Morgunblaðið - 22.01.1977, Page 11

Morgunblaðið - 22.01.1977, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1977 11 Nýi læknirinn (Gísli Alfreðsson), konan (Margrét Guðmundsdóttir) og „meistarinn“ (Róbert Arnfinnsson) Frumsýningin tókst að mínum dómi prýðilega. Róbert Arnfinns- son brást ekki í erfiðu hlutverki. Annars vegar gamall fylliraftur sem er svo þrotinn að kröftum að hann getur ekki meir en svo staul- ast um stofuna heima hjá sér. Hins vegar hótfyndinn og lífsleið- ur spekingur með meitlaðar þver- sagnir á vörum. Og býsna skýr í kollinum þrátt fyrir kröm og brennivín. Er hugsanlegt að samræma þetta i einni og sömu persónunni? Jú, ekki bar á öðru en það tækist. Það er reynsla og skóli að lesa slíka rullu fyrst og sjá síðan og heyra á sviði í meðferð góðs leikara. Slíkt sannar manni það sem Haraldur Björnsson sagði — að leikarinn gerir meir en að túlka, hann skap- ar líka. Gísli Alfreðsson varð — sakir síns orðfáa hlutverks — að leika með þögninni, það er að segja svipbrigðunum. Þar kom sér vel að sálurinn er lítill og áhorfendur í mikilli sviðsnánd því Gisli spil- aði á allan skala andlitsdrátta sinna og augnaglampa til and- svara við sifellt endurnýjaðri og duttlungafullri spakvisku meistarans. Hlutverk konunnar er langminnst en eigi að síður viðkvæmt og vandmeðfarið og tel ég að Margrét Guðmundsdóttir hafi gert því verðug skil, einkum þeim þætti þess sem að skap- gerðartúlkun lýtur. Astarsena hennar og unga læknisins — hvað skal segja um hana ? Kannski reynir hún mest á ímyndunarafl áhorfandans, gerist nokkuð svo óvænt og óforvarandis, vægast sagt, en verður vitanlega að með- takast með hliðsjón af tákngildi sínu eins og annað í þessu sam- þjappaða verki. Leiksvið Birgis Engilberts er vel við hæfi. Um kvöldstund and- spænis þessu „litla sviði" vil ég í einu orði segja — notalegt! Vil ég þá síst af öliu gleyma að nefna hlut leikstjórans, Benedikts Arnasonar, sem deilir með leik- urum og leikmyndarteiknara öllu sem sagt hefur verið um sýningu þessa. Erlendur Jónsson Antero Kare: Tumi. tilverunnar, já, þá biðst ég vægð- ar. Olli LYYTIKÁINEN á þarna fjölda verka og dálítið misjöfn. Flest eru þetta vatnslitamyndir gerðar af vissri tækni og sumar þeirra ágætar, eins og til dæmis: Áminning No. 23 og No 31 Still going strong, litil mynd með sér- lega aðlaðandi blæ. Ljósmyndir eftir STUART WREDE eru yfir- leitt skemmtilegar, og No. 34 og No. 35 finnst mér bera af. ILKKA JUHANI TAKALO’ESKOLA not- ar sérlega hráa liti, og myndröð hans er langt frá þvi að standa undir því plássi, sem hún tekur á veggjum Norræna hússins. ERIK UDDSTRÖM sýnir ljósmyndir, sem ég hef ekkert meir um að segja. ANTERO KARE, er ef til vill eftirtektarverðastur þeirra listamanna, sem verk eiga á þess- ari sýningii. Hann teiknar andlits- myndir sínar með litblýanti af mikilli nærfærni og kunnáttu, og má með sanni segja, að þessi verk beri uppi sýninguna að miklu leyti. CAROLUS ENCKELL er heldur daufur listamaður, og myndir hans eru ekki meir en þokkalegar. PETER WIDÉN sýn- ir Skúlptúr: Sinnepsfræið, verk sem segir mér bókstaflega ekki neitt. RAIMO REINIKAINEN sýnir nokkuð mörg verk á þessari sýningu. í verkum hans er expressionistisk tilfinning, nokk- uð hrátt útfærð, en missir ekki alltaf marks. JAN OLOF MALLANDER virðist hafa fastari tök á sumum verkum sínum en margir aðrir á þessari sýningu. Upplimingar hans í ljósmyndir eru með þvi eftirtektarverðasta, sem þessi hópur hefur afrekað. PHILLIP VON KNORRING sýnir ljósmyndir í lit. Þær segja mér afskaplega litið. LEO RUUSKANEN hefur expression- istiska áferð í verkum sinum, og þar bregður fyrir verulegum sprettum, sem sanna að þar er málara á ferð. PEKKA AIRAKSINEN hefur gert hljóm- list á tónband. Þessi sýning er ekki likleg til að auka hróður Norræna hússins. Hún kemuT hér frá Amos Ander- son safninu í Helsingfors og fer héðan til Nútímasafnsins i Stock- holmi, henni er því ekki i kot visað, og Norræni menningar- sjóðurinn borgar. Það hvarflar jafnvel að manni, að hér sé um visst boomerang að ræða fyrir okkur islendinga. Hvað um það, þá er alltaf skemmtilegt að sjá, hvað aðrir eru að gera í myndlist, og þótt mér finnist þessi sýning ekki vera i besta gæðaflokki, þá vil ég samt þakka þessum ungu listamönnum fyrir framtakið, og vona að þeir hafi gagn og gaman að þessu fyrirtæki. Hver veit nema þessi sýning hafi meiri þýð- ingu fyrir þá sjálfa heldur en okkur hér við Faxaflóa. Valtýr Pétursson. Claus Becker: Opid bréf til hrossa- ræktunar- manna r á Islandi CLAUS Becker, höfundur bréfs þess, sem hér fer á eftir, hefur um tuttugu ára skeið átt islenzka hesta á erlendri grund og unnið ötullega að þvf að kynna fslenska hestinn á mörgum sýningum. Cfaus og kona hans, Ulla Becker, reka fyrirtæki f heimaborg sinni, Saarbriicken, f Vestur- Þýzkalandi en borgin er höfuð- borg Saarfylkisins og stendur skammt frá landamærum Þýskalands og frakklands. Beckerhjónin tóku þátt f Amerfkureiðinni og riðu þau m.a. stóðhestum sfnum, Hrappi frá Garðsauka og Hrappssyni. Fyrir þeirra tilstilli hefur veru- legur fjöldi fslenskra hesta verið fluttur til Saarfylkisins og f samanburði við önnur hestakyn er fjöldi fslenskra hesta meiri f Saarlandi en annars staðar á meginlandinu. íslandsdeild Skeidmanna- félagsins stofnuð ÁRIÐ 1975 var stofnað I Vestur Þýskalandi alþjóðlegt félag hesta- manna. sem tileinkað er einni af gangtegundum íslenska hestsins — skeiðinu. Oeildir úr þessu félagi eru nú starfandi I nær öllum Evrópulöndum þar sem islenskir hestar eru og sl. sunnudag var stofnuð hér á landi íslandsdeild félagsins. Nafn hins alþjóðlega félags er „Vereiningung der rennpass- reiter" eða Skeiðmannafélagið og er stefna félagsins m.a. að efla skeiðiþróttina, bæta þjálfun og meðferð skeiðhesta, samræma keppnisreglur, bæta skeiðvelli og aðstöðu fyrir knapa og keppnis- hross. Félagar i Skeiðmannafélaginu geta orðið þeir, sem hafa náð að fara 250 metra skeiðbraut á 26 sek. eða betri tíma við loglegar aðstæður. Allir. sem áhuga hafa á málefnum félagsins, geta orðið styrktarfélagar. Félagsgjald á ári er 30 þýsk mörk eða 2500 krónur isl. og styrktarfélagsgjald er 100 þýsk mörk eða 7000 isl. krónur. Formaður islandsdeildar Skeið mannafélagsins var kjörinn Aðal- steinn Aðalsteinsson. Claus Becker á hesti sínum Hrappssyni á sýningu f Banda- rfkjunum sl. sumar. Claus Becker hefur átt sæti f stjórn hestamannaféfagsins f héraðinu og verið formaður þess, auk þess starfar hann sem einn af þremur rfkisskipuðum kvnbótadómurum f Saarlandi. Kæru hestavinir. Dagana 13. til 16. desember s.l. gafst mér tækifæri til að kaupa hesta á íslandi. Ætlun mín og vina minna var að taka 30 hross með okkur heim. Á innkaupaferð okkar um Suður- og Vesturland varð ég þess var, að milli þýska kaupandans og íslenska bóndans vill oft verða tölu- verður misskilningur. Kaupandinn leitar að þeirri gerð hesta sem þýski markaður- inn biður um. íslenski bóndinn býður fram hesta af þeirri gerð sem hann hefur notað á sínum bæ í marga ættliði. Báðir, seljandinn og kaupandinn, mis- skilja hvorn annan þar af leiðandi. Kaupandinn verður vonsvikinn yfir þvi hvers konar hestar honum eru boðnir, og seljandinn skilur ekki hvers vegna hesturinn hans er ekki keyptur. Til þess að útiloka þennan misskilning i fram- tíðinni álít ég nauðsynlegt að koma á nánara sambandi milli Islenskra ræktenda og kaupenda frá meginlandinu. Við verðum að kynnast vanda- málum beggja og leitast síðan við að koma til móts við hvor annan. Ef íslenski bóndinn hefur áhuga á útflutningi hrossa ætti hann að rækta þann hest sem óskað er eftir á erlendum mark- aði. Það er dásamlegt að rækta kyn sem getur uppfyllt allar þessar mismunandi kröfur. Islenska hestakynið hefur það mikla möguleika að markviss ræktun leiðir fljótlega til árangurs. Oft vorum við spurðir að þvi hvernig sá hestur ætti að vera sem við vildum kaupa. Þeirri spurningu er auðvelt að svara: Gangið um hesthúsin i Reykjavik og skoðið reiðhest- ana þar. Þið sjáið vel skapaða, góða hesta. Fyrir utan það að vera lundgóðir og viljugir eru þeir yfirleitt fallegir og af þeirri stærð sem óskað er eftir. Ég vil biðja ykkur sérstaklega um að bjóða ekki fram hesta sem eru of lélegir fyrir innan- landsmarkaðinn. Lélegur íslenskur hestur skaðar meira en menn gera sér almennt grein fyrir. Hvernig er svo sá hestur sem beðið er um i Þýskalandi? Við gerðum hjá okkur mun á hestum fyrir keppnisreiðmenn og þeim hestum, sem einungis eru notaðir i útreiðartúrum Keppnismaðurinn er sér- fræðingur. Hann leitar að sér- staklega viljugum og gang miklum hesti. Þessi kaupenda- hópur er ekki mjög stór. Við ættum frekar að taka mið af óskum siðari hópsins, en úr röðum hans koma flestir Framhald á bls. 19 umsjón: TRYGGVI GUNNARSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.