Morgunblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JANtlAR 1977
29
undir áhrifum sterkra eiturlyfja.
Eftir að ég var búinn að blása
fyrir hershöfðingjann í blöðruna
alkunnu og sanna sakleysi mitt á
þann hátt var hann ekki búinn að
fá sínum einkennilegu hvötum
svalað. Ég varð að sætta mig við
að dúsa á slysadeild í átta tíma
samfellt. Ég hafði það einhvern
veginn á tilfinningunni, að ég
hlyti að hafa framið einhvern
stórglæp og misst minnið eða ég
skyldi ekki hvað var að gerast. Ég
er maður löghlýðinn og varð
miður mín eftir þessa slæmu
reynslu. Eg var ásakaður fyrir að
hafa tekið inn 26 stk. af valíum-
töflum á aðeins 2 dögum, ein-
kennilegt ekki satt? Hvaðan hafði
hann það? Hann fann í vasa
mínum glas sem á stóð 30 ofan í
50. Hann sagði mig hafa falsað
þessa lægri tölu. En lyfjafræð-
ingurinn skrifaði þetta sjálfur í
mesta sakleysi.
Það skal taka fram að ég ætlaði
til vinnu þennan morgun. Af því
varð svo sannarlega ekki og ég er
enn að ná mér eftir þessa annar-
legu aðför. 40 rúður brotnar í
vesturbænum t.d., er það frétt?
En miskunnarlaus leikur og árás
á sálarlíf mitt tel ég einnig frétt
ekki síðri. Ég fékk slæma inflú-
ensu í vor og ofreynda mig í loka-
prófum í Iðnskólanum þannig að
ég var frá vinnu i 7 mán. Ég var á
Borgarspítalanum í 6 vikur í
haust og var næstum því lagstur
inn aftur.
Málið er nú til meðferðar hjá
embættinu að mér var tjáð. Mér
finnst nauðsynlegt að fólk viti um
þetta mál.
Ég óska ykkur lesendum nær og
fjær Guðs blessunar og að sú
ömurlega ásökun sem á mig var
borin verði einsdæmi hér á ís-
landi.
Ágúst Öli Öskarsson
Miðtúni 16.“
Saga þessi birtist í einu dag-
blaðanna fyrir skömmu en hér er
hún birt aftur vegna þess að fleiri
atriði koma fram og hún er mun
ýtarlegri hér. Þetta er hlið máls-
ins frá einum aðila eins og sjá má
og þó hér sé ekki verið að draga í
efa sannleiksgildi hennar skal
þetta atriði samt haft í huga. En
hafi einhver við hana að bæta þá
er það frjálst.
Þessir hringdu . . .
0 Landsliðsmenn
eru þeir
sterkustu.
1323—4124:
„1 Morgunblaðinu 12. janúar
skrifaði maður að nafni Guðni
Halldórsson um stefnu K.S.Í. í
landsliðsmálum. Með þessu vil ég
gera nokkrar athugasemdir við
grein Guðna.
Fyrst segir hann, að það sé rétt
að velja alltaf okkar sterkustu
menn í landsliðið en samt vill
hann ekki velja atvinnumenn
okkar þvi þeir geti ekki æft með
liðinu. Mig langar til að spyrja
Guðna hverjir séu eiginlega
okkar sterkustu knattspyrnu-
menn ef það eru ekki atvinnu-
mennirnir okkar?
Hann kemur einnig inn á það að
kostnaður sé mikill við að fá þá.
Að vísu er þetta rétt hjá Guðna,
en áhorfendur greiða þann kostn-
að með því að koma á völlinn —
því að það eru einu tækifærin til
að fá að sjá okkar beztu knatt-
spyrnumenn. Máli mínu til stuðn-
ings nefni ég aðsóknina að lands-
leikjum á síðasta keppnistímabili
í þeim leikjum er atvinnumenn-
irnir spiluðu. Okkar sterkasta lið
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á alþjóðlegu skákmóti í
Vrnjacka Banja í Júgóslavíu i
aprfl 1976 kom þessi staða upp í
skák alþjóðlegu meistaranna
Sahovics, Júgóslavíu, sem hafði
hvítt og átti leik og Diaz.Kúbu.
25. IIh5!! Dc7 (Ef 25. . ,gxh5 þá
26. Dg5+ Kh8 27. Dh6 og vinnur.)
26. Hfl! og svartur gafst upp.
Röð efstu manna á mótinu varö
þessi: 1—2. Raieevic, og Rajkovic
\0‘/i v. af 15 mögulegum 3.
Sahovic (allir Júgóslaviu) v.
4—5. Gufeld (Sovétrikjunum) og
Spassov, (Búlgariu) v
er það lið sem atvinnumennirnir
skipa.
Síðan fer Guðni að ræða um
þjálfaramálin og segist vera á
móti ráðningum erlendra þjálf-
ara, heldur vill hann senda
áhugasama þjálfara á námskeið
erlendis. Sú lausn hefur ekki
reynst vel og máli mínu til stuðn-
ings vísa ég á reynslu I.B.V. i
þessu máli, sem ætti að vera öll-
um knattspyrnuáhugamönnum
kunnug.
Ef við íslendingar ætluðum að
fara að senda menn héðan til þess
að fara á námskeið erlendis
myndu þeir bara gera sömu kaup-
kröfur og hinir erlendu þjálfarar,
þannig að ég tel það vera lítinn
sparnað í því, auk þess sem hina
íslenzku þjálfara vantar alla
reynslu á við hina erlendu þjálf-
ara, sem flestir hafa verið at-
vinnumenn í greininni og vita
hvernig knattspyrnuþjálfun ger-
ist bezt.
Það er gott að vita að Guðni vill
knattspyrnunni vel, þó tel ég
hann of hlutdrægan og það stafar
sennilega af því að hann telst til
knattspyrnuþjálfarastéttar-
innar.“
Svo mörg voru þau orð um
knattspyrnumálin. Nú er einmitt
sá tími að verið er að ganga frá
ráðningum þjálfara fyrir knatt-
spyrnuliðin, hvort sem það eiga
að vera innlendir eða erlendir
þjálfarar og ef fleiri vilja ræða
þessi mál hér þá er það velkomið
og hvað segja lesendur um þessi
atriði sem minnst var á hér að
framan.
HÖGNI HREKKVÍSI
— Verkalýðs-
hreyfingin
Framhald af bls. 17.
baráttuaðferð.þar sem blekið
er varla þornað á undirskrift
nýrra samnmga þegar ríkis-
valdið kemur til skjalanna og
tekur allt sem áunnizt hefur
Ég hef aldrei verið það mikið
barn að láta mér detta I hug
að barátta eins og verkalýðs-
barátta geti verið ópólitisk
Hún hlýtur ætið að vera
meira eða minna pólitisk
Hins vegar vil ég ekki að
verkalýðshreyfingin verði
dráttarvagrr fyrir einn eða
annan stjórnmálaflokk Slíkt
er á móti grundvallarskoð-
unum minum og baráttu fyrr
og siðar."
— Messur
Framhald af bls. 7
Stapa kl 1.30 siðd Séra Páll
Þórðarson
KEFLAVÍKURKIRKJA Sunnudaga
skóli kl 1 1 árd. Guðsþjónusta kl 2
siðd Séra Ólafur Oddur Jónsson
GRINDAVÍKURKIRKJA Messa kl
2 siðd Sóknarprestur
EYRARBAKKAKIRKJA Barnaguðs
þjónusta kl 10 30 árd Sóknar-
prestur.
HVALNESKIRKJA Messa kl 2 Sr
Erlendur Sigmundsson
AKRANESKIRKJA Barnasamkoma
kl 10.30 árd Klukkan 3 siðd
Kirkjutónleikar Tónlistarfél Akra-
ness. Þar flytur sóknarpresturinn
hugleiðingu. Séra Björn Jónsson
Garðeigendur
Nú er rétti tíminn að huga að
klippingu trjáa og runna.
Látið fagmenn vinna verkið.
Pantanir teknar í síma 86340
b\ léffi cihmII 1
Gróöurhúsið v/Sigtun simi
skrúðgarðadeild.
Við afgreiðum
litmyndir yðar
á 3 dögum
Þeir sem vilja það bezta
snúa sér einungis til okkar
•
Vió bjóðum beztu fi/mur í heimi,
beztan pappír og beztu efni,
því--------------
Við reynum að verða við óskum
yðar án gy/liboða og /átum yður
dæma um árangurinn
•
Munið að góð Ijósmynd er gulls ígildi —
hún geymir Ijúfar minningar úr hfi yðar.
HAFIÐ ÞÉfí TEKIÐ MYND í DAG?
HANS PETERSEN HF
Bankastræti - S 20313 Glæsibæ - S. 82590
UMBOÐSMEIVIV UM LAND ALL T