Morgunblaðið - 22.02.1977, Side 2

Morgunblaðið - 22.02.1977, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1977 ------------------iíl Húsafriðunarnefnd treg til breytinga á Dómkirkjunni Tálknafjörður: 130 þúsund- um stolið frá kaupfélaginu BROTIZT var inn f verzlun kaup- félagsins ð Tálknafirði um helg- ina, Ifklega aðfararnótt sunnu- dagsins, og þaðan stolið 130 þús- und krónum f peningum, nokkr- um armbandsúrum og fleiri verð- mætum. Morgunblaðið hafði samband við Jóhannes Árnason, sýslumann á Patreksfirði í gærkvöldi. Sagði hann að rannsóknarlögreglu- maður frá Reykjavík hefði komið í gærmorgun og stæði nú yfir lögreglurannsókn. Fyrir lá, að þjófurinn komst inn um bakdyrn- ar. LAGFÆRINGAR standa nú yfir á Dómkirkjunni f Reykjavfk, eins og komið hefur fram, en þó er ekki að vænta þess að kirkjan taki miklum stakkaskiptum. Að vfsu verður kirkjan máluð hátt og lágt að innan en hins vegar hefur Húsafriðunarnefnd Reykjavfkur ekki viljað fallast á hugmyndir um neinar breytingar hið innra, að kalla má. Að sögn Þóris Stephensens, dómkirkjuprests, þótti við hæfi að ráðast í lagfæringar á kirkj- unni í tilefni af 180 ára afmæli hennar. í því sambandi komu fram tvær tillögur um breytingar á bekkjaskipan í kirkjunni, en eins og kunnugt er er ákaflega stutt á milli kirkjubekkja. í ann: arri tillögunni var gert ráð fyrir grisja nokkuð bekkina í kirkj- unni, fækka þeim um þrjá þar eð með því móti-, hefði bilið milli bekkjan-na breihkað um 15 senti- metra. Hin titfagan var á þá leið að fjarlægja aftasta bekkinn og snfða sem svaraði hálfu öðru sæti af hverjum bekk, þannig við gluggaveggina yrði gangur og yrði þá unnt að ganga til sætis frá báðum endum bekkjanna. Hvorg þessara tillagna hlaut náð fyrir augum Húsafriðunarnefndar. í samtali við Morgunblaðið sagði Hörður Ágústsson, arkitekt, sem sæti á í Húsafriðunarnefnd, að auk þessara tillagna 'Uiti að grisja kirkjubekkina hefði'évtvnig legið fyrir eldri tillaga um'bfeyt- ingar á skrúðhúsinu, sem sömu- leiðis hefði algjörlega verið hafn- að. Um tillögurnar um breytingar Framhald á bls. 42. Skriður að komast á loðnufrystinguna SKRIÐUR er nú að komast á loðnufrystingu. Byrjað er að frysta I vinnslustöðvum suð- austanlands, Vestmannaeyjum, á Suðurnesjum og einnig Iftillega hér I Reykjavlk. Þó er á mörkum að unnt sé að frysta loðnu sem berst hingað til Faxaflóahafna vegna fjarlægðar frá miðunum. Að sögn Hjalta Einarssonar, Búnaðarþing sett í dag: Skipulagning búvöruframleiðslu og af- leysingaþjónusta sveitafólks til umræðu BÚNAÐARÞING 1977 kemur saman til fundar I dag. Þingið verður sett I Búnaðarþingssaln- um á annarri hæð Bændahallar- innar klukkan 10 árdegis af Ás- geiri Bjarnasyni, formanni Bún- aðarfélags fslands, en að þvf loknu flytur landbúnaðarráð- herra, Halldór E. Sigurðsson, ávarp. Rétt til setu á Búnaðar- þingi hafa 25 fulltrúar en fundir þingsins eru opnir þeim sem vilja hlýða á umræður og afgreiðslu mála. t fyrra stóð Búnaðarþing I 16 daga. Að sögn Ólafs E. Stefánssonar, framkvæmdastjóra Búnaðar- þings, hefur svipaður fjöldi mála borist nú og við upphaf þingsins undanfarin ár. Meðal þeirra mála, sem lögð verða fyrir Búnaðarþing að þessu sinni, eru svör búnaðar- sambandanna við spurningum, sem þeim voru sendar I framhaldi af samþykkt Búnaðarþings í fyrra um skipulagningu búvörufram- leiðslunnar, lagt verður fyrir þingið frumvarp milliþinganefnd- ar um afleysingaþjónustu til handa starfsfólki í landbúnaði, borist hefur tillaga um skattamál bænda og Samband garðyrkju- bænda hefur lagt fyrir þingið erindi um stöðu garðyrkjubænda innan félagskerfis landbúnaðar- Framhald á bls. 42. framkvæmdastóra SH, er frysting komin vel í gang í Vestmanna- eyjum, víða á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu, en hann kvaðst ekki hafa handbærar tölur um það hvað frystingin væri orðin mikil. Frystingin færi hægt af stað, og gæði loðnunnar, sem bærist hér vestur fyrir, væri á mörkunum til að unnt væri að frysta hana, en þetta ætti þó allt eftir að ganga betur fyrir sig þegar loðnan færðist hér nær. Ólafur Jónsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri sjávarafurða- deildar Sambandsins, sagði að frysting hefði hafizt á laugardag hjá nokkrum húsum á hennar vegum, og I fyrrakvöld hefði verið búið að frysta um 30 tonn. Um helgina var tekið að frysta loðnu I tveimur húsum á Suðurnesjum, einnig á Hornafirði og á Stöðvar- firði, en Ólafur kvaðst búast við að fleiri hefðu farið f gang í gær. Sigurður Guðjónsson bœjarfógeti er látinn Sigurður Guðjónsson. SIGURÐUR Jakob Guðjónsson, bæjarfógeti á Ólafsfirði, er lát- inn, 67 ára að aldri. Sigurður gegndi bæjarfógetastörfum á Ölafsfirði fri árinu 1945 til dauðadags eða 132 ár. Sigurður vaf fæddur að Strand- höfn í Vopnafirði 31. janúar 1910, sonur Guðjóns bónda þar Jósefs- sonar og konu hans Hildar Sig- urðardóttur. Hann varð stúdent við MA 1930 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1936. Hann var fulltrúi bæjarfógetans í Hafnarfirði 1938—‘44 en var sett- ur bæjarfógeti á Ólafsfirði 1945 og skipaður I starfið árið eftir. Sigurður átti sæti í bæjarstjórn Ólafsfjarðar 1946—‘54 og 1958— ‘62 og hann var forseti bæjar- stjórnar 1950—‘54. Sigurður var kvæntur Guð- björgu Egilsdóttur. Þeim varð þriggja barna auðið. Sjúkraflutningabifreiðin, sem tekin var I notkun á sfðastliðnu ári, og sérstaklega hentar til aksturs f ófærð. Merkjasala Rauða krossins á öskudag Á morgun, öskudag, fer fram merkjasala Rauða krossins eins og verið hefur frá stofnun félags- ins. Er þetta 53. árið, sem merki félagsins eru seld á öskudag. Tekjur af merkjasölunni renna að mestu til deilda félagsins um land allt, en verkefni deildanna eru margvlsleg og eru nú innan félagsins starfandi 36 deildir, þar af sjö nýjar í undirbúningi. Flestar deildanna vinna á ein- hvern hátt að sjúkraflutningum í sínu héraði og annast skyndi- hjálparnámskeið fyrir almenning. Stjórn Rauða kross tslands væntir þess að börn og unglingar leggi félaginu lið við sölu Framhald á bls. 42. Stöðugar upp- lýsingar frá hinum mótunum NÚ ER ákveðið að meSan ðhorfendur fylgjast með einvtgi Horts og Spasskýs 6 Loftleiðum geti þeir einn- ig fylgzt með leikjum t hinum þremur ðskorendaeinvlgjunum. Verða leikir skðkanna hér sendir ð telex til Locerne t Sviss og þaðan koma stðan leikirnir t hinum mótunum þremur. Að sögn Einars gengur undirbún- ingur allur samkvæmt ðaetlun, en mótið hefst næstkomandi sunnudag klukkan 14. Setningarathöfn verður ð laugardaginn. Skðkborðið sem Hort og Spassky munu nota er sömu gerðar og þeir notuðu Spassky og Fischer árið 1972. Átta jafntefli hjá meisturunum SPASSKY og Hort hafa níu sinnum teflt saman á mótum og hafa úrslit orðið þau að í átta skipti hefur skákunum lokið með jafntefli. en Spassky hefur einu sinni unnið. Mikil hesta- og skíðakona Marina, hín glæsilega einginkona Spasskys. sagði ð blaðamannafund- inum i gær. að hún hefði mikinn ðhuga ð að komast ð hestbak hðr ð landi. Sömuleiðis sýndi hún mikinn ðhuga þegar hún frétti að ðgætis skiðaland væri i nðgrenni Reykjavlk- ur. en þau hjónin hafa mikiðstundað skiðalþróttina að undanförnu og það verið liður t undirbúningi Spasskys fyrir einvtgið við Hort. Marina var að þvt spurð hvort hún hefði gaman af að fylgjast með þðtt- töku eiginmanns hennar t skðkmót- um. Svaraði hún þvt til, að henni likaði það mjög vel. Spurði Spassky þð t forundran hvort það væri virki- lega satt. Getur einhver lánað Spassky og Hort bíl? BÆÐI HORT og Spassky hafa látið í Ijós ósk um að fá bifreiðir til umráða meðan á einviginu stendur. Skáksam- bandið hefur ekki yfir neinum bif- reiðum að ráða, og hefur það beðið Mbl að koma þessu á framfæri ef einhver hefur undir höndum bifreiðir, sem hann þarf ekki að nota á næstunni og gæti lánað skákmeisturunum. Þeir Hort og Spassky munu einbeíta sér að undirbúningi einvígisins I þessari viku, en þó mun ákveðið að þeir bregði sér til Vestmannaeyja á morgun Fischer svar- ar ekki ennþá BOBBY Fischer, fyrrum heimsmeist ari i skák, hefur enn ekki svara^ð boði Skáksambandsins um að koma til íslands meðan einvígi Horts og Spasskýs stendur yfir. Sagði Einar S. Einarsson, formaður Skáksambands- ins, I g»r að Skáksambandinu hefði enn ekki tekizt að ná sambandi við Fischer sjálfan, en hins vegar r»tt við menn vestan hafs, kunnuga Fischer. Hefði Fischer nýlega skipt um heimilisfang einu sinni enn, en Skáksambandið hefði hins vegar komizt að því hvaða pósthólf hann hefði og yrði „pósthólfshafanum" Fischer skrifað þangað strax. Ósammála um hin einvígin BORIS Spassky spáði því á fundi með fréttamönnum í gær, að þeir fjórir sem kæmust áfram úr áskorendamótunum. sem eru i þann veg að hefjast, yrðu Larsen, Mecking og Petrosjan og vonaði hann sjálfur, að Larsen ynni Portisch, Mecking ynni Polugaevsky og Petrosjan ynni Kortsnoj Ekki var Hort á sama máli S gði hann það stna skoðun að þeir Kortsnoj og Portisch kæmust áfram, en treysti sér ekki til að spá um úrslit t einvtgi Meckings og Polugaevskys

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.