Morgunblaðið - 11.02.1977, Page 5

Morgunblaðið - 11.02.1977, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚ’AR 1977 Þessi mynd er frá Spáni, nánar tiltekið Madrid þar sem mikil mótmælaganga átti sér stað (janúar s.I. vegna dýrtfðar. Miðdegissagan ( útvarpinu er einnig frá Spání en hún fjallar um annars konar baráttu, þ.e. baráttuna við dauðann. Middegissagan klukkan 14.30: Móðir og sonur — saga frá Spáni Á dagskrá útvarpsins klukkan 14.30 er þriðji lestur miðdegissög- unnar MÓÐUR OG SONUR, sem Steinunn Bjarman les. Sagan er eftir þýzkan rithöfund, Heins G. Konsalik, og er þetta ( fyrsta sinn, sem saga eftir hann er flutt ( útvarpi hér og engar bækur hafa verið þýddar eftir hann á fslenzku. Sögu þessa þýddi Berg- ur Björnsson. Sagan gerist á Spáni eftir 1950. I upphafi segir frá fátækri sveita- fjölskyldu í Castiliu og ungum pilti, Juan, sem þar elst upp. Þorpslæknirinn hefur uppgötvað, að Juan er gæddur miklum lista- mannshæfileikum á sviði högg- mynda. Þorpslæknirinn talar máli piltsins við vin sinn, sem er forstjóri listasafns í Madrid. Það verður úr að hinn ungi Juan, sem er átján ára gamall, er sendur á listaskóla í nálægri borg, Toledo. Þá vissi þorpslæknirinn þegar að Juan var veill fyrir hjarta, en þegar til Toledo er komið kemur fyrst í ljós, að hann er alvarlega veikur. Því er Júan sendur til Madridar og honum komið á sjúkrahús. Siðan fjallar sagan um, baráttu lækna, sem þá þegar hafa tekið nýjustu tækni á sviði læknavisindanna í sina þágu, og eru þegar byrjaðir að framkvæma liffæraflutninga. Og það kemur á daginn að slíkrar aðgerðar er þörf á Juan. Móðir hans, Anita, er tilbúin að gangast undir aðgerð til hjálpar syni slnum. En hér skal ekki öll sagan rakin, þvi þegar eru eftir ellefu lestrar i útvarpi. En miðdegissagan er á dagskrá mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga. Að sögn flytjanda sögunnar, Steinunnar Bjarman, fjallar sag- an um hina einu sönnu móðurást, baráttu ungs pilts við alvarlegan sjúkdóm og siðferðilegt og laga- legt hlutverk læknavísindanna. Sagði Steinunn ennfremur að sag- an væri í alla staði mjög spenn- andi. Kastljós í sjónvarpi kl. 21.00: Kynferðisfræðsla og hass-sala til umræðu 1 KASTLJÓSI, sem er á dagskrá sjónvarpsins ( kvöld klukkan 21.00, verður fjallað um tvö mál er bæði varða unglinga, að því er umsjónarmaður þáttarins að þessu sinni, Sigrún Stefánsdóttir, sagði. í fyrsta lagi verður tekin fyrir kynferðisfræðsla unglinga I skól- um. Til að mynda hvernig fram- kvæmd slikrar fræðslu hefur ver- ið háttað undanfarin ár og verður í þvi sambandi m.a. rætt við land- lækni, Ölaf Ölafsson, en hann hef- ur yfirumsjón með uppbyggingu ráðgjafar og fræðslu þessara mála. Þá verður, að þvíer Sigrún sagði, farið I heimsókn á kyn- fræðsludeild Heilsuverndarstöðv- arinnar, sem starfrækt hefur ver- ið síðastliðin tvö ár. Þá ræðir Sig- rún við fjóra unglinga I Haga- skóla og innir þau m.a. eftir hvernig þau vilji að kynferðis- fræðslu I skólum sé háttað og hverju þeim finnst ábótavant. í Kastljósi verður einnig tekið fyrir hass-sölumálið svonefnda I framhaldi af bréfi Stefáns Jó- hannssonar, félagsmálafulltrúa, um könnun þá, sem á að fara fram um það hvort við rök eigi að styðjast að hass-sala fari fram I skólum borgarinnar eins og kom fram I frétt hér i Morgunblaðinu fyrir tveimur dögum. Rætt verður við Ásgeir Frið- jónsson um hass-sölu og hvaða augum lögreglan lítur þessi mál. Rætt verður einnig við landlækni i þessu sambandi og hann beðinn að útskýra afleiðingar hass- reykinga, hvort þær séu vana- bindandi og hversu hættulegar. í sjónvarpssal munu svo mæta til umræðna um þessi mál þeir Guðni Guðmundsson, rektor MR, Pétur Maack fyrir hönd fram- kvæmdastjórnar Tónabæjar og tveir unglingar. Guðni Guðmundsson rektor MR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.