki fullri heilsu né starfskröftum en gegndi þrátt fyrir það, daglegum störfum, og tók sinn drjúga þátt í félagsmál- um Islendinga, eins og síðar get- ur. Albert kvæntist Soffíu Eiríksdóttur Vigfússon 3. ágúast 1921, náfrænku minni. En Eirík- ur Vigfússon, faðir hennar, frá Litlu-Breiðuvík í Reyðarfirði, var albróðir Þórunnar Vigfúsinu Vigfúsdóttur, móður minnar. Fór því að vonum að náin og sterk yrðu vináttuböndin milli okkar Alberts og fjölskyldu minnar, og að við fundum bæri oft saman bæði í Winnipeg og síðar í Vancouver. Þau 35 ár, sem Soffia og Albert áttu heima í Winnipeg var heimili þeirra að 700 Banning Street þar í borg, og var það annálað fyrir fagran heimilisbrag og fangvíða gestrisni. Gegndi sama máli um heimili þeirra í Vancouver eftir að þau fluttust þangað 1956. En þá hafði Albert fyrir nokkrum árum látið af embætti. En hann hafði um langt skeið verið starfsmaðúr á Fasteigna- matsskrifstofu Winnipegborgar, og notið þar trausts og virðingar, er lýsti sér í því, að mörg hin síðari ár, áður en hann hætti störfum, hafði hann verið „Yfir- fasteignamatsmaður." Albert var maður mjög félags- lyndur, og var Soffía kona hans honum samhent í því sem öðru, er horfði til góðs og gagnsemdar. Hann bar hag Fyrstu lútherku kirkju í Winnipeg sérstaklega fyrir brjósti, var ritari safnaðar- ins árum saman og forseti hans seinasta árið, sem hann gegndi hinu opinbera embætti sínu. Hann var einnig ritari hinnar upphaflegu nefndar, er hóf fjarsöfnun til stofnunar Háskóla- stólsins í íslenzku og íslenzkum bókmenntum við Mantitoba- háskóla. Albert átti einnig lengi sæti í Islendingadagsnefndinni í Winnipeg. — Vikublaðið Lög- berg-Heimskringla naut einnig góðs stuðnings af hans hálfu. Þegar Soffía kona hans, sem er listræn mjög og snillingur í vefn- aði, hóf víðtækt starf sitt í þágu Canadiska Heimilisiðnaðarfélags- ins — (The Canadian Handicrafts Guild), gerðist Albert hægri hönd hennar í því umfangsmikla starfi, ferðaðist, meðal annars, með henni á fundi til heimilisiðnaðar- sýninga og ræðuhalda víðsvegar í Manitoba og Winnipeg. I þakkar- ob viðurkenningar skyni fyrir það ágæta starf sitt var hann kjörinn æfifélagi Canadíska Heimilis- iðnaðafélagsins, og er það ein- stæður heiður, sem sjaldan fellur karlmanni í skaut. I allmörg ár helgaði hann sumarfríi sínu, ásamt Soffíu því nytsemdarverki að kenna vefnað unglingum í Sumarbúðum lútersku kirkjunnar (The Sunrise Lutheran Camp) í Húsavík við Winnipegvatn. Má óhætt að fullyrða, að það var öll- um hlutaðeigendum til óbland- innar ánægju. Eftir að þau hjónin fluttust til Vancouver, hélt Albert áfram virkum áhuga sínum á kirkjuleg- um málum með fórnfúsu starfi sínu í þágu islenzku lútersku kirkjunnar þar í borg (The Lutheran Church og Christ), var fjarmála ritari hennar til dánar- dægurs. Hann var einnig heil- huga stuðningsmaður Islend- ingafélagsins í Vancouver (The Icelandic Canadian Club of B.C.), og mjög að verðugu, verið kjörinn ævifélagi þess félagsskapar. Þótt Albert hefði eigi árum saman gegnið heill til skógar, bar dauða hans óvænt að höndum. Hann veiktist skyndilega síðdegis 26. mars, var þegar fluttur á sjúkrahús, en varð bráðkvaddur þar áður en hann komst undir læknis hendur. Fögur minningarathöfn um hann fór fram í kirkju hans, The Lutheran Church of Christ, sem hann hafði svo lengi unnið trú- lega. Var athöfn þessi fjölsótt og bar vitni djúpum ítökum hans í hugum og hjörtum samferða sveitarinnar. Sóknarpresturinn fór, meðal annars, um hann eftir- farandi orðum: — „Alberts verður sárt saknað af safnaðarsystkinum sinum. Návist hans hefir verið ein af hinum sterku stoðum í framhaldandi starfi safnaðarins.“ — Þetta er fagur vitnisburður, byggður á löngum og nánum persónulegum kynnum og samstarfi. Albert Wathne var prýðisvel gefinn maður. Hann var prúð- menni í allri framkomu, og dreng- skaparmaður að sama skapi. — Þannig lifir hann í ljúfri minn- ingu okkar, sem stóðum honum næst og allra, sem þekktu hann best. Minnugur þess lýk ég þessum kveðjuorðum með því að vitna til fleygra orða norska öndvegis- skáldssins Björnstjerne Björns- son: — „Þar sem góðir menn fara, eru Guðsvegir." Richard Beck. Afmælis- og minningar- greinar Að marggefnu tilefni skal athygli vakin á því, að af- mælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á f miðvikudagsblaði, að berast í sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Sé vitnað til ljóða eða sálma skal höfundar getið. Grein- arnar þurfa að vera vélrit- aðar og með góðu Ifnubili. KYNNUM í dag og á morgun kl. 2—6 nýjustu gerðirnar af Leyland bífreiðum ÍliÉiiiÍ í stærsta og glæsilegasta sýningasal á Islandi að Síðumúla 33 P. STEFÁNSSON HF. Símar: 83104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.