Morgunblaðið - 22.01.1977, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.01.1977, Qupperneq 14
14 MORGUNBLÁÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1977 Kröflusvæðið ekki virkjunar- hæft á meðan óróleiki varir — segir Eysteinn Tryggva- son jarðeðlisfræðingur KRÖFLUSVÆÐIÐ er að mati Eysteins Tryggvasonar jarðeðlisfræðings ekki virkjunarhæft á meðan sá ðrð- ieiki varir, sem þar hefur verið hin sfðustu misseri. Um það hve lengi óróleikinn gæti staðið vildi hann ekki fullyrða, en taldi að sögulegar upplýsingar gætu bent allt til 15 ára. Um þetta kvað hann þó ekkert unnt að fullyrða. Ef holurnar hins vegar entust ekki til virkj- unar nema ein af hverjum þremur taldi hann virkjunina vafasamt fyrirtæki. Hann sagði í viðtali við Morgun- blaðið að á Kröflusvæðinu væri hiti við eða ofan við suðumark vatns miðað við þrýsting, en á öðrum háhita- svæðum væri svo ekki. Ylli þetta þeim vandræðum, sem við væri að strfða. Hann kvað ráðlegast að hætta virkj- unarframkvæmdum nú, en halda áfram rannsóknar- borunum. Þetta sig nú myndi gefa 2ja mánaða frest, unz næsta gosvirknitfmabil gengi í garð. Viðtalið við Eystein fer hér á eftir. Eysteinn sagði, að ekkert væri að frétta af Kröflusvæðinu, þar væri öll jarðskjálftavirkni búin. Hann kvað smávegis skjálfta- virkni enn í Gjástykki, en hún minnkaði með hverri klukku- stundinni sem liði. Þegar Eysteinn var spurður um land- risið í Kelduhverfi, kvaðst hann eiga mjög erfitt með að segja nokkuð um það og þær fregnir, sem þaðan bærust kvað hann heldur ótrúlegar og hann hefði enn ekki haft nein sambönd við fólk þar. Þó sagðist hann ekki viija rengja þessar fregnir. I þeim tilfellum, þegar fólk hef- ur ekki séð milli bæja, þar sem leiti ber í milli, en nú telur það sig sjá Ijósin, kvað Eysteinn vera möguleika á hillingum í góðu og stilltu veðri. Þess væri þó að gæta að þessir menn ættu að kannast við slíkt. „Ég fullyrði því ekkert, hvað þetta er, en mjög erfitt verður að fá þetta staðfest, fyrr en með vorinu, þegar unnt verður að mæla breytingar á svæðinu. Það er ekki hægt nú," sagði Eysteinn, sem jafnframt sagðist ekki hafa heyrt um að neinar jarðhræringar hefðu mælzt í Kelduhverfi, sem þó hefðu átt að standa í sambandi við breytingar sem þessar. Um Kröflusvæðið og virkjunar- möguleika þar sagði Eysteinn Tryggvason: „Eins og sakir standa þá eru holurnar að því er mér virðist svo ótryggar og breyti- legar, að það er ekki hægt á þeim að byggja til virkjunar. Eg geri ráð fyrir að á meðan þessi órói, sem er á svæðinu, helzt, þó að segja megi að hættan sé liðin hjá í bilí, þá finnst mér ekki forsvaran- legt að eyða peningum í að pota níður holum hér og þar án þess að vita nokkuð hversu þær endast." Eysteinn var spurður að þvi, hve lengi óróleiki sem þessi gæti staðið á svæðinu. Hann sagði: „Það er svo að sjá að á 18. öld hafi hann staðið í um það bil 5 ár eða kannski lengur. Hér varð smágos 15 árum eftir að aðalgosið varð og CROWN jg árgerð 1977 CB 1002 CB 1002 Til er fólk, sem heldur að því meir sem hljómtæki kosta, þeim mun betri séu þau. Að vissu leyti er þetta rétt, ef orðið „betra" þýðir að þér getið spilað fyrir allt nágrennið án bjögunar. <3ZX2S32> framleiðir einnig þannig hljómtæki.En við höfum einnig á boðstólum hljómtæki sem uppfylla allar kröfur yðar um tæknileg gæði. Lausnin er: <33SE2Z> -CB 1002 sambyggðu hljómtækin. Þér fáið sambyggt mjög vandað tæki, sem hefur að geyma allar kröfur yðar. £ Magnari sem er 70 wött musik með innbyggðu fjögurravíddakerfi fyrir fjóra hátalara. Mjög næmt út- varpstæki með FM bylgju ásamt lang- mið- og stuttbylgju. 0 Plötuspilari fyrir allar stærðir af plötum. Sjálfvirkur eða handstýranlegur með vökvalyftu. Allir hraðar, 33, 45 og 78 snúningar. Nákvæm stilling á armþyngd, sem er mikilvægt til að minnka slit á nál og plötu. Segul bandstækí með algerlega sjálfvirkri upptöku. Gert bæði fyrir Standardspólur og CrO^ spólur. Upptökugæði ein- stök, ekki er heyranlegur munur á gæðum hvort spiluð er plata eða segulbandsspóla. Tveir hátalarar fylgja 40 wött hvor, einnig fylgja tveir hljóðnemar ásamt CrO^ casettu. Sértilboö 1977 Sambyggt stereosett. Islandsmet f sölu stereosetta 1976 (á þriðja þús. tæki) Gerir okkur kleift að bjóða sama lága verðið 1 51.885.- Vinsældir þessa tækja sanna gæðin 1976 model var 60 wött 1977 model er 70 wött og með fjögurra vidda kerfi. BUÐIRNAR Skipholti 19 við Nóatún, slmi 23800 . ... Klapparstlg 26, slmi 19800 25 ár i fararbroddi. Eysteinn Tryggvason jarðeðlis- fræðingur. getur verið að órói hafi verið allan þann tíma á svæðinu. Því getur 5 ára tímabil verið of stutt og óróleikinn gæti staðið lengur. Um það get ég ekkert sagt. Hann gæti í raun orðið styttri, en þetta er þó sá eini hlutur, sem maður hefur einhverjar upplýsingar um frá sögusögnum." „Getur þá svæðið í raun kannski ekki orðið virkjunarhæft fyrr en einhvern iíma á næsta áratug?" Eysteinn sagði: „Ég mundi sjálfur segja að það væri ekki virkjanlegt í þessu ástandi. Það gæti því orðið að það svæðið yrði ekki virkjunarhæft fyrr en 1985. Þetta er í sjálfu sér hlutur sem maður veit ekki, en það er hægt með vissri áhættu að fá gufu út af fyrir sig, en ef holurnar endast ekki og ekki nema ein af hverjum þremur eða svo gefur nýtanlega orku, þá er þetta orðið ákaflega vafasamt fyrirtæki." Þá spurði Morgunblaðið Eystein, hvort hugsanlegt væri að þetta háhitasvæði við Kröflu væri of heitt og vatn gufaði hreinlega upp i útjöðrum þess og kæmist því ekki inn á svæðið. Þess vegna væri svo litla gufu að fá. Eysteinn svaraði: „Önnur háhitasvæði hér á landi eru þannig að vatnið er líklegast aðeins neðan við suðu- mark miðað við þann þrýsting, sem er á því. Rennur það þá sem vatn inn í holurnar. Hér við Kröflu er svæðið hins vegar það heitt, að vatnið er alveg á suðu- marki og jafnvel ofan við það. Þegar hola hér er boruð og það fer að sjóða í henni eða gjósa eins og kallaö er, þá minnkar þrýstingurinn niðri í henni. Verður því minni þrýstingur þar, heldur en þar sem vatnssúlan kemur í holuna. Þá minnkar einn- ig í kringum hana og þá fer vatnið að sjóða þar og kemur sennilega ekki sem vatn inn í holuna, held- ur sem gufa. Þessi gufa er svo miklu meiri en vatnið miðað við rúmmál, að það kemst alls ekki sama magn i holuna. Má því reikna með því að meirihlutinn af því sem kemur inn í holuna sé gufa, enda sjóði vatnið út í berginu í kringum holuna vegna þrýstingsminnkunar í kringum hana. Sennilegt er og að það sé vatn í berginu áður en það er truflað af holunni, vatn en ekki gufa. Þó er það ekki vitað með vissu. Þetta litla magn af gufu, sem kemur upp úr holunum. hefur verið túlkað þannig og sér- staklega ef um er að ræða blöndu af vatni og gufu, sem kemur upp, þá dreifist slik blanda miklu verr í gegnum smáar holur en ef það væri annað hvort hreint vatn eða hrein gufa." Þá var Eysteinn Tryggvason spurður að því, hvort þessi hái hiti gæti verið orsök þess að vatnið og gufan væri svo sýru- menguð sem raun bæri vitni. Hann sagði: „Þessi hái hiti út af fyrir sig gæti haft eitthvað þar að segja, en annars er það tíma- bundið fyrirbæri með kolsýruna núna. Það er eitthvað, sem kom eftir gosið í fyrra og kannski í sambandi við þessa gosvirkni aftur nú. Vonandi verður þetta sýruvandamál ekki eftir að ró er komin á sva'ðið, en hitt er annaö mál, að menn vita ekki hve lengi óróinn varir. Nú er svo til allt jarðvatn orðið mengað af þessu og sýran getur verið lengi i því. Það getur þó ekki varað til fram- búðar." „ Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.