Morgunblaðið - 22.01.1977, Page 15

Morgunblaðið - 22.01.1977, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAUUR 22. JANUAR 1977 15 UmHORP Umsjón E.R. Umhorfssíðan á tal við Hilmar Jónasson, bif- reiðastjóra frá Hellu og stjórnarmann í S.U.S. með meiru. Við ræðum við hann sjálfan, atvinnu og hugðarefni, um verkalýðsmál og at- vinnuástand í Rangár- vallasýslu. ekki stórvirkin á skrifstofum AÐSPURÐUR hvaðst Hilmar vera fæddur og uppalinn á Hellu og hafa urmtð-vfð flest störf sem gefast á staðnum. „Ég var til sjós I tvö ár. en stðan 1970 hef ég unnið við keyrslu hjá verktökunum við Sigöldu. Vatnsfell og Þórisós." Hilmar vinnur nú á skrifstofu verkalýðsfé- lags Rangárvallasýslu, Rangæingi. Hann á sæti I stjórn félagsins og er formaður verka- mannadeildarinnar Það er ekki laust við að nokkurs saknaðar gæti I röddinni. þegar við ræddum um tímann, er hann keyrði inni á hálendinu. „Mér llkaði starfið mjög vel, það rfkir heilbrigður félagsandi þarna og öll við- vera er mjög góð. Ég vann Itka við Suður- landsveginn á Hellisheiði. við Rauðavatn og á fleiri stöðum, þetta hálfan mánuð og mán- uð I einu. Maður fór t eitt verk — kláráði það og slðan I næsta. Maður sá eitthvað eftir sig i þessu starfi. Nú gerast ekki stórvirki einu sinni á nokkrum árum, hvað þá á einum mánuði" Vinnumiðlun og forgangsréttur Við spyrjum um hvað sé meðal helstu verkefna verkalýðsfélagsins. „Við höfum undanfarið ár séð um vinnumiðlun I Rangár- vallasýslu gagnvart vinnuumsóknum til Sig- ölduvirkjunar og annarra starfa á hálendinu. Við erum fyrsta verkalýðfélagið til að taka upp vinnumiðlun sem þessa Engum datt þetta í hug i sambandi við Búrfellsvirkjun á slnum tíma. Nú hefur verkalýðsfélagið á Akranesi tekið þetta upp gagnvart fram- kvæmdum við Grundartanga Frá okkur hafa á fjórða hundrað manns komið til starfa. og um 300 manns í einu þegar mest hefur verið. Forgangsréttur Rangæinga til vinnu við virkjunarframkvæmdir við Sigöldu er okkar verk. Menn verða að hafa verið búsettir hér í minnst 6 mánuði til að fá réttindi í félaginu. Þetta hefur verið umdeilt atriði á ASÍ-þingum. Mönnum hefur fundist að landsmenn allir ættu að hafa rétt til að vinna við virkjanir eins og þessar sem eru í þágu allra landsmanna. Við höfum haldið fram þeim mótrökum að þá skyldu allir lands- menn, einkum bændasynir. hafa forgang með vinnu í áburðarverksmiðjunni á Gufu- nesi, Akurnesingar ekki ganga fyrir við Sementsverksmiðjuna. né Hafnfirðingar við Álverksmiðjuna umfram aðra landsmenn. Að fá að vinna heima hjá sér Um það bil sem framkvæmdir hófust á hálendinu 1970 og farið var að halda fram forgangsrétti okkar þar til vinnu af meira stifni en áður brá svo við að fólksflóttinn stöðvaðist, unga fólkið settist að og i dag búa um 3600 manns í sýslunni. Árið 1 703 bjuggu hér 4600 manns. Ef tekin eru árin 1 900— 1 970 og miðað við að fjölgunin hefði orðið eðlileg, þ.e. umfram látna, þá ættum við að vera um 13000 l dag. Á árunum frá 1940—1970, dvöldu aðeins rúmlega 30% allra Rangæinga í sinni heimasveit, hinir höfðu flutzt burt. Okkur vantar nú um 70 störf árlega en það eru að mestu unglingar sem bætast á vinnu- markaðinn. Að okkar áliti er það fyrsta krafa verkafólks að geta fengið vinnu heima hjá sér og hefur okkur þótt skorta skilning á þessu frá hendi verkalýðshreyfingarinnar í ASÍ og aðildarfé- lögum. Af annarri vinnu hér hjá Rangæingi eru svo að sjálf$ögðu samningarnir og fram- kvæmd þeirra. Atvinnumálanefnd Atvinnuleysi óx síðan Sigalda dróst saman og í þvi skyni að efla atvinnu hefur verið komið upp atvinnumálanefnd í samvinnu við sérfræðinga frá Framkvæmdastofnun ríkis- ins. Hún tók til starfa 1976 og hefur gengist fyrir könnun á högum fólks og framtiðaráætl- unum og síðan hjá fyrirtækjum staðarins til að athuga möguleika þeirra til að auka við sig starfsfólki og stækka reksturinn. Við reyn- um að fá ríkisvaldið og byggðasjóð til að veita lán í þessu skyni og er kannski öfugt farið að sumum finnst. að slikt skuli vera orðið hlutverk verkalýðsfélags. Nýársgjöfin" Nýársgjöf félagsmálaráðherra til verkalýðs I Rangárvallasýslu — Hrauneyjafossvirkjun — mun fara af stað 1 978 og er I áætlun að því verki verði lokið 1981 — 2. Hver veit nema þá verði hér stóriðja á borð við álver og höfn í Þykkvabænum. Hvað Hrauneyjafoss áhrærir erum bæði við og verkalýðsfélagið betur i stakk búin til að taka Hrauneyjafoss fastari tökum en til tókst við Sigöldu. Þar var oft brokkgangur á köflum." Lifeyrissjóður til atvinnureksturs Hilmar er formaður sjóðsstjórnar Lífeyris- sjóðs Rangæinga og inntum við hann eftir hvað þar væri á döfinni. „Við höfum lítið áhættuhlutfall hjá sjóðn- um, enda er hér engin höfn eða sjóslys sem þeim fylgja og höfum við því möguleika á töluverðum útlánum. Við erum einn af fáum lífeyrissjóðum I landinu sem lánar fyrirtækj- um til atvinnureksturs. en það hefur verið mjög gagnrýnt einkum hjá ASÍ. Við teljum það jákvætt að aðstoða fyrirtæki til að halda uppi starfsemi sinni og áframhaldandi at- vinnu. Það er allra hagur að koma í veg fyrir að fólkið þurfi að flytjast burt, þar sem betri atvinnumöguleikar eru. Sjóðfélagar ganga fyrir með lán og ef afgangur verður lánum við fyrirtækjum til allt að 6 ára, þ.e þeim sem tryggja starfsmenn sina hjá sjóðnum. Óldungar — úr tengslum viS fólk Stjórn Rangæings hefur lægsta meðalald- ur sem þekkist f landinu — 28 ár, að undanskildum stjórnum innan iðnnemasam- bandsins Það er með verkalýðshreyfinguna eins og reyndar viðar, að þeir gömlu eru þaulsætnir — þeir yngri eru sjálfir orðnir öldungar þegar þeir loksins komast að Annars má segja um þessa menn I forust- unni að þeir eru of störfum hlaðnir, þeim er „ÞaS er fyrsta krafa verkafólks að fá aS vinna heima hjá sér ..." semdir upp á einar 8—10 bls. Við gagn- rýndum helst það ákvæði frumvarpsiós sem fjallar um breytt form á samningsrétti. þ.e. ASÍ geti samþykkt á fundum sinum og landsþingum, að þau fari með samningsrétt- inn fyrir félögin innan vébanda þess Slikt væri dauðadómur yfir hinum almennu verka- lýðsfélögum. Við teljum einnig að það eigi ekki að skipa sáttasemjara til fjögurra ára i senn — sllkt mundi gera sáttasemjara að handbendi ríkisvaldsins. Að öðru leyti treyst ég félagsmálaráðherra til að leiða mál þetta vel til lykta. Flokkapólitík — verkalýðspólitík Það er margra álit að verkalýðshreyfingin eigi ekki að vera flokkspólitisk heldur taka .heilbrigðar ályktanir ómengaðar af pólitisk- um hagsmunum. Þetta er skilgreint þannig, að í stað þess að sveigja stefnu verkalýðs- hreyfingarinnar til samræmis við stefnu flokkanna. þá sé reynt að fá flokkana til liðs við stefnu verkalýðshreyfingarinnar hverju sinni Flokkspólitlskri verkalýðshreyfingu var þröngvað upp á okkur á þeim tíma, þegar ASÍ var deild I Alþýðuflokknum og á þvi bryddar enn. Þess má geta að sem stjórnarmaður I Sambandi ungra sjálfstæðismanna hef ég aldrei orðið var við neinn þrýsting þaðan um hvaða afstöðu eða stefnu ég skuli taka I þessu máli eða hinu Þvert á móti hefur S.U.S. reynt að fylgjast með hvað sé á döfinni og menn hafa verið tilbúnir að ræða „Maðnr sér eitthvað eftir sig í kejrsliinni” klínt I alls konar nefndir og ráð Ef einhver skarar framúr, þá skal hann drepinn niður með embættum Að vísu hef ég lengi haft þá skoðun. að eitt vanti alveg inn í dagskrána hjá þeim ágætu herrum — þá vantar tengslin við vinnumark- aðinn og fólkið sem þar er. aðstöðu þess og starfsskilyrði Það er líka mín reynsla eftir að ég fór að vinna hér, að það sem virðist alger óvera, þegar það er borið upp á skrifstofunni. getur verið alvörumál, þegar út er komið Ég er ekki frá þvi að svo sem mánaðarvinna árlega á hinum ýmsu vinnustöðvum mundi bæta þetta ástand til muna, fyrir utan að vera hressandi tilbreyting fyrir þetta fólk " Frumvarp um stéttarfélög og vinnudeilur Nú er verið að vinna að frumvarpi um stéttarfélög og vinnudeilur og spyrjum við Hilmar um álit hans á þvi. „Það er margt gott f þvi en annað hrika- legt Verkalýðsfélagið R ngæingur tók frum- varpið til umræðu og gerði við það athuga- málin með hagsmuni okkar fyrir augum. Sem dæmi um áhuga þeirra S.U.S. manna vil ég einkum nefna frumkvæði þeirra að stofnun verkalýðsskóla fyrir sjálfstæðismenn og er hann rekinn af myndarskap Verkalýðshreyfingin er mjög flokkspólitisk í dag Það kom ótvirætt fram á síðasta þingi. þegar upp voru bornar beinar tillögur um að lýðræðissinnum yrði vikið úr trúnaðarstörf- um hjá ASÍ Það væri vissulega glapræði að gera ASÍ að flokkspólitisku afli með einhverja hug- myndafræði að baki Slfkt mundi fyrst og fremst hafa það I för með sér að stofnuð yrðu ný samtök á frjálsum grundvelli á borð við það sem ASÍ ætti að vera i dag En ég hef þá trú að þetta muni breytast, að ASÍ verði gert að algerlega óflokkspólitisku afli. Eftirleikurinn verði sá. að lýðræðissinnar muni þjappa sér það vel saman, að harðlínu „pólitikusarnir" leggi ekki framar til atlögu við þá. — og að þeir muni skilja einu sinni flokkspólitíkina eftir heima, þegar sest er til funda og málefni verkalýðshreyfingarinnar eru rædd " Við Sigöldu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.